Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 35 iútrýma álunum hófst stórveldistíð Hollendinga og þaðan komu líka allmörg orð, en bráðlega lauk einnig þeim áhrifum. Þá var það á nýjan leik háþýskan sem réð ríkjum þar til á átjándu öld, er franska varð mikið tísku- mál. En sú tíska var þegar útdauð um 1800. Næst kom enskubylgja sem hófst um 1880, þegar breska heimsveldið var einna voldugast. Úr ensku komu orð í tengslum við íþróttir, bíla og tækni. Hvað varðar tungumálið sjálft er sú bylgja enn til staðar, en í rauninni hefur hún breyst í bandaríska bylgju, þótt tungumálið sé eftir sem áður enska. Frá u.þ.b. 1950 - 1980 gegndu Svíar sömuleiðis mikilvægu hlut- verki sem fyrirmynd varðandi menningu og tungu. Aftur á móti fengu Svíar að láni mörg dönsk orð alla nítjándu öldina, er Danir voru i ti 'n.j ; Vy Mt hhií \ «* ha. V rn i'-iiití' fii'ÁT ^ <:*■ « Uf'jl i Ul ái ÍMtfc- « V' “•V'ttf lí t » <»b». ttíták*. ájl. iSs* é<a»vioft' «** • ,4« ív .«!»«•<« J-híJ*. V l : 5t 5l’*KÍ «k M «B»» ;.Ts v 4<T<- 4- - iJuVtBS r! «r -i «><* « * rr< 5V«5> jtó'* r'ví i > >ifi yU-\ m VuC i álitnir í fremstu röð í menningarleg- um efnum. Það er dæmigert að danska hefur tekið upp íslensk orð einmitt þar sem íslensk menning stóð greinilega fetinu framar; í fornaldar- og miðaldabókmenntum goðafræðinnar. Augljóst er því að álit er nokkuð reikult fyrirbrigði, sérstaklega á okkar tímum. Eftir stríð vorum við vitni að því hvernig stórveldið Bret- land hrapaði langt niður úr fyrsta eða öðru sæti álitsstigans. Síðustu fimm árin er greinilegt að mun færri orð koma úr sænsku en áður. Þessi hverfulleiki einn út af fyrir sig gerir það ólíklegt að bandarískt áhrifavald og álit verði um alla framtíð borg á bjargi traust. Álit er ekki nóg Mikilvægast er samt að álit eitt út af fyrir sig dugar ekki til að ógna dönsku eða öðrum Norður- landamálum. Til að svo verði er þar að auki skilyrði að um náin, munn- leg samskipti sé að ræða. Það verða að vera nokkrir dáðir hópar fólks, er mælir á erlenda tungu, í landinu ef tungan á að lenda í hættu. Þann- ig var enska í yfirvofandi hættu árin 900 - 1100 þegar Danir og aðrir Norðurlandabúar réðu Dana- lögum og stundum öllu Englandi og norræn áhrif í ensku eru ennþá langtum meiri en ensk áhrif í norr- ænu málunum. Danska var í hættu seint á miðöldum þegar fjölmargir þýskir kaupmenn bjuggu í Kaup- mannahöfn og mjög algengt var að menn væru raunverulega tvítyngdir (töluðu annað tungumál jafn vel og móðurmál sitt). íslenska og færeyska voru í hættu á átjándu öld af hliðstæðum ástæðum. Norskuvar ógnað af dönsku meðan þjóðirnar voru í ríkjasambandi og í ritmáli, hjá yfirstéttinni og í borg- unum lét norskan undan síga fyrir ógnuninni! En ástandið er ekki með þessum hætti núna; Danir tala aldr- ei ensku við aðra Dani og fjöldi raunverulegra tvítyngdra er sáralít- ill. Aðalritari sænsku málnefndar- innar, Margareta Westman, hefur sagt um Svía að í raun kunni þeir alls ekki ensku í dýpsta skilningi orðsins. Hið sama á við um ensku- kunnáttu Dana. Við getum ekki fullnægt eðlilegri tjáningarþörf okkar á ensku, getum t.d. ekki skammast eða látið vel að öðrum með hjálp málsins, því síður leikið okkur að tungumálinu. Ástæða til kvíða? Norðurlandatungum er ekki ógn- að af ensku, það getum við með vissu fullyrt. Danski kennslumála- ráðherrann hefur nýlega fyrirskipað meiri dönskukennsíu í grunnskólum til að veijast enskunni. Sá ótti, sem þarna birtist, er ástæðulaus en norr- ænumenn geta aðeins glaðst yfir þessu. Þessi útbreiddi ótti og slíkar varnarráðstafanir eru líka í sjálfu sér einkenni þess að