Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Eldvarnarvika í Reykjavík: Níu ára bruna- verðir að starfi Fundur sjávarútvegsráðherra Islands og Noregs: Samkomulag um sameig- inlegar hvalarannsóknir Sjávarútvegsráðherrar ís- lands og- Noregs eru sammála um að nauðsynlegt sé að auka norræna samvinnu um hvala- rannsóknir. Frá árinu 1987 áforma Island og Noregur að vinna að sameiginlegum rann- sóknarefnum sem miði að því að leggja mat á stærðir hvaiastofna í Norður-Atlantshafi. Einkum var rætt um samvinnu við taln- ingu á hinum ýmsu hvalastofnum með notkun skipa og flugvéla. Einnig voru ráðherrarnir sam- mála um að stefna bæri að víðtækari norrænni samvinnu um þessi mál. Þetta er meginniðurstaða í við- ræðum milli Halldórs Ásgrímssonar og Bjame Mörk Eidem sjávarút- vegsráðherra Noregs sem fram fóru í Reykjavík og á Þingvöllum meðan á heimsókn Bjarne Mörk Eidem til íslands stóð, dagana 17.-20. sept- ember. Ráðherramir voru einnig sam- mála um að þörf væri á aukinni norrænni samvinnu um ýmis máj er varða nýtingu hvalastofnana. I tengslum við fundi hjá samstarfs- nefnd Norðurlandanna um fisk- veiðimál ætti að ræða hvalveiðimál- in sérstaklega. í athugun er að efna til sérstakrar norrænnar ráðstefnu til að ræða reynslu síðustu ára í sel- og hvalveiðimálum í Norður- Atlantshafi. Meðal annarra mála sem rædd voru í viðræðum sjávarútvegsráð- herranna var nauðsyn þess að ná samkomulagi um framtíðarskipt- ingu loðnukvótans sem einnig varðar Grænland. Einnig var rætt um norsk-ís- Ienska síldarstofninn. Þá var rætt um reynslu landanna af mismun- andi stjóm fiskveiða, þ. á m. fjárhagsstöðu sjávarútvegs og ríkis- styrki til sjávarútvegsins. Norski ráðherrann heldur heim- leiðis í dag. NÍU ára brunaverðir flykkjast næstu daga inn á mörg heimili í Reykjavík. Munu verðir þessir kanna brunavarnir á heimilum sínum. Brunaverðir þessir eru sendiherr- ar Slökkviliðsins í Reykjavík, sem nú kennir níu ára börnum í Reykjavík ýmislegt um brunavamir og hvemig eigi að bregðast við ef eldur kemur upp. Karló Olsen, varðstjóri hjá slökkviliðinu, sagði að eldvamarvika hefði hafíst hjá þeim á miðvikudag í síðustu viku og stæði til föstudagsins 26. sept- ember. Em níu ára böm í grunn- skóium Reykjavíkur sótt í skólana í strætisvagni og þau frædd hjá slökkviliðinu. Þar fá þau einnig bækling um brunavamir, þar sem m.a. er lýst nauðsyn þess að á hvetju heimili séu reykskynjarar og slökkvitæki. Þá fá bömin spum- ingalista sem þau fylla út heima hjá sér og senda síðan til slökkvi- liðsins. Verður þeim síðan send viðurkenning fyrir góð störf sem brunaverðir heimilanna. Það em ekki einungis bömin sem geta fengið nasasjón af störfum slökkviliðsins, því öllum gefst kost- ur á að líta við á slökkvistöðinni Rás 2: Að sögn Markúsar er reiknað með að tekjur fyrir leiknar og lesn- ar auglýsingar greiði niður kostnað við lengingu dagskrár rásar 2. Hann sagði að ekki væri gert ráð fyrir aukakostnaði vegna breyt- við Öskjuhlíð frá og með deginum í dag. Verður opið hús milli kl. 15.30 til 19.30 alla daga fram að helgi. Einnig ætlar slökkviliðið að aka um Reykjavík í dag og hefst sú för kl. 14. Verður ekið um Breið- holt og Árbæ og þaðan aftur niður í bæ eftir Laugavegi. Nafn kon- unnar í Hátúni KONAN sem fannst látin í íbúð sinni í Hátúni 12 hét Kristín Halldórsdóttir og var 31 árs göm- ul. Eins og fram hefur komið í frétt- um fannst konan látin í íbúð sinni fyrir viku síðan og var hún með áverka á höfði. Rannsókn leiddi til þess að maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn þar sem hann er gmnaður um að hafa valdið dauða hennar. inga á útsendingartíma sjónvarps. Með breytingunni hefst dagskráin fyrr en strangt aðhald verður með að henni ljúki á bilinu frá kl. 22:00 til 23:00. Lenging dagskrár kostar 150 þús. „ÞAÐ ER reiknað með að Ienging dagskrár rásar 2 kosti um tvo tíma kosti um 150 þúsund krónur á mánuði,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri