Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986
65
IÞROTTIR UNGLINGA
Bjarkirnar í Hafnarfirði heimsóttar:
Nýkomnar úr
æfingaferð til
Þýskalands
- æfðu 6 tíma á dag við bestu aðstæður
Æfa 25 klukku-
stundir á viku
Núna þegar heim er komið tekur
ekkert letilíf við því Bjarkirnar aefa
25 tima á viku og sá tími kemur
sennilega til að lengjast enn meira.
Um 230 krakkar, aðallega stelpur,
®efa nú með Björkunum en sökum
Plássleysis er ekki hægt að veita
fleirum inngöngu og eru margir á
biðlista. Það er því efst á óskalista
Bjarkanna að komast í eigið
'þróttahús.
Hinar miklu æfingar sem stelp-
ernar í Björk leggja á sig eru ekkert
einsdæmi í fimleikum því ætli mað-
Ur sér að ná langt í þeirri grein
Þarf gífurlegar æfingar. í vetur er
kinverskur þjálfari aðalþjálfari
Bjarkanna 3. árið í röð. Það þarf
Því engan að undra að árangur
Bjarkanna á fimleikasviðinu hefur
verið góður. í fyrra urðu þær bikar-
meistarar A-hópa og áttu stiga-
Þ*sta einstaklinginn á því móti
Lindu Pétursdóttur.
Blaðamaður leit inn á æfingu
Þjé A-, B- og C-flokkum Bjarkanna
nuna fyrir stuttu og tók nokkrar
stelpur tali.
Morgunblaðiö/VIP
• A-liðsstelpan Hrönn Hilmars-
dóttir fetar hér jafnvægisstigu af
miklu öryggi og glæsileik — Á
myndinni hér að neðan er verið
að teygja enda er það mjög mikil-
vægt í fimleikum.
• Það þarf einbeitingu til að gera ýmsar kúnstir sem liðugum stelp-
um finnst gaman að gera. Það er ekki annað að sjá en Steinunn
Ketilsdóttir og Ragnheiður Þ. Ragnarsdóttir hafi nóg af henni, og
brosa bara á meðan.
Fimleikastelpurnar í Björk í Hafn-
arfirði ætla sér greinilega að gera
9óða hluti í fimleikabaráttu vetr-
arins því þrír af flokkum félagsins
eru nýkomnir úr æfingabúðum í
Þýskalandi.
í Þýskalandi æfðu stelpurnar í 6
klukkustundir á dag 13 daga ferð-
arinnar. Það má nærri geta að
stelpunum þótti mikið til koma að
Þafa heila fimleikahöll út af fyrir
si9 í stað þess.að þurfa að æfa
langt fram á kvöld eins og venjan
er hérna heima. Erfiðið við rækju
°9 harðfisksölu til að safna pening-
uni fyrir ferðina gleymdust þegar
Þægt var að fara flikk flakk og
heljarstökk við bestu aðstæður.
Allar voru stelpurnar sammála um
að framfarir í ferðinni hefðu verið
miklar og gaman væri að sjá hvern-
'9 þetta kæmi til með að skila sér
1 vetur.
Gryfja full af svampi
- þótti C-liðs-stelpum Bjarkar merkilegt og gagnlegt fyrirbæri
ARNFRÍÐUR Arnadóttir, Guð-
björg Alda Þorvaldsdóttir, Helga
Björk Hauksdóttir, Svanhildur
í
Vigfúsdóttir, Ragnheiður Þórdís
Ragnarsdóttir, Erla Þorleifsdóttir,
Kristrún Gunnarsdóttir og Stein-
• Þær ulla nú bara á svona létta
æfingu, en hún er samt þræl-
skemmtileg. Það finnst þeim
Steinunni og Ragnheiði að
minnsta kosti.
Það kom blaðamanni ekki á óvart
að Guðrún Bjarnadóttir sagði að
sér gengi best í stökkum í fim-
leikaiðkun sinni og hefði mest
gaman af þeim því stökkkraftur
hennar er mjög mikill og stíllinn
glæsilegur. Þegar hún var komin
á stað uppí loftið leið langur tími
þangað til hún kom niður aftur.
í fyrra gekk Guðrúnu vel í fim-
unn Ketilsdóttir skipa C-lið
Bjarkanna og voru þær í óða önn
að fremja ólíklegustu kúnstir á
jafnvægisslá þegar blaðamaður
gerðist svo djarfur að trufla þær
til að segja við sig nokkur orð.
Fyrst barst talið náttúrlega að
hinni vel heppnuðu keppnisferð til
Þýskalands sem var ofarlega í
leikamótum, hún vann brons í
samanlögðu á innanfélagsmóti og
síðan varð B-lið Bjarkanna í 2.
sæti á Bikarmótinu. Guðrún var
eitt sumar í frjálsum íþróttum en
nú einbeitir hún sér að fimleikun-
um og æfir alia daga nema
sunnudaga. Með þessum æfing-
um vonast hún til að geta blandað
sér verulega í fimleikabaráttu vetr-
arins.
huga stelpnanna. „Þetta var frá-
bært. Þarna var gryfja sem er
alveg eins og sundlaug full af
svampi þannig að það var miklu
auðveidara að æfa allskonar stökk,
t.d. dýnustökk.
Þessi ferð var fyrsta æfingaferð
allra stelpnanna í C-liðinu og ýmis-
legt annað en fimleikar var þeim
líka eftirminnilegt eins og t.d. dýra-
garðsferðin. En að sjálfsögðu
snérist þessi hálfsmánaða ferð
fyrst og fremst um fimleika. „Við
vöknuðum klukkan 7 og fórum út
að hlaupa. Eftir morgunmatinn
klukkan 8 fórum við með strætó
uppi höllina sem er bara fyrir fim-
leika og æfðum þar til 12. Klukkan
13.30 var síðan aftur æfing og var
hún til 16.00. Einn dag tókum við
frí og fórum í búðir," sögðu þær.
í fyrravetur urðu þessar stelpur
í 4. sæti á unglingameistaramótinu
og sögðust þær ákveðnar i að
reyna að bæta þennan árangur í
vetur, „í fyrra vorum við yngstar
og núna höfum við lært miklu
meira," bættu þær við.
Guðrún Bjarnadóttir:
Gekk vel í fyrra
,