Morgunblaðið - 04.09.1986, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
Jón Þ. Árnason:
Lífríki og lífshættir CXIII
Spurningin er: Hver þekkir dæmi þess, að
atkvæðabundin ráðherranefnd hafi frétt
um ófremd áður en meinsemdin var orðin
skelfúeg?
Öllum þýðingarmestu úrlausnar-
efnum á hagvaxtartímum virðast
vera þau örlög búin að lognast út
af í nefndum, eftir að hafa verið
hraðjórtruð til ólystar á málþingum
og í skoðanamiðlum. Á milli tanna
almennings endast þau venjulega
álíka lengi og „þjóðarsættir" um
skiptingu verðmæta, sem ætlun er
að afla, eða peninga, sem ekki eru
til. Þau hverfa því af sjálfu sér í
safnþró hégómamála.
Fyrir 20 árum ofbauð lýð og
leiðtogum ofQölgun tegundarsystk-
ina sinna. Fyrir 10 árum gapti
almenningur stjarfa í kjálkana af
hneykslun yfir mengun. Fyrir 2
árum stóð öllum stuggur af útrým-
ingu dýra, svo og skógadauða.
Hvar hefir almenningur nú áhyggj-
ur af skógadauða? Hvergi mjög
áberandi. Getur það kannski verið
af því að skógadauðinn sé „dauð-
ur“? Ekki aldeilis!.
Úr gróðri í gijót
En skýring hlýtur að vera fyrir
hendi og þarf ekki endilega að vera
bagalega langsótt. Gizkað hefir
verið á að hún gæti falizt í, að við,
þessir „mannrænu apar“, sem Kon-
rad Lorenz telur okkur vera, séum,
af líffræðilegum orsökum ófær um
að varðveita og efla áhuga okkar
á skilgreindum hugðarefnum nema
um takmarkaðan, tiltölulega skam-
man tíma í senn. Að við getum
ekki einbeitt okkur við knýjandi
verkefni af nauðsynlegum þrótti
og hyggindum.
Ef þessi tilgáta er rétt verður
að líta þannig á að geta heila og
hjarta sé frávikalítið bundin duttl-
ungum dægurflugunnar, sem þá
fyllir algerlega upp öll tómarúm í
kollinum. Það gefur því að skilja
að andlegt/sálrænt svigrúm til að
sinna skyldum okkar við náttúr-
uríkið verður grátlega þröngt.
Nærtækasta ástæðan hlyti þá að
vera sú, að fáum kemur annað til
hugar en að tilgangur Guðs með
sköpunarverkinu hafi frá upphafi
verið sá, og sá einn, að gera alla
ríka — helzt fljótt.
Óhjákvæmilega myndu þess
vegna allir hugsanatilburðir undan-
tekningalítið snúast um að olnboga
sig í grösugri bithaga en nágrann-
inn og skeyta engu þó að hann
yrði að sætta sig við hlaupasnöp á
meðan entust.
Hversu lengi þau entust gæti
enginn vitað með vissu. Með vissu
vita nú hins vegar flestir að
þrengsli eru þegar orðin til óþæg-
inda í hinum grösugri bithögum.
Og ennfremur, að þar sem fyrir
skömmu varð skrimt við harm-
kvæli ríkja nú urðin og gijótið. Eða
eyðimörkin. Þar þrífst naumast
annað en neðanjarðarskordýr.
Hrodalegt alræði
Undantekningarlaust hafa allar
lífverur áhrif á umhverfí sitt, nátt-
úruríkið, sem þær eru hluti af.
Áhrifin eru ýmist mikil eða lítil,
jákvæð eða neikvæð eftir atvikum.
Til dæmis um jákvæð áhrif eru
kóraldýrin í hitabeltishöfum oft
nefnd. Þau safnast saman á sjávar-
botninum og mynda þar undra-
skóga sem veita mergð dýra og
plantna ákjósanleg lífsskilyrði.
Frá upphafi vega hafa athafnir
og athafnaleysi manneskjunnar
haft gífurleg áhrif á náttúruríkið.
