Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 3
MORGJJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SRPTEMBER 1986 a Kjarvalssýningin á förum til Osló Mistök urðu við uppsetningu í Kaupmannahöfn Laxá gaf flesta laxa Laxá í Aðaldal var rétt eina ferð- ina sú laxveiðiáin sem flesta gaf laxana, veiði lauk á nokkrum svæðum efst á laxgenga svæðinu í gær og þó öll kurl séu ekki kom- in til grafar er ljóst að veiðin er um 2800 laxar. Um 70 þeirra hafa vegið 20—27 pund. Ekki er unnt að sundurliða veiðina á milli svæða á þessu stigi, en þess má þó geta, að tölvuspá sem Laxárfélagsmenn létu gera um mitt sumarið hefur staðist ótrúlega vel og ekki nokkur vafi að sams konar spá verður gerð fyrir næsta sumar. Horfumar fyrir næstu vertíð eru góðar, mik- ill smálax í sumar ætti að tryggja góðar stórlaxagöngur og seiðaár- gangar sem eiga að skila sér sem smálax næsta sumar þóttu lofa góðu. Kannski að áin nái 3000 löxum næst. Ekki met í Mývatnssveit „Heildarveiðin nam 3340 silung- um af löglegri stærð, en auk þess veiddist mikið magn af undirmáls- fiski. Þetta sló ekki metið frá síðasta sumri þótt það hafi lengi stefnt í það. Mikið slýrek allan ágústmánuð dró úr veiðinni og því fór sem fór með nýja metið. 1985 veiddust 3550 urriðar," sagði Hólmfríður Jónsdóttir veiðivörður og veiðileyfamiðlari á efra urriða- svæðinu í Laxá í samtali við Morgunblaðið. Hólmfríður sagði að 1173 fiskar hefðu veiðst í júní og 1281 í júlí sem var betri júlíveiði heldur en metsumarið ’85. Ágúst dró svo allt saman niður með 886 fiska. Þó nam veiðin 2,2 yfirmálsfiskum að meðaltali á stöng á dag. „Það tel ég aligott, en ég hef orðið var við að menn eru famir að óttast um stóra fískinn, það bólar æ minna á honum, en það er alltaf mikið af smáfiski. Sumir eru fam- ir að tala um að drepa meira af smásilunginum. Geir Birgir Guð- mundsson „faðir“ Þingeyingsins veiddi stærsta urriða sumarsins, 7,5 punda fisk á Þingeying í Brota- flóa. Þá veiddust þrír 7 punda fiskar, einn í Brotaflóa og tveir í Geirastaðaskurði. Drýgstu svæðin voru Helluvað, Hofstaðir og Hof- staðaey og di-ýgstu flugumar að vanda Black- og Grey Ghost, Þing- eyingur og ýmsar aðrar straum- flugur. Að sögn Hólmfríðar var þó ein veigamikil breyting á fluguvali veiðimanna í sumar, margir hefðu notað bæði púpur og hefðbundnar silungaflugur í vax- andi mæli og það ekki eingöngu í slýrekinu í ágúst. Að lokum má geta þess, að aldrei hefur verið betri nýting á veiðileyfum á þessu svæði Laxár. SÝNING á málverkum Jóhannes- ar Kjarvai er á eins árs ferð um Norðurlönd. í sumar hefur Kjarvai verið til sýnis í norrænu listamiðstöðinni Sveaborg fyrir utan Helsinki og er áætlað að sýningin fari næst til Osló. Svea- borg sér um framkvæmdahlið sýningarinnar. Að sögn Einars Hákonarsonar, formanns þeirrar nefndar, sem vaidi þau verk sem fóru til sýningar ut- an, hefur sýningin fengið góðar viðtökur í Finnlandi. Aðspurður um þá gagnrýni, sem sýningin á Kjar- valsmálverkunum í Kunstforening- en í Kaupmannahöfn hlaut hérlendis, þ.e.a.s. að salurinn hafi verið of lítill fyrir svo viðamikla sýningu og uppsetningin hafi ekki verið sem skyldi, sagði Einar að þau mistök hafi átt