Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 04.09.1986, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986 Morgunblaöið/Brynja Tomer • Á æfingu hjá Juventus. Þarna má þakkja kappa eins og Michel Platini og Michael Laudrup. í liði Juv- entus er valinn maður íhverju rúmi og verður spennandi að sjá hvernig Valsmönnum tekst að standa í þeim. „Leikmenn Juventus eru snillingar" — segir lan Ross, þjálfari Vals „ÉG TEL mig hafa séð margt í knattspyrnunni og hef lært að láta ekkert koma mér á óvart, þegar knattspyrna er annars veg- ar, en það sem ég sá til leik- manna Juventus á sunnudaginn er ólýsanlegt," sagði lan Ross, þjálfari Vals, i samtali við Morg- unblaðið, nýkominn aftur til íslands frá Ítalíu. Ross fór gagngert til Torínó til að sjá leik með Juventus á heima- velli í bikarkeppninni. „Þeir léku gegn liði í 3. deild, sem satt best að segja var mjög gott, betra en við eigum að kynnast hér í 1. deild. Engu að síður var þetta leikur katt- arins að músinni. Leikmenn Juventus fóru á kostum, voru alls staðar á vellinum og ekki bundnir í ákveðnar stöður. Eftir hálftíma leik var staðan 3:0 og þá fóru Ju- ventus-menn að leika fyrst og fremst fyrir áhorfendur og sýndu ótrúlegustu listir með knöttinn. Ég hef hingað til haldið að Liv- erpool sé með besta lið í Evrópu, en eftir þennan leik er ég farinn að efast. Leikmenn Juventus eru snillingar allir með tölu. Besta rauðvínið kemur frá Frakklandi og allir vita, að Platini er heimsklassa- knattspyrnumaöur. Sama má segja um hina leikmennina. Ég skil núna, hvers vegna Juventus á aðdáendur alls staðar á Ítalíu, sem fara á flesta ef ekki alla leiki liðs- ins, hvar sem þeir eru,“ sagði Ross. Kærkomið tækifæri fyriralla Fyrri leikur Vals og Juventus í Evrópukeppni meistaraliða verður í Torínó 17. september, en sá seinni á Laugardalsvellinum 1. okt- óber. Hvernig leggjast þessir leikir í þjálfara Vals? „Ég er í sjöunda himni yfir að fá tækifæri til að leika gegn þess- um snillingum og strákarnir eiga eftir að muna eftir þessum leikjum alla ævi. En leikirnir koma ekki aðeins okkur við, heldur allri íslensku þjóðinni. Þegar frægt leik- rit er fært upp fara allir í leikhúsið til að sjá stykkið, hvort sem þeir hafa áhuga á leiklist eða ekki. Sama er upp á teningnum núna. Eitt besta, ef ekki besta félagslið í heimi leikur einu sinni á íslandi og þá gefst fólki kærkomið tæki- færi til að sjá knattspyrnu eins og hún er best leikin. Varðandi möguleika okkar held ég að ef ég mætti stilla upp liði Vals, Fram og ÍA, 33 leikmönnum, gætum við náð jafntefli. En að öllu gamni slepptu, þá er knattspyrnan óútreiknanleg og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana," sagði lan Ross. 2. deild: Fimm lið berjast um tvö sæti í 1. deild KEPPNIN í 2. deild í knattspyrnu hefur verið gífurlega spennandi í allt sumar og þegar 2 umferðir eru eftir, eiga fimm lið möguleika á sæti í 1. deild næsta ár, eitt siglir lygnan sjó, þrjú eru í fallhættu og eitt er löngu fallið í 3. deild. KA hefur tveggja stiga forystu, er með besta markahlutfallið og hefur aðeins tapað tveimur leikj- um, báðum á útivelli. Liðið var óheppið í 2. deildinni í fyrra og missti af sæti í 1. deild á loka- sprettinum. Fátt bendir til að sagan endurtaki sig í ár og reynd- ar eru allar líkur á að KA sigri í 2. deild. KA á útileik gegn Njarðvík á sunnudaginn og fær Víking í heimsókn í síðustu um- ferð. Völsungur hefur oft verið ná- lægt því að komast í 1. deild en aldrei tekist. Liðið hefur átt jafn- ari leiki í sumar en oft áður og hefur haldið