álit enskunnar er ekki jafn traust og áður, að minnsta kosti hjá þeim sem mestu ráða á Norðurlöndum. Ég hygg að það sé ekki óskhyggja þegar ég verð var við að enskan er að missa sín sterku tök á menntafólki. Mörg smáatriði benda til þessa. Eitt þeirra er afstaða kennslumálaráð- herrans; rannsóknin mikla í Svíþjóð gefur einnig til kynna löngun til að veija sænskuna. Loks má nefna að í seinni tíð hef ég orðið var við sjálfkrafa andstöðu þekktra frétta- manna við glæsileg, ensk orðatil- tæki og tilvitnanir, sem fyrir fáeinum árum voru mjög í tísku, andstöðu, sem enginn hefur fyrir- skipað. Frægasti íþróttafréttamað- ur okkar gekk svo langt að þegar hann flutti fréttir frá heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu þá notaði hann ekki það nafn á höfuð- borginni sem hefð er fyrir í dönsku: Mexico City, heldur ritaði ávallt Mexico By. Fyrri nafnhefðin á sér minnst hundrað ára sögu. Bandarísku töfrarnir eru rofnir eða munu fljótlega verða það. Máls- sagan bendir eindregið til þess. Norðurlandamálin munu áfram halda sínu afgerandi norræna yfir- bragði sem varðveist hefur um meira en þúsund ára skeið þrátt fyrir að ásókn erlendra tungumála hafi stundum verið hörð. Norræna yfirbragðið helst við lýði vegna þess að álit/virðing eru sögulega séð hverful, vegna þess að álit eins tungumáls dugar ekki eitt sér til að ógna öðru tungumáli, já, vegna þess að samfélag norrænna þjóða með 21 miljón íbúa er ekki eitthvað sem við ákveðum að daðra við á ákveðnum tímabilum. Við erum allt- af hluti þess. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir William U. Chandler Skipulögð mengun Borgin Krakow syðst í Póllandi, um 50 km frá tékknesku landa- mærunum, er ævintýraborg með fornum kirkjum, mörkuðum og köstlulum. Þegar gengið er eftir þröngum miðaldastrætunum getur vegfarandinn allt eins ætlazt til að sjá ævintýraprins koma ríðandi hjá. Borgin er uppfull af sögulegum minjum, menningar- legum gersemum'. En þessi menningarsjóður fer minnkandi, og verður jafnvel tæmdur, samkvæmt áætlun — það er að segja samkvæmt pólsku efnahagsþróunar áætluninni. Miðstýring efnahagsskipu- lagsins í Póllandi hefur stuðlað að þróun þungaiðnaðar, kola og stálvinnslu og efnaiðnað- ar, og Krakow er þar miðsvæðis. Námurnar og bræðsluofnarnir ná ekki inn fyrir borgarmörkin, en það gerir mengunin frá þeim. í Póllandi er svo til ekkert eftirlit með loftmengun frá iðjuverum til að draga úr því mikla magni af sóti og sýrumyndandi brennisteins-efnasamböndum sem þau spúa frá sér út í and- rúmsloftið. „Það er útilokað að vera hvítklæddur á sumrin," segir An- ita Bialic fymjm blaðamaður. Það er þó ekki tízkan sem hún hefur áhyggjur af. Hún skrifar um umhverfísmál, og hún veit að súrt regnið eyðileggur mannvirkin í Krakow. Og það sem verra er, hún veit að mengunin á svæðinu er að spilla heilsu íbúanna. Borgin Katowice, sem er skammt vestan við Krakow, er engin ævintýraborg. Hún er hrærigrautur verksmiðjuskor- steina og hauga úrgangsefna frá iðjuverunum, með íbúðarhverfum á dreif þar inn á milli. Annarsveg- ar við eina götuna er iðjuver þar sem kox er unnið úr kolum og frá verinu leggur þykkan mökk krabbameinsvaldandi efna út yfir lágan vegg út á strætið. Handan götunnar eru húsin þar sem verkamennirnir og fjölskyldur þeirra búa. Það er þessum eftir- litslausa útblæstri mengunarefna yfír þéttbýlissvæði að kenna hve lungnakrabbamein er útbreitt í Póllandi. Vatnsmengunin er jafnvel enn verri. Visla (Vistula), áin, sem lið- ast tígullega framhjá Wawel- kastalanum í Krakow, er svo til líflaus á þessum slóðum. Áin er yfír þúsund kílómetra