Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 66

Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 66
Qfr* MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 4. SEPTEMBER 1986 GuðmundurTorfason ekki í landsliðinu: Enginn leikmaður hér á landi sem er öruggur — sagði Sigi Held landsliðsþjálfari um landsliðsvalið • Þelr Atll og Ásgelr verða báðlr með í leiknum gegn Frökkum á mið- vikudaginn. Þessl mynd var af þelm á forsfðu nýjasta heftis hins virta knattspyrnutimarits Kicker f Þýskalandi en lið þeirra hafa leíkið tvívegis nú á skömmum tfma. ÞAÐ er margt sem vekur athygli varðandi val Sigfried Held á landsliðshópnum sem keppa á við Frakka á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Það sem fyrst vakti athygli okkar var að Stefán Jóhannsson markvörður KR vœri annar tveggja landsliðsmark- varða f þessum leik og við spurðum Held að því hvers vegna hann valdi Stefán frekar en þá Þorstein Bjarnason úr Keflavfk og Friðrik Friðriksson úr Fram. „Ég tel að Þorsteinn Bjarnason eigi enga framtíð fyrir sér sem landsliðsmarkvörður og Friðrik hefur ékki leikið vel að undan- förnu. Ég veit ekki hverju er um að kenna - hann er ef til vill eitt- hvað nervös - en alla vega hefur hann ekki leikið eins og hann getur að undanförnu. Þorsteinn getur ekki leikið meö í olympíukeppninni en Stefán getur það og Friðrik einnig." i landsliðshópinn finnst mörgum eins og vanti markahæsta leik- mann 1. deildarinnar, Guömund Torfason úr Fram. Guðmundur hefur skorað 17 mörk í deildinni í sumar og staðið sig í alla staði mjög vel - að flestra mati. Hvers vegna er Guðmundur ekki í hópn- um? „í þessum hópi eru þrír góðir framlínumenn sem ég tel alla betri en Guðmund. Þetta eru þeir Pétur Pétursson, Arnór Guðjohnsen og Ragnar Margeirsson. Ástæðan fyrir því að ég valdi ekki Guðmund er að ég tel þessa menn alla sterk- ari leikmenn." Einhverjum hefði ef til vill dottið í hug að láta Arnór leika á miðj- unni og þá Pétur og Guðmund frammi en Held virðist á öðru máli og greinilegt er að Guðmund- ur á ekki upp á pallborðið hjá landsliðsþjálfaranum og nú velta menn því fyrir sér til hvers hann hefur verið hér á landi allan þann tíma sem raun ber vitni. Til hvers að skoða leikmenn hór á landi fyrst ekki er þörf fyrir þá í landsliðið. Jafnvel leikmenn sem leika í 2. deildinni í Belgíu og Sviss eru tekn- ir fram yfir bestu leikmenn okkar hér heima, þó svo flestir séu á því að Guðmundur Þorbjörnsson eigi tvímælalaust heima í hópnum. Auk þess eru í liðinu leikmenn sem lítið sem ekkert hafa leikið á þessu ári eins og þeir Sigurð Jónsson og Ómar Torfason. Er Held ekkert smeykur viö að nota leikmenn sem ekki hafa leikið í langan tíma? „Nei. Þetta eru allt atvinnumenn og sem siíkir eiga þeir að vera í góðri æfingu þó svo þeir hafi ekki leikið mikið. Þeir eru allir tilbúnir til að leggja sig 110% fram í þenn- an landsleik og ég er því ekkert smeykur um frammistöðu þeirra í ieiknum. Það er enginn leikmaður hér á landi sem er öruggur í lands- liðið." Varöandi leikaðferðina sem beita á gegn Frökkum sagði Sigi Held að í nútíma knattspyrnu væri ekki hægt aö segja aö einhverjir ákveðnir leikmenn léku í framlín- unni heldur léku allir leikmenn í öllum stöðum ef svo mætti komast að orði. Það verður samt að öllum líkindum leikinn varnarleikur gegn Frökkum á miðvikudaginn og þess freistað að skora mörk í skyndi- sóknum. „Ég tel að við eigum möguleika í leiknum gegn Frökum, ég tala nú ekki um ef þeir leika eins og gegn Sviss á dögunum. Það eru allir til- búnir til að leggja sig alla fram í þessum leik og ég er sannfærður um að þetta er okkar besta lið sem hægt er að stiila upp." Þess má geta hér að þeir Pétur Ormslev og Sigurður Grétarsson eru meiddir og því ekki í hópnum og einnig talaði Held um að ef Ágúst Már Jónsson yrði ekki fær um að leika þá kæmi Viðar Þorkels- son úr Fram inn í liðið. Landsliðin SIGFRIED HELD landsliðsþjálfari ístands í knattspyrnu tilkynnti í gaer landsliðshópinn fyrir fyrsta