Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
r
►
AKUREYRI
Ný bryggja
í Sand-
gerðisbót
í HAUST á að taka í notkun
fyrstu af þremur nýjum fyrir-
huguðum smábátabryggjum í
Sandgerðisbót. Það eru fyrir-
tækin Vör hf. og Norðurverk hf.
sem sjá um framkvæmdir.
„Bryggjan verður 52 og hálfur
metri á lengd og meiningin er að
taka hana f notkun í endaðan októ-
ber,“ sagði Guðmundur Sigur-
bjömsson, hafnarstjóri, í samtali við
Morgunblaðið. Guðmundur sagði
þessa btyggju metta þá þörf sem
væri á rými fyrir smábáta eins og
er — þannig að þær tvær sem fyrir-
hugað er að byggja til viðbótar
væru ekki á dagskrá alveg strax.
„Það vantar ekki mjög margar
legur — en þeir sem eiga stærri
bátana eru í vandræðum. Dokkum-
ar í Sandgerðisbót og við Slippstöð-
ina em orðnar grunnar og
óhentugar fyrir stærri bátana þann-
ig að eigendur þeirra fá væntanlega
legur þama við nýju biyggjuna,"
sagði Guðmundur.
Að sögn hafnarstjóra verður
væntanlega einnig byggt fiskverk-
unarhús í Sandgerðisbót í haust.
Það er fyrirtækið Skutull hf. sem
hyggst gera það. „Þá flyst fískmót-
taka KEA, sem nú er á Oddeyrar-
tanga, væntanlega þama út eftir.
Það verður þó sennilega ekki í
haust,“ sagði Guðmundur.
Áhersla er lögð á háls- og axlarvöðva Morgunbu«a/si«pti ihiigrfmuon
Konurnar hjá Kaldbak ánægðar með æfingarnar
KONURNAR í vinnslusal Kald-
baks á Grenivik hafa siðan í
júní gert æfingar eftir leiðsögn
Magnúsar Ólafssonar, sjúkra-
þjálfara, af segulbandi tvisvar
á dag. Fyrst áður en þær fara
í morgunkaffi og siðan fyrir
eftirmiðdagskaffitímann.
Þegar blaðamaður leit við hjá
Kaldbak á þriðjudag breyttu þær
ekki út af vananum — og tóku
allar þátt f æfíngunum. Að sögn
Ögmundar Knútssonar, verk-
stjóra hjá Kaldbak, em konumar
mjög ánægðar með æfíngar þess-
ar, en þær taka fímm mínútur í
senn.
„Við höfum reyndar verið með
sömu spóluna frá byrjun. Ég á
von á annarri frá Magnúsi fljót-
lega — og ætlaði að hvíla konum-
ar á æfingunum þessa vikuna.
En þá börðu þær í borðið; vildu
halda áfram þó þær væm orðnar
frekar leiðar á að gera alltaf sömu
æfíngamar! Þær segjast fínna
mun á sér eftir að þær fóra að
gera æfíngamar," sagði Ög-
mundur.
„Vonumst til að opna heilsuhælið
1990, fáist fé úr ríkissjóði“
— segir Laufey Tryggvadóttir,
formaður Náttúrulækningafélags Akureyrar
Byggwgaframkvæmdir við heiisuhæli Náttúrulækningafélags
Akureyrar í Kjamaskógi era nú u.þ.b. hálfnaðar, en framkvæmdir
hófust áríð 1979. Húsið er á þremur hæðum auk kjaliara og er hver
hæð 600 fermetrar — alls 2.400 fermetrar. Kostnaður við húsið
hefur numið 12 til 15 milljónum króna og er gert ráð fyrir svipaðri
upphæð í það sem eftir er.
fram á ijárframlag úr ríkissjóði á
næsta ári til að hraða framkvæmd-
um. Við höfum a.m.k. fullan hug á
að leita til ríkissjóðs þegar fólk er
loksins farið að trúa því að heilsu-
hælið verði að vemleika. Það hefur
ýmislegt verið styrkt af hinu opin-
bera sem ekki er eins þarft eins og
þetta framtak okkar, en löngu tíma-
Morgunblaðið/Skapti
Hús Náttúrulækningafélags Akureyrar i Kjaraaskógi
bært hefði verið að byggja heilsu-
hæli á Norðurlandi." ,
Laufey sagði að heilsuhælið væri með sv.puðu smð. og hæl.ð
í Hveragerði og ætti að smna al-
----------------------------------- hliða endurhæfíngarstörfum —
einkonar millistig heimilis og
sjúkrahúss. „Hælið verður í stakk
búið til að taka á móti 74 vist-
Leikf élag Húsavíkur:
Á þessu ári verður unnið að
múrhúðun og nú er verið að ein-
angra og vinnu utanhúss er að ljúka
að sögn Laufeyjar Tryggvadóttur,
formanns Náttúmlækningafélags-
ins. „Við höfum verið að gæla við
þá hugmynd að geta opnað heilsu-
hælið árið 1990, en óhætt er að
segja að ifklega munum við fara
„Síldin kemur — síldin
fer“ og „Ofurefli“ í vetur
LEIKFÉLAG Húsavikur ætlar að taka tvö verk til sýninga í vetur
og munu æfingar á því fyrra væntanlega hefjast um næstu mánaða-
mót eða um Ieið og góður leikstjórí fæst, að sögn Einars Njálssonar
á Husavik.
