Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 4
4 MÖRÚUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Hagnaður útgerðar yfir á frystingu: „Fiam öllu lagi“ — segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ „AÐ MÍNUM dómi eru þesssar hugmyndir forsætisráðherra fjarri öllu lagi,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegsmanna, er hann var inntur álits á ummælum Steingríms Hermannssonar í frétt Morgunblaðsins á föstudag. Þar lýsir ráðherrann þeirri skoðun sinni að færa verði eitthvað af hagn- aði útgerðarinnar yfir á frystinguna. í umræddri frétt segir forsætis- farin ár og hefur safnað verulegum ráðherra að á sama tíma og fryst- vanskilaskuldum. Úr þessu hefur ingin hafi tapað umfram það sem ræst nokkuð að undanfömu, og til gert var ráð fyrir í samningum um fiskverðshækkun, hafi staða út- gerðarinnar batnað meira en þá var gert ráð fyrir. „Það kemur ekki til greina að fella gengið til þess að bæta stöðu frystingarinnar, heldur er ég þeirrar skoðunar að færa verði eitthvað af hagnaði útgerðar- innar yfir til hennar," sagði Steingrímur. Um þetta sagði Kristján Ragn- arsson meðal annars: „Útgerðin hefur verið rekin með halla undan- þess liggja margar ástæður. Ein er sú að við höfum selt ferskan fisk í ríkari mæli en áður og fengið fyrir hann hlutfallslega mun hærra verð. Aflabrögð hafa verið betri án þess að stofnað hafi verið til nýrra fjár- festinga og í því felst aukin hagkvæmni. Allt þetta hefur bætt hag útgerðarinnar. Að ætla sér svo nú að færa þennan hagnað til vinnslunnar er ekki raunhæft að mínum dómi,“ sagði Kristján. „Fiskvinnslan á útgerðina að stórum hluta, og ekki mun það breyta miklu á þeim bæjum," sagði hann ennfremur. „Hvað varðar aukna sölu á ferskum físki tökum við undir þau sjónarmið að fara þar að með gát. En ef ætti að fara að lækka fiskverðið, sem mér fínnst vera tónn forsætisráðherra, þá myndi það náttúrlega hafa gagn- stæð áhrif á þessa þróun og ýta enn undir frekari sölu á ferskum físki. Það er alls staðar vöntun á fiski og fískverð fer hækkandi. Við skulum vona að svo verði áfram og okkur auðnist að halda okkar fiski- stofnum í lagi á sama tíma og aðrir ofveiða. En það er §arri öllu lagi að vera að tala um að flytja hagnað- inn, af því meðal annars að selja ferskan físk, yfír til vinnslunnar til að hún þurfí að borga lægra físk- verð,“ sagði Kristján Raemarssnn Rannsóknarlögregla ríkisins: Hefur upplýst á annan tug þjófn- aða og innbrota undanfarna daga Rannsóknarlögregla ríkisins hefur undanfarna daga upplýst á annan tug innbrota og þjófn- aða, sem framin hafa verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu vik- Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn, sagði að brotist hefði verið inn í bifreiðir, íbúðarhúsnæði og fyrirtæki á undanfömum vikum og stolið myndbandstælqum, sjónvörp- um, hljómflutningstækjum og kvikmyndatökuvélum fyrir hundruð þúsunda. Nú hefur rannsóknarlög- reglan haft hendur í hári 8 ungmenna, sem öll hafa komið oft við sögu lögreglunnar. Sagði Helgi tækin flest komin til skila, en með- al þeirra mála sem leyst voru var innbrotið í Greiningarstöð ríkisins fyrir fatlaða, eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Þá hefur konan, sem rænd var á Barónsstíg í síðustu viku fengið aftur veski sitt ásamt innihaldi, nema hvað peningunum hafði verið eytt. Helg^i sagði þjófnaði þessa tengj- ast skjalafalsi, þ.e. ávísanamisferli og misnotkun greiðslukorta. Hefði ungmennunum m.a. tekist að greiða vörur fyrir um 50 þúsund krónur með greiðslukorti sem var stolið. „Okkur rannsóknarlögreglumönn- Leignþotu Arnarflugs hlekktist á í Marseille DC-8 LEIGUVÉL Arnarflugs hlekktist á í lendingu í Marseille í Frakklandi í gærkveldi með þeim afleiðingum að lendingarbúnaður vélarinnar skemmdist lítillega. Vélin var fullsetin, með 249 farþega um borð. Agnar Friðriksson framkvæmda- stjóri Arnarflugs sagði að þegar vélin hefði komið úr aðflugi til lend- ingar hefði hún komið hátt inn úr aðfluginu. Vélin hefði lent á aftur- hjólunum og þegar nefhjólið hefði skollið niður hefði dempari í nef- hjóli ekki virkað. Líklega hefði hann lofttæmst við höggið og þar af leið- andi hefði höggið verið talsvert. Agnar ságði að hér væri sem betur fer um minni háttar óhapp og tjón að ræða. um finnst ljóst að innbrot og þjófnaðir tengjast í æ ríkari mæli fíkniefnaneyslu. Það virðist sem fólk skorti fé fyrir fíkniefnum og reyni að afla þess með þjófnuðum," sagði Helgi. Hann sagði hafa komið í ljós við rannsókn mála þessara að stolið var ávísun úr skjalatösku sem var í