leik íslands í Evrópukeppni lands- liða sem fram fer á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag. Þá verður lelkið við sjálfa Evrópumeistara Frakka sem með þessum leik hefja titilvörn sína f Evrópukeppninni. Held valdi að þessu sinni aöeins 15 leikmenn sem eru: Við skulum þá líta á landsliðshóp islands og Frakklands. Lands- leikjafjöldi er hafður í sviga: ÍSLAND: FRAKKLAND: MarkvwMr: Markverðir: Bjami Sigurðsson. Brann (12) Joel Bats, Paris SG (29) StefinJóhannason, KR (2) Bruno Martini, Auxerre (0) Aftrtr ieikmenn: Aörir ieikmenn: Ágóst Már Jónsson, KR (S) Francois Domersgue, Marseilies (6) Arnór Guðjohnsan, Anderlecht (20) Manuel Amoros, Monaco (40) Ásgeir Sigurvinsson. Stuttgart (36) William Ayache, Paris SG (13) Atli Eðvaldsson, Uerdingen (39) Patrick Battiston, Bordeaux (50) Guðmundur Þorbjömsson, Baden (37) Basile Boli, Auxerre (1) Guðni Bergsson, Valur (8) Luiz Fernandez, Racing Club (34) Gunnar Gíslason. KR (22) Jean Tigana, Bordeaux (47) Ólafur Þórðarson, lA (7) Phillippe Vercruysse, Bordeaux (6) ÓmarTorfason, Luzem (21) Jean-Marc Ferreri, Bordeaux (19) Pótur Pótursson. |A (28) Bernard Genghini. Servette (26) Ragnar Margeirsson, Waterschei (20) Fabrice Poullain, Paris SG (2) Sigurður Jónsson, Sheff. Wed. (7) Vannick Stopyra, Toulouse (23) Ssevar Jónsson, Brann (29) Gerald Buscher, Brest (1) Stephane Paille, Sochaux (0) Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson •Sigurður Jónsson er svekktur yffir þvf að komast ekki f aðalliðið hjá Sheffield. Hann er þó bjartsýnn á að hans tfmi komi en á meðan leikur hann með varaliðinu. Alltaf svekkjandi að fá ekki tæki- færi með aðalliðinu - segir Sigurður Jónsson hjá Sheffield Wednesday Landsliðsmaðurinn Sigurður Jónsson sem er á atvinnumanna- samning hjá enska 1. deildarlið- inu Sheffield Wednesday hefur ekki komist í byrjunarliðið það sem af er deildarkeppninni f Eng- landi. Blaðamaður Morgunblaðs- ins náði tali af Sigurði f gærkvöldi og spurði frótta af gangi mála hjá honum. „Það er alltaf svekkjandi að fá ekki tækifæri með aðalliðinu en þetta er barátta og það verður bara að taka því. Ég hef verið í 15 manna hópnum en ekki komist á bekkinn enn. Ég er þó bjartsýnn á að úr rætist á næstunni þar sem liöinu hefur ekki gengið vel að undanförnu," sagði Sigurður Jóns- son. Sigurður er samningsbundinn hjá Sheffield Wednesday fram í júni 1988. Hann sagði að ef hann færi ekki að fá tækifæri með liðinu hefði hann hug á að breyta tii. Sig- uröur varð fyrir því óhappi að slasa sig á öxl á undirbúningstímabilinu og gat hann þá ekki æft í 2 vikur. „Þessi meiðsli há mér ekki lengur og er ég nú í mjög góðri æfingu. Howard Wilkinson sagði við mig um síðustu helgi að hann teldi mig tilbúinn í slaginn eftir eina til tvær vikur. Ég vona að ég fá tækifæri nú um helgina gegn Newcastle þar sem liðið átti mjög lélegan leik gegn Arsenal á þriðjudagskvöld." - Hvernig líst þór á ensku deildarkeppnina það sem af er? „Þetta er nú bara rótt að byrja og erfitt aö tjá sig um það. Staðan í deildinni á eftir að breytast mikið á næstu vikum. Það er öruggt að Wimbledon, sem nú er í efsta sæti, verður ekki þar í lok keppn- istímabilsins. Það er næsta víst að Manchester United og Aston Villa verða ekki lengi í neðstu sæt- unum, ég hef trú á að þessi lið eigi eftir að vera í toppbaráttunni í vetur. Wednesdayliðið er allt of gott til að vera neðar en í 10. sæti þegar upp verður staðið í vor." - Nú hefur þú verið valinn í landsliðshópinn gegn Frökkum f næstu viku. Hvernig leggst leikur- inn í þig? „Bara mjög vel. Það er alltaf gaman að koma heim og leika með landsliöinu. Viö getum unnið þá á heimavelli svo fremi sem við trúum því að við getum það. Það hefur komið í Ijós aö þegar við spilum heima á Islandi hafa þessi sterku landslið átt í miklu basli með okk- ur, við eigum raunhæfa möguleika á að vinna Frakka." Sigurður kemur heim á sunnu- daginn til að leika gegn Frökkum á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.