Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 37
MORGÚtfBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 4. SEPTEMBER 1986
V7
V estmannaeyjar;
Gestgjafinn býður
upp á Eyjakvöld
V estmannaeyj um.
GESTGJAJFINN í Vestmannaeyjum býður gestum sínum uppá
vandaða skemmtidagskrá á laugardagskvöldum nú á haust-
mánuðum. Þetta eru svokölluð Eyjakvöld, þar sem þekktir
tónlistarmenn flytja gömul og ný Eyjalög meðan gestir njóta
góðra veislurétta í huggulegu umhverfi. Þessi Eyjakvöld Gest-
gjafans hafa fengið hreint frábærar móttökur og verið uppselt
þau tvö laugardagskvöld sem þegar hafa verið haldin. Heimafólk
kann vel að meta þessa kærkomnu tilbreytingu í skemmtanalífinu
og aðkomufólk og erlendir gestir hafa mjög rómað þessa skemmt-
un.
Á haustdögum í fyrra og fram
á vetur stóð Gestgjafinn fyrir
Eyjakvöldum með svipuðu sniði,
alls 18 sinnum, ávallt fyrir fullu
húsi. Vegna þessara góðu undir-
tekta var ákveðið að taka upp
þráðinn að nýju nú í ár en þó
með nokkuð breyttri dagskrá.
Eyjakvöldin hafa undirtitilinn
„Blítt og létt“, sem er sóttur í
þekkta laglína úr Siglingu, lagi
Oddgeirs Kristjánssonar, hins ást-
kæra tónskálds Eyjanna. Það eru
einmitt hin landsþekktu lög Odd-
geirs og annara tónsmiða úr
Eyjum við texta eftir Ama úr
Eyjum, Ása í Bæ, Loft Guðmunds-
son og fleiri, sem mynda umgjörð
skemmtidagskrár Eyjakvöldanna.
Það er tónlistarmaðurinn Jónas
Þórir sem heldur um stjómvölinn
í þessari velheppnuðu skemmtun
eins og hann gerði á síðasta
hausti. Helgi Hermannsson sér
um sönginn og kynnir er Runólfur
Dagbjartsson. Hann kryddar
kynningar sínar með mörgum
bráðskemmtilegum gamansögum
úr Eyjum frá fyrri tíð og tekur
einnig lagið. Þá hafa þrír lands-
þekktir tónlistarmenn bókstaflega
slegið í gegn á þessum Eyjakvöld-
um, þeir Jónas Þórir Dagbjartsson
sem jöfnum höndum leikur á fiðlu
og trompet, Þorvaldur Stein-
grímsson sem leikur ýmist á fiðlu
eða klarinet og Bjöm R. Einarsson
sem leikur á básúnu og þenur
harmonikku. Jónas Þórir Dag-
bjartsson skemmti á Eyjakvöldun-
um í fyrrahaust og hefur oft síðar
komið fram á Gestgjafanum,
ávallt við frábærar viðtökur.
Fréttaritari Morgunblaðsins
brá sér á annað Eyjakvöldið um
síðustu helgi. Húsið var troðfullt
og stemmningin í salnum hreint
frábær. Boðið var uppá vandaðan
matseðil með þrennskonar forrétt-
um og aðalrétt var einnig hægt
að velja úr þremur réttum. Gest-
gjafínn hefur fyrir löngu skapað
sér sess sem vandaður matstaður
og vissulega smakkaðist maturinn
sem borinn var fyrir fréttaritara
mjög vel. Skemmtidagskrá Jónas-
ar Þóris og félaga féll í góðan
jarðveg hjá gestunum og tóku
þeir undir í söngnum svo glumdi
við. í lokin kom Einar Sigurfínns-
son á sviðið og söng með hljóm-
sveitinni nokkra gamalkunna
slagara.
Þau eru trúlega ekki mörg veit-
ingahúsin í svipuðum flokki og
Gestgjafinn sem geta boðið gest-
um sínum uppá svona vandaða
skemmtun. Gestgjafar Gestgjaf-
ans, hjónin Mary Sigurjónsdóttir
og Pálmi Lórensson, eiga þakkir
skildar fyrir framtak sitt.
-hkj.
Athugasemd vegna
N or ður stj örnunnar
ÓLAFUR Finsen, stjómarmaður og hluthafi í Norðurstjörnunni hf.,
óskar eftir að gera eftirfarandi athugasemd við ummæli Þórðar
Friðjónssonar, stjórnarformanns Framkvæmdasjóðs, i sambandi við
sölu ríkisins og Hafnarfjarðarbæjar á hlutabréfum sínum í fyrirtæk-
inu.
Ummælin voru í frétt á bls. 4 í
Morgunblaðinu föstudaginn 29.
