Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986
TTTAIMIC
Edward J. Smith skip-
stjóri, sem ekki var
á stjórnpalli við
ásiglinguna,
fór með skipi
sínu niður í
djúpið.
Afturdekkið á Titanic þar sem fjöldi farþega var saman kominn er skipið sökk.
Titanic leggur frá bryggju
í Southampton upp í sina
fyrstu og siðustu ferð.
baka.“ En þjónninn svaraði:
„Fylgið mér.“
Þegar við komum niður á
A-dekk sáum við, því kveikt
hafði verið á þilfarsljósunum,
að bátur hafði verið látinn síga
niður að gluggunum, sem höfðu
verið opnaðir, og að dekkstóll
hafði verið settur upp að lunn-
ingunni fyrir okkur að stíga á.
Mikil slagsíða var komin á skip-
ið og báturínn hékk langt út frá
skipinu svo sumir mannanna
höfðu orð á því að „engin kona
getur stigið yfir þetta gap“.
Beðið var um stiga frá einhveiju
neðri þilfaranna, en áður en
komið var með hann voru allir
komnir í bátinn. Ekki veit ég
hvort báturinn var dreginn að
skipshliðinni með stjökum, en
auðvelt reyndist að stökkva um
borð með aðstoð tveggja manna
í bátnum.
Eini karlmaðurinn sem ég
man eftir að hafa séð úr hópi
farþega var Astor ofursti sem
var að stíga út um gluggann
þegar einhver úr áhöfninni
sagði: „Farið til baka herra,
engir karlmenn í þennan bát.“
Hann kvaðst hafa viljað hugsa
um konuna sína (sem var bams-
hafandi), en eftir að honum var
tilkynnt á ný að engum körlum
yrði hleypt um borð, kallaði
hann „Vertu sæl“ og kvaðst
koma á eftir í öðrum báti, og
spurði svo um númerið á okkar
báti, sem áhöfnin sagði að væri
„númer 4".
Þegar ég var að fara út um
gluggann neyddist ég til að
fleygja frá mér ábreiðunni, því
ég var mjög fyrirferðarmikil í
pelsinum mínum og með björg-
unarvesti úr korki. Seinna sáum
við að þjónar og áhöfn höfðu
kastað teppum um borð í bátinn
og þau komu að góðu gagni,
Elizabeth breiddi sitt teppi utan
um ungbam sem var fáklætt og
mitt fékk einn úr áhöfninni, sem
dreginn hafði verið upp úr sjón-
um.
Eg held að allar konumar sem
komnar voru á bátadekkið hafi
verið teknar um borð í okkar
bát, sem var síðasti báturinn
sem sjósettur var bakborðsmeg-
in. Aðeins einn karlmaður fór
með okkur. Báturinn var látinn
síga rólega, fyret að framan, svo
að aftan, og mjog varlega. Þeg-
ar við vorum að nálgast sjóinn
gaf maðurinn skipun um að
„sleppa", en við hrópuðum:
„Nei, ekki strax, það er svo
hátt niður.“
Þegar báturinn hafði verið
sjósettur var kallað ofan af þil-
fari og spurt hver stjómaði
bátnum og einhver svaraði:
„Bátsmaðurinn." Þá var spurt,
„Hveijir fleiri?" og hann svar-
aði: „Eg er einn.“ Þá sögðu þeir:
„Við sendum þér tvo menn tii
viðbótar," og stuttu síðar renndu
tveir sjómenn sér niður festing-
amar úr bátsuglunum um borð
í bátinn.
Gracie ofureti, sem er áhugamað-
ur á sviði hemaðarsögu, skráði
lengri og ítarlegri skýrelu um slysið
en nokkur annar farþegi á fyreta
farrými. Meðan hættan vofði yfir
var hann ómissandi og smalaði,
ásamt vini sínum Clinch Smith,
saman konum og bömum til að
koma þeim í bátana. (Eftir ásigling-
una hafði Smith hirt upp ísmola af
þilfarinu og sagt við Gracie að hann
ætlaði að hafa hann með sér heim
til minningar.)
Eitt af því sem kom á óvart í
bók Gracies, sem hann samdi með
aðstoð Lightollers 2. stýrimanns,
var frásögn hans af því að hafa séð
Qölda kvenna í mannþrönginni sem
hjúfraði sig höggdofa á afturdekk-
inu þegar Titanic sökk. Gracie hafði
sjálfum skolað útbyrðis á síðustu
stundu; sér til undrunar sá hann
konumar á lokamínútunum; hann
hafði haldið að allar konumar hefðu
komizt frá borði.
Gracie benti á, að vegna stærðar
Titanic, hefði enginn getað vitað
hvað var um að vera nema í næsta
nágrenni, ekki frekar en einhver
gæti vitað á götu úti hvað væri að
gerast einni húsaröð ijær. Engu að
síður er nokkuð ljóst af frásögnum
Thayer-fjölskyldunnar, Gracies og
annarra hvað gerðist á fyreta far-
rými.
