Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
Samsýníng í Nýlistasafninu
Nýtt leikár að hefjast hjá Þjóðleikhúsinu:
Tíu íslensk verk
frumsýnd í vetur
NÝTT leikár hófst hjá Þjóðleik-
húsinu á mánudag og var vetrar-
dagskrá leikhússins kynnt á
þriðjudag. Átján verk verða
sýnd, ýmist á stóra sviðinu eða á
nýju sviði í húsi Jóns Þorsteins-
sonar á Lindargötu 7.
Gísli Alfreðsson, þjóðleikhús-
stjóri, kynnti dagskrá vetrarins og
verður fyrsta frumsýningin þann
25. þessa mánaðar, en þá verður
leikrit Ragnars Amalds, alþingis-
manns, Upprcisn á Isafírði, frum-
flutt. Leikstjóri er Brynja
Benediktsdóttir, en með helstu hlut-
verk fara Randver Þorláksson,
Kjartan Bjargmundsson, Lilja Þór-
isdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
og Róbert Amfinnsson. Leikmynd
og búningar em eftir Siguijón Jó-
hannsson.
Óperan Tosca eftir Giacomo
Puccini verður fmmsýnd í október
undir leiðsögn breska leikstjórans
Paul Ross. I aðalhlutverkum verða
þau Kristján Jóhannsson, Elísabet
F. Eiríksdóttir og Elín Ósk Óskars-
dóttir.
Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár
verður gamanleikurinn Aurasálin
eftir Moliére undir leikstjóm Sveins
Einarssonar. Önnur verk á dag-
skránni em ballettinn Glugginn
eftir Jochen Ulrich, Rómúlus mikli
eftir Friedrich DÚrrenmatt, Yerma
eftir Federico Garcia Lorca og gam-
anleikurinn Lend Me a Tenor eftir
Ken Ludwig.
Nýtt bamaleikrit, Tapað fundið?,
eftir Herdísi Egilsdótttur, verður
fmmflutt á stóra sviðinu í vetur og
þar verður einnig ballettsýning eft-
ir Hlíf Svavarsdóttur og Nönnu
Ólafsdóttur. Sýningum á gaman-
leiknum Helgispjöllum eftir Peter
Nichols verður einnig haldið áfram
frá fyrra leikári.
Þjóðleikhúsið mun taka í notkun
nýtt leiksvið í nóvember og verður
það til húsa á Lindargötu 7, bak
við Þjóðleikhúsið. Þar verða ein-
göngu flutt ný íslensk leikrit í vetur
Rafmagns-
veitur ríkis-
ins kynna starf-
semi sína á
Heimilið 86
í TILEFNI þess að 1. janúar
næstkomandi eru 40 ár siðan
Rafmagnsveitur ríkisins tóku til
starfa, kynnir fyrirtækið starf-
semi sína á sýningunni Heimilið
’86 í Laugardalshöll.
í sýningarbás RARIK liggja
frammi margvíslegar upplýsingar
fyrir rafmagnsnotendur. Meðal efn-
is sem dreift er em leiðbeiningar
fyrir notendur um raforkuspamað.
Starfsmenn fyrirtækisins em einnig
á staðnum og svara fyrirspumum
sýningargesta.
Mörgum leikur forvitni á að vita
um raforkunotkun á heimili sínu. í
þeim tilgangi að kynna sýningar-
gestum rafmagnseyðslu vegna
lýsingar og notkunar hinna ýmsu
heimilistækja, hefur verið komið
fyrir lfkani af íbúðarhúsi, sem tengt
er tölvu og geta gestir fengið svör
við hinum ýmsu spumingum um
orkunotkun á heimilum auk þess
sem tölvan sýnir hvaða árangri
unnt er að ná í orkuspamaði.
Ennfremur geta sýningargestir
spreytt sig á að framleiða raforku
á hjóli, sem tengt er rafali. Ljós á
töflu sýna hversu mikla raforku
gestir geta framleitt.
Þá sýna Rafmagnsveitur ríkisins
í sýningarbási sínum nýja heimild-
arkvikmynd um starfsemi RARIK,
sem gerð hefúr verið í tilefni 40
ára afmælis fyrirtækisins.
Upplýsingabæklingum um orku-
spamað og fleira verður dreift til
aílra viðskiptavina Rafinagnsveitna
ríkisins á næstunni.
(FVéttatilkynning;.)
Myndlist
Valtýr Pétursson
Stefnumót er heiti á samsýn-
ingu þeirra félaga Bong Kyou Im
og Þorláks Kristinssonar (Tolla),
en ef ég veit rétt, munu þeir hafa
stofnað til kunningsskapar við
nám í Berlín á sínum tíma. Það
er ekki langt síðan Tolli hélt viða-
mikla sýningu í ASÍ-húsnæðinu
við Grensásveg, og vakti sú sýn-
ing nokkra eftirtekt. Ekki minnist
ég þess að hafa séð þau verk, sem
hann sýnir nú, á þeirri sýningu,
og er því forvitnilegt að kynnast
þessum verkum.
