Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986
45
Einhliða og þröngt við-
miðunar sj ónarhorn
— segir bankastjóri Búnaðarbankans um ummæli hagfræðings VSÍ
varðandi fjármagn í íslenskum bönkum miðað við starfsmannafjölda
NV3DD
„MER FINNST hann nú taka
nokkuð mikið upp í sig,“ sagði
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, um ummæli Vil-
hjálms Egilssonar, hagfræðings
Vinnuveitendasambands Islands,
þess efnis að fjármagn á bak við
hvern bankastarfsmann hérlend-
is sé minna en gengur og gerist
á hinum Norðurlöndunum.
„Vilhjálmur er býsna einhliða í
sínum niðurstöðum, en það verður
að athuga þetta mál frá öðrum hlið-
um, t.d. hlýtur afgreiðslufjöldinn á
bak við hvem starfsmann að skipta
töluverðu rnáli," sagði Stefán. „Það
er jafn mikið verk að afgreiða mann
með lágar fjárhæðir eins og mann
með háar fjárhæðir. Vilhjálmur mið-
ar hins vegar eingöngu við heildar-
fjármagnið sem er á bak við hvem
starfsmann."
Stefán sagði að allar stofnanir
yrðu að gæta hófs í bæði manna-
haldi og kostnaði og væru bankamir
ekki undanskildir í þeim efnum. Hins
vegar væri ekki hægt að gera saman-
burð á kostnaði hjá íslenskum
bönkum og erlendum, án þess t.d.
að taka tillit til þess að öll þjónusta
hlyti að vera dýrari í landi, sem ís-
landi, sem væri tiltölulega stórt land
en fámennt.
„Það stendur líka yfir mikil tækni-
væðing hjá öllum bönkunum hérlend-
is og hún á að skila sér í fækkun
starfsmanna, jafnvel strax á næsta
ári. Verið er að vinna að svokallaðri
„beinlínutengingu," og kostar hún
aukið starfslið á meðan hún stendur
yfir,“ sagði hann.
Beinlínutengingin mun tengja
saman alla afgreiðslustaði á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og sagði Stefán
að dæmi væm um að tvöfaldan
mannskap þyrfti í afgreiðslu sumra
banka á meðan á þessari tengingu
stæði.
„Við emm auðvitað alveg opnir
fýrir því að halda kostnaði niðri, en
mér fínnst svona lítið rökstuddar
fúllyrðingar um að minna fjármagn
sé á bak við hvem starfsmann hér
en á hinum Norðurlöndunum, vera
mjög þröngt viðmiðunarsjónarmið. “
Stefán sagði einnig að bankamir
hefðu á undanfömum ámm tekið á
sig ýmsa þjónustu, sem þeir ekki
höfðu áður, þannig að t.d. væri nú
hægt að greiða nánast alla hluti í
bönkum með gíróseðlum. Þannig
þjrfti líka að athuga hvers konar
þjónustu bankamir byðu upp á og
hvað hún kostaði, miðað við þjónustu
banka erlendis.
Að sögn Stefáns býður nýja
beinlínukerfið upp á að hver gjald-
keri geti tekið við 500 til 600
færslum á dag, en dæmi væm um
að hraðvirkir gjaldkerar tælqu við
yfir 1.000 færslum á háannatímum
og sagði Stefán að það væri ágætur
mælikvarði á álagið á gjaldkemm,
t.d. um mánaðamót.
Stefán vísaði ummælum Vilhjálms
um bmðl varðandi ársskýrslur bank-
anna á bug og sagði að ársskýrslur
þeirra skæm sig á engan hátt úr
hvað varðaði íburð, miðað við önnur
stórfyrirtæki.
„Eg tel að það sé ekki á nokkum
hátt bruðlað með ársskýrslur bank-
anna og mér finnst það ekkert
tiltökumál þótt Landsbankinn gefí
út veglega ársskýrslu á 100 ára af-
mæli hans,“ sagði Stefán að lokum.
Valur Valsson, bankastjóri Iðnað-
arbankans, vildi ekki tjá sig um
ummæli Vilhjálms sérstaklega, en
vísaði í ræðu, sem hann flutti á aðal-
fundi Vinnuveitendasambands Is-
lands í vor.
í ræðunni benti Valur m.a. á ýms-
ar ástæður þess að hlutfallslega er
fleira starfsfólk í bönkum hér en á
Norðurlöndum og nefndi hann dreif-
býlið hérlendis sem dæmi.
„Bankaþjónusta telst nú orðin eðli-
leg og sjálfsögð þjónusta, jafnt í
dreifbýli sem þéttbýli. Bankar hafa
jafnan verið undir þiýstingi ... um
að opna ný útibú og það jafnvel þótt
annar banki sé með útibú á staðnum.
Bendir það til þess, að fólk sækist
einnig eftir samkeppni milli bank-
anna.“
Valur nefndi einnig mikla tékka-
notkun hérlendis og krefðist hún
fleiri starfsmanna en gerðist víða
annars staðar. Þá benti Valur á að
á íslandi sinntu bankamir lang
stærstum hluta gírókerfísins, sem í
mörgum löndum væri í höndum póst-
þjónustunnar. Loks benti Valur á
áhrif verðbólgu á fjölda starfsmanna.
„Verðbólgan hefur undanfarin ár
og áratugi leitt til þess, að greiðslu-
staða fyrirtækja og heimila er mjög
rýr. í viðskiptalífinu eru flest fyrir-
tæki alltaf að velta síðustu krónunni.
Afleiðingin er sú að starfsmenn og
forstöðumenn fyrirtækja eru á stöð-
ugum þönum við að leysa greiðslu-
vandamál og þess vegna er algengt
að starfsmenn fyrirtækja komi dag-
lega og stundum oft á dag í banka
til að leggja inn, færa fé milli reikn-
inga eða á annan hátt að bjarga sér
greiðslulega frá einum degi til ann-
ars. Að sjálfsögðu veldur þetta
aukinni þörf fyrir starfsfólk í bönk-
um.“
'aU5%T&f"oddtín>anvm
09
er
sau’ y*m#*3»** með
,taðnum «WerfO-
í-tŒ CNoW
guUsota P veiWotnin.
Ve r\ð
Nudd- og
Ijósastofa Lólóar
Dunhaga 23
Sími: 28170
21.488
ÞAÐ MÆLIR ALLT MEÐ ÞVI AÐ ÞU BREGÐIR
ÞÉR MEÐ BEINU FLUGI TIL 0RLAND0.
Þaðersagtað veðrið hafi aldrei veriðbetra. Eittervíst. Verðiðhefur
sjaldan verið betra. Dollarinn erá góðu verði - ogþín bíða lystisemdir
Flórída, alltfrá dýrindismatogævintýraheimi WaltsDisneys tiltónleika
og skemmtana undir berum himni.
Líttu til dæmis á þennan útreikning:
Verð*
Hótel
Staður
Dvöl
A Kr.21.488 Days Inn Orlando 11 dagar
B Kr. 23.952 Days Inn Orlando 18dagar
C Kr. 23.766 Gateway St. Pete 11 dagar
D Kr. 27.686 Gateway St. Pete 18dagar
Innifalið flugferðir, akstur til og frá flugvelli og gisting.
* Verð á mann 14ra manna fjölskyldu (tvö böm undir 12 ára aldri).
Ótal fleiri otrulega ódýrir möguleikar.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiöa, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
Söluskrifstofan Lækjargötu simi 27477, Hótel Esju siml 685011. Álfabakka 10 síml 79500.
FLUGLEIÐIR
Upplýsingasími: 690100