Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986
25
Einn björgunarbáta Titanic kom-
inn að Carpathia mörgnm klukk-
utímum eftir siysið.
ætla að vera með úrið sitt, sem
minnti mig á að mitt hékk hjá
skrifborðinu og ég setti það á
mig í skyndi. Eg tók gleraugun
mín og pyngjuna með smámynt-
inni, einnig hreinan vasaklút.
Svo fórum við fram og skildum
ljósin eftir á í káetunni, einnig
rafmagnsofninn svo það yrði
hlýtt þegar við kæmum til baka.
Við lokuðum hurðinni og héldum
út eftir löngum ganginum og
upp stigann.
Á næsta þilfari fundum við
Thayer-fjölskylduna sem virtist
vera að bíða eftir okkur og héld-
um af stað út á dekk þegar
þjónninn kallaði að allir ættu
að sækja sér björgunarvesti sem
væru í káetunum. Við snerum
við og ég minnist þess ekki að
við höfum hlaupið, en við flýtt-
um okkur að káetu okkar og
Elizabeth klifraði upp og sótti
tvö björgunarbelti sem voru efst
í fataskáp hennar. Við töluðum
um að það hlyti að vera alvara
á ferðum úr því fyrirmæli höfðu
verið gefin um björgunarvesti,
og við vorum mjög óttaslegnar
þótt við færum ekki hátt með
það.
Við héldum á ný upp stigann
með björgunarvestin í höndun-
um, og aftur hittum við Thayer-
fjölskylduna. Þögular lásum við
leiðbeiningamar „innanvert að
framan" og „innanvert að aft-
an“ og smeygðum okkur í
björgunarvestin, svo batt Eliza-
beth mitt vesti og ég hennar.
Við fórum í þau utan yfir þykk-
ar yfírhafnirnar. Eftir að við
höfðum sett á okkur beltin stakk
frú Thayer upp á því að við
færum að sækja frakka Jacks
svo við Elizabeth eltum þau að
fatageymslunni, og þegar frú
Thayer náði frakkanum tókum
við okkur öll hvert sína ábreið-
una, við vissum ekki hvers
vegna, en þær bara voru þama.
Eg man ekkert eftir því þegar
við fórum upp á bátadekk, en
ég man greinilega þegar ég var
fýrir utan æfíngasalinn stjóm-
borðsmegin að ég sá Ismay
(stjórnarformann White Star
Line-skipafélagsins sem átti
Titanic) koma út, og ég tók eft-
ir því að hann hafði klætt sig í
flýti því náttfötin hans stóðu
niður undan buxnaskálmunum.
Eftir að við sóttum ábreiðumar
fómm við að stiganum á A-
dekki, og þá komu fyrirmæli um
að konur og böm ættu að fara
á bátadekk og karlar út að
stjómborðssíðunni. Við Eliza-
beth tókumst í hendur til að
verða ekki aðskildar í mann-
þrönginni, og allir fóm upp á
dekk, við þétt á eftir frú Thayer
og þjónustustúlku hennar, og
upp mjóan jámstiga upp á
fremra bátadekkið hjá brúnni.
Þegar við komum upp stigann
var Smith skipstjóri þar,
áhyggjufullur á svip, og beið
þess að komast niður þegar við
væmm komnar upp. Skipið hall-
aðist þá mikið á bakborða.
Þegar við höliuðum okkur þama
upp að veggjunum á íbúðum
yfírmanna var verið að skjóta
rakettum fyrir ofan okkur, sem
var kvíðvænlegt þar sem okkur
var ljóst að ef loftskeytastöð
skipsins hefði verið notuð til að
senda út neyðarkall og flugeld-
um skotið á loft hlyti að vera
aivara á ferðum. Stuttu síðar
bámst fyrirmæli frá yfírþjónin-
um í matsal um að fara niður á
A-dekk, og þá varð frú Thayer
að orði: „Segið okkur hvert við
eigum að fara og við hlýðum.
Þið vomð að reka okkur hingað
upp og nú eigum við að fara til
„VARMO" SÖLUAÐILAR
BYKO BB JL BYGGINGAVÖRUR KB K.S. KHB K.ÞÓR K.S. JÁRN & SKIP
NÝBÝLAVEGI 6, KÓPAVOGI NETHYL 2. R HRINGBRAUT 120, R. BORGARNESI SAUDÁRKRÓKI EGIISSTÓÐUM HELLU KEFLAVlK (06 ÚTIBÚ GRINDAVlK)
BYKO K. AUÐUN5S0N JL BYGGINGAVÖRUR RÖRVERK KEA KASK K.Á. STOÐ
DALSHRAUNI 15, HAFNARFIRÐI GRENSÁSVEGI 8. R STÓRHÖFÐA, R. ÍSAFIRÐI AKUREYRI (OG ÚTIBÚI) HÖFN HORNAFIRÐI SELFOSSI porlákshöfn
BB VATNSVIRKINN MÁLNINGARÞJÓNUSTAN KF. HÚNV. KÞ KR G.Á.B.
SUÐURLANDS8RAUT 4, R. ARMÚLA 21, R. AKRANESI BLÓNDUÓSI HÚSAVlK HVOLSVELLI SELFOSSI
VARMO sðluaðilamir ráðleggja þér að lesa Varmo Lynningarbæklinginn áður en þú ákveflur snjóbræðslukerfia________(BækUngurinn Uggur frtmmi hji «aiMtiium)
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!
láttu VARMO snióbræðslukerfið létta þér lífið næsta vetur
3 - - ■— II.
B r L A S V N I IXI <3-
Á EGILSSTÖDUM
BfLASALAN ÁSINN
MÁNUDAG 22. SEPTEIVIBER
KL. 14rzOO — 20:00
TOYOTA