Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 48
e* 48 asei HaaMarqag ,is huoaquvimu8 .GiQAjanuoHOM "mörgunblaðíð7 sunnudaguíT2í.^eptemberT986 Minning: SigurbjörgJ. Magnús- dóttir, Akureyri Fædd 11. ágúst 1902 Dáin 13. september 1986 Sigurbjörg Jónína Magnúsdóttir var fædd í Ólafsfírði 11. ágúst 1902. Hún giftist árið 1921 Jóni Jóns- syni, ættuðum frá Árskógsströnd. Þau bjuggu í Ólafsfirði i 14 ár og þar eignuðust þau þijá syni sem eru Jón Marinó klæðskeri og kaup- maður, kvæntur Huldu Jónatans- dóttur, Steindór Reynir flugvirki, kvæntur Ingigerði Ágústsdóttur, Magnús Andrés forstöðumaður, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur. Jón vann við fisksöltun og fleira sem til féll í Ólafsfirði. Sigurbjörg vann þá oft líka við fiskverkun og beitingu eins og algengt var að konur gerðu í þá daga. Þau fluttu til Akureyrar árið 1938. Þar vann Jón lengi á flóabát- um sem gengu á milli Siglufjarðar og Akureyrar og fleiri staða. Seinna fór hann að vinna hjá Gefjun Iðunn og vann þar meðan kraftar leyfðu. Hann lézt um aldur fram árið 1968. Þá hafði Sigurbjörg, sem var sér- lega myndarleg og dugleg, unnið f nokkur ár hjá Jóni syni sínum á klæðskerasaumastofunni. Það var með ólíkindum hve afkastamikil hún var, þó hún gengi sjaldnast heil til skógar. Hún vann á sauma- stofunni á meðan kraftar leyfðu. Handavinna hverskonar var henni hugleikin og heklaði hún og saumaði þegar hún gat. Einnig var hún mikið fyrir að lesa og stytti það henni margar stundimar. Hún átti við heilsuleysi að stríða og í nokkur ár var hún ýmist á sjúkrahúsi Akureyrar eða hjá Magnúsi og Guðrúnu á heimili þeirra. Nú seinni árin, eftir að hún varð 80 ára, hefur hún verið hressari. t Dóttir okkar, systir og mágkona, KRISTfN HALLDÓRSDÓTTIR, Fossvogsbletti 2a, andaðist þann 13. september. Útför hennar fer fram miðvikudag- inn 24. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Guðrún A. Thorlacius, Halldór Geir Halldórsson, Auður Friðgerður Halldórsdóttir, Jens Sigurðsson. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13.30. Þórarinn J. Elnarsson, Gyða Þórarinsdóttir, Elín Þórarinsdóttir, Gísli Guðmundsson, Jón Þórarinsson, Guðlaug Ólafsdóttir, Ragnhildur Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, JÖRGEN ÞORBERGSSON, fyrrverandi tollvörður, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið. Agnar Jörgensson, Sigurður Jörgensson, Svana Jörgensdóttir, Ása Jörgensdóttir, Jensey Stefánsdóttir, Sigrún Gissursdóttir, Gunnar Torfason, Elnar Þ. Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS EIRfKSSONAR, Réttarholtsvegi 83. Níelsína Guðmundsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Guömundur Ingi Guðmundssor Guðmundur Jónsson, Brynja Baldursdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hilmar Helgason, Jensína Jónsdóttir Wilkins, David Wilkins, Eirikur Jónsson barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andiát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og tengdasonar, HAFSTEINS SIGURÐSSONAR, Stigahlfð 84. Sérstakar þakkir færum við stjórn og starfsfólki Verzlunarbanka íslands. Lára Hansdóttir, Ragnheiður Lára Hafstelnsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson, Kristinn Már Hafsteinsson, Ólöf Lára Hafsteinsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Hans Kr. Eyjóifsson og barnaböm. Minning: Hjalti Björnsson stórkaupmaður Með hjálp sona sinna og