Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 21. SEPTEMBER 1986 BDMw .»4£iUe<jS| invA. \mmwjmitmsK’’ a w. . Þessi þverskurdarmynd af Titanic birtist í Illustrated London News tæpn viku eftir að skipið fórst. Hin myndin sýnir hvernig samtímalistamaður sá slysið. Hafði björgun hinna ríku forgang? Um þessar mundir kemur út í Bretlandi bókin The Titanic — Full Story of the Tragedy (Titanic — Öll harmsagan sögð) eftir Michael Davie, blaðamann hjá The Observer. Morgun- blaðið hefur fengið einkarétt á að birta kafla úr bókinni, sem þykir varpa nýju Ijósi á ýmsa þætti þessa mikila sjóslyss. í þeim kafla bókarinnar, sem hér birtist, er því velt fyrir sér hvort þannig hafi verið staðið að stjórn björgunar um borð í Titanic, að þeir sem voru á fyrsta farrými hafi verið fyrstir í björgunarbátana. Jafnan þegar stórslys eða náttúruhamfarir verða eru þao örlög þeirra ríku og frægu sem draga að sér mesta athygli og Titanic er ömurlegt dæmi um þessa auðsæju og algiídu staðreynd. Farþegar þriðja farrýmis sem drukkna eiga sér enga sögu frekar en fátæklingar í landi. Almúginn hefur lítinn áhuga á því að fylgjast með þvi hvað verður um annað almúgafólk; honum er það huggun harmi gegn þegar í ljós kemur að hending og glundroði geta valdið því að jafnvel forréttindafólkið getur fyrirvaralaust orðið hörmungunum að bráð. Forréttindin hafa sjaldan á síðari tímum verið jafn áberandi í sviðsljósinu og þau voru um borð í Titanic. Fljótlega eftir að fréttir af sjóslysinu tóku að berast birtu blöð og tímarit á borð við Illustrated London News þverskurðarmyndir af skipinu. Ekkert gat jafn umbúðalaust flett ofan af stéttaskiptingunni í vestrænni siðmenningu. Þarna á efsta þilfari, í glæstum og rúmgóðum káetum, bjuggu þeir ríku, „viðskiptajöfrarnir, prinsar viðskiptanna, þeir sem réðu heimsmörkuðunum“, eins og blaðamaðurinn sir Philip Gibbs komst að orði; næst fyrir neðan kom annað farrými með hóflegri aðbúnað fyrir farþegana; og svo neðst í skipinu var lágstéttafólkið, fjórir í hverjum klefa. Loks kom svo neðst, niðri undir kili, verkalýðurinn, í hita, hávaða og gufu, með skóflur og hjólbörur að kynda undir kötlunum og annast dælur, rafla og vélar. Þverskurðarmyndimar sýndu félagslegan ójöfnuð á hæsta stigi þar sem stéttunum var stillt upp í Iáréttar raðir, þeim ríku áberandi efst og þeim fátæku neðst. Myndimar vom hálfgerð afskræming á stéttaskiptingu þjóðfélagsins. Skömmu eftir slysið birti þáverandi viðskiptaráð (Board of Trade) Bretlands skrá yfir fjölda farþega, karla og kvenna, á hveiju farrými. Einnig kom þar fram hlutfall þeirra sem björguðust af hveiju farrými og úr áhöfn. Þær tölur vom sláandi og töluðu sínu máli. Alls björguðust 34% þeirra karla sem vom farþegar á fyrsta farrými, en 8% karlfarþega á öðm farrými og 12% karlfarþega á þriðja farrými. Þessar tölur sýndu óumdeilanlega að þeir riku, og þar er átt við þá sem ferðuðust á fyrsta farrými, hljóta að hafa verið látnir ganga fyrir. Dauði og hörmungar virtust gera sér mannamun þrátt fyrir allt. Systur lýsa því sem gerðist um borð Til að fá betri yfir-. sýn yfir þennan þátt slyssins hélt ég til Philadelphiu að heimsækja John B. Thayer, því afi hans, þá- verandi aðstoðarforstjóri Pennsyl- vania Railroad, fórst með Titanic, en amma hans og faðir komust lífs af. Meðal gagna sem hann sýndi mér voru yflrlýsing frá ömmunni og bréf frá föður hans (þar sem sagt var frá slysinu), og svo frá- sögn, sem var ef til vill athyglisverð- ust vegna þess hve hún var blátt áfram, opinská og ítarleg, og bar fyrirsögnina „Titanic — Saga okk- ar, eftir M.E.S. og E.M.E.