Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Bókmenntafræðingiirinn og ritstjóri Scribners-forlagsins, Tom Jenks, bros- ir sínu breiðasta, enda hefur honum tekist að stytta nýfundna skáidsögu eftir Ernest Hemingway um heilar tólf hundruð blaðsíður. Hemingway hangir á veggnum og fylgist með öllu. Freistingar í Edensgarði Fundin áður óbirt skáldsaga eftir Ernest Hemingway að eru ekki ýkja margir rithöfundar sem koma á óvart eftir að þeir eru komnir undir græna torfu. Ernest Hemingway er þó undantekning. Hann féll fyrir eigin hendi árið 1961 en hefur marg- oft komið fólki í heimi bókmenntanna verulega á óvart eftir það. Það hafa nefni- lega fundist bréf eftir hann, minningabókin Veisla í farángrinum, skáldsagan Islands in the Stream, og fyrir nokkrum mánuðum var upplýst vestur í Bandaríkjunum að enn ein skáldsaga eftir Hemingway hefði fundist. Hún heitir The Garden of Eden, eða Edens- garðurinn, og þykir sýna nýja hlið á gamla gi'áskeggjaða manninum sem var þekktur fyrir allt annað en tilfinningasemi. Kona sem vill ekki vera kona Hér er á ferðinni saga um ungan Banda- ríkjamann sem langar til að verða rithöfund- ur. Sagan gerist í Suður-Frakklandi á þriðja áratug aldarinnar, árunum ljúfu er Heming- way dvaldi í Frakklandi og samdi sínar fyrstu sögur. Sólin er heit, vatnið tært og maturinn góður, en konurnar sem rithöfund- urinn ungi, Davíð Bourne, kemst \ kynni við eru ekki á þeim buxunum að láta hann vera lengi einan í Paradís. Davíð er nýlega kvæntur henni Catherine og eyða þau hveiti- brauðsdögunum á frönsku rivíerunni, en þar er sólin heitari en í sögu Camus og vatnið tært, þau synda í sjónum á daginn og drekka áfenga drykki á kvöldin. Það eina sem ógnar þessari yndislegu tilveni hinna ungu og nýgiftu er skáldskap- arhneigð Davíðs. Hann hefur gefið út að minnsta kosti eina bók, sem hefur fengið afbragðs gagnrýni, og er Catherine ákaflega afbrýðisöm út í bókina og allt umstangið sem henni fylgir. Ekki nóg með það og er þá komið að því atriði sem þykir nýtt hjá Hemingway; kynlíf fær óvenju opinskáa umræðu innan verksins. Catherine er óá- nægð kynferðislega. Þegar hún er komin í bólið með Davíð sínum, þá vill hún fyrir enga muni vera kona, hún vill endilega vera karímaður. Það hefur eðlilega mikil vand- ræði og heilabrot í för með sér. Hún styttir hár sitt þannig að það líkist sem mest hár- gi-eiðslu Davíðs. Gagnrýnendur hafa bent á að Catherine í Vopnin kvödd hefur ekki ósvipuð áhugamál og nafna hennar í Edens- garði. Síðai' kemur í Ijós að Catherine stendur í ástarsambandi við aðra konu að nafni Maríta. „Allt sem kallast má illt í mannseðlinu á rætur sínar að rekja til sakleysis," skrifaði Hemingway einhvern tíma. Adam og Eva skildu þau sannindi seint og síðarmeir og það sama á við um Davíð og Catherine. Það er Catherine sem er í hlutverki snáksins, hún tælir karlmennina að eplinu sem ekki má snerta. Ut úr sögunni má lesa þá eldgömlu klisju að konan hafi innleitt synd- ina í mannlífið, að það sé konunni að kenna að hið illa, sem ávallt má rekja til sakleys- is, skipar svo stóran sess í lífi okkar enn í dag. Það þykir nokkuð öruggt að kringum- stæðurnar sem Hemingway lýsir í þessari nýfundnu sögu líkjast mjög svo þeim kring- umstæðum sem einkenndu líf Hemingways og fyrstu konu hans, Hadley, þegar þau dvöldu sumarlangt í Frakklandi með Pauline Pfeiffer, sem vann á ritstjórn franska tísku- ritsins Vogue. Hemingway kvæntist Pauline ári síðar, þegar Hadley hafði sannfærst um að þau væru sannarlega hugfangin hvort af öðiu. (Svo segir Carlos Baker að minnsta kosti í ævisögu sinni um Hemingway; því má svo bæta við í þessu sambandi að Hem- ingway og Pauline tolldu ekki lengi saman.) En Hemingway lét það ekki nægja, hann hefur valið verstu og alræmdustu persónu- einkenni hennar Zeldu Fitzgeralds og gefið þau Catherine. Fólk rekur ef til vill minni til þess að Hemingway og Fitzgerald þekkt- ust á þessum árum, studdu hvor annan á sviði bókmennta, enn fremur að Zelda átti sinn þátt í því að Fitzgerald