fjölskyldu þeirra hefur hún getað verið í sinni íbúð á Hólabrautinni á sumrin og hjá Magnúsi og Guðrúnu á vetuma. Síðustu mánuðina var hún í sinni íbúð. Við heimsóttum hana tvisvar í sumar og komum síðast til hennar á 84. afmælisdaginn hennar. Við ástvinir hennar nutum þess að vera með henni og hún vildi snúast í kringúm okkur eins og henni var svo Iagið. Það gaf henni mest að gefa öðmm. Þegar ég nú kveð hinstu kveðju elskulega tengdamóður mína, reik- ar hugurinn til okkar fyrstu kynna. Ég gleymi aldrei hve hjartanlega þau tóku á móti mér þegar ég kom þangað í fyrsta sinn. Eftir það var þeirra heimili mitt heimili, þegar ég kom norður fyrst með Steindóri og síðan með bömin. Þau hlökkuðu alltaf til að fara norður til afa og ömmu á Akur- eyri. Sigurbjörg og Jón voru þannig að þau höfðu lag á að láta öllum líða vel hjá þeim. Við fómm þangað á hverju sumri og tíminn leið alltof fljótt. Við Sigurbjörg skrifuðumst á í mörg ár, alltaf var ríkjandi í bréf- unum hjá henni hlýjan og um- hyggjan sem vom henni svo eðlileg. Þegar ég kveð hana er mér efst í huga þökk fyrir þá gleði og ánægju sem hún veitti mér og minni fjölskyldu og ég bið henni guðs blessunar. Inga Mig langar til að þakka elsku ömmu minni fyrir allar góðu stund- imar sem við áttum saman. Það var alltaf svo gott og notalegt að koma í Hólabrautina og vera hjá henni. Það var líka gaman að ég gat sýnt henni Steinar Iitla í sum- ar. Það var svo yndislegt hvað hann hló alltaf mikið ef hún brosti til hans. Hann er nú sjálfsagt búinn að gleyma henni en þegar hann stækkar, þá segi ég honum frá langömmu sinni og öllum góðu ferðalögunum til Akureyrar. Já, nú verða víst ferðimar til Akureyrar færri. Elsku ömmu minni þakka ég fyrir allt og vona að hún hafí það gott þar sem hún er núna. Anna María Fæddur 27. janúar 1892 Dáinn 30. april 1986 Hjalti fæddist að Ríp í Hegranesi 27. janúar 1892, sonur hjónanna Bjöms Jónssonar bónda og skip- stjóra er lengst bjó að Karlsstöðum í Fljótum og konu hans Guðríðar Hjaltadóttur frá Reykjum á Reykja- strönd. Systkini hans er upp komust vom sex, og var Hjalti næstelstur, en önnur í aldursröð vom: Kristín ekkja Péturs Benediktssonar, versl- unarstjóra er lengst starfaði í versluninni Framtíðinni hjá Slátur- félagi Suðurlands. Guðlaug gift Jóni Erlendssyni frá Sturlu-Reykj- um, verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Jónína gift séra Benj- amín Kristjánssyni á Syðra-Lauga- landi í Eyjafirði. Sveinn póstfulltrúi í Reykjavík og lengi formaður karlakórs Reykjavíkur, kvæntur Stefaníu Einarsdóttur. Sigurlína, ekkja Jóns Gunnarssonar, verk- fræðings og lengst forstjóra Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í New York. Guðrún, er iengst dvaldi með systmm sínum Sigurlínu og Guðlaugu. Á lífi em af þessum systkinum, Kristín, sem dvelur í Hafnarbúðum og Sigurlína. Hjalti ólst upp með foreldrum sínum við algeng störf til sjós og lands, fór fyrst í unglingaskóla á Sauðárkróki, en síðan í Verslunar- skóla íslands og brautskráðist þaðan vorið 1916. Hann var orðinn elstur nemenda frá Verslunarskól- anum og átti að vera heiðursgestur á hátíð skólans 30. apríl sl., en hann lést að kvöldi þess dags, innan viku sjúkrahússdvalar á Landspítal- anum. Hjalti vann fyrst við verslun á Siglufirði og Akureyri. Sýsluskrifari var hann um tíma hjá Halldóri Júlí- ussyni, sýslumanni Strandasýslu, er þá sat á Borðeyri. Eftir það vann hann