Morgunblaðið - 04.09.1986, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 4. SEPTEMBER 1986
'•52
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÁSTA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Grænuhlíð 5,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 2. september.
Jóhanna Hjaltadóttir, Björn Helgason,
Gunnar Hjaltason, Jóna Ámundadóttir,
María Hjaltadóttir, Jósef Magnússon,
Friðrik Hjaltason.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
CORA SOFIE BALDVINSSON
fædd PAULSEN,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 6. september
kl. 14.
Jóhann Baldvinsson,
böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móður okkar og tengdamóöur,
ÞÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Fiskilæk,
sem lóst fimmtudaginn 28. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 5. sept. kl. 15.00.
Bergljót Garðarsdóttir Sleight, Morris G. Sleight,
Geir Garðarsson, Marita Garðarsson,
Arnþór Garðarsson, Guðrún Sveinbjarnardóttir.
Móðir mín og tengdamóöir,
HENNÝ OTTÓSSON,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. september
kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast
hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag islands.
Pótur Goldstein, Hlin Guðjónsdóttir.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ARNHEIÐAR BERGSTEINSDÓTTUR,
Hæðargarði 34,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. september kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins-
félagið.
Ragnar B. Henrysson, Sigríður Jónsdóttir,
Kristján K. Pálsson, Kristín J. Guðlaugsdóttir,
Ragnhildur Kr. Pálsdóttír, Guðbjartur Ágústsson,
Bergsteinn Pálsson, Hrönn Árnadóttir,
Brynhildur Erla Pálsdóttir, Ragnar Þórhallsson,
Þórunn S. Pálsdóttir
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður og tengdafööur,
ÓLAFS SVEINSSONAR
frá Stóru-Mörk,
verður gerð frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 6. september kl.
14.00.
Guðrún Auðunsdóttir,
Áslaug Ólafsdóttir, Ólafur Auðunsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓLAFUR B. HJÁLMARSSON,
Rauðalæk 49,
sem lést 30. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 5. september kl. 13.30.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Valdimar Ólafsson,
Ingileif Ólafsdóttir,
Gestur Ólafsson.
Kveðjuorð:
GilbertJúli
Þráinsson
Fæddur 12. júlí 1968
Dáinn 17. ágúst 1986
Sunnudagurinn 17. ágúst verður
okkur ævinlega minnisstæður. Það
varð einhver afgerandi breyting
innra með okkur, þegar við fengum
þá sorglegu fétt að Gilbert væri
dáinn. Hann hafði farist í slysi á
mótorhjólinu sínu rétt fyrir hádegið.
— Fyrst var eins og við hefðum
orðið fyrir heljarhöggi, sem lamaði
okkur. Svo fyllti ólýsanlegur sökn-
uður bijóst okkar. Það er ekki
hægt að lýsa því eins og það var.
Það var eins og horfínn væri partur
af okkur sjálfum allt í einu.
Stórt skarð var höggvið í vina-
hópinn. Gat það verið að Gilbert
væri dáinn?
Hvemig mátti það ske? Hann
sem fór alltaf svo varlega, var svo
gætinn.
En það var satt. Við vitum að
slysin gera ekki boð á undan sér.
En við vitum ekki hvað raunveru-
lega gerðist. Við skiljum það ekki?
Hver var orsökin? Hvað skeði?
Gilbert var svo góður strákur.
Hann vildi aldrei neinum neitt illt.
Hann var alltaf kátur og brosandi.
Alltaf gat hann komið manni í gott
skap og vakið hlátur og gleði.
Hann hafði gaman af að mála
og hann var hreinn snillingur að
spila á gítar. Það var hans líf og
yndi.
Við viljum með þessum fáu orð-
um kveðja góðan vin, sem var svo
sárt að missa.
Við þökkum fyrir allt. Við geym-
um allar góðu minningamar, sem
við eigum um hann í hjartastað.
Og við viljum votta samúð for-
eldrum hans og systkinum og
biðjum Guð að styrkja þau f þeirra
miklu sorg.
Ingibjörg og Krístín
Guðmundur M. Þor-
láksson — Kveðjuorð
Fæddur 12. júní 1908
Dáinn 5. febrúar 1986
Ég ætlaði mér alltaf að minnast
Guðmundar Þorlákssonar þó að það
hafi dregist lengur en til stóð. Það
verður aðeins ofurlítil kveðja úr
sveitinni hans og bænum þar sem
hann ólst upp. Eg minnist þess að
margar vom ferðimar famar milli
bæjanna Heiðarbæjar og Skála-
brekku. Eldri systkini mín vom á
svipuðu reki, hann og Jóhannes
bróðir minn vom góðir vinir.
