Morgunblaðið - 04.09.1986, Page 6
MORGUJýBLAÐIj)^ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
6r
ÚTVARP / SJÓNVARP
Lít þér nær
Það kom mér satt að segja á
óvart er ég heyrði á nýju út-
varpsstöðinni Bylgjunni við Snorra-
braut — Júpítersymfóníuna eftir
Mozart í þætti Hallgríms Thor-
steinssonan Reykjavík síðdegis. En
fyrr en varði var sú tónsmíð rofin
af auglýsingum og svo kom þessi
engilsaxneska dægurmúsik er
glumið hefir í eyrum síðastliðinn
aldarfjórðung eða svo. Vissulega
er sú músik orðin dálítið snjáð en
þó er vart hægt að ætlast til þess
af stöð er byggir reksturinn á aug-
lýsingum að þar sé lögð rækt við
klassíska tónlist. Slík tónlist fer
ekki sérlega vel við glamrandi aug-
lýsingar hversdagsins og á senni-
lega fremur heima á rás 1. En hvað
um léttklassíska tónlist, á hún ekki
vel heima á auglýsingarekinni út-
varpsstöð?
Að fylgjast með
Sá er hér ritar hefir löngum ver-
ið þeirrar skoðunar að ríkisútvarp-
inu veitti ekki af svolítilli samkeppni
og þó einkum á sjónvarpsrekstrar-
sviðinu. En hefír ríkisútvarpið
þegar tekið mið af hinni breyttu
fjarskiptalöggjöf? Ég tel vissulega
að ríkisútvarpið hafi tekið Qörkipp
að undanfömu og þar má ekki
gleyma ferskum vindum er blása
frá rás 2. Sem merki um aukinn
lífsmátt ríkisútvarpsins má nefna
ýmsa þætti á rás 1 er hafa séð
dagsins ljós í sumar. Þætti er hafa
á nýstáriegan hátt beint sjónum að
hversdagslífínu, einkum sviðum
þess sem lítt hafa verið skoðuð
áður við hljóðnemann og vil ég hér
einkum nefna þáttaröðina 1 dagsins
önn er ég hef raunar krufíð. Og
nú vil ég benda hlustendum á at-
hyglisverðan þátt er nýlega hóf
göngu á rás 1 og er lýst svo í dag-
skrárkynningu: Torgið — Við
upphaf skólaárs. Umsjón: Adolf
H.E. Petersen og Vemharður Linn-
et.
Mér fínnst þessi þáttur bera vott
um breytt vinnubrögð starfsmanna
rásar 1 því hann beinir sjónum að
augnablikinu eða er ekki skólaárið
að hefjast? Ég hefði haldið það og
hvflík umskipti fyrir litlu skinnin
er sum hver labba í fyrsta sinn með
skólatöskuna sína inní hinn stóra
og oft miskunnarlausa heim skól-
ans. Skiptir okkur ekki miklu að
kynnast viðhorfum þeirra er taka á
móti bömunum og leiðbeina þeim
um krákustigu menntakerfísins?
Hvemig stendur á því að sjónvarpið
beinir ekki sjónum að jafn mikils-
verðum þætti daglegs lífs og
skólastarfínu. Á þeim bæ skoppa
menn frekar í kringum fótboltann
eða svífa um loftin blá. Hið hvers-
dagslega amstur er fyllir líf okkar
virðist skipta minna máli, eða
minnast menn þess að rætt hafí
verið við skólamenn nýlega í sjón-
varpssal hvað þá um málefni til
dæmis foreldrafélaganna er skipta
æ meira máli í nútlma skólastarfi.
Gáum að því að menntunin ræður
velferðinni í dag og því er nauðsyn-
legt að ijölmiðlar bregðist einarð-
lega við og rýni íslenska skólakerf-
ið. Þar verður að skoða hlutina frá
hinum hæsta sjónarhól og meta
hvort skólastefnan sé farsæl. Ekki
verður undan vikist að spyija
óþægilegra spuminga, til dæmis
þeirra hvort rétt sé að ákveðinn
skóli geti takmarkað nemendafjöld-
ann við 75 einstaklinga á meðan
annar skóli verður að hýsa 1.400
nemendur innan sinna veggja? Þá
má leitast við að svara þeirri spum-
ingu hvort skattpeningunum sé
nægilega vel varið í skólakerfinu?