ágúst. Haft er eftir Þórði að tveir
af hinum nýju eigendum þeir Jón
Erlingsson og Njörður hf., hafi selt
fyrirtækinu hráefni um árabil. Ég
skil að vísu ekki hvers vegna Þórð-
ur er að blanda þessu inn í söluna
á hlutabréfunum, nema hann sé
með þessu að rökstyðja að þeir séu
vel að góðum kaupum komnir. Stað-
reynd málsins er hins vegar sú, að
Norðurstjaman átti 25% hlut í bv
Hauki GK á móti Jóni Erlingssyni,
og fékk þar af leiðandi 25% af afla
skipsins. Fyrir ca. 3 árum ákvað
stjóm Norðurstjömunnar að afsala
þessum 25% til Jóns og var samið
um að Jón greiddi andvirðið með
fiski. Þessi sala var að mínu mati
ákaflega óskynsamleg af stjóm
Norðurstjörnunnar, en það er önnur
saga. Hvað Njörð hf. snertir á það
fyrirtæki m.a. 30 tonna bát, sem
hefur leyfí til dragnótaveiða í Faxa-
flóa hluta af ári og fiskar þá út á
kvóta sem Norðurstjömunni er út-
hlutað. Mér er ekki kunnugt um
að útgerð þessi hafi selt Norður-
stjömunni afla umfram þetta. Það
ska! skýrt tekið fram að ég er ekki
með þessu að kasta rýrð á fyrr-
nefnda menn, sem em sagðir
duglegir athafnamenn, með gott
orð á sér og eiga vonandi eftir að
blása því lífi í rekstur fyrirtækisins,
sem hingað til hefur skort.
Haft er eftir Þórði að rekstur
Norðurstjömunnar hafí gengið afar
erfíðlega 1980, og ríkið hafí þá
komið til liðs við eigendur fyrirtæk-
isins og keypt hlutaféð að mestu.
Staðreynd málsins er sú að ríkið
kom inn í rekstur fyrirtækisins í
kring um 1970 með hlutafjáraukn-
ingu. Forsaga málsins er sú, að
verksmiðjan var á þessum árum
eingöngu byggð með það fyrir aug-
um að framleiða síld í dósum
(Kipper Snack). Eins og margir
eflaust muna ákvað ríkið á þessum
ámm algjört bann við öllum
síldveiðum hér við land og kippti
þar með fótunum undan rekstri
fyrirtækisins. Einn af eigendum
verksmiðjunnar, C. Bjelland í Nor-
egi, ákvað þá að setja upp verk-
smiðju í Kanada og bauðst hann til
þess að kaupa allar vélar og tæki
af Norðurstjömunni. Þetta reyndist
hins vegar óþægilegt mál fyrir
pólitíkusa þess tíma og var okkur
því synjað um útflutningsleyfi. A
móti buðust stjómvöld til þess að
lánum sem verksmiðjan hafði feng-
ið í Framkvæmdabanka íslands
(Framkvæmdasjóði) yrði breytt í
hlutafé. Þar sem við höfðum ekki
sérstakan áhuga á að verksmiðjan
flyttist úr landi samþykktum við
þetta tilboð. Af framansögðu er
ljóst að við báðum ríkið aldrei um
peninga, aðeins um leyfí til þess
að bjarga okkur sjálfir.
Haft er eftir Þórði að verksmiðj-
an gangi nú vel. Betra ef satt væri.
Rekstrartap á fyrstu 6 mánuðum
þessa árs nemur um 2 milljónum
króna. Til sönnunar á því góða
gengi sem Þórður telur vera á fyrir-
tækinu talar hann um að fengist
hafa 30% yfír nafnverð fyrir hluta-
bréfín. Staðreynd málsins er sú að
ef lagt er til grundvallar 65% af
brunabótamati fasteignar og 50%
af brunabótamati véla, er eigna-
staða fyrirtækisins sú, að verðmæti
hlutabréfanna umfram nafnverð er
70%. Þar sem tilboð það sem tekið
var er aðeins 30% yfír nafnverð, fæ
ég ekki skilið að það gefí vísbend-
ingu um góðan rekstur. Sannleikur-
inn er auðvitað sá, að þeir sem eru
að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu
eru ekki að ijárfesta í afburða
rekstri undanfarinna ára, heldur í
þeim tækjum og þeirri aðstöðu sem
verksmiðjan býr yfír og ríkinu tókst
ekki að nýta. Og eðlilega eru menn
jafnframt að reyna að gera góð
kaup.
Það er rétt að hagnaður varð af
rekstri árana 1983—1985 og dylst
engum sem til þekkir að hann staf-
aði fyrst og fremst af sterkri stöðu
dollara. En í stað þess að nota þessi
góðu ár til frekari uppbyggingar
með það fyrir augum að nýta betur
vélakost þann sem aðstöðu sem
fyrir er í fyrirtækinu, undu menn
bara glaðir við sitt með þeim ár-
angri að verksmiðjan hefur síðustu
ár verið rekin langt undir fram-
leiðslugetu.
Leiðrétting
MEINLEG prentvilla varð í frétt
af leikári Leikfélags Reykjavíkur,
sem birtist í blaðinu í gær. Þar er
skýrt frá því að í tilefni 90 ára af-
mælis LR verði frumsýning á nýju
íslenzku verki. Nafn þess en „Upp
með teppið, Sólmundur".
eiriháttar
Haust-tilboð!
Nú er hægt að gera reyfarakaup á
öllum okkar hjólum.
20—30% afsláttur!
Sérverslun Reióhjólaverslunin
í meira en
hálfaöld
Immmm Reidhjólaverslunin.—___
ORNINNL
Spítalastíg 8 vióOóinstorg símar: 14661,26888
Til dæmis:
20“ BMX - Áður kr. 9.604.- Nú kr. 6.740.-
26“ kvenreiðhjól: Áður kr. 9.796.- Nú kr. 6.860.-
Komið og skoðið úrvalið.