Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 212. tbl. 72. árg._______________________________SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Tæki til að forða flug- árekstri í flugvélar ? Washington, AP. BANDARÍSKA flugmálstjórnin (PAA) hyggst krefjast þess að settur verði í stærri þotur búnað- ur, sem forðað gæti árekstri flugvéla í lofti. Samtök flugfé- laga (ATA) segja langt í iand að búnaður af þessu tagi, sem verið hefur á tilraunastigi í 20 ár, verði tilbúinn. Um er að ræða svokallaðan T- CAS-tækjabúnað og hafa verið gerðar árangursríkar tilraunir með hann. Ratsjá og tölvur fylgjast með flugvélum í nágrenninu og vara flugmenn við hugsanlegum árekstri með 40 sekúndna fyrirvara og 15 sekúndum síðar leggur tölvan til við flugmennina að þeir annað hvort lækki flugið eða hækki til að forða árekstri. Aætlað er að tækjabúnaðurinn kosti um 100 þúsund dollara, eða um 4 millj. ísl. króna. Tæki mörg ár að búa allar þotur tækjum af þessu tagi. Jafnframt þessu hyggst FAA krefjast þess að allar banda- rískar einkaflugvélar verði búnar ratsjársvara sem sýni bæði stað- setningu og flughæð flugvélar. Ratsjársvari einkaflugvélarinnar, sem rakst á mexíkanska farþega- þotu nálægt Los Angeles 31. ágúst sl. sýndi ekki flughæð hennar. AP/Símamynd Björgunarmenn leituðu enn i lestarflökunum í gær 12 klukkustund- um eftir slysið. Járnbrautarslys í Englandi: Einn látinn - 73 slasaðir Stafford, Englandi, AP. LESTARSTJÓRI lést og 73 slös- uðust, þegar tvær hraðlestir rákust saman i Mið-Englandi á mesta annatímanum um kvöld- matarleytið á föstudaginn. Um 800 farþegar voru samtals með báðum lestunum. 32 var haldið eftir á sjúkraliúsum, tveimur í lífshættu og mörgum alvarlega slösuðum, en hinum var leyft að snúa til sins heima. Áreksturinn varð á jámbrautar- mótum við Colwich. Brautarljósin þar eru handstýrð. Ókunnugt er um orsakir slyssins, en þegar eru hafn- ar yfirheyrslur yfir starfsmönnum við jámbrautimar. Talsmaður bresku járnbrautanna segir að hvor lest um sig hafi verið á 160 kíló- metra hraða þegar slysið varð. Önnur lestin var á leið til Manchest- er frá Lundúnum, en hin á leið til Lundúna frá Liverpool. „Lestarvagnamir hlóðust hver upp á annan við áreksturinn. Ég get ekki trúað því að fleiri skuli ekki hafa slasast alvarlega eða dá- ið. Það var hræðilegt að fást við þetta," sagði Robin Richards, slökkviliðsstjóri í Staffordshire í samtali við fréttamenn. Lögreglan yfir- gefur Ryesgade Kaupmannahöfn. Frá Ib Bjömbak, fréttaritara Morgunbladsins. SVO VIRÐIST sem hústöku- menn, sem hafa lokað sig inni bak við víggirðingar og veg- tálma á Austurbrú, hafi sigrað í baráttunni við yfirvöld. Að- faranótt laugardagsins var lögreglan kvödd út af víggirta svæðinu og flest bendir til að samkomulag náist um lausn, sem hústökumenn eru sáttir við. Þverpólitískur hópur borgarfull- trúa í Kaupmannahöfn hefur lagt fram tillögu til lausnar deilUnni ög segjast hústökumenn geta sætt sig við lausnina. Hún er í því fólg- in að hin umdeilda bygging hústökumanna, Ryesgade 58, verði sett undir sérstaka borgar- stofnun sem reki fasteignina. Hústökumenn haldi búseturétti þar gegn greiðslu fyrir vatn, raf- magn, hita og viðhald. Fagnaðarlæti brutust út innan víggirðingar hústökumanna þegar lögreglan hvarf af vettvangi að- faranótt laugardagsins. Það var fyrir tilmæli Egons Weidkamp, yfirborgarstjóra í Kaupmanna- höfn, að lögreglan hörfaði. Hústökumenn hyggjast þó ekki Qarlægja vegtálmana fyrr en þeim hefur borizt skrifleg yfirlýsing borgaryfirvalda um réttindi þeirra. Lögreglan hefur handtekið 108 menn frá því í brýnu sló með henni og hústökumönnum. Sjö þeirra eru sakaðir um gróft ofbeldi gegn lög- reglunni. Bandaríkin: Meirihluti vill leiðtogafund Moskvu, Washington, Los Angeles, AP. YFIRGNÆFANDI meirihluti Bandaríkjamanna telur að Daniloff- málið eigi ekki að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðtogafund Bandarikjanna og Sovétrikjanna i Washington siðar á þessu ári, að því er fram kemur í skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar, sem birt er í dagblaðinu Los Angeles Times í gær. 71% Bandaríkja- manna eru þeirrar skoðunar að af leiðtogafundinum eigi að verða, 20% eru á móti og 9% voru óákveðnir. Skekkjuinörkin í könnuninni eru talin 4%. Fundur Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna og Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til undirbúnings leiðtogafundinum var framhaldið í gær. I viðræðum þeirra bar Daniloff-málið hæst. Að þeim löknum er gert ráð fyrir að yfirlýsing verði birt um árangur við- ræðnanna, en fundinum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Formaður sendinefndar Banda- ríkjanna á Vínarfundinum um lokagerð Helsinki sáttmálans segir að Daniloff-málið muni hafa mjög neikvæðar afleiðingar á fundinn, finnist ekki lausn á því innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.