Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986
ÍÞROTTIR UNGLINGA
UMSJÓN/VILMAR PÉTURSSON
>
A
Þrátt fyrir þetta litla frí taldi Eva
að það mættu alveg vera fleiri mót
á dagskránni og sérstaklega
fannst henni vanta einstaklings-
mót.
• Stopp, stopp, á hvaða leið ert
þú vina? Karólfna Valtýsdóttir
þjálfari B-liðs tilbúin að koma í
veg fyrir að Elfn Þórarinsdóttir,
sem kemur fljúgandi á mikilli
ferð, endi flugferðina úti f vegg.
Ekki urðu nein slys á fólki þarna
enda er vel litið eftir stúlkunum
ungu á fimleikaæfingum og leið-
beinendur gæta þess að þær fari
ekki f neinar æfingar sem þær
ráða ekki við.
Að sögn Evu var ekki langt sum-
arfri frá fimleikum hjá Bjarkarstelp-
unum því þær tóku sér aðeins frí
frá æfingum í hálfan mánuð í júli.
„Undirbúningur fyrir veturinn felst
í því að æfa fyrst ákveðin grunnat-
riði en svo þegar mót eru á næsta
leiti æfum við eingöngu þau atriði
sem við erum að fara að keppa í,“
sagði hún um innihald þessara
miklu æfinga.
Morgunblaðið/VIP
Linda Pétursdóttir:
Mamma sendi mig
í fimleika vegna
þess að ég stóð
aldrei á löppunum
LINDA Pétursdóttir 12 ára er ein
efnilegasta fimleikastúlkan í
Björk og hér á landi. Hún var
m.a. valin ásamt 3 öðrum stúlkum
til að taka þátt í Norðurlanda-
meistaramóti unglinga í fimleik-
um sem fram fór í apríl og maf
síðastliðnum. „Þetta var erfitt því
þarna voru margar rosalega góð-
ar stelpur sem hafa flestar mun
betri æfingaaðstöðu en við héma
heima,u sagði hún um Norður-
landamótið.
Eva hefur æft fimleika í 6 ár og
sagöi hún aö upphaflega hefði
mamma hennar sent hana í fim-
leika því hún hefði aldrei staðið á
löppunum heldur endasenst um
allt á höndunum eða rúllandi
kollhnís. Fimleikarnir taka altan
frítíma Lindu því mikið þarf að æfa
til að ná árangri og taldi hún að
þetta kæmi nú dálítið niður á skól-
anum. „En okkur gengur nú vel í
leikfimi og erum betri en kennarinn
íþeirri grein," sagði hún hlæjandi.
Linda er íslandsmeistari á æf-
ingum á jafnvægisslá sem hún
sagöi vera sína uppáhaldsgrein
ásamt tvíslá. „Það verður hörku-
• Steinunn Ketilsdóttir svffur
yfir hestinn og hinar stelpurnar f
C-liðinu fylgjast vel með.
MorgunblaðiðA/IP
• Amfrfður Amardóttlr, Helga
B. Hauksdóttir, Guðbjörg G. Þor-
valdsdóttir og Svanhildur Viggós-
dóttir sem eru f C-liðinu fylgjast
með stökkstfl Ragnheiðar Þ.
Ragnarsdóttur.
barátta að halda titlinum," sagði
hún að lokum.
Ester Inga:
Tvöfalt
heljarstökk
ESTER Inga Níelsdóttir var að
huga að smávægilegum meiðsl-
um sínum þegar blaðamaður tók
hana tali á Bjarkaræfingu. Hún
var spurð út í ástæður meiðsl-
anna.
„Ég missteig mig á æfingu i
æfingabúðunum í Þýskalandi og
snéri mig á ökla. Annars var æðis-
lega gaman í Þýskalandi og við
lærðum mikiö. Sérstaklega æfðum
við tvöfalt heljarstökk mikið sem
er eiginlega ómögulegt að æfa
hérna heima því við höfum ekki
gryfju."
Ester sem er 15 ára hefur æft
fimleika í hvorki meira né minna
en 8 ár. Ef gert er ráð fyrir að hún
hafi alltaf æft af sama kappi og
núna hefur hún verið í fimleikum
í tæp 2 ár samfleytt fyrir utan
keppni í íþróttinni. Ekki sér hún
þó eftir þessum mikla tíma heldur
telur að hver mínúta hafi verið vel
þess virði. Ekki taldi hún heldur
að skólinn yrði fyrir barðinu á fim-
leikaiðkuninni.
Uppáhaldsfimleikaáhald Esterar
Ingu er tvísláin en hvers vegna gat
hún ekki skýrt enda engin nauðsyn
að skýra alla hluti.
• „Er ég nokkuð skftug milli tánna?" Eva Úlla sýnir glæsileg tilþrif
á jafnvægisslá.
Æfum fyrst
grunnatriði
- sagði Eva Úlla Hilmarsdóttir
“ÉG Á HEIMA í Garðabæ en er líka heima þar svo ég fæ far með
svo heppin að þjálfarinn minn á honum,“ sagði Eva Ulla Hilmars-
dóttir þegar hún var tekin tali á
Bjarkaræfingu.