Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
4-
EINANGRUÐ HITAVEITURÖR
KAPPKOSTUM AÐ EIGA ÁVALLT Á
LAGER ALLT EFNI í HITAVEITU-
LAGNIR - MARGRA ÁRA REYNSLA
TRYGGIR GÆÐIN - SENDUM UM
ALLT LAND.
SET HF.
EYRAVEGI 43-45
P.O. BOX 83
800 SELFOSS
SÍMI 99-2099,-1399
EROBIK
BALLETT
JASS
BOLIR
BUXUR
SAMFESTINGAR
SOKKABUXUR
LEGGHLÍFAR
BELTI
UPPHITUNAR-
BUXUR
SKÓR
SOKKAR O.FL.
ÝMSIR LITIR
Opið bréf til
borgarstjóra
Hæstvirtur borgarstjóri, Davíð
Oddsson.
Ég ætti ekki að þurfa að skrifa
þér þetta bréf. Ég skrifaði þér
nefnilega bréf í maí síðastliðnum
auk þess sem eiginkona mín sendi
þér fyrirspum í þáttinn „Spurt og
svarað um borgarmál" í Morgun-
blaðinu skömmu fyrir kosningar.
Bréfið og fyrirspumin flölluðu m.a.
um örugga gönguleið að Selás-
skóla fyrir bömin í efstu byggð
Seláshverfís (Norðurás, Næfurás,
Rauðás og Reykás). Tilefni bréfsins
og fyrirspumarinnar voru upplýs-
ingar, sem ég fékk hjá skrifstofu
borgarverkfræðings í apríl. Þar
kom fram að ekki vom þá á fram-
kvæmdaáætlun borgarinnar næstu
tvö árin neinar gangstéttafram-
kvæmdir austan Selásbrautar. Þið
ætluðuð sem sagt að reisa skóla
fyrir böm, en ykkur þótti greinilega
óþarfí að bömin kæmust að honum
á greiðan og ömggan hátt. Eða
hvað? Nei, auðvitað sáuð þið strax
að gangstíga þyrfti að gera þegar
ykkur var bent á það. Þú svaraðir
fyrirspuminni í Morgunblaðinu
daginn fyrir kosningar með eftirfar-
andi orðum: „Séð verður til þess
að bömin á þessu svæði fái sína
gönguleið í skólann þó hún verði
ekki strax með bundnu slitlagi."
Þannig var loforðið. Og hverjar em
efndimar? Skv. upplýsingum gatna-
málastjóra í dag (1. sept.) hefur
hann enn engin fyrirmæli fengið
um gerð umræddra gangstíga. Eig-
um við, foreldrar bamanna, sem
innan fárra daga eiga að heQa
skólagöngu í Selásskóla, þá að líta
á loforð þitt sem eitt af hinum
sviknu kosningaloforðum. Gleymd-
ist þetta kannski í afmælisdýrðinni
miklu? Eða ætlarðu að láta gera
göngustíginn eftir að skólinn er
byijaður? Slíkt væri heldur léleg
frammistaða af þinni hálfu þegar
tillit er tekið til þess að þú fékkst
ábendinguna frá mér mjög tíman-
lega.
Ég hef haft samband við skóla-
stjóra Selásskóla, Kristínu
Tryggvadóttur, vegna þessa máls
og tjáði hún mér að hún væri líka
búin að biðja um göngustíga að
skólanum.
Því spyr ég þig Davíð. Eiga borg-
arbúar að þurfa að nauða svona í
borgaryfírvöldum til að fá í gegn
jafn sjálfsagðan hlut og örugga
gönguleið að nýbyggðum skóla?
Hvers konar óstjóm er eiginlega á
þessum málum hjá þér? Þegar
hringt er á skrifstofu borgarverk-
fræðings og bent á nauðsyn
ákveðinna framkvæmda eins og
þeirra sem hér um ræðir fást alltaf
sömu svörin. „Skrifaði bréf, safn-
aðu undirskriftum." Hafa borgar-
yfírvöld enga sjálfstæða. hugsun og
skipulagsgáfu?
Hér er ekki verið að fara fram
á fullgerðar gangstéttir. Góður
malarstígur er fullnægjandi ef hann
er á öruggum stað og séð fyrir
snjómokstri af honum á vetrum því
Björn Guðmundsson
að hér er vetrarríki mest í
Reykjavík. Stígur meðfram Selás-
braut er ekki nógu góður kostur
ef sami háttur verður hafður á með
snjómokstur og venjan er, þ.e. að
ryðja snjó af akbrautinni upp á
gangstíginn. Ekki kemur til greina
að láta bömin ganga eftir Selás-
brautinni því að hún er hættuleg
umferðargata og strætisvagnaleið.
Reyndar vantar enn á Selásbrautina
hraðahindranir, en þær hafa þegar
verið samþykktar í umferðamefnd.
Þú manst kannski að ég minntist
líka á þær í bréfínu í vor. Borgar-
yfírvöld hafa ekki hugsað fyrir
neinu af þessu.
Varðandi snjómoksur af gang-
stígum vil ég neftia eitt atriði.
Undanfama tvo vetur hef ég á
hveijum degi farið fótgangandi til
vinnustaðar míns, sem er í Breið-
holti. Þar er snjómokstur af
gangstígum (þeim, sem ég geng
eftir) í góðu horfi enda yfírleitt
ekki mokað seinna en daginn eftir
snjókomu. í Árbæjar- og Selás-
hverfí hefur oftast ekki verið mokað
fyrr en um 5 dögum seinna. Þetta
er með öllu óþolandi mismunum
skattgreiðenda enda er vetrarríki í
Seláshverfí enn meira en i Breið-
holti. Ég legg því áherzlu á að
skólaböm og aðrir fótgangandi í
Seláshverfí fái í vetur betri þjón-
ustu í þessum efnum en verið hefur.
Davíð, hertu nú upp hugann og
láttu borgarstarfsmenn fara í að
gera umrædda stíga svo að þeir
verði tilbúnir þegar skólinn byijar.
Sjáðu einnig til þess að snjónum
verði mokað af stígunum í vetur
svo að bömin komist í skólann.
Mér er það nóg svar við þessu
bréfi að þessir hlutir verði fram-
kvæmdir. Það, hvort ég þarf að
skrifa þriðja bréfíð, er algerlega
undir þér komið. Ég held að þú
sofír líka betur eftir að þú hefur
komið þessu í verk.
Höfundur er efnafræðingur og
kennir efnafræði við Fjiilbrautn-
akólann I Breiðholti.
Þessar ungu dömur, sem eiga heima i Hafnarflrði, efndu þar til
hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Söfnuðu þær
2.500 kr. Þær heita Hafdís, Þórey, Anna og Dóra.