Guðmundur var kennari í sveit-
inni, mjög vel látinn, hann var
kennari af guðs náð, eins og sagt
er. Einar bróðir minn var í skóla
hjá honum og urðu þeir mjög sam-
rýndir. Ég minnist þess þegar Einar
fermdist, þá gaf Guðmundur honum
25 krónur sem vom miklir peningar
á þeim ámm, 1931. Þessu gat ég
aldrei gleymt og fínnst mér þetta
lýsa honum vel. Þetta fannst mér
líka um móður hans. Hún var svo
örlát við ýmis tækifæri og vom þau
ömgglega mjög lík.
Guðmundur naut þess að vera
hér í nokkur ár í sumarbústað með
fjölskyldu sinni. Þá fór hann oft út
á vatn og fannst mér hann og bátur-
inn eiga vel saman, auðséð að hann
kunni vel við sig á vatninu.
Þá hef ég þetta ekki lengra. Það
átti aðeins að vera kveðja frá þess-
um stað þar sem hann ólst upp með
blómunum, vatninu og blessuðum
Qöllunum, þar sem ég fékk síðar
að eiga heima í áratugi.
Guð blessi Guðmund Þorláksson.
Regina Sveinbjörnsdóttir
Kjartan Eide
Pálsson — Minning
Fæddur 20. apríl 1914
Dáinn 21. júní 1986
Hann var einkasonur foreldra
sinna, Nathalie Eide frá Noregi og
Páls Benjamínssonar frá Fljótsdals-
héraði. Hann ólst upp á Sunnuhvoli
í Fáskrúðsfírði, hjá góðum foreldr-
um á fallegu menningarheimili.
Móðirin kom frá Noregi um alda-
mótin, með Stangelandsfólkinu og
móður sinni, auk tveggja lítilla
systkina, móðir þeirra þá orðin
ekkja.
Nathalie var listakona við alla
handavinnu, elskaði blóm og gróð-
ur, ræktaði fallegan blóma- og
tijágarð við Sunnuhvol, þann fyrsta
í Fáskrúðsfirði. Páll fluttist snemma
til Fáskrúðsfjarðar og starfaði hjá
verslun Örum & Wolf í mörg ár,
síðan verslaði hann sjálfstætt í
Valhöll. Hann var mjög söngelskur
og naut þess að hafa góða gesti á
heimilinu, dýravinur með afbrigð-
um, hafði kindur, hesta og kú.
Kjartan sótti þessa góðu kosti til
foreldra sinna, var mikill bama- og
dýravinur. Það var gott orgel á
heimilinu, og var drengurinn ekki
hár í loftinu, þegar hann heyrði
koma skrítin og falleg hljóð úr þess-
um kassa, sem fljótt urðu að lögum,
enda var það svo, að hann spiiaði
öll lög sem hann heyrði rauluð og
sungin. Mörgum skemmti hann með
orgelspílí sínu, ég var ein af þeim,
hann spilaði allt sem ég bað um.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
BJÖRN ÓLAFSSON,
byggingameistari,
Norðurvangi 44, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 5.
september kl. 13.30.
Sigríður Jakobsdóttir,
Ólafur Björnsson og fjölskylda.
t
Þökkum auösýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu
minnar, móður og stjúpmóður,
ÖNNU FANNEYJAR RÖGNVALDSDÓTTUR,
Yrsufelli 11, Reykjavik.
Ólafur Eirfksson,
Rögnvaldur Ólafsson og börn,
stjúpbörn og fjölskyldur þeirra.
Við hjónin bjuggum fyrstu búskap-
arár okkar á Sunnuhvoli hjá góðu
fólki.
Kjartan lærði og útskrifaðist úr
Laugarvatnsskóla. Hann var um
tíma í hljómsveit Karls Ó. Runólfs-
sonar á Akureyri, hann spilaði oft
undir söng Hreins Pálssonar og fl.,
einnig kenndi hann orgelspil heima
í Fáskrúðsfírði.
Hann fluttist til Danmerkur árið
1938. Það voru margir sem söknuðu
hans. Hann giftist góðri danskri
konu, Inger, þau bjuggu í Kaup-
mannahöfn. Þar kom annað fallegt
heimili, þar sem margir íslendingar
hafa notið gestrisni þessara elsku-
legu hjóna. Ég var ein af þeim sem
nutu þar góðra stunda árið 1949,
þá spilaði vinurinn á píanó, gömlu
góðu lögin. „Hvað á ég að spila
næst“? var hann vanur að spyija.
„Allt,“ var mitt svar.
Ég; er þakklát fyrir þær góðu
minningar frá liðnum árum. Kjart-
an rak myndarlegt þvottahús í
Kaupmannahöfn, hafði margt fólk
í vinnu. Hjónin eignuðust einn son,
Ingólf, sem er kennari, giftur og á
eina dóttur.
Guð blessi eiginkonu og fjöl-
skyldu Kjartans.
Sigfríð Einarsdóttir
J