“. Var þetta frásögn systranna Martha Eustis Stevenson og Elizabeth Eustis, sem voru nágrannar Thay- er-íjölskyldunnar í Haverford í Pennsylvania. Sagan, sem Martha hefur skráð, hefst með lýsingu á því hve mjög systumar njóti ferðarinnar. Sunnu- daginn örlagaríka — 14. apríl 1912 — höfðu þær verið að skrifa bréf um morguninn fyrir guðsþjónustu, tekið sér bók í hönd eftir hádegið, drukkið te úti á þilfari, farið í gönguferð á bátadekki, og snætt „frábæran kvöldverð með matseðli sem jafnframt var minjagripur". Að kvöldverði loknum hlýddu þær á „góða tónlist í móttökusalnum" og um kl. 9.30 um kvöldið fóru þær upp i setustofuna, „undur fallegan sal þar sem eldur logaði í ami“. Þar sem Martha hafði lokið við að lesa allar bækur sínar fékk hún lánaða bók Shackietons um Suður- skautið hjá bókaverðinum, og eyddi hálftíma í að skoða myndir af borg- arís og ísbreiðum. Aður en þær gengu til náða hafði hún orð á því við Elizabeth að aðeins væm tvær nætur eftir um borð og „hvomg okkar hefur fundið til óþæginda vegna sjóveiki". Mér datt í hug að vinur þeirra, John B. Thayer eldri, hefði talið þennan tíðindalitla dag í lífí þeirra táknrænan fyrir tilveru fólks úr hans stétt á ámnum fyrir Titanic þegar „líflð í heiminum gekk sinn vanagang ... Eftir á að hyggja," skrifaði Thayer mörgum ámm síðar, „flnnst mér að slysið hafí verið sá viðburður sem fékk heiminn ekki aðeins til að bregða blundi og nugga stímmar úr augunum, held- ur til að hrökkva upp.“ Sagan sem Martha segir af þessu örlagaríka atviki er svohljóðandi: Ég var í fasta svefni þegar ég hrökk upp um stundarfjórð- ungi fyrir miðnætti við skelfileg- an titring samfara skerandi hávaða sem stóð aðeins stutta stund (systumar vom meðal þeirra fáu sem tóku eftir árekstrinum). Við urðum báðar óttaslegnar, settumst upp og kveiktum ljósin. Dymar okkar vom lokaðar en við heyrðum brátt mannamál frammi á gangi, svo Elizabeth fór í slopp, inniskó og setti á sig húfu og hljóp fram. Mér var ískait, og skjálfandi af ótta og kulda settist ég upp ráðvillt. Þjónninn okkar kom til að loka kýrauganu, og ég spurði hann hvort fyrirmæli hefðu verið gef- in um að loka öllum kýraugum, en hann svaraði: „Nei, það er bara kalt, farið að sofa; þetta er allt í lagi.“ Áður en Elizabeth kom til baka ákvað ég að klæða mig því ég hafði séð einn herra- manninn í káetunni á móti taka skóna sína inn af ganginum. Þegar hún kom inn kvaðst hún hafa séð margt fólk frammi hálfklætt, ein konan hefði verið með hvíta hárfléttu niður eftir bakinu og Qaðrahatt; hún sagði einnig að einn karlfarþeganna hefði verið lokaður inni í káetu sinni og ekki getað opnað hurð- ina. Hann hefði verið áhyggju- fullur og kallað á hjálp, svo Wiliams ungi (þekktur leikmað- ur í tennis og vinur Thayers yngra) setti öxlina í hurðina svo hún hrökk af stöfum. Þjónninn brást illa við og hótaði að láta handtaka hann fyrir að skemma þetta fallega skip. Ég hafði nærri lokið við að hneppa skón- um og hún sagði: „Hvað, Martha, ertu að fara á fætur?“ og ég sagði að mér þætti örugg- ara að vera fullklædd og gæti háttað seinna ef allt væri í lagi. Þá ákvað hún að fara einnig á fætur. Við vorum ekkert að flýta okkur og klæddum okkur upp eins og fyrir • morgunverð, spenntum á okkur pæningabeltin með bréfum okkar, peningum og úttektarbréfum. Ég ákvað að leggja á mér hárið, og fór í fóðrað vesti og gamla vetraryfir- höfn af því það var kalt. Meðan Elizabeth var að greiða sér tók skipið skyndilega að hallast svo ég varð hrædd og bað hana að vera ekkert að vanda sig heldur koma fljótt. Ég var fullklædd og hún að hneppa að sér vestinu þegar Thayer (eldri) birtist í dyrunum, sem við höfðum opnað, og fagn- aði því að við værum komnar á fætur. Hann hélt ekki að hætta væri á ferðum, en við hefðum siglt á borgarís og mikið hefði hrunið af ís inn á þilfarið, svo hann hvatti okkur til að koma upp og sjá. Hann og kona hans ætluðu að hitta okkur þar. Ég fór í pelsinn minn utan yfir allt og Elizabeth sagðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.