Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
Ekki lengur stikkfrí
eftir Kjartan Norðdahl
Ein er sú þjónusta dagblaðanna,
<a» sem sjaldan virðist valda neinum
deilum eða menn hafa skiptar skoð-
anir um og er það óvenjulegt þegar
um okkur íslendinga er að ræða,
því yfirleitt viijum við deila, ef ekki
rífast, um alla skapaða hluti og ég
sé heldur ekkert athugavert við
það. En það sem ég á héma sérstak-
lega við er umfjöliun dagblaðanna
um kvikmyndir.
Nú er það svo, að þessi saklausa
og tiitölulega ódýra skemmtun, að
fara í bíó, er gífurlega vinsæl með-
al unga fólksins, en einnig þeir eldri
. sækja drjúgt í bíóin og er þá ýmist
að þeir fara með bömum sínum eða
bara með sjálfum sér eða kunningj-
um og hafa gaman af.
Ég held að hver maður, sem eitt-
hvað hefir fyigst með þessu, hljóti
að viðurkenna að umtalsverðar
framfarir hafa orðið á síðustu ámm
hvað varðar gæði, bæði kvikmynda
og kvikmyndahúsa hér í borginni.
Hvort þetta stafar af samkeppni
við videoleigur eða ekki skiptir ekki
máli heldur hitt að nú er mun meira
úrval góðra kvikmynda á boðstólum
og betri húsakynna heldur én áður
var og sú tíð er af að mönnum sé
hér boðið uppá eintómar gamlar
myndir, sem löngu er búið að sýna
»- 'á t.d. hinum Norðurlöndunum. Nú
má iðulega sjá auglýstar Evr-
ópufrumsýningar í fleiri en einu
bíói í senn og miklu minna er um
það núorðið að verið sé að auglýsa
myndimar með hástemmdum lýs-
ingarorðum ef þær standa ekki
undir þeim. Maður skyldi því ætla
að gera mætti þá kröfu að öll skrif
um bíómyndir væru vönduð og öguð
og unnin af samvizkusemi og auð-
vitað eru þau það oft — en ekki
nærri alltaf og stundum er farið
|»niður á svo lágt plan að ekki er
unnt að una við það þegjandi.
Þeir, sem reka kvikmyndahús eru
vamarlausir gagnvart þessu, því
hér ríkir prent- og skoðanafrelsi,
en það má skrifa þannig um ein-
hveija mynd að til stórskaða getur
orðið fyrir þann sem er þó að reyna
að halda uppi þessari vinsælu þjón-
ustu við almenning. Þegar búið er
að rakka myndina ofan í skítinn
erþað ekki aftur tekið. Skal ég nú
nefna dæmi.
Ekki alls fyrir löngu rakst ég á
kvikmyndagagnrýni í DV um mynd-
ina „Against all odds" (Einn gegn
öilum), sem sýnd var í Stjömubíói,
en þar kemst gagnrýnandinn svo
að orði, að myndin sé.....ekkert
annað en glæsileg pakkning utan
um brúnan kúk“! Hvers konar fag-
mennska er nú þetta? Þótt ein-
hveijum starfsmanni dagblaðs
leiðist í bíó og finnist mynd ómerki-
leg hvaðan kemur honum þá leyfi
til að vera með svona skítkast, sem
er honum sjálfum auðvitað til
skammar, sérstaklega þegar haft
er í huga að þessir menn sem dag-
blöðin senda í bíóin fá ókeypis í þau
og þar að auki, fá þeir sennilega
borgað fyrir hveija umQöllun.
Annað dæmi skal ég taka. Nú
fyrir fáeinum dögum fór ég í bíó
með krökkunum mínum og sáum
við myndina „Karate Kid — II".
Daginn eftir las ég í einu dagblað-
anna svokallaða gagnrýni en þar
hefur höfundurinn allt á homum
sér og virðist sáróánægður með að
myndin sé ekki nógu spennandi og
ekki nóg af blóðugum slagsmálum
í henni, aðeins fáeinar karate-
senur, sem sé kastað inn í myndina
eins og „ ... kjötbitum fyrir hungr-
aða áhorfendur"!
