Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Ný gerð um- f erðarhindrana Umferðarhindranir af nýrri gerð eru komnar á markað. Hér er um að ræða vegartálma til að bægja frá umferð vegna vegafram- kvæmda eða slysa. „Þetta er mjög merkileg nýj- ung,“ sagði Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði, á kynningarfundi vegna tálmanna. „Merkingum er oft ábótavant og vondar merkingar geta leitt til slysa.“ Tálmamir nýju voru hannaðir og smíðaðir á Trésmíðaverkstæði Benna og Skúla hf. í Hafnarfirði. Þeir eru úr tré, 100 sm á hæð og vegur hver eining aðeins 18 kíló. Einingin er 75 sm felld saman en hægt er að teygja hana í 6,5 m, auk þess sem tengja má saman fleiri einingar. Tálmamir em í skæmm litum og með áfostum endurskinsmerkjum. fram úti á landi þar sem tækin em fyrir hendi, en á stöðum eins og hér í Reykjavík og t.d. á Akureyri þyrfti að vera aðstaða til að taka á móti öllum erfiðari vandamálum. Ef eitthvað finnst við hina venju- legu skoðun úti á landi, þyrfti að vera aðstaða til að fá sjúkling hing- að til nánari skoðunar. Og við þyrftum þá að vera í stakk búnir að taka við þeim vandamálum. A þeim örfáu stöðum þar sem ef til vill ætti að hafa ómsjár, en þær em þó ekki enn fyrir hendi, þarf ekki endilega að kaupa dýmstu tækin, heldur kaupa tæki sem henta þeirri starfsemi sem fram á að fara. En við teljum vafasamt að nota óm- skoðanir við sjúkdómsgreiningu úti á landi, t.d. í efra kviðarholi, nema þar sem næg fagleg kunnátta og reynsla er til staðar." Sigurður bætir við: „Það má segja að ómskoðanir hafi ákveðna kosti. Fyrst er að nefna, að að- ferðin er sársaukalaus, rannsóknin sjálf er tiltölulega ódýr, ekki er vit- að til að neinn skaði sé af notkun þessara tækja. Tæknin er sveigjan- leg og auðvelt er að haga seglum eftir vindi, þ.e. s. rannsóknin mót- ast af því sem fyrir augu ber og af vandamálum sjúklingsins. Skoð- unin er óþægindalítil. Við ástungum með aðstoð ómsjár er hægt að fylgja nálinni við ástunguna eða sýnitöku eða þegar hleypa þarf út illum vess- um. I slíkum tilvikum hefur ómskoðun oft komið í stað skurðað- gerða, mjög auðvelt er að gera ástungur, og því oft hægt að koma í veg fyrir skurðaðgerðir. Ókostim- ir eru þeir að bein og loftfylltir þarmar skyggja stundum á það sem þarf að skoða. Erfitt er að staðla skoðunina og þjálfun þeirra sem við hana vinna er frumskilyrði þess að hún skili árangri." VJ Nýju vegartálmamir kynntir. Framleiðendurnir, Skúli Bjarnason og Beinteinn Sigurðsson, standa hjá. Á milli þeirra er Óli H. Þórðar- son frá Umferðarráði. Morgunblaðið/Emilía wKonur oft vanskodaðar og ofskoðaðar,“ segja þeir Reynir og Signrð- ur- Á ljósaveggnum má sjá myndir úr tækjunum. líffærum svo sem lifur, gallvegum, brisi og þvagvegum, er orðin mun nákvæmari með þessari tækni en með ýmsum eldri aðferðum. En þetta er ekki vandalaust. Almennt er viðurkennt að tæknin er mjög háð þeim sem beitir henni og til að geta lesið úr þeim upplýsingum sem tækið veitir, þarf í fyrsta lagi mjög góða þekkingu í líffærafræði °g einnig auðveldar góð þrívíddar- skynjun túlkunina, því sá sem skoðar þarf að tengja þær upplýs- mgar sem hann sér á skjánum þeim svæðum sem ómhausinn er yfir. Það þarf bæði skoðunartækni og myndrænt næmi til að ná góðum