í fyrstu þó ekki á neinn hátt ámæl-
isverð með hliðsjón af umkomuleysi
mannsins í tilverunni og vanmætti
hans í vöm gegn ofurmætti náttúr-
unnar. Engum undrum þarf því að
sæta að þá þegar tók umhverfíð
, að líða sökum tilverknaðar manna
! í baráttu þeirra fyrir lífi sínu. Bent
hefír t. d. verið á að skógabrunar
og sinueldar sem kveiktir voru til
að auka veiðimöguleika, hafi valdið
útdauða margra furðudýra af spen-
dýraætt sem komust á kreik í
upphafí jarðsögulegrar Nýaldar og
hafí síðan smátt og smátt týnt
tölunni og horfið af jörðinni að
fullu og öllu.
En þá og lengi síðan um margar
aldir hörmunga og harðræðis, átti
manneskjan í tvisýnni vamarbar-
áttu. Þá hefði náttúruvemd í
nútímaskilningi nánast jafngilt
sjálfsmorði.
Óþarft er að orðlengja hvemig
þessari orrustu lauk — að svo
komnu. Stríðið er hins vegar engan
veginn á enda. Það heldur áfram,
en nú um næstliðin nær 200 ár við
breytta vígstöðu, sem sýnist — en
bara sýnist — vera manneskjunni
í vil. Og tæplega verður vefengt,
að jörðin hefír orðið ofátsofstæki
minusmannsins að bráð — og verð-
ur bráð hans, a. m. k. fyrst um sinn.
gewicht", Diisseldorf 1982), „að
einasta ógnarstjómin, sem taka
hlýtur völd, er einræði skortsins.
Og hún rekur rætur sínar beinustu
leið til hins hrottalega einræðis
manneskjunnar yfir jörðinni."
Dr. Gruhl fer áreiðanlega engar
vegvillur þegar hann bætir við að
engin fordæmi fínnist fyrir því
valdi, sem manneslqan hafí náð
yfír láði, legi og lofti jarðar á síðast-
iiðnum 200 árum. M.a. af þessu
fínnst mér ótvírætt leiða að undir
þessum óheillamerkjum hljóti að
vera auðvelt að telja spásýn enska
sagnfræðingsins og afkastamikla
rithöfundar, Amold Toynbee
(1889-1975), vísasta af öllu visu:
„Manneskjan, barn móður jarð-
ar, myndi ekki lifa glæp
móðurmorðsins af.“ Með þessum
orðum lauk Amold Toynbee síðasta
stórvirki sínu, „Mankind and Mot-
her Earth".
Ofangreind ummæli Toynbee
mættu að skaðlausu að verða öllum
minnisstæðarí en allt sem Nóbels-
verðlaunaþegar ritvallarins hafa
gubbað upp síðan sá lýðræðissiður
varð óskráð lög að verðlauna fyrst
Ef grunur minn skyldi samt ekki
reynast réttur og hinir pólitísku
mengunarmenn verða mengun í
hafínu að aldurtila er þó engin bráð
hætta á að þá skorti vettvang þar
sem veruleg nauðsyn krefur að
stórátakajötnar beiti hæfíleikum
sínum þegar þeim leiðist vegna
verkefnaleysis heima fyrir og langi
því til að skoða sig um í heiminum
— í þýí skyni auðvitað að láta aðra
njóta hæfileika sinna.
Að kvöldi hins 7. júlí sl. til-
i kynnti mannfjöldadeild bandarísku
hagstofunnar að herskaramir gegn
móður jörð hefðu vippað sér yfír
5.000.000.000-mörkin. Gleðitíð-
indin vora sögð hafa átt sér stað
kl. 11:23 um morguninn.
Samkvæmt reglum viðtekins
líkindareiknings er ósennilegt að
litli kroppurinn verði tii stórátaka,
ef og þegar hann kemst á legg.
Af sömu reglum leiðir líka að hann
hefír hverfandi litla möguleika á
að komast í ráðherrastól einhvers
staðar á Norðurlöndum að óbreytt-
um kosninga- og kjörgengislögum.
Slíkt er reyndar aldrei hægt að
Hagvaxtarapinn lagði Ieið sina um héruð,
Vamarlaus jörð
| Gjörbreytt 5.000.000.000 Hagnýt fræðsla
vígstaöa troðast um tær í Nairobi
Síðan jörðin lenti undir manna-
hendur, krafsa böm hennar í
blindni um gögn hennar og gæði
án þess að hafa hugsun á að fínna
sér terra fírma, fast land undir
fætur. Ekki una þau heldur stöðu
sinni í sögunni af neitt aðdáunar-
verðri karlmennsku þótt þau rótist
í öllum gijótgjótum innan seilingar
í leit að upprana sínum, en þar þó
einkum að einhvetju sem hugsan-
lega mætti selja. Sögu sína
umskrifa þau, snúa og snargöndla
án afláts í þeirri von helzt að rek-
ast á leiðam'sa um gróðavegi.
