Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 1
80 SIÐURB STOFNAÐ 1913 197. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Harkan vex enn í Persaflóastríðinu: íranir her- taka sovézkt flutninefaskip Manama, Bahrain, AP. \m * JtLm ÍRANSKIR fallbyssubátar hertóku í fyrradag sovézkt flutningaskip á Persaflóa og færðu það til hafnar í íran. Hótuðu íranir að skjóta skipið i kaf, ef áhöfn þess hlýddi ekki fyrirskipunum þeirra. Skýrði Gennady I. Gerasimov, talsmaður sovézka utanríkisráðuneytisins, frá þessu í gær. í gærmorgun stöðvuðu Iranir annað sovézkt skip, en leyfðu því fljótlega að halda leiðar sinnar. Eftir að sovézka skipið „Pyotr Yementsov" hafði verið fært til hafnar í írönsku hafnarborginni Bandar Abbas, tóku íranir strax að losa farm þess. Héldu þeir því fram, að það flytti m. a. vopn og hergögn, sem ættu að fara til ír- aks. Skipið, sem er um 11.000 tonn að stærð, var á leið til Kuwait og kom frá hafnarborginni Nikolayev við Svartahaf. Var skipið statt und- an ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna, er íranskir fall- Ritskoð- unin hert í S-Afríku Jóliannesarborg, AP. STJÓRN Suður-Afríku herti í gær bann sitt við þvi, að fréttamenn skýrðu frá að- gerðum öryggissveita ríkis- ins. Með banni þessu er frétta- mönnum jafnframt meinað að fylgjast með því ef til óeirða kemur og öryggissveitimar láta til sín taka. Hið nýja bann var tilkynnt rétt áður en fyrirhuguð ijöldaútfcir átti að hefjast í Sow- eto, en þar vom 20 blökkumenn drepnir af lögreglunni í síðustu viku. byssubátar sigjdu í veg fyrir það. Áður hafa íranir stöðvað flölda skipa frá mörgum löndum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir stöðva sovézk skip á alþjóðlegri siglinga- leið á Persaflóa. Er þetta almennt túlkað á þann veg, að mun meiri harka sé að færast í styijöldina við Persaflóa, sem staðið hefur í sex ár. Ekkert lát er nú á stríðsaðgerð- um Írana og íraka. Þeir síðamefndu héldu því fram í gær, að þeir hefðu aftur náð á sitt vald mikilvægri radarstöð á Persaflóa með harðri gagnárás. Hefðu þeir „þurrkað út“ herlið írana, sem tók stöðina með skyndiáhlaupi á þriðjudag. íranir sögðust í gær hafa skotið niður þijár herþotur íraka í átökum meðfram allri víglínunni milli ríkjanna. 1 gæslu hjá górillu AP/Símamynd Jambo, 125 kOóa górilla í dýragarðinum í Jersey-eyju í Ermar- sundi, lét sér ekki bregða þó fimm ára gamall strákur dytti niður i gryfjuna til hennar og ónáðaði hana og fjölskylduna. Gætti Jambo stráksa þar til drengurinn rankaði við sér og hljóð- aði þegar hann sá górilluna yfir sér. Þá sá Jambo þann kost vænstan að forða sér. Drengurinn handleggsbrotnaði og hlaut höfuðáverka við fallið. Geislavirkni í Sviss: Fiskveiðar bannaðarí Lugano-vatni Bern, AP. STJÓRN Sviss bannaði í gær veiðar í Lugano-vatni eftir að i ljós hafði komið við mælingar að fiskur í vatninu er mengaður af geislavirku úrfelli eftir kjam- orkuslysið í Chernobyl fyrir fjómm mánuðum. Þetta er fyrsta skylduboðna að- gerðin, sem stjómin setur af heil- brigðisástæðum vegna slyssins í sovéska kjamorkuverinu í apríl. Einnig vár tilkynnt að bannað yrði að flytja inn eða selja fisk, sem veiðst hefði í vatninu frá og með 1. ágúst sl. Lugano liggur að mestum hluta í kantónunni Ticino í Sviss en hluti af vatninu nær yfir til Ítalíu. Achille Casanova, talsmaður svissnesku stjómarinnar, sagði að bannið mjmdi líkast til standa næstu þijá til ijóra mánuði. Cas- anova bætti við að hættulegt magn af sesíum hefði komið í ljós við mælingar á afla fískimanna við vatnið. Heilbrigðisyfírvöld segja að Lugano-vatn hafí orðið verst úti af vötnum og gróðri í Sviss vegna