Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 15
MÖRGUNBÍAðÍð, FIMJÍTOD^GÍjÍÍV. SEPTgMBER Í986
Þijár kynslóðir í Hljómeyki.
Allt skrift og omament
er nú rifið og brennt,
bílæti Kristí brotin,
blöð og líkneski rotin,
klukkur kólflausar standa,
kenning samt fögur að vanda.
Önnur verk á efnisskrá Hljóm-
eykis eru af útlendum toga. Frá
endurreisnartímanum eru m.a. Ave
Maria eftir Josquin des Prés og Ave
verum corpus eftir William Byrd,
sem var einn mestur madrigalasnill-
ingur á dögum Elísbetar fyrstu á
Englandi. Skandinavía 20. aldar á
tvo fulltrúa á efnisskránni, Knut
Nystedt sem er meðal virtustu tón-
skálda Norðmanna og Vagn
Holmboe, en hann er af mörgum
talinn verðugur arftaki Carl Nielsen
í danskri tónlist. Báðir þessir menn
hafa samið talsvert af kirkjutónlist,
en þeir eru þó þekktastir af sinf-
óníutónlist, sérstsaklega Holmboe,
sem hefur samið a.m.k. tíu stórar
sinfóníur fyrir utan einleikskons-
erta og ógrynni kammerverka. Ave
María eftir Stravinsky er ein af
dýrustu perslum kórtónlistar þess-
arar aldar. Þessi höfuðsnillingur 20.
aldarinnar í tónlist gerðist róm-
versk-kaþólskur á efri árum en
hann var auðvitað alinn upp i aust-
urkirkjunni í Rússlandi og bera
tónsmíðar hans margar þess merki.
„Kærleikur manna í milli...
Eftir Leif Þórarinsson
Söngflokkurinn Hljómeyki, sem
mun syngja á tónleikum á vegum
Tónlistarfélags Kristskirkju í
Kristskirkju í kvöld kl. 20.30, er
eini „madrigalkórinn" hér á landi
sem starfað hefur samfellt svo árum
skiptir. Hann var stofnaður 1974
af tvennum hjónum, Halldóri Vil-
helmssyni óperusöngvara og
Áslaugu Ólafsdóttur og Rúnari
Bjamasyni og Guðfínnu Dóru Ól-
afsdóttur, sem fengu þá tii liðs við
sig vini og kunningja úr hópi þjálf-
aðra kórsöngvara. Markmiðið var
að flytja fyrst og fremst fjölraddaða
tónlist frá endurreisnartímabilinu,
svo og barrokktímanum, þar sem
J.S. Bach er auðvitað í fararbroddi,
en einnig að leggja áherslu á flutn-
ing nýrrar kórtónlistar, ekki síst
íslenskrar.
Á árunum 1974—79 frumflutti
Hljómeyki mörg tónverk hér á landi,
baeði gömui og nýieg erlend tónverk
og nokkur íslensk, m.a. eftir Atla
Heimi Sveinsson og Sigursvein D.
Kristinsson.
Eftir nokkurt hlé var kórinn end-
urreistur og em fýrmefnd hjón enn
kjami hans en nú em böm þeirra
líka komin til skjalanna og gæða
kórinn nýju lífi og með ungum og
hljómbjörtum röddum. Einnig em
sem og áður vinir og kunningjar til
halds og trausts. Alls telur Hljóm-
eyki ellefu félaga.
Söngflokkurinn hefur síðustu
árin og mánuðina lagt æ meiri
áherslu á flutning nútímaverka og
er efnisskráin í Kristskirkju i kvöld
gott dæmi um það. Þar verða t.d.
fmmflutt í Reykjavík tvö tónverk
eftir íslensk tónskáld, Aldasöngur
eftir Jón Nordal og Locus Iste
eftir John Speight. Bæði era verk-
in við býsna kirkjulega texta, en
aldasöngur er við visur úr frægu
kvæði Bjama (skálda) Jónssonar
sem uppi var eftir siðaskipti
(1560—1640 ca.) en þar segir m.a.:
„Allt hafði annan róm
áður í páfadóm,
kærleikur manna í milli,
margt fór þá vel með snilli
QÍsland fékk lofið lengi,
ljótt hér þó margt til gengi.