árangri, við höfum stundum líkt þessu við píanóleik, menn geta lært að spila eitthvað, en til að verða góður píanóleikari þarf bæði hæfi- leika og æfingu. Það er oft erfitt að komast að þessum líffærum, bein og önnur líffæri skyggja á það sem á að skoða. Öðru máli gegnir t.d. um tæki eins og tölvusneið- myndatækið, sú skoðun er ekki eins háð því hver vinnur við tækið, enda auðveldara að koma við staðlaðri skoðunartækni. — Er ástæða til að nota þessi tæki til sjúkdómsgreininga ef næg kunnátta til að nota þau er ekki fyrir hendi? Vafasamt að nota ómskoð- anir við sjúkdóms- greiningfu úti á landi Reynir Tómas verður fyrir svör- um. „Ég tel eðlilegt að allar venjuleg- ar ómskoðanir á meðgöngu fari Heimsmeistaramótið í útsláttarkeppni í brids: Tvær íslenskar sveitir ná frá- bærum árangri TVÆR íslenskar sveitir hafa staðið sig með afbrigðum vel á heims- meistaramótinu í útsláttarkeppni í brids, sem lýkur í dag, sunnudag, á Miami í Bandaríkjunum. Þetta er keppnin um Rosenbluhm-bikarinn, sem haldin er í tengslum við ólympíumótið í tvímenningi fjórða hvert ár. Rúmlega 170 sveitir taka þátt í keppninni um Rosenbluhm-bikarinn að þessu sinni, þar af tvær íslensk- ar, önnur undir forystu Arnar Amþórssonar (Guðlaugur R. Jó- hannsson, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson) og hin undir nafni Þórar- ins Sigþórssonar (Þorlákur Jónsson, Björn Eysteinsson, Guðmundur Her- mannsson). Reglur keppninnar Fyrirkomulag keppninnar er mjög flókið. Ásamt útsláttarforminu fer fram hliðarkeppni, sem þær sveitir sem slegnar eru út ganga inn í. í aðalkeppninni eru spilaðir 32ja spila leikir, en í hliðarkeppninni stuttir 7 spila leikir. Eftir 5 umferðir í aðal- keppninni standa sveitir ósigraðar. Þær þrjár sem detta út í 6. umferð, keppa, ásamt 5 efstu úr hliðarkeppn- inni á þeim tímapunkti um réttinn til að komast í ^ögurra liða úrslit ásamt þremur ósigruðu sveitunum úr aðalkeppninni. Þær fjórar sveitir keppa síðan til úrslita, fyrst undan- úrslit, en síðan er úrslitaleikur milli tveggja sveita um fyrsta og annað sætið. Sá leikur fer fram í dag. Sú sveit sem verður efst í hliðarkeppn- inni hlýtur síðan þriðja sætið á heimsmeistaramótinu. Þetta eru all flóknar reglur, en það er nauðsyn- legt að hafa þær í huga þegar árangur íslensku sveitanna er met- inn. Gengi íslands í fyrstu umferð lenti sveit Amar á móti kvennalandsliði Brasilíu og vann örugglega. Sveit Þórarins tap- aði hins vegar fyrir landsliði Taiwan, og fór þar með strax í hliðarkeppn- ina. í annarri umferð unnu Öm og félagar pólska sveit, sem í vom meðal annars tveir af sigurvegurum keppninnar árið 1978, Frenkiel og Wilkoz. í þriðju umferð mátti litlu muna að illa færi, sveit Amar vann sterka franska sveit með aðeins einu stigi. Næst urðu Þjóðveijar fyrir barðinu á íslendingunum, þar á meðal kunn- ir kappar eins og Hausler og Splettstösser, og í fímmtu umferð vann liðið síðan landslið Argentínu naumlega með tveimur punktum. Þar með var sveit Amar komin í 6 sveita úrslit ásamt fjórum af sterk- ustu liðum Bandaríkjanna og franska landsliðinu: það er stórkost- legur árangur, sem sýnir að ísland er farið að skipta máli í alþjóðabrids. En í sjöttu umferð kom að því að liðið biði lægri hlut. Sveitin tapaði stórt fyrir