Eftir að Sameinuðu þjóðimar
tóku að sér að gæta siðgæðis, rétt-
lætis og einkanlega friðar um allan
heim fyrir 40 árum, hafa þræls-
legri ógnarstjómir drottnað yfír
fleiri ríkjum og þjóðum en dæmi
finnast um í samanlagðri veraldar-
sögunni. Sennilegt má telja, þó að
ekki verði fullyrt hér, að þær muni
færast í aukana fremur en hitt. Þá
í nýjum herklæðum og hærra veldi.
Ifyrir þeim gran megum við marka
orð hins þýzka stjórnmálamanns,
heimsþekkta rithöfundar og
óþreytandi baráttumanns fyrir
lífvemdarvakningu, dr. Herbert
Grahl (f. 1921), sem segir (í bók
sinni, „Das irdische Gleich-
og fremst með tilliti til hörandslitar
og landfræðilegrar búsetu.
Puttlingar hertygjast
Ekki er mér um að framanritað
verði skilið á þann veg, að örvænta
beri með öllu. Vonarglætu bregður
annað veifíð á loft. Fyrir skömmu
leiftraði t.d. ein slík fyrir augum í
meinlausu, íslenzku benzinborg-
arablaði undir forsíðufyrirsögn með
heimsfréttaletri: „STÓRÁTAK
GEGN MENGUN. Sjávarútvegs-
ráðherrar Norðurlanda lýsa
þungum áhyggjum sínum vegna
mengunar í hafínu". (ÞV, 20. ágúst
1986). „Stórátakið" er sagt hafið
á stundinni — með ályktun og skip-
un embættismannanefndar.
Meginverkefni: „Að skiptast á upp-
lýsingum."
Ráðherrar Norðurlanda eru, eins
og alkunna er, fljótir að flettu
skýrslum og ólatir við stórátök.
Annað mál er hvort stórátök þeirra
nægja í fyrirsjánanlegum ramaslag
við verkalýðshreyfíngar landa
sinna og allan þann atkvæðasæg
er þeir hafa eignarhald á og fram-
leiðir mengun og lifír á mengun.
Ég óttast líka að „stórátökin" muni
reynast business as usual.
vita með vissu og íjarri fer að ég
telji útilokað að veslingurinn sé að
upplagi jafnoki þeirra sem nú og
um nokkurra ára skeið undanfarið
hafa prýtt stórátakastóla á Norð-
urlöndum. En — eins og þegar er
tekið fram — ágizkanir mínar era
reistar á tölfræðilegum líkinda-
heimildum. Óskabarnið gæti því
sem bezt — og líklegast — hafa
séð Ijós heimsins í Asíu eða Afríku,
t. d. í Kenýa.
„Britannica World Data“
(Chicago 1986) telur íbúa Kenýa í
lok árs 1985 alls 20.312.000, ár-
lega fæðingatíðni 55.1 miðað við
1.000 (heimsmeðaltal 29.0), tvö-
földunartíma Ibúafjölda 17 ár og
áætlar íbúafjöldann 38.499.000
árið 2000. Tímgun í Kenýa er því
afspymulífleg, eins og reyndar alls
staðar í svartfrelsisríkjum, þótt
ekki fari sögur af að afkomumögu-
leikar séu beinlínis lífvænlegir,
enda herma fréttir, að fyrirhyggja
sé ekki eitt þjóðareinkenna.
Fréttaskeyti til „Frankfurter All-
gemeine" hinn 11. júlí sl. virðist
staðfesta þetta með viðunandi
hætti. I því segir svo:
„NAIROBI. í kennslustund í
líffræði fæddi 16 ára stúlka af sér
bam í einum unglingaskóla höfuð-
borgarinnar. „Stúlkunni varð
skyndilega þungt um andardrátt
og hné niður, máttvana vegna fæð-
ingarhríða," sagði kennarinn. Á
föstudaginn skýrði dagblaðið „The
Standard" svo frá, að fæðingin
hefði verið skólasystkinunum „lær-
dómsrík tilraun í verklegri
líffræði". Tíðar þunganir skólat-
elpna og ungra kvenstúdenta hefír
verið almennt umræðuefni um
margra mánaða skeið. Samkvæmt
upplýsingum deildarstjóra í heil-
brigðismálaráðuneytinu verða 40%
kvenstúdenta við háskólann í Na-
irobi ófrískar fyrstu tvö námsárin.