sig við toppinn allt tímabilið. Völsungur er í 2. sæti, en á tvo erfiða leiki eftir, á laugar- daginn á Vopnafirði gegn Ein- herja og síðan gegn Selfossi á Húsavík. Víkingur er í 3. sæti eftir tap um síðustu helgi. Liðið féll úr 1. deild í fyrra og hefur fullan hug á að endurheimta sætið. Víkingur leikur gegn KS á sunnudaginn, en KS hefur unnið fimm leiki í röð, og síðasti leikur Víkings verður gegn KA á Akureyri. Víkingar þurta ekki aðeins að standa sig vel í þeim leikjum, sem eftir eru, heldur verða úrslit ann- arra leikja að vera þeim hagstæð til að sæti í 1. deild verði að veru- leika. Einherji hefur komið mest á óvart í sumar. í byrjun móts var takmarkið að halda sætinu í 2. deild, en þegar tvær umferðir eru eftir á liðið möguleika á að kom- ast í 1. deild í fyrsta skipti. Heimavöllurinn hefur reynst þeim vel og einnig hafa Vopn- firðingarnir unnið góða sigra á útivelli. Einherji leikur gegn Völs- ungi á Vopnafirði á laugardaginn og gegn KS á Siglufirði í síðustu umferð. Selfyssingar byrjuðu vel og voru komnir með góða forystu, en tap í síðustu tveimur leikjum hefur heldur betur breytt stöð- unni. Selfoss á heimaleik gegn ísafirði á laugardaginn og síðasti leikurinn verður á Húsavík. Sæti í 1. deild að ári er langsótt, en ekki er öll nótt úti enn. Siglfirðingar voru í fallhættu framan af, en um leiö og Þróttar- ar réttu úr kútnum, tóku norðan- menn sig á, hafa unnið fimm síðustu leiki og sigla lygnan sjó. Engu að síður hafa þeir mikil áhrif á endanlega röö efstu liða, því KS leikur gegn Víkingi í Reykjavík á sunnudaginn og heima gegn Einherja í síðustu umferð. Þróttur var í fallsæti fyrstu tólf umferöirnar og allt benti til að liðið, sem lék í 1. deild í fyrra, léki í 3. deild næsta ár. En fjórir sigurleikir í röð hafa breytt stöð- unni og liðið virðist ætla að sleppa fyrir horn. Þróttur leikur í Borgarnesi á laugardaginn og Morgunblaðið/Skaptí Hallgrimsson • Þessi mynd úr leik KA og Skallagríms um síðustu helgi er einkennandi fyrir stöðu þessara liða f 2. deildinni í knattspyrnu. KA á toppnum en Skallagrímur í neðsta sæti og hefur tapað öllum sfnum leikjum með miklum mun. síðan gegn Njarðvík á Laugar- dalsvelli. ísfirðingar hafa verið i neöri hluta deildarinnar allt tímabilið og eru enn í fallhættu, en geta tryggt stöðu sína í síðustu leikj- unum. Þeir leika á Selfossi á laugardaginn og fá falllið Skalla- gríms í heimsókn í síöustu umferð. Njarðvík hefur tapað síðustu fjórum leikjum og er í næstn- eðsta sæti deildarinnar. Njarðvíkingar leika heima á sunnudaginn gegn KA og síðan gegn Þrótti í Reykjavík. Erfiðir leikir og fall blasir við liðinu. Skallagrímur hefur átt erfitt uppdráttar í 2. deild í sumar. Félagið hefur teflt fram nýju og óreyndu liði, ungum og óhörðn- uðum strákum, sem eiga framtíð- ina fyrir. sér, en eiga ekki erindi í hina hörðu keppni í 2. deild aö svo stöddu. Liðið hefur ekkert stig fengið í sumar, skorað fjögur mörk og fengið 94 á sig eða tæplega sex mörk í leik að meðal- tali og segir það allt sem segja þarf. Skallagrímur leikur gegn Þrótti í Borgarnesi á laugardag- inn og úti gegn ísfirðingum í síðustu umferð. Staðan f 2. deild eftir lelkl helgarinnar og þegar tvœr umferðir eru eftir í deiid- inni er þessi: KA 16 10 4 2 48:13 34 Völsungur 16 10 2 4 35:14 32 Víkingur 16 9 3 4 45:19 30 Einherji 16 9 2 5 24:20 29 Selfoss 16 8 4 4 29:13 28 KS 16 7 3 6 29:31 24 Þróttur 16 6 2 8 30:28 20 IbI 16 3 6 7 26:32 15 Njarövík 16 4 2 10 27:43 14 Skallagrímur 16 0 0 16 4:94 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.