Ég hreyfí við þessum spumingum
svona rétt til að hjálpa sjónvarps-
mönnum upp úr plógfarinu.
Ólafur M.
Jóhannesson
Vinsælda-
listi rásar 2
Ný útvarpsstöð tók til
starfa sl. fimmtudag og er
Ný útvarpsstöð;
Bylgjan
hún því vikugömul í dag.
Stöðin er í eigu íslenska
Gestur í útvarpssal
■■■i Herman Uhlom
Of|50 píanóleikari
verður gestur í
útvarpssal í kvöld.
Hann mun leika píanó-
verk eftir Johann Wilhelm
Haszler, Fréderic Mompou
og Fréderic Chopin.
útvarpsfélagsins hf. og er
fyrsta einkarekna útvarps-
stöðin hér á landi.
Bylgjan sendir út dag-
lega frá kl. 6:00 á morgn-
ana til kl. 24:00 og á
föstudags- og laugardags-
kvöldum er næturútvarp til
kl. 3:00.
Fréttir em sagðar á
klukkutíma fresti alla virka
daga, en um helgar em
fréttatímar kl. 8:00, 10:00,
12:00, 15:00, 17:00 og
19:00.
Dagskrárstjóri Bylgj-
unnar er Páll Þorsteinsson
en tæknistjóri er Sigurður
Ingólfsson.
Meðal efnis í kvöld verð-
ur leikrit, spumingaleikur
og viðtalsþáttur I umsjá
Jónínu Leósdóttur.
Sent er út á FM 98,9
mHz.
■■■ Vinsældalisti
90 00 rásar 2 verður
valinn milli kl.
17:00 og 19:00 í dag. Leo-
pold Sveinsson kynnir
síðan tíu vinsælustu lög
vikunnar kl. 20:00 í kvöld.
Lag Skriðjöklanna,
Hesturinn, var í fyrsta
sæti listans í síðustu viku
en í öðm sæti, á uppleið,
var Braggablús Bubba
Morthens.
TÓNLISTARKROS SGÁTAN NO: 60
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
108 Reykjavík
Merkt Tónlistarkrossgátan
UTVARP
FIMMTUDAGUR
4. september
7.00 Veðurlregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veðurfregnir
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Hús 60 feðra" eftir
Meindert Dejong. Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sína
(6).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.00 Fréttir
10.10 Veöurfregnir
10.30 Ég man þá tið
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum
árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Söngleikir á Broadway.
Þriðji þáttur: „Big deal".
Umsjón: Árni Blandon.
12.00 Dagskrá. Tilkynn-
ingar
12.20 Fréttir
12.46 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Efri ár-
in. Umsjón: Ásdis Skúla-
dóttir.
14.00 Miödegissagan: „Ma-
hatma Gandhi og lærisvein-
ar hans" eftir Ved Mehta.
Haukur Sigurðsson les þýð-
ingu sina (6).
14.30 I lagasmiðju Irvins Berl-
in,. ... .
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
16.20 Landpósturinn. Frá
Svæðisútvarpi Reykjavíkur
og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Strengjakvartettar eftir
Dmitri Sjostakovitsj. Kvart-
ett nr. 3 í F-dúr op. 73.
Borodin-kvartettinn leikur.
Umsjón: Sigurður Einars-
son.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón:
Kristín Helgadóttir og Sigur-
laug M. Jónasdóttir.
17.45 Torgið — Tómstunda-
iðja. Umsjón: Óðinn Jóns-
son. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Guðmund-
ur Sæmundsson flytur
þáttinn.
20.00 Ég man. — þáttur I
umsjá Jónasar Jónassonar.
20.50 Gestur í útvarpssal.
Hermann Uhlhorn leikur
píanóverk eftir Johann Wil-
helm Haszler, Frédéric
Mompou og Frédéric Chop-
in.
21.20 Reykjavik i augum
skálda
Umsjón: Símon Jón Jó-
hannsson og Þórdis
Mósesdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Fimmtudagsumræðan
— Samskipti Islands og
Bandarikjanna. Stjórnendur:
Sturla Sigurjónsson og Þórir
Guömundsson.