Svona gagnrýni dæmir sig auð-
vitað sjálf en ber jafnframt vott um
annarlegt hugarástand auk þess að
sýna fram á heldur bágborið ímynd-
unarafl höfundarins. í auglýsingu
myndarinnar er hvergi minnzt á að
hún sé spennandi heldur sagt að
hér sé um góða, vel leikna og vel
sótta mynd að ræða sem sé bönnuð
innan 10 ára og ætti því fáum að
blandast hugur um hvers eðlis
myndin er, en auk þess er hún vel
fyndin, sem dæma má af því hversu
oft var hlegið dátt í salnum. En um
inntak myndarinnar má annars
segja það að verið er að reyna að
koma því til skila að karate sé fyrst
og fremst vamaríþrótt en ekki árás-
ar og ekki síður andlegs eðlis en
líkamlegs og þetta kemst vel til
skila og er alveg óhætt að mæla
með myndinni, sérstaklega við
yngri áhorfendur.
Flestir þeirra, sem ég hef spurt,
aðallega ungt fólk, álíta kvik-
myndagagniýnendur vera atvinnu
nöldurseggi, sem aldrei virðist
ánægðir með myndina sem þeir
voru að sjá nema þá helzt hún hafi
Qallað um einhveija drungalega
sálfræðiþvælu í Bergmannsstíl. Þeir
séu sífellt að leita að einhveijum
boðskap í myndunum og þá einnig
þeim sem hafa alls engan annan
boðskap að færa en þann að vera
áhorfendum til skemmtunar.
Nú er auðvitað augljóst mál að
það hvort einhver kvikmynd sé góð
eða iéleg, spennandi eða leiðinleg
er og verður smekksatriði hvers og
eins, en hitt er annað mál, að sá
sem gefur sig að gagnrýni mynd-
anna hlýtur að verða að miða hana
við það hvers eðlis myndin er. Ef
mynd er auglýst sem ævintýramynd
fyrir börn, þá tjóar ekki að vera
að kvarta yfir því að efnisþráðurinn
sé fjarstæðukenndur, eða að ekki
finnist neinn háleitur boðskapur í
myndinni, heldur snýst þá málið um
það hvort tekizt hafi að skapa ævin-
týrið, hvort sem það ævintýri er
einhver della eða ekki. Ef um geim-
mynd er að ræða þá verður hún,
eðlis síns vegna, að bjóða upp á
rpjög góða tækni. Það er vegna lé-
„Maður skyldi því ætla
að gera mætti þá kröfu
að öll skrif um bíó-
myndir væru vönduð og
öguð og unnin af sam-
vizkusemi...“
legrar tækni sem myndin „Enemy
mine“ (Óvinanáman) er um það bil
að setja framleiðendur hennar á
hausinn. Enginn, sem hefir gaman
af „geim-“myndum þoiir að horfa
uppá þá pappa-tækni, sem þar er
boðið uppá (málaðir pappasteinar
og pappatré ásamt einhverri mann-
froskpöddu með líflausan gúmmí-
stert aftur úr sér). Þeir hefðu
sennilega farið betur út úr þessu
hefðu þeir notað senumar sem
teknar voru á Islandi. Menn gera
harðar kröfur um tækni þegar
geimmyndir eru annars vegar og
má í því sambandi benda á myndir
eins og „The Terminator" (Tortím-
andinn) sem dæmi um frábæra
tækni — enda vinsæl mynd þó boð-
skapur fyrirfinnist enginj í henni.
í áðumefndri mynd „Enémy rnine"
er nóg af boðskap enda fær hún
þijár stjömur í meðgjöf hjá gagn-
rýnendum en hinn almenni áhorf-
andi lítur öðmm augum á málið,
svo sem reynslan hefir sýnt. Ef
mynd á að vera hrottafengin hasar-
mynd, eins og t.d. „Cobra" (mynd
Sylvesters Stallone) þá er spuming-
in aðeins sú hvort það hafi tekist —
og annað ekki. Það þýðir ekkert
að vera þá að leita eftir einhveijum
gáfulegum setningum af munni
„Rockys" eða „Rambos", en skv.
skoðunum gagnrýnenda þessara
mynda er Stallone vita hæfileika-
laus leikari (sbr. umfjöllun um
Cobra) sem gert hefir fjórar
Rocky-myndir, sem fara jafnt og
þétt versnandi (sbr. ummæli í um-
fjöllun um Karate Kid — II).
