Morgunblaðið - 04.09.1986, Page 32

Morgunblaðið - 04.09.1986, Page 32
^2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Bretland: Unga fólkið vill V erkamannaflokkinn Lundúnum, AP. UNGIR kjósendur í Bretlandi taka Verkamannaflokkinn fram yfir íhaldsflokkinn, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem dag- blaðið The Times birti í gær. 49% tóku afstöðu með Verka- mannaflokknum og 25% með Ihaldsflokknum. Jafnaðarmanna- flokkurinn fékk 22%, en unga fólkið virtist ekki þekkja mikið til leiðtoga hans, þeirra David Steel og David Owen. Tilfinningar þeirra gagnvart Neil Kinnock, formanns Verka- mannaflokksins, eru blandnar og Margaret Thatcher nýtur virðingar fyrir leiðtogahæfíleika sína, þó hún sé ekki vinsæl að sama skapi. Könnunin náði til 607 kjósenda á aldrinum 18-24 ára. 4% þeirra studdu smærri flokka og aðeins 34% kváðu það fullvíst að þeir mjmdu kjósa í næstu kosningum, sem verð- ur að halda í síðasta lagi um mitt ár 1988. 61% ungmennanna töldu að Thatcher væri úr tengslum við ungt fólk, en 32% treystu henni á neyðarstundu. 60% voru sama sinn- is um Kinnock hvað varðaði unga fólkið, en aðeins 9% treystu honum ef eitthvað bjátaði á. Dótturdóttir Stalíns hef- ur lítinn áhuga á afa sínum _i r1 a d Spring Green, Wisconsin, AP. OLGA PETERS, dótturdóttir Josefs Stalín, fyrrum Sovétleið- toga, segir að dvölin í Sovétrílq- unum hafa verið sér og móður sinni erfið þar sem fjölskyldan hafi tekið þeim illa. Olga, sem er dóttir Svetlönu All- iluyevu og William W. Peters, bandarísks arkitekts, hefur í sumar dvalist í Wisconsin í Bandaríkjunum og unnið þar í verslun. Hún sagði í viðtali við blaðið The Milwaukee Joumal sl. sunnudag, að framkoma hálfsystkina sinna hefði sært sig mjög mikið og eitt þeirra, Jósef, hefði verið beinlínis vondur við sig, án þess að hún vildi skýra það frek- ar. Ekki sagðist hún vita mikið um Stalin, afa sinn, móðir hennar minntist sjaldan á hann og sjálf hefði hún engan sérstakan áhuga á að afla sér upplýsinga um hann. Olga sagðist álíta Rússa friðelsk- andi þjóð og ekki hefði hún orðið vör við annað en velvilja þeirra í garð Bandaríkjamanna. Hún sagði að þær mæðgur hefðu átt við ákveð- Sovétríkin: 88 gyðingum leyft að flytja brott Genf, AP. ÁTTATÍU og átta gyðingum var leyft að flytjast frá Sovétríkjun- um í ágústmánuði. Er það tals- verð fjölgun frá því sem var í júlímánuði, en þá var aðeins 31 leyft að flyljast brott og höfðu þeir ekki verið jafn fáir í 11 mánuði, að sögn stofnunar sem aðstoðar fólkið að setjast að í öðrum löndum. Nítján þeirra, sem fluttust burt í ágústmánuðij fóru til ísrael, en hinir fóru til Italíu, þar sem þeir öfluðu sér vegabréfsáritunar áfram til annarra landa. í ár hefur samtals 535 gyðingum verið leyft að flytjast frá Sovétríkj- unum og allt árið í fyrra fengu 1.140 að flytjast brott. Flestir gyð- ingar fengu að flytjast frá Sov- étríkjunum árið 1979. Það ár fluttust brott 51.330. inn íjárhagsvanda að stríða og hefði hún því fengið sér sumarvinnu til að afla sér vasapeninga. Olga kvað móður sína, er nú gengur undir nafninu Lana Peters, fara lítið út af heimilinu og forðast fréttamenn. Olga Peters, dótturdóttir Jósefs Stalin, brosti sinu breiðasta þegar hún sneri til London frá Sovétrikjunum í april á þessu ári. Fórnarlömb illvirkja Stanley Hinrichsen, faðir fyrstu fjórbura i Suður-Afríku, sem getnir eru í glasi, var myrtur á heimili sínu í Höfðaborg nú nýverið er illvirkjar réðust inn á heimiii Hinrichsen hjónanna. Kona hans Renata særðist, en er á batavegi. Fjórir karlar og tvær konur hafa verið handtekin sökuð um morð. Fíkniefni vandamál í norskum fan&relsum Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara MorgTinblaósins. l Morgiinbladsins. „Fangarnir stjórna eiturlyfjasölu upptæk og lögreglan hefur lagt úr klefum sínum. Þegar þeir fá leyfi til að fara út selja þeir sjálf- ir eiturlyf og sækja peninga til sölumanna sinna. Það verður að binda enda á þetta,“ segir Truls Fyhn, yfirmaður fíkniefnalög- reglunnar í Osló. Hann heldur fram að stór hluti fanga noti hass, amfetamin, kókaín og her- óín meðan þeir sitja inni. „Tuttugu og þrír menn hafa nú verið handteknir fyrir eiturljrfjamis- ferli, sem átti rætur sínar að rekja til fangelsanna. 