Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986
f
hcfði eitthvert kjördæmi fengið einn
viðbótarþingmann.
Pólitískur vetur
— kosningavor
Þess er þegar tekið að gæta að
kosningar ei-u frumundan. Flokk-
arnir boða prófkjör í gríð og erg
og þingmenn og þingmannsefni,
sem haft hafa hægt um sig mánuð-
um (og árum) saman sumir hverjir,
geysast nú fram í fjölmiðlum, fullir
ekimóðs og áhuga á fjöldans hags-
munum og velferð. Allt er þetta
engu að síður af hinu góða og vott-
ur þess, að valdhafar verða að
sækja umboð sitt til almennings og
sæta niðurstöðum fjöldans í fijáls-
um, leynilegum kosningum.
Þjóðfélag lýðræðis- og þingræðis
hefur sína annmarka, sem rangt
er að loka augum fyrir. Það felur
engu að síður í sér þann höfuðkost
að geta þróazt friðsamlega til hins
betra í krafti meirihlutaáhrifa í
fijálsum og leynilegum kosningum.
Borgaralegt þjóðfélag ber, þrátt
fynr allt, af öðrum þjóðfélagsgerð-
um.
Það eru í raun sérréttindi að búa
við slíkt þjóðskipulag, ekki sízt þeg-
ar þess er gætt, að minnihluti þjóða
og mannkyns nýtur lýðræðis og
mannréttinda — í vestrænum skiln-
ingi þeirra orða. Þjóðir, sem lúta
alræði eins flokks og/eða herræði,
líta til lýðræðis Vesturlanda sem
mikilvægs áfanga á vegferðinni til
fullkomnara samfélags manna.
Hinsvegar má búast við því að
þingflokkar hugi meir að áróðurs-
efnum í málflutningi og uppákom-
um á því kosningaþingi sem fer í
hönd en á dæmigerðum vinnuþing-
um, eins og þau gerast bezt á fyrri
hluta kjörtímabila, t.d. í kjölfar
stjómarmyndunar. Hætt er og við
að þeir verði tregari til að taka af
festu á vandamálum, sem ekki eiga
„vinsælar" lausnir, rétt fyrir kosn-
ingar. Þetta kann, því miður, að
segja til í þingstöi-fum á komandi
vetri. Þessvegna mætti kjósa fyrr
en síðar.
Fólkið á leikinn
Margur maðurinn bjóst við
haustkosningum. í fyrsta lagi
vegna þess að það er hagstætt fyr-
ir stjómarflokka að kosið sé í
góðæri, eins og nú er. í annan stað
vegna þess að hyggilegt var, að
ýmisa dómi, að hafa kosningar og
stjórnarmyndun að baki þegar ný
samningalota stendur sem hæst á
vinnumarkaðinum eftir fáeina mán-
uði. Líkur standa hinsvegar til þess
að kosningar fari ekki fram fyrr
en með hækkandi sól að vori. Von-
andi ræður góðærið þá enn ríkjum.
Hinn almenni þegn, sem skipar
endanlega í sæti Alþingis, á nú leik-
inn. Fyrst í prófkosningum fram-
boðsaðila, síðan í þingkosningum.
Hvorttveggja er æskilegt og raunar
nauðsynlegt, að endurnýja þinglið
hæfilega — og halda jafnframt til
haga þeirri þekkingu og starfs-
reynslu sem eldri þingmenn búa
yfir.
Gera má ráð fyrir að ungt fólk,
sem nú hefur kosningarétt og kjör-
gengi frá 18 ára aldri, geri rétt-
mæta kröfu til þess, að framboðs-
flokkar taki tillit til framvindunnar
að þessu leyti. Konur eru og í vax-
andi sókn á vettvangi stjórnmála-
flokkanna. Framboð verða að höfða
jafnt til kvenna og karla. Það er
staðreynd sem raðendur framboðs-
lista, þátttakendur í prófkjöri, verða
að taka tillit til. Og ekki síður hins,
að hið endanlega framboð verður
að hafa aðdráttarafl fyrir allar
starfsstéttir þjóðfélagsins.
Endanlega ræður meirihlutinn í
flokkunum ferð í röðun á framboðs-
lista, þegar prófkjör er viðhaft. Þar
hafa hinir óbreyttu meðlimir stjóm-
málaflokkanna valdið. Þeir eiga
leikinn í prófkosningum hausts og
vetrar og enn að vori þegar vilji
þeirra verður talinn upp úr kjör-
kössunum.
Til sölu er þessi glæsilegi Mercedes Benz 350
SEL árg. 1976, sjálfskiptur með vökvastýri, centr-
allæsingum, rafmagnsloftlúgu, nýjum dekkjum
o.s.frv. Allur nýyfirfarinn. Bíll í toppstandi. Litur:
Blásanseraður, ekinn 140.000 km. Fæst í skiptum
fyrir ódýrari bíl eða gegn fasteignatryggðu skulda-
bréfi. Verð: 550.000 kr.
Upplýsingar í síma 23739.
F
47
L\
Ballettskóli
Eddu^
Scheving
Skúlatúni 4
SIÐUSTU INNRITUNARDAGAR
Kennsla hefst í byrjun október. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi
fyrir aila aldurshópa frá 5 ára.
Innritun og upplýsingar í síma 38360 kl. 12— 15 og 20—21.
Afhending skírteina fimmtudaginn 2. október kl. 15— 19.
Félag íslenskra listdansara
Danskennarasamband íslands
Faðu frost-
þolið á
hreint
hjáESSO!
Mætum frosti með ESSO
þjónustu og ESSO frostlegil
Jafnvel þótt þú gerir ekkert annaö fyrir bílínn þinn skaltu ganga úr skugga um frostþoi
vélarinnar. Þaö er öryggisatriði sem gæti reynst dýrt aö gleyma.
Renndu viö á næstu bensín- eöa smurstöð ESSO og fáðu málið á hreint.
Okkar menn mæla frostþoliö fyrir þig og bæta ESSO frostlegi á kælikerfiö ef með þarf.
Rétt blandaður ESSO frostlögur veitir fullkomna vernd gegn frosti. Einnig ryði og tæringu allra
málma sem notaðir eru í kælikerfum bensín- og dísilvéla.
ESSO FROSTLÖGUR - MARGFÚLD VERND!
Olíufélagið hf
AUK hf. 15.150/SÍA