Mercedes-bifreið fyrir utan Landa- kot. Ávísun þessi er að upphæð tæpar 5.000 krónur og er bifreiðar- eigandinn beðinn um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. Þó svo að margir þjófnaðir hafí verið upplýstir að undanfömu virð- ast ný mál sífellt bætast við. í gærmorgun var tilkynnt um innbrot í Fellaskóla í Breiðholti, en engu var stolið þaðan. Farið var í fyrir- tæki í Breiðholti þessa sömu nótt og úr einu var stolið skiptimynt og takkasímtæki úr öðm. Þá var farið inn í nokkur fyrirtæki við Lang- holtsveg aðfaranótt þriðjudagsins og úr einu þeirra var stolið takka- símtækjum. Úr öðru var stolið sambyggðu útvarps-sjónvarps- og segulbandstæki. Ekki er allt upptal- ið, því brotist var inn í 4 bifreiðar við Smiðjuveg í Kópavogi og tekin úr þeim útvarps- og segulbands- tæki. Sagði Helgi Daníelsson þjófnaði úr bifreiðum færast í vöxt. í bás sjávarútvegsráðuneytisins á sýningunni Heimilið 86 fram- reiða matreiðslumeistarar réttí úr íslenskum fiski og sérfróðir menn svara spumingum um sjávarútvegsmál. Heimilið 86: Sjávarútvegsráðuneyt- ið með sýningarbás SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ tekur í fysta sinn þátt í sýning- unni Heimilið 86, sem haldin er í Laugardalshöll. í frétt frá ráðuneytinu segir að tilgangurinn með þátttökunni sé að vekja athygli sýningargesta á sjávarútvegi, mikilvægi hans fyrir landsmenn og þeim framtíðar- möguleikum sem í honum felast. Lögð er áhersla á að sýna gæði íslensks sjávarafla og möguleika í framleiðslu. Þá segir að ráðu- neytið hafí fengið veitingahús til samstarfs við sig sem sýna hvem- ig matreiða má físk. Dag hvem veitir sérfróður mað- ur um sjávarútvegsmál sýningar- gestum upplýsingar í sýningar- básnum. Með þessu framtaki vonast ráðuneytið til að auka þekkingu landsmanna á sjávarút- vegsmálum. Julio Iglesias á HINN heimsþekkti söngvari og kvenna- gull, Julio Iglesias, gerði stuttan stans á Reykjavíkurflugvelli i gær. Kappinn var að koma úr nokkurra daga fríi á Spáni og var ferðinni heitið til Boston, þar sem hann heldur hljómleika í kvöld. Þann stutta tíma, sem Iglesias og föru- neyti dvaldi á landinu, notaði hann til að kynna sér íslenska matargerð og snæddi hópurinn síðbúinn hádegisverð á Hótel Loftleiðum. „Ég elska laxinn hérna," sagði hjarta- knúsarinn, eftir að hafa gætt sér bæði á soðnum laxi og graflaxi. Því til staðfest- ingar festu Iglesias og vinir hans kaup á verkuðum laxi til að taka með sér til Bandaríkjanna. Sólbrúnn söngvarinn lék á als oddi og sagðist vera meira en reiðubúinn að koma aftur til landsins, svo framarlega sem hann hitti á gott veður. „Ég hef komið hingað einu sinni áður og stoppaði í jafn stuttan tíma. En ég er alveg til í að koma hingað aftur ef þið bjóðið mér að koma og syngja," sagði hann skælbrosandi. Iglesias er sem stendur í miðri hljóm- leikaferð um öll Bandaríkin og verður þeirri ferð lokið 29. október. Hann fékk sex daga frí á milli hliómleika og skellti Julio Iglesias áritar bók fyrir ungan aðdáanda á Hótel Loftleiðum i gær. sér því til heimalandins, Spánar, í einka- þotu sinni. Söngvarinn átti hús þar, en heldur nú heimili í tveimur villum í Banda- ríkjunum, annarri í Kalifomíu og hinni á Flórída. „Ég er nú reyndar líka að taka upp hljómplötu með Stevie Wonder," sagði 0 Islandi Iglesias. „Ég söng áður mjög evrópska tónlist, en er að snúa mér meira að svert- ingjatónlist," sagði hann og þandi radd- böndin fyrir viðstadda, sem vel kunnu að meta. Það voru ekki margir sem bára kennsl á Iglesias á Hótel Loftleiðum, en nokkrir urðu þó til þess að biðja hann um eigin- handaráritun. Hann lét sér ekki muna um að verða við þeim óskum, en komst svo að því að flestir aðdáendanna á Hótel Loftleiðum, vora erlendir ferðamenn. „Þetta er ágætt; það þekkir mig enginn á Islandi. Það er ljóst að ég verð að koma aftur," sagði Iglesias í stuttu spjalli við blaðamann á meðan hann beið eftir föra- neytinu, sem ýmist var að útvega honum laxinn, eða fjárfesta í íslenskum ullarfatn- aði. „Blessaðar stelpur, viljið þið ekki bara koma með til Boston?" spurði hann um leið og hann steig upp í bifreið, sem flutti hópinn að einkaþotunni. Útsendarar Morg- unblaðsins afþökkuðu kurteisislega, en snéra við ijóðar í kinnum eftir að kvenna- maðurinn mikli hafði smellt á þá léttum burtfararkossi. „Sjáumst síðar,“ sagði kappinn að end- ingu á móðurmálinu og veifaði í kveðju- skyni. Morgunblaðið/Emilla Söngvarinn missti af góða veðrinu í fyrradag og sagðist ætla að athuga veðurspána áður en hann kæmi aftur til ísiands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.