150 g af hassi og 1,6 kg af heróíni hafa verið gerð hald á 650 þúsund norskar krónur og býsn af gulli. Þetta er gróði af eiturljdjasölu, sem stjómað er úr fangelsunum," segir Fyhn. Að hans sögn er allt of létt að verða sér úti um eiturljrf í fangels- unum: „Þar er verðið íjórum sinnum hærra en á götunni. Fangar, sem settir eru inn og eru hvorki með eiturljrf á sér né háðir þeim, eru andleg og líkamleg eiturlyfjareköld með alla vasa stútfulla af peningum þegar þeir koma út,“ segir jnfírmað- ur fíkniefnalögreglunnar. Hann vill að eftirlit verði aukið í norskum fangelsum og föngum, sem dæmdir eru fyrir eiturlytjamis- ferli, verði gert örðugra að fá leyfí til að fara úr fangelsinu í nokkra daga en nú er. Hann bætir við að fylgjast eigi með þeirn föngum, sem leyfi fá til að fara út fyrir fangelsis- múrana: „Eins og málum er komið í dag geta þeir farið hvert á land, sem þeir vilja, án þess að fylgst sé með þeim.“ ERLENT Karpov frestar þrettándu skákínni Leningrad, AP. ANATOLY Karpov fékk þrett- ándu eínvígisskák sinni við Garrí Kasparov um heimsmeistaratitil- inn í skák frestað í gær vegna heilsufarsástæðna, en þá átti síðari hluti einvígisins að hefjast eftir um viku hlé, sem varð með- an það var fært frá Lundúnum til Leningrad í Sovétríkjunum. Hvor keppandi um sig getur frestað skákum þrívegis af heilsu- farsátæðum á meðan á einvíginu stendur, en tefldar verða 24 skákir. Kasparov hefur einu sinni fengið skák frestað, en Karpov ekki til þessa. Kasparov hefur 6 */* vinning gegn 5 ‘/2 vinning Karpovs og hann heldur titlinum verði jafnt að ein- víginu loknu. Þrettánda skákin verður tefld á föstudag. Hver missti Austur- Evrópu í hendur Rússum? Sonarsonur Eisenhowers segir, að hann hafi verið trúr markmiðum bandamanna og Roosevelts forseta Washington, AP. RÚMIR fjórír áratugir eru liðnir frá lokum síðari heimsstyijaldar en þrátt fyrir það eru vestrænir sagnfræðingar enn að velta því fyrir sér „hver missti Austur-Evrópu í hendur Sovétmönnum“. í nýrri bók eftir sonarson Dwights D. Eisenhower, hershöfð- ingja, ber hann á móti því, að rétt sé, að afa sínum hafí verið um að kenna. Heldur hann því fram, að Eisenhower, sem var yfírmaður sameinaðs herafla bandamanna á vesturvígstöðvunum, hafi verið meira í mun að ljúka styijöldinni við Þjóðveija en að halda Rússum frá Berlín. í bókinni Eisenhower á styrjald- arárunum: 1943-45 segir David Eisenhower, að síðla árs 1944 hafí herir Bandaríkjamanna og Breta sótt að Þýskalandi úr vestri og Rússar úr austri. Winston Churc- hill, forsætisráðherra Breta, sem sætti sig illa við óbeint samkomulag um að Austur-Evrópa jrði áhrifa- svæði Rússa, hvatti vestrænu herina til að sækja fram eins fljótt og mögulegt væri en Eisenhower hikaði. Þá kom það einnig til, að Þjóðveijar hófu gagnsókn á vest- urvígstöðvunum, Ardennasóknina svokölluðu. „Gagnsókn Þjóðveija og sigram- ir sem þeir unnu, sannfærðu Eisenhower um það í fyrstunni, að rétt hefði verið að fara hægt í sak- imar. Ljóst þótti, að Þjóðveijar voru ekki sigraðir enn og að það hefði kostað miklar fómir að reyna að ná Berlín í september árið 1944,“ skrifar David Eisenhower. „Á hinn bóginn kom í ljós, þegar Banda- ríkjamenn höfðu náð sér eftir fyrstu áföllin, að Þjóðveijar höfðu ekki afl til að halda áfram sókninni og að e.t.v. hefðu þeir aldrei staðist árás á Berlín." Þegar hér yar komið, vorið 1945, kröfðust Bretar þess, að sókninni jrrði hraðað en Eisenhower var því mótfallinn. Skipaði hann jafnvel einum bandarískum hershöfðingja að stöðva framsóknina í 60 mflna fjarlægð frá Berlín. í þessu efni fór hann að vilja Franklins D. Roose- velt, Bandaríkjaforseta, og flestra frammámanna bandamanna á Vesturlöndum. Bók Davids Eisenhower er fyrsta bindið af þremur um ævisögu afa hans og fer dijúgur hluti fyrsta bindisins í umfjöllun um sóknina til Berlínar. „Ég held því fram, að Eisen- hower hafí átt mikinn þátt í að binda skjótan enda á styijöldina og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.