þegar hann var spurður um kostnað við breytingar á dagskrá útvarps og sjónvarps. Morgunblaðið/Gunnlaugur Sjávarútvegsráðherra íslands og Noregs heimsóttu Vestmannaeyjar og skoðuðu þar m.a. Vinnslustöðina undir leiðsögn forstjórans, Stefáns Runólfssonar. „Verðum að kenna börnunum að segja „nei“ þegar þeim er boðið vímuefni“ Samtökin „Vímulaus æska“ formlega stofnuð: - segir Leif Birgander, formaður samtaka foreldra á Norðurlöndum gegn vímuefnum FORELDRASAMTÖKIN „Vímulaus æska“ voru formlega stofnuð í gær í Háskólabíói. Milli 8 og 9 þúsund manns hafa látið skrá sig í samtökin og búist var við enn fleiri félögum eftir fundinn í gær. Viðstaddur stofnfundinn var Leif Birgander, formaður sam- taka foreldra á Norðurlöndum gegn vímuefnum, sem stofnuð voru árið 1982 og hefur foreldrafélaginu hér á landi verið boðin þátttaka í þeim samtökum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Birgander fyrir fundinn í gær og einnig Boga Arnar Finn- bogason, formann undirbúningsnefndar samtakanna hér. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bogi Arnar Finnbogason, formaður undirbúningsnefndar samtak- anna „Vímulaus æska“, sem formlega voru stofnuð í Háskólabíói í gær, og Leif Birgander, formaður samtaka foreldra á Norður- löndum treen vímuefnum. Þeir sögðu að mikil gróska væri í félagsstarfinu á Norður- löndunum. Um 25.000 félagar væru í samtökum foreldra á Norð- urlöndum gegn vímuefnum og nú bættust a.m.k. 9.000 manns við frá íslandi. Nýlega var skrifuð áskorun til allra forsætisráðherra Norðurlandanna um að hafa nán- ara samstarf varðandi þetta vegna sífellt aukinna ferðalaga unga fólksins. Samtökin telja nauðsynlegt að ríkisstjómir Norð- uriandanna taki sámeiginlGga afstöðu til þessara mála. „Miðað við viðbrögð yfírvalda og foreldra við þessum nýju samtökum á ís- landi getur framhaldið orðið enn stærra í sniðum en við þorðum að vona í byijun," sagði Bogi Amar. Á fyrsta kynningarfundin- um, sem haldinn var 8. mars sl. þar sem mættu milli 700 og 800 manns, var algjör samhugur um að haldið skyldi starfínu áfram. Bogi Amar sagði að næsta skref yrði að opna upplýsingaskrifstofu, þar sem bæði böm og foreldrar gætu leitað til og einnig þyrfti að vera þar aðstaða fyrir funda- höld. „Gífúrícgur áhugi virðist vera um þetta og hafa stofnfélag- ar lagt á sig ómældar vinnustund- ir í sjálfboðavinnu." Þá munu samtökin halda helgarráðstefnu 4. og 5. október nk. Leif Birgander er sálfræðingur Og vinnur sem fjölskylduráðgjafi í Stokkhólmi. „Ég hef starfað við þetta daglega í 17 ár - að hjálpa baíði foreldrum og bömum, sem leiðst hafa út á þessa hættulegu braut. Ég hef þá reynslu að vinir mínir hafa dáið af völdum vímu- efnaneyslu og skólafélagamir sumir framið sjálfsmorð vegna neyslunnar og það hefur sérstak- lega ýtt undir mig í starfi. Á Norðurlöndunum óttast menn nú helst hið svokallaða „crack", sem er eitt hættulegasta og jafnframt ódýrasta vímuefnið sem nú er á markaði. Það 'nefur þó ekki enn borist til Norðurlanda, en er selt fyrir smápeninga í Suður- Ameríku og Bandaríkjunum." Birgander starfar einnig fyrir sænska ríkið við að hjálpa sveitar- félögum við að byggja upp meðferðarheimili fyrir foreldra og böm. „Reynslan hefur kennt okk- ur að ekki sé nóg að taka aðeins vímuefnasjúklinginn til meðferðar - fjölskyldan verður öll að fara í meðferð. Auðvitað vilja allir for- eldrar að vel gangi hjá bömum sínum, en það er ekki nóg að kasta þeim til sérfræðinga og vona að þau komi alheilbrigð til baka. Fjölskyldan verður að leggj- ast a eitt um að taka sameiginlega á vandamálinu, en það kostar líka sameiningu flölskyldunnar allrar. Við verðum að kenna bömunum okkar að segja „nei“ þegar þeim er boðið áfengi eða önnur vímu- efni. Pullorðið fólk verður að þora að vera fullorðið í umgengni við böm sín og fyrst og fremst að vera bömunum fyrirmynd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.