þess að þar rigndi mikið í kjölfar slyssins. Einnig er svo að fáar ár renna í vatnið og úr því og dregur því úr geislavirkninni á lengri tíma en ella. Utanríkisráðherra Singapore: Sakar samtök óháðra ríkia um tvöfalt siðgæði Hararc, AP. Wj V- J Utanríkisráðherra Singapore sagði í gær, að samtök óháðra ríkja hefðu sett ofan sökum þess að þau hefðu gert Bandaríkin að blóraböggli. Sagði ráðher- rann, S. Dhanabalan, að samtök- in hefðu glatað trúverðugleika sínum með þvi að úthúða Banda- Fundur Geislavarnanefndar OECD: Geislun frá Cherno- byl minnst á Islandi - segir Sigurður M. Magnússon kjarneðlisfræðingur Á LOKUÐUM fundi sérfræðinga i geislavarnanefnd Efnahags- og þóunarstofnunarinnar, OECD, í París um Chernobyl-slysið kom fram að minnst geislavirkni i Vestur-Evrópu mældist á íslandi, Spáni og Portúgal, en að afleiðingar hennar væru verstar í Nor- egi og Sviþjóð. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geisla- varna rikisins, sat fundinn og sagði hann að fram hefði kcmið að viðbrögð ríkisstjórna Evrópu við slysinu hefðu verið mjög misjöfn af pólítiskum ástæðum. Fundinn í París sóttu 60 sér- fræðingar vestrænna ríkja og voru afleiðingar slyssins í Chem- obyl ræddar, gerð var skýrsla til stjómarnefndar Iq'amorkustofn- unarinnar og ráðstefna Alþjóða- kjamorkumálastofnunarinnar í Vín rædd. I viðtali við Morgunblaðið sagði Sigurður að afleiðingar Chem- obyl-slyssins hefðu verið ræddar, m.a. að Sovétmenn hefðu flutt fólk burt af tæplega 3000 ferkíló- metra svæði, en það er Vss hluti íslands. Þó sluppu aðeins 3,5% geislavirkra efna út í andrúmsloft- ið, svo sjá má að slysið hefði getað orðið 30 sinnum verra. Sigurður sagði að upplýsinga- tregða Sovétmanna hefði gert Evrópubúum erfíðara fyrir en ella. „Einnig vom varúðarráðstafanir í Vestur-Evrópu oft pólítískar og má nefna að í Vestur-Þýskalandi var gripið til misvíðtækra ráðstaf- ana eftir fylkjum, en í Frakklandi, sem er mjög háð kjamorku, var ekki gripið til neinna aðgerða.“ Á fundinum í Vínarborg kom fram að röð alvarlegra mistaka og vítavert gáleysi olli slysinu. Sigurður var spurður hvort hlið- stætt slys væri mögulegt á Vesturlöndum og kvað Sigurður svo ekki vera. ríkjunum einhliða en hlífa Sovétríkjunum við gagnrýni. „Hver og einn, sem fordæmir morð í einni andrá en afsakar það í þeirri næstu, hlýtur að verðugu fordæmingu sem siðferðilegur iodd- ari og álit hans verður einskis virt,“ sagði Dhanabalan á þingi samtaka óháðra ríkja, sem nú fer fram í Harare, höfuðborg Zimbabwe. „Samtök okkar hafa gert veður út af aðgerðum risaveldis í Mið- Ameríku, en þrátt fyrir þykka skjalabunká, sem lagðir hafa verið fram hér, er hvergi minnst á hemám risaveldis i Afganistan, sem er óháð ríki,“ sagði utanríkisráð- herra Singapore ennfremur. Moammar Gadhafí, leiðtogi Lábýu, gagnrýndi Bandaríkin harð- lega á ráðstefnunni í gær. Sagði hann að Bandaríkin undirbyggju nú aðra loftárás á land hans. „Við höfum orðið fómarlömb hrottalegr- ar árásar," sagði Gadhafi, sem lagði á það áherzlu að Líbýumenn myndu svara í sömu mynt ef ráðist yrði á þá á aftur. Mengistu Haile Mariam, leiðtogi Eþíópíu, Sinan Hasani, forseti Júgóslavíu og Samora Machel, for- seti Mozambique, tóku í sama streng og gagnrýndu Bandaríkja- menn harðlega. Þá sakaði Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, Bandaríkja- menn um að ögra heimsbyggðinni með stuðningi þeirra við uppreisn- armenn í Nicaragua. Frá þingi samtaka óháðra ríkja f Harare í Zimbabwe. Fidel Castro, leiðtogi Kúbu (fyrir miðju), heilsar Moammar Gadhafi, leiðtoga Líbýu. Forseti írans horfir á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.