Fýrra verkið er nýtt íslenskt leik-
rit eftir systumar Iðunni og
Kristínu Steinsdætur og ber það
nafnið „Sfldin kemur — sfldin fer“.
Um er að ræða gamanleikrit, sem
gerist fyrír austan á ámnum upp
úr 1960 þegar miðin vom morandi
í sfld og rokkið upp á sitt besta. I
leiknum taka þátt 15 til 20 leikend-
ur og jafnvel hljómsveit, en vegna
skorts á rými í samkomuhúsinu em
þær hugmyndir ekki fullmótaðar —
„fyrsta skrefíð er að fá hugmynda-
ríkan leikstjóra," sagði Einar.
Seinni hluta vetrar verður síðan
leikritið „Ofurefli" eftir bandaríska
höfundinn Michael Cristopher tekið
til sýninga á Húsavík, en það hefur
ekki áður verið flutt á sviði. Þríðju
bekkingar Leiklistarskóla íslands
fluttu verkið í útvarpi fyrir nokkmm
ámm og verður María Sigurðar-
dóttir, sem þá var á meðal leiklistar-
nemenda, leikstjóri hjá Leikfélagi
Húsavíkur. „Ofurefli" Qallar um
dauðann og viðbrögð fólks til hans.
Fylgst er með persónum, sem
ganga með banvæna sjúkdóma, og
einnig verður fylgst með viðbrögð-
um vina og fjölskyldna þeirra.
Leikritið er fyrst og fremst um fólk
og tilfinningar þess, en þó sagði
Einar að mikið líf væri í verkinu
og spaugileg atvik ættu sér stað í
þessu annars alvarlega verki.
Einar sagði að bráðlega kæmi í
heimsókn til Húsavíkur danskur
leiklistarhópur frá Bagsværd, út-
hverfí Kaupmannahafnar, og ætlaði
að sýna „Stundarfrið" Guðmundar
Steinssonar í samkomuhúsinu 12.
og 14. september. „Samskipti við
Norðurlöndin hafa verið mjög öflug
undanfarin ár og hefur Leikfélag
Húsavfkur t.d. farið einu sinni til
Finnlands, einu sinni til Svíþjóðar
og tvisvar til Danmerkur. Þá hafa
Finnar komið einu sinni til okkar,
Svíar einu sinni og Danir þrisvar
sinnum. Upphaf þessa samstarfs
var árið 1974 þegar við, áhuga-
mannaleikflokkamir, mynduðum
einskonar norrænan leikhring, sem
er einn liðurinn í starfsemi Norræna
Áhugaleiklistaráðsins, sem við Is-
lendingar höfum verið meðlimir í
síðan árið 1970.
Einar sagði að ástæðan fyrir því
að Danimir kæmu nú með alís-
lenskt verk væri sú að hópurinn
hefði séð sýningu konunglega leik-
hússins í Kaupmannahöfn á
Stundarfriði og heillast mjög af.
Leikrit Guðmundar hafi einnig
fengið mjög góða dóma í blöðum.
Hann sagði að Leikfélag Húsavíkur
ráðgerði næstu leikför til Norður-
landa að vori eða næsta sumar og
væri þá ætlunin að halda af stað
með „Ofurefli" í faramesti.
mönnum i einu og verður boðið upp
á eins og tveggja manna herbergi.
Byggð verður sundlaug á fyrstu
hæðinni auk þjálfunaraðstöðu og
ráðnir sérfræðingar til að sinna
störfum."
Laufey sagði að fjármögnun
hússins hefði hingað til verið með
ýmsu móti. Náttúmlæknifélag Ak-
ureyrar hefði verið endurreist árið
1974 gagngert til að reisa heilsu-
hælið, en það hafði þá verið í
nokkurri lægð undangengin ár.
„Við ræddum á sínum tíma við
Sjálfsbjörg um samvinnu, en það
náðist ekki samstaða. Sjálfsbjörg
hefur nú byggt eigin aðstöðu og
Náttúrulækningafélagið komið vel
áleiðis. Við höfum verið styrkt
heilmikið — fengið fé frá félaga-
samtökum og klúbbum. Akureyrar-
bær hefur árlega veitt fé til
framkvæmdanna og önnur sveita-
og bæjarfélög hafa verið okkur
ákaflega vinveitt. Þá fengum við
fyrstu árin smástyrk frá samtökum
náttúmlækningafélaga, en sl. flög-
ur ár hefur styrkveiting fallið niður
frá þeim þar sem ríkissjóður hefur
fellt niður bein framlög til samtak-
anna,“ sagði Laufey.