sér stað þar, að Sveaborg hafi pantað of stóra sýn- ingu í Kaupmannahöfn, miðað við þann sal, auk þess sem nokkur verk til viðbótar hafí verið fengin að láni. „Sá er hengdi upp myndirnar gerði og þau mistök, að flokka sér t.d. landslagsmyndir og fantasíur og hengja upp hlið við hlið og gera verkin þannig þyngri, og var þetta einna verst,“ sagði Einar Hákonar- son. Einar taldi nauðsynlegt í framtíðinni að íslenskur aðili yrði fenginn tii þess að setja verkin upp. Kostnaður af sýningu Kjarvals- málverkanna er borinn af þremur aðilum, Sveaborg greiðir helming- inn en Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hinn helminginn. 35—40 þúsund hafa séð sögu- sýninguna MILLI 35 og 40 þúsund gestir hafa nú séð sögusýninguna sem fram fer á Kjarvalsstöðum og að sögn Stefáns Halldórssonar, starfsmanns sýningarinnar, hef- ur áhugi verið mjög mikill. Um helgina verður ýmislegt á dagskrá á Kjarvalsstöðum í tengsl- um við sýninguna, Pétur Sigurðsson flytur erindi á laugardag klukkan 15.00, og á sunnudagskvöldið klukkan 21.00 munu félagarnir Hermann Ragnar Stefánsson og Hrafn Pálsson, deildarstjóri, rifja upp dans og danstónlist á þessari öld. Auk þess verður sýndur dans í tengslum við erindi þeirra. Stefán Halldórsson sagði að í næstu viku kæmu nemendur úr efri bekkjum grunnskóla Reykjavík- ur og nágrennis í heimsókn á sýninguna, en henni lýkur sunnu- daginn 28. september. Urriðaveiðin í Laxá var góð I sumar, en mikið slýrek í ágúst eyði- lagði möguleika á metveiði. Ferðaskrifstofan OTSÝN Helgarferð frá kr. 12.900 Vikuferð frá kr. 20.700 Carlyíe Hotel, 2ja marma herbergi með baði. sima. utvarpi og litsjönvarpi. Síðustu sætin í síðustu ferðir sumarsins VINSÆLU, ÞÆGILEGU LUNDÚNAFERÐIRNAR MEÐ ÞAULKUNNUGUM FARARSTJÓRA ÚTSÝNAR. Valin, vel staðsett hótel á góðu verdi með sérsamning- um Útsýnar: CUMBERLAND HOTEL við Marble Arch á horni Oxford-strætis. LONDON METROPOLE HOTEL ó Edgware Road. GLOUCESTER HOTEL, skammt frá Knightsbridge og Harrods. REGENT PALACE HOTEL, ódýrt í hjarta skemmtanalifsins. WALDORF HOTEL, i hringiðu leikhuslffsins. KENILWORTH HOTEL, ódýrt á horni Ox- ford-strætis og Tottenham Court Road. Y-HOTEL, ódýrt við Russel Square. WESTBURY HOTEL, glæsihótei í hjarta Mayfair. KENSINGTON CLOSE HOTEL, ódýrt, en mjög þægilegt nálaegt annarri aðal-verzlunar- götunni Kensington High Street. CARLYLE HOTEL, vistlegt hótel skammt frá Hyde Park. Fyrir unga fólkió: Fjör og frísklciki allan sólarhringinn. Fyrir barnafólkið: Frítt fyrir börn l -6 ára — hvíld og skemmtun. Fyriralla: Sól, gleði og lífsnautn í ótal myndum. SUMARA UKIÁ COSTA DEL S0L 25. sept. — 4 vikur, 2. október — 3 vikur. Yndisleg framlenging sumarsins við bestu skilyrði í Evrópu, 25°meðalhita og 8 sólskinsstundir á dag. Einn besti mánurður ársins. PORTÚGAL - ALGARVE 2 sæti laus vegna fóífalla 25. september 3vikur + London Austurstræti 17, sími 26611. Viku- og helgarferðir alla föstudaga Hagstæð innkaup. Fjölbreytt leikhús- og tónlistarlíf. Heimsins mesta úrval matsölu- og skemmtistaða. Forvitnilegt mannlíf, þverskurður alheimsins. íþróttaviðburðir, listasöfn og heimsfrægar byggingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.