Morgunblaðið - 04.09.1986, Síða 68
ttgtiiifrlafrlfe
SEGÐU
RMARHÓLL
ÞEGAR
ÞU FERÐ ÚT AÐ BORÐA
----—SÍMI18833-----
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
• •
Osku-
spreng-
ingar
FULLVlST er talið að ösku-
sprengingar hafi átt sér stað í
Heklu síðari hluta aðfaranætur
þriðjudagsins, samkvæmt þvi
sem Haukur Jóhannesson jarð-
fræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun upplýsti biaðamann
Morgunblaðsins í gærkveldi.
„Eg hafði samband við nokkra
bæi í Gnúpveijahreppi, og fékk þær
upplýsingar að svartur vikur hefði
fallið í Skriðufelli," sagði Haukur.
Hann sagðist hafa fengið sömu
upplýsingar frá Búrfelli, en þar
hefðu menn á þriðjudagsmorgun
fundið svartan vikur, m.a. á bílum
sínum.
' Haukur sagði að Hekla væri
greinilega að skjóta úr sér ein-
hveijum eftirhreytum, og kvaðst
hann ekki telja að þessar ösku-
sprengingar væru fyrirboði ein-
hvers annars og meira. Haukur
sagði reyndar að svona öskuspreng-
ingar væru ekkert óvenjulegar -
síðast hefðu þær verið í Heklu sl.
vor, og reyndar alltaf öðru hvoru
frá síðasta Heklugosi.
Prófkjör
18. október
STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík ákvað á
fundi sínum í gærkveldi að
leggja til við fund fulltrúaráðsins
þann 11. september að prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
vegna komandi alþingiskosninga
fari fram í Reykjavík, þann 18.
október næstkomandi. Stjórnin
gerir það að tillögu sinni að að
rétt til þátttöku í prófkjörinu
hafi einungis flokksbundnir
gsjálfstæðismenn.
Sveinn Skúlason formaður
stjórnar fulltrúaráðsins sagði í gær-
kveldi að endanleg ákvörðun um
prófkjör væri í höndum fulltrúa-
ráðsfundarins. Stjórnin legði til að
prófkjörið yrði opið flokksbundnum
sjálfstæðismönnum, farið yrði að
reglum þeim sem í gildi væru í Sjálf-
stæðisflokknum um prófkjör,
þannig að númerað yrði í sæti og
merkt við fæst 8 sæti en flest 12.
Það væri sama fyrirkomulag og í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir
síðustu borgarstjómarkosningar.
Morgunblaðið/Þorkell
Fjórðungur þjóðarinnar að setfast á skólabekk
SKÓLASTARFIÐ er nú að hefjast um land allt
og mæta grunnskólanemendur í fyrsta sinn í
skólann í dag. í vetur verða um 60 þúsund nem-
endur í grunnskólum og framhaldsskólum á
landinu öllu, eða rúmur fjórðungur þjóðarinnar.
Kennsla er hafin í framhaldsskólunum og
nemendur farnir að kaupa skólabækurnar.
Kostnaður við bókakaup framhaldsskólanem-
anna er að sögn þeirra frá fjórum upp í tíu
þúsund krónur, en einnig er hægt að fá notaðar
bækur á svokölluðum skiptimörkuðum.
Áætlanir Pósts og síma:
Nýjarðstöð
byggð innan
2—3 ára
Á NÆSTU vikum fær samgöngu-
ráðherra í hendur áætlanir Póst-
og simamálastofnunarinnar um
byggingu nýrrar jarðstöðvar,
sem stofnunin telur heppilegt að
hafist verði handa um að byggja
innan 2-3 ára. Fallist ráðherra á
áætlanir Pósts og síma verða
útboðslýsingar sendar út í haust,
að sögn Ólafs Tómassonar, póst-
og símamálastjóra.
Það sem fyrir stofnuninni vakir
er að reisa jarðstöð í sambandi við
stafræna Evrópukerfið sem notast
við Eutelsat-gervihnettina. „Það
gæti orðið talsverður ávinningur
fyrir okkur íslendinga að fara inn
í það kerfi, sem gæfi varaleið út
úr landinu og svo ætti kostnaður
okkar af símaþjónustu smám saman
að minnka," sagði Ólafur.
Hann sagði að sæsímastrengimir
væru orðnir of litlir til að nýtast
eins og þörf væri á enda yrðu þeir
teknir úr notkun um leið og ný jarð-
stöð kæmist í gagnið. „Það er að
vísu til varastöð í stað Skyggnis,
sú sem reist var til að taka á móti
sjónvarpsefni fyrir herinn á
Keflavíkurflugvelli, en hún er á
sama stað og Skyggnir og það er
ekki hið heppilegasta,“ sagði Ólaf-
ur.
Ólafur vildi ekki nefna tölur um
kostnað við byggingu nýrrar jarð-
stöðvar en sagði að það væri dýrt
fyrirtæki - kostnaður myndi skipta
hundruðum milljóna.