Margsinnis er sá granur látinn í
ljós að kennarar skólatelpna og
kvenstúdenta tæli þær á glapstigu.
Daniel Arap Moi, æðstráðandi,
hafði þess vegna nýlega krafizt að
kennuram, er gerðu nemendum
sínum bam, verði vikið frá störfum
í framtíðinni."
Hér eiga sér stað stórátök, sem
allir segjast vera á einu máli um,
að nauðsyn beri til að stöðva. I
þeim efnum ættu stórátakaráð-
herrar Norðurlanda að hafa
ákjósanleg skilyrði til að láta gott
af sér leiða. Ég á sérstaklega við,
að flestir þeirra era ákafir hug-
sjónamenn á sviði fósturdrápa af
samkvæmisástæðum og ætti þess
vegna að mega ætla að þeir hefðu
ekki minni áhuga á fósturdrápum
af þrifnaðarástæðum.
Sveitafólk í
pappakassa
En ekki aðeins í Kenýa. Sömu
iðjusemi gætir í öllum heimi utan
Evrópu: I Afríku, Asíu og kyn-
blendingaríkjum Ameríku sem ná
yfír álfuna alla sunnan landamæra
Kanada og Bandaríkjanna („The
Melting Pot“).
Mannkyninu fjölgar því misjafn-
lega ört. Því fjölgar banvænlega í
nefndum heimshlutum, en hættu-
lega hægt, ef nokkuð, í heimkynn-
um vestrænnar menningar. Og
meirihluti þessa sama mannkyns,
sem frá upphafi sögu sinnar hefír
búið í sveitum, mun — samkvæmt
framreiknun þýzka mannfjöldasér-
fræðingsins Claus Jacobi (birtri í
nýjustu bók hans, „Uns bleiben 100
Jahre“, Frankfurt/Berlin 1986) —
hafa hópað sig saman í borgum
að 15 áram liðnum.
Flóttinn í þrengslin — og pappa-
hreysin — hófst fyrir alllöngu og
var hvorki að fundið né að gert.
Nú er hann því víða orðinn verri
en landplága sem engin stórátök
ráðherranefnda hafa hingað til ráð-
ið við.
Með lágmarksumhugsun er mjög
auðvelt að gera sér helztu afleið-
ingar asfaltmenningarinnar í
hugarlund og þar sem ímyndunar-
afl brestur hjálpa opinberar skýrsl-
ur og fjölmiðlafróðleikur upp á
sakirnar.
Á tímabilinu 15. ágúst til 15.
september 1985 streymdu 500.000
Indonesar úr strjálbýlinu til Ja-
karta, höfuðborgar lands þeirra og
var þó íbúafjöldinn ærinn fyrir:
6.556.000 þegar í lok árs 1981
samkvæmt áreiðanlegustu ágizkun
og verður orðinn 15.000.000 árið
2000 að því er traustustu fram-
reiknanir telja. í Jakarta era nú
70 grafreitir og þó að þar skorti
1 flest sem til nauðþurfta telst er
skortur landrýmis undir hinztu
hvílur nú með því tilfínnanlegasta.
Kólera og aðrir eymdarsjúkdómar
hafa ekki undan offjölguninni. Fá-
tæklingar verða að borga allt að
15% tekna sinna, sem að mestu
fást fyrir að safna, verka og selja
tóbak úr sígarettustubbum af göt-
um og torgum, fyrir drykkjarvatn,
keyptu af götusölum.
Ein borg. I einu landi. Alla daga.
Örlög milljónahundruða. í fjölda
landa.
Og hvert ætti aumingja fólkið
svo sem að fara í hamingjuleit?
Vitanlega til stijálbýlla landa —
þar sem vingjarnlega yrði tekið á
móti því.
Norðurlönd era stijálbýl, þar býr
vingjarnlegt fólk undir stjórn stórá-
takaráðherra.