varð ekki meira úr verki, en það er önnur saga. Saga sem sprakk í höndunum á skáldinu Hemingway byijaði á sögu sinni um Ed- ensgarð skömmu eftir heimsstyijöldina síðari, en honum gekk afleitlega að beija hana saman, enda segir hann í bréfi til vin- ar síns, Maxwells Geismar, að hann neyðist til að slíta sig frá henni með löngum millibil- um. Svo var ánnað sem kvaldi skáldið; sagan virtist engan endi ætla að taka, hún lengd- ist og lengdist án þess að hann fengi við nokkuð ráðið. Það er ekki gott þegar sögur springa þannig í höndunum á stórsmiðunum sjálfum, og fékk bókmenntafræðingurinn og ritstjórinn Tom Jenks á því að kenna, því þegar sagan kom í leitimar fékk hann það verðuga verkefni að stytta handrit Hem- ingways, sem taldi ekki færri en fimmtán hundruð blaðsíður, niður í þijú hundmð eða þar um bil. Tom Jenks segir að styttingin hafi verið eins og að glíma við Guð, en vitanlega verð- ur Guð að teljast sigurvegarinn í þeirri glímu, því það gengur ekki svo lítið á þegar heil skáldsaga eftir löngu gengið stórskáld finnst. Það má því segja að Hemingway hafi komið hinum hálffertuga Tom Janks til bjargar, því kaldir vindar gnauða þar sem hann vinnur í efstu hæðum Scribners-skýja- klúfsins; samkeppnin milli ritstjóranna er hörð og enn harðari er samkeppnin milli útgáfufyrirtækjanna. Scribners-forlagið gaf út allar bækur Hemingways á árum áður, og það er því mikilvægt að sagan sé sem haganlegast úr garði gerð. Tom Jenks þykir hafa staðið sig mjög vel. Gagnrýnendurnir þykjast sjá handbragð Hemingways í textanum, hi-ynjandin til- heyrir honum og engum öðrum. Sagan úr Edensgarði er einföld eins og flestar ef ekki allar sögur hans, en því er hins vegar ekki að leyna að gagnrýnendur eru nokkurn veginn sammála um að hún sé langt frá því besta sem Hemingway skrifaði og eru á því eðlilegar skýringar. Sagan sem komin er á þrykk er aðeins fimmtungur þess sem Hemingway skrifaði og því hljóta einhveijir hlutar sögunnar að hafa farið forgörðum. Þar með er kastljósi gagnrýninnar beint að ritstjóranum, Tom Jenks. Hann verður að sannfæra menn um að öll orðin séu Hemingways en ekki ritstjórans sjálfs; hann verður að réttlæta þær styttingar á textan- um, sem hann taldi nauðsynlegar, og hann verður að útskýra fyrir sérfræðingum í skáldverkum Hemingways hvernig hann rit- stýrði textanum; hvaða brögðum hann beitti í glímunni. Því þótt Hemingway hafi ekki fullklárað suma kafla bókarinnar, þá rissaði hann minnispunkta og útskýringar á spássí- urnar og eftir þeim varð Tom Jenks að fara. Veigamesta verkefni hans var að draga saman samtöl, stytta þau og skerpa, strika út óþarfa endurtekningar, og hann þurfti meira að segja að strika út persónur sem tengdust hliðarsögum (subplot). Hvemig átti hann annars að stytta skáldsögu um tólf hundruð blaðsíður? - HJÓ Ný p-pilla á markaðnum Ætlað að hafa minni aukaverkanir Á MARKAÐ er væntanleg ný tegund af getnaðarvarnapillum er nefnist Marvelon og hefur hún verið samþykkt af Lyfjaeftirliti ríkis- ins. Pillan er framleidd af hollenska fyrirtækinu Organon og á að hafa í för með sér minni aukaverkanir en aðrar slikar pillur. Marvelon var fyrst kynnt í nokkr- um löndum Evrópu fyrir tveimur árum og varð fljótt mest selda pillan í mörgum löndum, að því er segir í kynningarbæklingi fyrir hina nýju pillu. Marvelon er eins og lang flestar aðrar getnaðarvarnarpillur sett sam- an úr tveimur hormónum, östrógen- hormóni og gestagenhormóni. Það sem greinir hins vegar Marvelon frá öðrum slíkum, er ný tegund af gestagenhormóni, sem nefnt er deso- gestral. Með notkun desogestral- hormónsins er ætlunin að koma í veg fyrir margar aukaverkanir, sem ann- ars hafa komið í Ijós af notkun gamla gestagenhormónsins. Ástæðan fyrir þessum aukaverk- unum gestagenhormónsins er talin sú, að gestagen hefur sömu áhrif og karlhormónið testosteron. Og vegna þess að allt önnur fitusamsetning er í blóði hjá karlmönnum en konum, breytist blóðfítusamsetningin hjá kvenfólki smátt og smátt við að taka getnaðarvamapillur, sem