Nýjasta tónverk Jóns Nordals
verður flutt.
Mega kaþólskir vel við una þenn-
an vitnisburð og annað sem kemur
fyrir í kvæðinu en skáldinu virðist
hafa ofboðið myndbrotastefna sið-
bótarmanna og ekki að ástæðu-
lausu.
Ave Maria var samið 1934 og fmm-
flutt ásamt Pater Noster og Credo
tveimur ámm síðar i Rússnesku
kirkjunni í París. Stærsta verkið á
þessum tónleikum kemur hins vegar
frá Englandi, Óður heilagrar Sess-
elíu, verndardýrlings tónlistarinnar
eftir Benjamin Britten við ljóðabálk
Audens. Sesselíudagur hefur í alda-
raðir verið mikil hátíð á Englandi
og em jafnan fengin til mestu skáld
og tónskáld, að semja ijóð og tón-
list í því tilefni. Em t.d. til fræg
verk til heilagrar Sesselíu eftir
Purcell og Hándel en fegurstu text-
ar til Sesseliu á enska tungu era
líklega ljóð Drydens frá 1687 og
1697 og ljóð íslandsvinarins Aud-
ens, eh þeir Auden og Britten unnu
reyndar oft saman, m.a. að óperam.
Tónlistarfélagi Kristskirkju er
mikill fengur að þessari efnisskrá
Hljómeykis og svo er væntanlega
um alla velunnara félagsins en þeir
hafa að undanfömu fjölmennt á
tónleika þess, bæði í kirkjunni og
Safnaðarheimilinu að Hávallagötu
14. Em þetta 11. tónleikarnir á
fyrsta starfsári félagsins sem hófst
26. september 1985.
Höfuadur er tónakáld.
Enskuskól-
ínn tekinn
til starfa
NÝR tungumálaskóli tók til
starfa 1. september. Skólinn
nefnist Enskuskólinn og er til
húsa á Túngötu 5, Reykjavík.
Skólinn er rekinn af Julie Ing-
ham og Josephine Anne Flynn
og eru þær aðalenskukennarar
skólans.
Á fundi með blaðamönnum kom
fram að um 200 nemendur hafa
látið innrita sig í tungumálanám í
vetur. Skólinn hefúr yfír að ráða
þrem kennslustofum og verða 10
nemendur í hveijum bekk. Flestir
nemendanna verða í kvöldskóla en
kennsla fer einnig fram alla daga.
Skólinn býður upp á nám í ensku,
þýsku, spænsku og íslensku, en auk
Josephine Anne Flynn og Julie
Ingham stofnendur og aðalkenn-
arar Enskuskólans.
þess er boðið upp á nám fyrir böm
á aldrinum 8-12 ára, og viðskipta-
nám. Enskuskólinn býður nemend-
um upp á ýmsar nýjungar svo sem
sémámskeið fyrir starfshópa fyrir-
tækja, hópferð til London með
kennara að leiðsögumanni og auk
þess getur hópur nemenda tekið sig
til og fengið kennara skólans til að
kenna sérhæft námsefni að ósk
nemendanna sjálfra.
AFRHRIf
r IwOMUIw
mm
CLASS HEISUSTUDIÖ
INNRITUN ER HAFIN I VETRARNAMSKEIÐIN
SÍÐAST FYLL TIST FLJÓTTH
VIÐ BJÓÐUM UPPÁ MORGUN, HÁDEGIS OG SIÐDEGISTIMA.
Frúartíma — AREO 1 *
Byrjendatíma — AERO 2
Framhaldstíma — AERO 3
Púl tíma — AERO 4
Ath! Innifalið í verði er aðgangur að tækjasal — FRÁBÆR AÐSTAÐA!!
Innritun er hafin í síma: 39123 og 35000
KENNARAR:
• ASA PÁRSSON — Einn af bestu Aerobic kennurum Svía.
• MAGNÚS SCHEVING — íþróttaþjálfari.
• FRÍÐA HÁLLDÓRSDÓTTIR — Fimleika þjálfari.
• HELENDA JÓNSDÓTTIR — Danskennari.
• ELSA SIGFÚSDÓTTIR— Danskennari.
Halsusi
Skeifunrti 3. Rvik Simar: 39123 & 35000