Tolli er mikill átakamaður í
myndlist, verk hans em yfirleitt
fyrirferðarmikil, hann tekur
hraustlega til við teikningu, og
það er mikið flug og kraftur f
myndverkum hans yfírleitt. Það
vill brenna við á stundum, að
Tolli verði nokkuð harðhentur við
viðfangsefnið og útkoman því oft
á tíðum nokkuð hijúf. Litimir em
yfírleitt fremur þungir og hafa
sterka dramatíska tilurð, sem er
áberandi í þeim verkefnum, sem
sprottin em úr þunga nætur og
mánaskini. En persónuleg em
þessi verk Tolla og lofa góðu, eins
og maður segir um það fólk, sem
sýnir viðbrögð og vinnusemi. Á
þessari sýningu fannst mér nær
Starfsmenn og leikarar Þjóðleikhússins stilltu sér upp fyrir myndatöku á mánudaginn, en þá hófst
starfsemi leikhússins á ný eftir sumarfrí.
og verður leikritið / smásjá eftir
Þómnni Sigurðardóttur fmmsýnt í
nóvember undir leikstjóm Þórhalls
Sigurðssonar. Einþáttungamir
Hver veit . . .? eftir Kristínu
Bjamadóttur og Draumar á hvolfi
eftir Kristínu Ómarsdóttur verða
sýnd undir leikstjóm Helgu Bach-
mann. Kristín Ómarsdóttir vann
fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni
Þjóðleikhússins í tilefni loka
kvennaáratugarins og Kristín
Bjamadóttir önnur verðlaun. Á nýja
sviðinu verða einnig sýnd Kvenna-
fár eftir Þorvarð Helgason og
Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf
Hauk Símonarson í leikstjóm Þór-
halls Sigurðssonar.
Þrátt fyrir að ráðgert sé að nýja
sviðið á Lindargötu taki við af litla
sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum
verður þar eitthvað á fjölunum
áfram. Valborg og bekkurinn eftir
Finn Mettling verður áfram sýnt
undir leikstjóm Borgars Garðars-
sonar og Herdís Þorvaldsdóttir mun
sjá um ljóðakvöld með íslenskum
skáldum. Matur verður innifalinn í
miðaverði.
Gísli sagðist vonast til þess að
rekstur nýja sviðsins tækist vel, þar
sem nú væri hægt að bjóða upp á
sýningar á hveiju kvöldi sem um
helgar. Hann sagði að rekstur veit-
ingahússins í Þjóðleikhúskjailaran-
um yrði með svipuðu móti og áður,
þar sem leikhúsgestir gætu fengið
veitingar bæði fyrir og eftir sýning-
ar og í hléum.
Nýtt bamaleikrit verður frnrn-
sýnt hjá Þjóðleikhúsinu í vetur,
Hvar er hamarinn? eftir Njörð P.
Njarðvík. Biynja Benediktsdóttir
leikstýrir verkinu, sem er sérstak-
lega haft í dagskránni til að ferðast
með það um landið og flytja í skól-
um, að sögn Gísla.
Skólaritvélar
Olympia ritvélarnar eru allt í senn
skóla-, ferða- og heimilisritvélar. Ódýrar og
fáanlegar í mörgum gerðum.
Carina áreiðanleg vél, búin margs
konar vinnslu sem aðeins er á stærri ritvélum.
TraveUer de Luxe fyrirferðarl ítil
og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask
og ferðalög.
Reporter rafritvel með leiðréttingarbún-
aði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta stórra
skrifstofuvéla þótt Reporter
sé bæði minni og ódýrari.
Ekjaran
m ÁRMÚLA 22, SlMI 83022108 REYKJAVlK
Tolli — Til móts við sjóndeildarhringinn
Bong-Kyou IM — Öld goðsagna
allar vatnslitamyndir Tolla vera í
betri gæðaflokki sem myndlist en
olíumálverk hans. Á þessu sviði
nær hann miklu meira flugi í lita-
meðferð, og formið virðist upp-
runalegra. Hér er ungur og
efnilegur málari í mótun, og eftir
þessar tvær sýningar að undan-
fömu verða vonir við hann
bundnar.
Bong Kyou Im mun vera Asíu-
búi og nánar til tekið frá Kóreu.
Myndverk hans bera og sterkan
svip af uppruna hans, og á ég þá
sérstaklega við mýkt í lit og formi.
Hann er alger andstæða Tolla vin-
ar síns, en hefur engu að síður
mjög sterka myndræna tilfinn-
ingu, og teikning hans er mýkri
og fínlegri en hjá vininum úr
skammdeginu norður við Pól.
Mynd nr. 11, Kona að mála sig,
varð mér sérdeilis minnisstæð, og
ég held í henni megi sjá flesta
kosti Bong Kyou Im sem málara.
Þessi sýning þeirra félaga er
þeim báðum til sóma, og að
síðustu vil ég geta þess, að nýtt
miðlunarfyrirtæki, sem kallar sig
íslenska mjmdlist, stendur fyrir
þessari sýningu og fer vel af stað
að mínum dómi með þessa tvo
ungu listamenn.