rótsterku bandarísku liði (Robinson, Silverman, Woolsey, Manfield). Næst á dagskrá var að keppa um réttinn til þátttöku í fjög- urra liða úrslitunum, ásamt hinum tveimur tapsveitunum og þeim fimm efstu í hliðarkeppninni. Þar tapaði íslenska sveitin aftur og varð því að Sveit Arnar Arnþórssonar, sem komst í 6 sveita úrslit á heimsmeist- aramótinu á Miami, er skipuð Jóni Baldurssyni, Sigurði Sverrissyni og Guðlaugi R. Jóhannssyni ásamt Erni. Á þessari mynd spila þeir Jón og Sigurður við Ásmund Pálsson og Karl Sigurhjartarson á móti innanlands. Guðlaugur R. Jóhannsson láta sér lynda að spila afganginn í hliðarmótinu. Þegar þetta er skrifað hefur þeim gengið vel þar, voru í 11. sæti. Sveit Þórarins fór illa af stað; tapaði líka fyrsta leiknum í hliðar- keppninni, en vann síðan hvern leikinn á fætur öðrum og er nú kom- in í 10. sæti. Báðar íslensku sveitim- ar eiga því góða möguleika á að skipa sér í gott sæti og með því að vinna hliðarkeppnina geta þær náð þriðja sætinu í heimsmeistarakeppn- inni um Rosenbluhm-bikarinn. Fólskuleg sagnharka Þórarinn og félagar unnu yfir- burðasigur á þekktri bandarískri sveit með þeim Jim Jacoby og Jim Stemberg innanborðs í hliðarkeppn- inni. Hér er spil úr leiknum, þar sem íslenska sveitin græddi vel á sagn- fólsku andstæðinganna. Suður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ K109 VK1074 ♦ KG864 ♦ 5 Norður ♦ 53 ♦ 82 ♦ 10752 ♦ DG962 Austur ♦ G872 ♦ DG ♦ D93 ♦ Á1087 Suður ♦ ÁD64 ♦ Á9653 ♦ Á ♦ K43 í opna salnum sátu Jacoby og Stemberg í N/S á móti Guðmundi Hermannssyni og Bimi Eysteinssyni í A/V: Vestur Norður Austur Suður BE JS GH JJ — — — 1 hjarta Pass lgrand Pass 2spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Stemberg í norður ætlaði sér að stela samningnum ódýrt af A/V og brá sér því í blöffíð með því að segja grand, sem er krafa samkvæmt þeirra kerfí. En hann var óheppinn að hitta á félaga sinn sterkan með spaðalit, og varð því að velja hjartalitinn á Öm Amþórsson þriðja sagnstiginu. En Jakoby taldi að hann hefði síst sagt of mikið á spilin sín með tveimur spöðum og lyfti því þremur hjörtum í fjögur. En þá var Bimi bónda nóg boðið og doblaði á góðan tromplit og á lyktina sem hann fann af sögnum. Bjöm spilaði út einspili sínu í laufí, Guðmundur drap drottningu blinds með ás og skipti yfír í tromp. Jakoby átti sér ekki viðreisnar von í úrspilinu og endaði fjóra niður, sem gaf A/V 700 stig. Á hinu borðinu voru sagnir mun stilltari. Þar voru þeir Þórarinn og Þorlákur Jónsson í N/S gegn Eisen- berg og Hammilton í A/V: Vestur Norður H ÞS Dobl Pass Pass 3 lauf 3 tíglar Pass Pass Pass Austur Suður E ÞJ — 1 lauf 2 tíglar Pass Pass Pass Pass 4 lauf Pass Opnun Þorláks á einu laufi er sterk, sýnir 16 punkta eða meira, og dobl Hammiltons lofaði annað hvort rauðu eða svörtu litunum. Pass Þórarins gefur til kynna 0—4 punkta, og Eisen- berg valdi að hindra Þorlák með því að stökkva strax í tvo tígla. Það var passað til Þórarins sem barðist með þremur laufum og eftir nokkum bam- ing í viðbót tókst íslendingunum að kaupa samninginn í fjórum laufum ódobluðum. Sá samningur fór tvo nið- ur, en það gerði aðeins 100 í A/V, svo íslenska sveitin græddi vel á spil- inu. - GPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.