23.20 Frá tónlistarhátíöinni i
Ludwigsburg 1986. Jessye
Norman syngur lög eftir
Georg Friedrich Hándel,
Richard Strauss og Johann-
es Brahms. Geoffrey
Parsons leikur með á pinaó.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
SJÓNVARP
19.15 Á döfinni
Umsjónarmaöur: Marianna
Friðjónsdóttir.
19.25 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies). Sjöundi
þáttur. Teikriimyndaflokkur
eftir Jim Henson. Þýöandi:
Guðni Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Unglingarnir í frumskóg-
inum
Umsjónarmaöur: Jón Gúst-
FOSTUDAGUR
5. september
afsson. Stjórn upptöku:
Gunnlaugur Jónasson.
21.10 Kastljós
Þáttur um innlend málefni
21.40 Bergerac —
Sjöundi þáttur. Breskur
sakamálamyndaflokkur i tíu
þáttum. Aöalhlutverk: John
Nettles. Þýðandi: Kristmann
Eiðsson.
-22.30 Seinni fréttir
22.35 Móðurást
(Promise at Dawn)
Bandarísk-frönsk biómynd
frá 1970. Leikstjóri: Jules
Dassin. Aðalhlutverk: Mel-
ina Mercouri og Assé
Dayan. Myndin lýsir sam-
bandi móður og sonar sem
síðar verður rithöfundur.
Móðirn sér ekki sólina fyrir
syninum og hefur næstum
sjúklegan metnað fyrir hans
hönd. Þýöandi: Óskar Ingi-
marsson.
00.25 Dagskrárlok
FIMMTUDAGUR
4. september
9.00 Morgunþáttur
í umsjá Ásgeirs Tómassonar,
Gunnlaugs Helgasonar og
Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Elísabet Brekkan sér um
barnaefni kl. 10.05.
12.00 Hlé.
14.00 Andrá
Stjómandi: Ragnheiöur Dav-
íðsdóttir.
15.00 Djass og blús
Vernharður Linnet kynnir.
16.00 Hitt og þetta
Stjómandi: Andrea Guð-
mundsdóttir.
17.00 Einu sinni áður var
Bertram Möller kynnir vinsæl
lög frá rokktímabilinu, 1955—
1962.
989
FIMMTUDAGUR
4. september
6.00 Tónlist i morgunsárið
7.00 Á fætur meö Siguröi G.
Tómassyni — morguntónlist
— fréttir — upplýsingar um
veður og færð — viðtöl og
vekjandi spjall.
9.00 Páll Þorsteinsson á létt-
um nótum — listapopp —
sígilt popp og ellismellir —
getraunir og simaspjall.
12.00 Hádegisfréttir
12.10 Á markaöi með Sigrúnu
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti hlustenda|
rásar tvö
Leopold Sveinsson kynnir tíu|
vinsælustu lög vikunnar.
21.00 Um náttmál
Gestur Einar Jónasson stjórn-|
ar þættinum. (Frá Akureyri.)
22.00 Rökkurtónar
Stjómandi: Svavar Gests.
23.00 Heitar krásir úr köldu stríði I
„Napur gjóstur næddi uml
menn og dýr. — Ár almyrkv-1
ans." Fimmti þáttur. Umsjón-I
armenn: Magnús Þór Jónsson|
og Trausti Jónsson.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,1
10.00, 11.00, 15.00, 16.001
og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæöisútvarp fyr-l
ir Reykjavík og nágrenni — FM|
.90,1 MHz.
gAKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr-|
ir Akureyri og nágrenni — FM|
96,5 MHz.
Þorvaröardóttur— upplýs-
ingum miölaö til neytenda —
verðkannanir — vörukynn-
ingar — tónlist — flóamark-
aður — hlustendaþjónusta.
14.00 Pétur Steinn Guð-
mundsson — tónlist í 3 klst.
— rætt við tónlistarmenn —
nýjar plötur kynntar
17.00 Hallgrimur Thorsteins-
son — Reykjavík síðdegis —
atburðir liðandi stundar
þægileg tónlist á leiðinni
heim.
19.00 Tónlistarþáttur
19.30 Spennuleikrit
20.00 Spurningaleikur — verð-
laun
21.00 Jónína Leósdóttir
kaffigestir — viðtalsþáttur.
22.30 Tónlistarþáttur
23.00 Fréttamenn Bylgjunnar
Ijúka dagskránni.
24.00 Dagskrárlok