Af öðru farrými
Bezta vitnið af öðru farrými var
ungur skólastjóri, Lawrence Bees-
ley, sem minntist eins atviks, er
varpað getur nokkm ljósi á niður-
stöðutölur Viðskiptaráðsins yfír þá
sem fómst. Hann var á bátadekkinu
þegar tvær konur komu að grindun-
um sem aðskildu athafnasvæði
fyreta og annars farrýmis þar uppi.
Þær spurði einn yfirmannanna sem
stóðu þar til að passa að enginn
færi yfir, hvort þær mættu fara í
gegn til að komast að bátunum.
Nei, sagði yfírmaðurinn kurteis-
lega, þeirra bátur væri aftar á
þeirra dekki. Að lokum segir Bees-
ley: „Ef ekki var ætlazt til þess að
konumar á öðm fanými fengju að
fara um borð í bátana frá fyrsta
farrými á sama tíma og farþegum
þriðja farrýmis var hleypt um borð
í báta annare farrýmis, virðist það
hafa sett karlfarþega annare far-
rýmis í mikinn vanda, enda bera
hlutfallstölur yfír þá sem björguð-
ust því nokkurt vitni." Sjálfur
bjargaðist Beesley vegna þess að
þegar hann var að horfa niður af
efsta þilfari á bát sem hékk á móts
við B-dekk kallaði einn úr áhöfninni
til hans og sagði honum að stökkva,
hvað hann gerði eftir að hafa kast-
að slopp sínum í bátinn.
Beésley stökk um tveimur tímum
eftir að Titanic sigldi á borgarísinn.
Þá var enginn sjáanlegur stjóm-
borðsmegin á bátadekkinu; og
Beesley var sagt að reyna að
stökkva eftir að áhöfnin hafði ár-
angurslaust leitað að konum á
B-dekki. Engu að síður fómst rúm-
lega hundrað konur. Hvar höfðu
þær haldið sig? Og — um það leyti
sem Beesley stökk niður af mann-
lausu bátadekkinu — hvar var allur
sá mikli mannQöldi sem Gracie
ofureti sá hálftíma síðar streyma
upp á dekk rétt áður en skipið sökk?
Af þriðja farrými
Rannsóknin í Bretlandi beindist
ekki að þessum spumingum; Mer-
sey lávarður kallaði ekki fyrir neitt
vitni úr hópi farþega þriðja farrým-
is. En stjómmálamaðurinn frá
Michigan, William Alder Smith, sem
stjómaði rannsóknunum í Banda-
ríkjunum, hafði áhyggjur af þessu
atriði. Eftir að opinberri rannsókn
lauk á vegum Öldungadeildar
þingsins í Washington, hélt Smith
öldungadeildarþingmaður til New
York til framhaldsrannsókna á eig-
in vegum.
Hann sagði við blaðamann að
hann hefði þungar áhyggjur af ör-
lögum farþega þriðja farrýmis, og
vildi komast að því hvort þeim hafi
á nokkum hátt verið meinað að
komast að bátunum. Bereýnilega
var hann ekki sáttur við framburð
yfírmanna á Titanic, þar sem bæði
Lightoller 2. stýrimaður og Lowe
5. stýrimaður höfðu sagt honum
afdráttarlaust að ekki hafí verið
haldið aftur af neinum, og að far-
þegar allra farrýma hafi fengið
sömu fyrirgreiðslu. Hins vegar kom
síðar í ljós að Lightoller og Lowe
höfðu ekki farið með alveg rétt mál.
í New York rakst Smith á inn-
flytjanda sem hafði séð einn úr
áhöfninni læsa hliði milli þriðja far-
rýmis og efri þilfara. En þar virtist
um einstæðan atburð að ræða og
áhrifalausan, því vitnið bætti því
við að farþegamir hafí brotið niður
hliðið og hafí svo fengið sömu fyrir-
greiðslu og aðrir. Annars staðar
kemur fram í frásögnum farþega
sem björguðust af þriðja farrými
að menn úr áhöfninni hafí strengt
trossur í veg fyrir þá. Hve mörgum
var haldið þar innilokuðum, eða hve
lengi og hvers vegna, er óljóst.
Ekkert bendir til þess að það hafi
verið ætlun skipstjómarmanna að
halda farþegum þriðja farrýmis í
ske^um meðan aðrir komust undan.