innihalda venjulegt gestagen og samhliða þessu koma aukaverkanir fram. Fitu- samsetningin í blóðinu verður þá líkari því sem hún er í karlmönnum. Eftir að þessi vitneskja varð ljós, hefur verið unnið að því að fínna gestagenhormón, sem hefur sem minnst testosteron-áhrif eins og kostur er. Að mati Organon-fyrir- tækisins hefur þetta tekist með Marvelon-pillunni og þess vegna séu aukaverkanir mun færri. í upplýsingabæklingi frá Organon- fyrirtækinu er greint frá tilraun sem gerð var til þess að kanna eiginleika Marvelon-pillunnar, þar sem 1.437 konur tóku hina nýju pillu. Ogleði og vanlíðan Flestar konur þurfa nokkum tíma til þess að venjast pillunni og fínna einstaka konur fyrir ógleði og höfuð- verk fyrst eftir að þær byija að taka hana, Þessara aukaverkana varð einnig vart hjá þeim konum, sem tóku Marvelon en þær hurfu fljótt við áframhaldandi notkun. Blæðingar Konur, sem taka pilluna, gera ekki ráð fyrir blæðingum í 21 dag á meðan hún er tekin. Þær vilja hins vegar jafnan að "blæðingar séu sem eðlilegastar og reglulegastar í fjórðu vikunni þegar pillan er ekki tekin. Morgunblaðið/Bjami Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir á Kvennadeild Landspítalans. Ruglingur kemur oft á blæðingarn- ar, þegar byijað er að taka hana og geta blæðingar orðið mjög óregluleg- ar. I samanburði við hliðstæðar pillur, reyndust blæðingar mjög eðli- legar við töku Marvelonpillunnar. Aðeins fímm prósent þeirra kvenna, sem þátt tóku í rannsókninni hættu að taka pilluna vegna óhagstæðra blæðinga. Líkamsþyngd Vandlega var fylgst með líkams- þyngd þeirra kvenna, sem rannsak- aðar vom og varð engra breytinga vart. Konur yngri en 19 ára vom rannsakaðar sérstaklega, vegna þess að þær hafa ekki tekið út vöxt að fullu ogþyngjastþví af þeirri ástæðu. Pillan sem getnaðarvörn Af þeim hópi, sem tók Marvelon- pilluna, varð engin kona þunguð, ef pillan var tekin rétt. Algengt er að pillan sé tekin rétt og hefur slíkt vitaskuld áhrif á öryggi hennar sem getnaðarvamar. Af þeim konum, sem tóku þátt í rannsókninni, gleymdu 14% að taka pilluna 1 til 4 sinnum í mánuði. Þrátt fyrir þetta varð aðeins ein þeirra þunguð. Venja er að mæla öryggi getnaðarvamar- pillu út frá notkun 100 kvenna í eitt ár. Samkvæmt því er öryggi nýju Marvelon-pillunnar 100% ef hún er rétt tekin, en 99,4% ef gleymska eins og ofan greinir er tekin með í reikn- inginn. Hvað segja íslenskir læknar? Á föstudaginn var haldinn kynn- ingarfundur á nýja lyfínu að Hótel Sögu fyrir íslenska lækna. Af því tilefni ræddi Morgunblaðið við Jón Þ. Hallgrímsson yfirlækni á Kvenna- deild Landspítalans um hina nýju pillu og aðrar slíkar. Jón vildi taka það fram, að þar eð engin reynsla væri komin á notk- un þessarar pillu, væri sér ekki hægt um vik að lýsa eiginleikum hennar. „Það sem konur, sem taka pilluna, kvarta einna mest um, em tíðar gegnblæðingar, þ.e.a.s. blæðingar utan venjulegs blæðingatíma. Það er hugsanlegt að Marvelonið stjórni blæðingunum betur; alltént er 5% mjög góður árangur." „Talað er um að Marvelonið hafi góð áhrif á fitubú- skapinn í líkamanum og hið nýja desogestral hafí jákvæðari áhrif en venjuleg gestagen. Einnig sé talið að minni hætta sé á auknum hár- vexti eða öðmm húðbreytingum. Um öryggi Marvelon-pillunnar, sagði Jón, að þær pillur, sem væm á mark- aðnum væm almennt 100% ömggar og hætta á getnaði lítil, þótt endmm og sinnum gleymdist að taka pilluna. „Mér virðist sem hin nýja pilla komi sem ágæt viðbót á þær getnað- arvamarpillur, sem em á markaðn- um í dag, en að óreyndu treysti ég mér ekki til þess að staðfesta að hún hafí þá eiginleika, er framleiðendur fullyrða að hún hafí,“ sagði Jón Þ. Hallgrímsson að lokum. Söngur og skemmtun SÖNG- og skemmtifélagið Samstill- ing byijar vetrarstarf sitt mánudag- inn 22. sept. nk. Markmið félagsins er að fólk komi saman til að syngja og skemmta sér. Félagið er öllum opið. Félagar koma saman öll mánudagskvöld kl. 20.30 að Hverfísgötu 105, efstu hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.