á skrifstofu hjá Magnúsi Th. Blöndal í Reykjavík. Enn stofnar hann verslun með Kristni Einars- syni kaupmanni K. Einarsson og Bjömsson. Hann stofnar síðan heildverslun ásamt Sighvati Blöndal og Gísla Finsen í Reykjavík og hefja þeir fyrstir innflutning á viðtækjum frá Telefunken laust eftir 1920. Fyrir síðari heimsstyrjöld stofn- aði hann firmað Hjalti Bjömsson & Co, innflutningsverslun, en kunn- astur mun hann fyrir innflutning og umsýslu með Willy’s-jeppa, er jeppaöldin reið í garð að styijöld lokinni. Hjalti var góður tungumálamað- ur, var spænskumælandi og var lengi konsúll fyrir Argentínu og síðan Uruguay allt til yfír lauk. Hann var í Oddfellow-reglunni, einn hinn elsti þeirra félaga, og LE M( HamarsK GSTEINj 4R .F. 681960 DSAIK H íöfða 4 — Sími Leosteinar 1 Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. 1 Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf 1 um gerð og val legsteina. | 1 S.HELGASON HF 1 STEINSmlÐJA I SKevtMUÆGI 48 SiMI 76677 ■ heiðmðu þeir hann með því að hafa heiðursvörð við útfor hans og yfir- menn Oddfellow-reglu bám kistu hans úr kirkjunni. Hjalti var mikill áhugamaður um útivist, fór svo til daglega skemmri eða lengri gönguferðir, og munu eldri Reykvíkingar minnast slíks og þess að hann var kunnur glímumað- ur á skólaámm sínum í Verslunar- skólanum. Hann var þrekmaður, átti góðri heilsu að fagna allt til hins síðasta, en hann var rúmlega 94 ára er hann lést. Ánægju hafði hann af tónlist og sögufróðleik, hafði stálminni, var vel að sér um alla verslun, sagði vel frá og var hreinskiptinn. Ein mesta gæfa Hjalta var að hann gekk að eiga greinda ogglæsi- lega konu er lifir hann, frú Margréti Amljóts, dóttur Halldóm, dóttur Amljóts Ólafssonar, alþingismanns og prófasts á Sauðanesi, og konu hans Hólmfríðar Þorsteinsdóttur frá Hálsi af Fnjóskadal af Reykja- hlíðarætt. Faðir Maigrétar var William Vellschow, arkitekt í Kaupmanna- höfn. Margrét ólst að vemlegu leyti upp hjá afa sínum og ömmu, séra Amljóti og frú Hólmfríði. Þau Hjalti gengu í hjónaband 1924 og hafa búið alla tíð í Reylqavík og síðustu Qömtíu árin að Hagamel 8, Reykjavík. Margrét bjó honum hlýlegt og menningar- legt heimili. Böm þeirra em fjögur: Halldóra Valgerður, kennari, gift Þórði Ól- afssyni, iögmanni, og eiga þau fjögur böm. Snæbjöm læknir, nú starfandi í Jedda í Saudi-Arabíu. Fyrri kona hans var Guðrún Jóna Bjömsdóttir frá Hjalteyri, en síðari Kanitta, austurlensk. Snæbjöm á átta böm þar af em þrír synir hans læknar. Bragi Bjöm Orri, verslun- armaður, kona hans er Heba Guðmundsdóttir og eiga þau þijú böm. Yngst er Guðríður, gift Karli Hallbjömssyni, útibússtjóra við Grensásútibú Landsbankans í Reykjavík. Synir þeirra em tveir. Utför Hjalta fór að ósk hans fram í kyrrþey frá sóknarkirkju hans, Neskirkju, 9. maí sl., að viðstöddum fjölda ættingja og vina. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson jarðsöng og flutti frábæra og eftir- minnilega ræðu, sálmasöngur var eigi en strengjaflokkur hljómlistar- manna flutti æðri tónlist. Genginn er gegn maður, farsælli ævi lokið. Ég votta frú Margréti og fjöl- skyldu dýpstu samúð. Hún dvelur á heimili sínu að Hagamel 8, en sonur hennar, Orri, og Heba kona hans, er búa í sama húsi, veita henni styrk og stoð, auk hinna bam- anna, tengdabamanna og bama- bamanna, sem sýna henni sérstaka umhyggju. Björn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.