Rækjusala til Noregs:
Ótmnin rækja seld á
rúmar 120 krónur kílóið
tsafirði.
RÆKJUTOGARINN Hafþór
landaði á þriðjudag og miðviku-
dag 120 lestum af rækju, sem
hann fékk í tveggja vikna túr
fyrir Austurlandi. Rækjan er
mjög smá, en þó fást rúmar 120
krónur fyrir kílóið, en hún er
seld óunnin til Noregs. Heildar-
verð sem rækjuverksmiðjur á
íslandi greiða fyrir rækjuna er
53 krónur, svo þarna er um mik-
inn mun að ræða. Hásetahlutur
úr sjóferðinni er um 200 þúsund
krónur, en hefði verið vel innan
við 100 þúsund ef selt hefði ver-
ið til rækjuverksmiðjanna á
ísafirði.
Sjómenn fagna að vonum þessari
miklu kjarabót, en mikil vandamál
geta skapast hér á ísafirði og víðar
á landinu ef slíkur útflutningur á
Deilan um gjaldskrá tannlækna:
Heilbrig'ðisráðherra aflétti
endurgreiðslubanni í gær
RAGNHILDUR HELGADÓTTIR heilbrigðisráðherra ákvað í gær að
aflétta því endurgreiðslubanni sem verið hefur í gUdi hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, vegna endurgreiðslu reikninga frá tannlæknum sem
gjaldlagt hafa þjónustu sína samkvæmt eigin gjaldskrá, en ekki sam-
kvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðuneytisins. Segist ráðherra telja að
^fcessi ákvörðun eigi eftir að liðka til I deilum Tryggingastofnunar
og tannlækna, hvað varðar gjaldskrá tannlækna. Birgir J. Jóhanns-
son formaður Tannlæknafélags íslands segir málið enn vera í hnút.
Heilbrigðisráðherra sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkveldi
að þessi ákvörðun hennar hefði
verið tekin, til þess að þeir sem síst
skyldi, yrðu ekki fyrir barðinu á
þessari deilu - þ.e. viðskiptavinir
tannlæknanna, sem beðið hafa með
reikningana í höndunum, og ekki
fengið þá endurgreidda, vegna end-
urgreiðslubannsins. Endurgreiðslur
þær sem nú eru reiddar af hendi í
Tryggingastofnun, miðast við gjald-
skrá ráðuneytisins. Segir ráðherra
að hafi sjúklingur þurft að greiða
fyrir þjónustu tannlæknis sam-
kvæmt gjaldskrá tannlækna, sé það
mál á milli sjúklingsins og’viðkom-
andi tannlæknis, en ekki mál
ráðuneytisins eða Tryggingastofn-
unar.
Ráðherra sagðist fagna því að
stöðugt fleiri tannlæknar bættust
nú í þann hóp, sem skilaði reikning-
um samkvæmt gjaldskrá ráðuneyt-
isins, en þeir væru núna 38 af 130
starfandi tannlæknum í Reykjavík.
Kvað ráðherra það sérstakt gleði-
eftii að flestir þessara manna væru
úr hópi ýngri tannlækna.
Heilbrigðisráðherra sagðist einn-
ig telja að það myndi auðvelda
samkomulag í þessari deilu að hún
hefði í fyrradag ákveðið að allir
sérfræðingar sem fengu áður greitt
frá Tryggingastofnun, samkvæmt
sérfræðingstaxta, fengju nú greitt
samkvæmt sérfræðingsákvæðinu í
gjaldskrá ráðuneytisins.
óunninni rækju eykst að mun. Tals-
menn rækjuverksmiðjanna á
ísafirði fullyrða að útilokað sé að
þeir geti keypt rækjuna á sambæri-
legu verði og telja fullvíst að þama
komi til miklar niðurgreiðslur af
hendi norskra stjómvalda.
Mjög góð rækjuveiði hefur verið
undanfarið og stöðugt fjölgar þeim
skipum sem héðan eru gerð út á
rækjuveiðar, en nú fer að styttast
i þann tíma að einungis stærri skip-
in geti stundað þessar veiðar, sem
fara að jafnaði fram mjög langt frá
landi.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sem sæti á í Verðlagsráði sjáv-
arútvegsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að nýtt rækjuverð
kæmi til ákvörðunar frá 1. október.
Þá yrði væntanlega endurmat á
rækjuverði með hliðsjón af gjör-
breyttum markaðsaðstæðum. „Því
er ekki að leyna að þessi verðþróun
hefur haft þau áhrif að rækja er
stórlega yfirborguð frá því verði
sem við ákváðum,“ sagði Kristján.
„Það er algilt orðið, að rækja, sem
var verðákveðin í sex flokkum, með
mjög miklum verðmun, er nú öll
borguð í hæsta verðflokki með
álagi.“
- Úlfar.