löng, en á yfír 600 kílómetra svæði er vatnið ónothæft nema til iðnaðar. Á hundruð kílómetra leið annarra fljóta, sem renna um Pólland, er vatnið ónothæft með öllu vegna þess hve það er mengað úrgangs- efnum frá iðjuverum og óhreins- uðu skólpi. Þessi gegnsósa fljót renna svo út í gninnsævi Eystra- salts og þar fjölgar ár frá ári þeim ströndum þar sem bannað er að synda í sjónum. Pólsk yfírvöld viðurkenna þessa aukningu umhverfísspillingar í landinu, en halda uppi vörnum varðandi aðgerðaleysi sitt til að ráða bót á ástandinu. Ráðamenn benda á þá miklu fjárfestingu sem nauðsynleg var til endurreisnar í landinu eftir síðari heimsstytjöld- ina. Þeir halda því fram að Pólland sé enn tiltölulega fátækt land, sem ekki hafi ráð á kostnaðarsamri erlendri tækni til að takmarka mengunina. Þeir kenna um mikl- um erlendum skuldum, minnkandi þjóðartekjum á mann eftir tilkomu Samstöðu fyrr á þessum áratug, og stöðvun ijandsamlegrar ríkis- stjórnar Reagans á lánveitingum og hagstæðum viðskiptakjörum. Skipuleggjendur hins opinbera hafa vísvitandi veitt tiltækum fjármunum inn í framleiðsluna, ekki í mengunarvarnir. Umhverf- isspillingin er, á vissan hátt, skipulögð. Samkvæmt kenningum komm- únista átti miðstýring að koma í veg fyrir misnotkun fjármuna í gróðaskyni. Eftir að ríkið eignað- ist framleiðslutækin áttu fégræðgi og hvötin til að menga. umhverfið — þessi sérkenni íbúa auðvaldsþjóðfélaga — að hverfa. En sú hefur raunin ekki orðið. Miðstýringin hefur leitt til þess að afkastaaukning, hvað sem hún kostar, er megintakmarkið vegna þess að hið opinbera verðlaunar stjómendur og starfsmenn fyrir að fylla tilskilinn framleiðslukvóta. Pólskir stjórn- endur hafa sömu ástæður og vestrænir starfsbræður þeirra, sem keppa á fíjálsum markaði, til að spara útgjöld til mengunar- varna. Allar þjóðir búa við orku- og mengunarvandamál, en óhagstæð þróun efnahagsmála í Póllandi veldur því að hvergi er mengunar- vörnum jafn lítið sinnt. Það verður æ ljósara að miðstýring efna- hagslífsins, eins og í Póllandi, og umhverfísvernd fara ekki saman. í öllum ríkjum Austur-Evrópu er orkunotkun á framleiðslueiningu sú mesta sem þekkist í heiminum. Brennisteinsmengun, sem veldur súru regni, er af þessum ástæðum þrisvar til tíu sinnum meiri í Sov- étríkjunum og Austur-Evrópu en í vestrænum ríkjum. Og á sama tíma og flestar þjóðir hafa komið á úrbótum í umhverfismálum, hefur ástandið í Austur-Evrópu farið versnandi. Umbótum í umhverfismálum tók ekki að miða áfram fyrr en eftir að umhverfisverndarmenn höfðu lagt línurnar varðandi að- gerðir og tekið upp baráttu fyrir framkvæmd þeirra. Það er erfitt fyrir íbúa Vesturlanda að ímynda sér hvernig unnt sé að koma á umbótum í mengunarmálum án mótmæla, umræðna og þeirrar skyldu sem kjömir fulltrúar hafa gagnvart kjósendum sínum. Mótmæli eru ekki vel séð í Póllandi. En eftir tilkomu Sam- stöðu var stofnaður Vistfræði- klúbbur Póllands — fyrsti þrýstihópur sinnar tegundar í Austur-Évrópu. Vonir eru bundn- ar við fyrsta meiriháttar árangur þessa klúbbs: lokun álvers sem olli mikilli flúormengun. Ef arf- leifð Póllands í dag til komandi kynslóða á að vera annað og meira en eyðing Krakow og upp- bygging Katowice í hennar stað, má sennilega þakka það árangri þessa hóps og þeirra samtaka annarra sem fylgja í kjölfarið. (Hcimild: Worldwatch Features) William U. Chandler er yfirmað- ur rannsóknadeildar World- watch Institute í Washington DC og er höfundur greinargeró- ar stofnunarinnar, TheChang- ing Role of the Market in Nation 's Economies.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.