Ef marka ætti álit margra kvik-
myndagagnrýnenda þá ættu menn
einsog hin forljóti Bronson gamli,
vita hæfileikalausi Stalione og enn
lélegri leikari að nafni Schwarzen-
egger allir saman að vera löngu
búnir að setja kvikmyndaverin á
hausinn, en sannleikurinn er hins
vegar sá að myndir með þessum
köllum eru einhveijar þær vinsæl-
ustu sem sjást á hvíta tjaldinu. Og
hvemig skyldi standa á því? Það
skyldi þó ekki vera vegna þess að
þessar myndir em fyrst og fremst
skemmtimyndir en ekki boðskaps-
myndir. Langflestir þeirra sem
stunda bíóin fara í þau til að
skemmta sér en ekki til að gmfla
yfir boðskap. En svo em auðvitað
margir sem vilja sjá alvarlegri
myndir og þess vegna er aðalatrið-
ið, þegar verið er að gagnrýna
myndir, að það sé gert á réttum
forsendum.
Eins og ég nefndi hér fyrr má
auðvitað oft sjá vandaða og réttláta
gagnrýni en einnig óvandaða og
hrokafulla, en þeir menn, sem skrifa
regiulega í dagblöðin um málefni
er varða-almenning, eiga ekki að
fá að vera svona stikkfrí, eins og
þessir kvikmyndagagnrýnendur
virðast fá að vera. Ég held þeir
hafi bara gott af að fá svolitla gagn-
rýni sjálfir.
Höfundur er flugmaður tyá Flug-
leiðum hf.
Eutectic
FIRST IN
JMAINTENANCE
/WELDING
TECHNOLOGY
Castolin
VÉLSMIÐJUR OG VÉLAVERKSTÆÐI
ERU SÉRVERKEFNIN AÐ VALDA ÞÉR
HEILABROTUM? HAFÐU ÞÁ SAMBAND.
ÍEutecticl
í I Gvc QX FIRST IN TNmaintenance J7WELDING Xty TECHNOLOGY ■stulin
Brot og slit á hinum ýmsu vélahlutum valda
mörgum heilabrotum. Ákvörðunin verður oft
sú að henda og/eða kaupa nýtt. Er það rétta
lausnin? Nei, lausnin er að nota CASTOLIN
efni. CASTOLIN + EUTECTIC hefur upp á
að bjóða viðhalds- og viðgerðarsuðuefni í
miklu úrvali, s.s. ál-, raf- og logsuðuvír, pott-,
rafsuðu- og logsuðuvír. Slitvíra í miklu úrvali.
Koparvír, kopar- og silfurslaglóð og vír fyrir
sjókopar. Rafsuðuvír fyrir stálsteypu, verk-
færastál og fjaðrablöð. Sjálfherðandi mang-
anstálvír, króm nikkel rafsuðuvír. Magnesí-
um log- og TIG suðuvíra, mikið úrval MIG
víratil notkunár með og/eða án hlífðargass.
CASTOLIN + EUTECTIC er fyrsta fyrirtækið sem sér-
hæfir sig eingöngu í fyrirbyggjandi viðgerðar- og við-
haldstækni með raf- og logsuðu.
CASTOLIN + EUTECTIC hefur 80 ára reynslu að
baki í framleiðslu sérvíra og efna til viðhalds- og við-
gerðarsuðu. Reynsla CASTOLIN + EUTECTIC
kemur íslendingum nú að góðum notum við lausn á
mörgum viðgerðar- og viðhaldsvandamálum. Notkun
CASTOLIN efna er ört vaxandi þáttur í starfsemi fjölda
vélsmiðja, vélaverkstæða, jarðvegsverktaka, útgerð-
arfélaga og verksmiðja.
ÍSTÆKNI HF. er umboðsaðili CASTOLIN + EU-
TECTIC á Islandi og hefur á að skipa úrvalsliði
fagmanna sem sérhæfa sig í lausn þinna mála.
Ármúla 34 - Pósthólf8556 -128 Reykjavík Sími 91-34060-34066