Björgunarbátarnir
Mjög fljótlega eftir slysið voru
uppi háværar raddir, aðallega í
Bandaríkjunum, sem kröfðust þess
í blöðum og víðar að fá skýringar
á því hvers vegna svo fáir björgun-
arbátar voru á Titanic, og hvere
vegna þeir hafí ekki allir verið full-
setnir. Fyrri spumingunni var
fljótsvarað: Á Titanic hafði verið
farið eftir brezkum reglum sem
voru skammarlega úreltar. Síðari
spumingunni var ekki jafn fljót-
svarað, en síðar kom fram í
rannsókninni í Bandaríkjunum að
bæði Lightoller bakborðsmegin og
Lowe stjómborðsmegin voru
hræddir við að fylla bátana meðan
þeir héngu enn í davíðunum; annað
hvort gætu bátamir „brotnað sam-
an“, eins og Lowe komst að orði,
eða davíðumar gefíð sig. Þeir vissu
ekki að davíðumar höfðu verið
reyndar hjá Harland & Wolff og
þar sýnt fram á að þær gætu borið
bátana fullhlaðna.
En af framburði Lightollers og
Lowes að dæma er eins og þeir
hafi óttazt að óttaslegnir farþeg-
amir gerðu aðsúg að þeim. Strax
og honum varð ljóst að skipið hafði
rekizt á náði Lowe sér í marg-
hleypu. Þegar um helmingur
bátanna bakborðsmegin hafði verið
sjósettur kom Wilde yfíretýrimaður
til Lightollers og spurði hann hvar
handvopnin væru geymd. Það hafði
fylgt starfí Lightollers að taka á
móti og geyma skammbyssur og
skotfæri, svo hann fór með Wilde
og skipstjórann til káetu sinnar og
afhenti þeim hvomm sína marg-
hleypuna. Lightoller ályktaði sem
svo að það „hefði komið til ein-
hverra vandræða" við bátana
stjómborðsmegin, þaðan sem Wilde
kom. Lowe skýrði rannsóknamefnd
Öldungadeildarinnar frá því að
hann hefði hleypt af skotum til að
stöðva „§olda Itala“ sem „störðu
reiðilega, næstum eins og villidýr,
reiðubúnir til að stökkva" í bátana.
Seinna gaf hann út yfirlýsingu þar
sem hann sagðist ekki hafa átt við
að „villidýrin" hafí verið ítalir; hann
hafði aðeins átt við að þeim hafí
„svipað til suðrænna þjóða".
Marghleypa Lightollere kom hon-
um einnig að gagni. Eftir að hafa
séð um sjósetningu síðasta björgun-
arbátsins fór hann fram á til að
sjósetja og fylla varabát númer 2,
sem var mun smærri. „Ég fór um
borð og fann þar þijá eða fjóra
menn sem föidu sig undir þóftun-
um.“ Tæpum aldaifyórðungi síðar
skrifaði Lightoller um þetta atvik:
„Ég vil taka það strax fram að
þetta vom hvorki Bretar né Banda-
ríkjamenn; reyndar hef ég aldrei á
ævi minni verið jafn ólýsanlega
hreykinn af enskumælandi þjóðun-
um og ég var þessa nótt. Aldrei
hefur verið gefíð betra fordæmi um
rósama, stillta og ósérplægna hug-
prýði." Þessir „fyrirhuguðu laumu-
farþegar", segir hann, voru
fljótlega afgreiddir. „Nokkrar hót-
anir, með óhlaðna byssu á lofti,
tæmdu bátinn fljótlega, svo var
farþegum hleypt um borð og hann
sjósettur."
Yfirmönnum á Titanic var frá
upphafí ljóst að ekki var rými í
bátunum fyrir alla sem um borð
voru; þeim var einnig ljóst að skort-
ur var á þjálfuðum áhöfnum á
bátana. Erfítt er að komast fram-
hjá því að álykta að þeir hafí stefnt
að því, meðvitað eða óviljandi, að
koma frá borði sem flestum far-
þegum fyreta og annars farrýmis —
sem voru hvort eð er næstir bátun-
um — áður en björgunaraðgerðir
drukknuðu í stjómlausri mann-
þröng farþega þriðja farrýmis.
Að því leyti má segja sem svo
að þeir ríku hafi haft forgang fram-
yfír þá fátæku. En hafa ber í huga
að af farþegum fyreta farrýmis
björguðust aðeins 58 af 173 körlum;
34% er ekki hátt hlutfall, þótt það
sé áberandi hærra en hlutfall karla
sem björguðust af öðrum farrým-
um. Peningar dugðu ekki til; margir
þeirra auðugustu og nafntoguðustu
drukknuðu, þeirrá á meðal Astor
ofursti. Wilfred Scawen Blunt rit-
höfundur og ævintýramaður skráði
í dagbók sína að ef einhver þyrfti
að drukkna, væri bezt að það yrðu
ensk-amerísku auðkýfíngamir.
Þetta var heimskuleg hugmynd, og
án efa ríkjandi hjá mörgum. En hún
samrýmdist ekki þá, og gerir ekki
enn, þeirri skoðun að allir auðmenn-
imir hafí fengið forgangsþjónustu.
Bókin The Titanlc — Full Story of a
Tragedy er gefin út af Bodley Head
f London og kostar 12,95 pund.