Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 9 HUGVEKJA „Fylg þú mér“ - eftir ÓSKAR JÓNSSON IEkki þurfa heilbrigÖir lceknis við, held- ur þeir; sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara. Texti: Mark. 2,14-17. Jesús var á göngu og sá hann þá Levi Alfeusson sitja hjá toll- búðinni, og hann segir við hann: „Fylg þú mér.“ Og hann stóð upp og fylgdi honum. Þijú guðspjallanna segja frá sama atburðinum. Sjálfsagt hefur það vakið mikla athygli að Levi skyldi standa upp, yfirgefa allt eins og Lúkas heldur fram, og fylgja Jesú. Levi hefur skrifað eitt af guð- spjöllunum og þar kallar hann sig Metteus, sem þýðir „Guðs gjöf“. Levi bjó Jesú veislu mikla í húsi sínu og hann segir sjálfur að margir tollheimtumenn og ber- syndugir hafi komið og sest þar með Jesú og lærisveinum hans. Levi hafði boðið starfsfélögum sínum, kunningjum og öðrum, sem hann vildi láta kynnast Jesú. Farisearnir létu ekki standa á sér með aðfinnslumar, þeir voru alltaf að njósna um Jesúm og sögðu við lærisveina hans: „Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum." Jesús heyrði þetta og svaraði þeim: „Ekki þurfa heil- brigðir læknis _við, heldur þeir, sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur synd- ara. Jesús er hinn mikli læknir sem gjörþekkir alla sjúkdóma og hjálp- ar öllum sem leita til hans. Hann kom ekki fyrst og fremst til að lækna líkamleg mein, heldur and- leg, lækna sálina. Ó, hve sælan er hrein, ó, hve sælan er hrein, sem hjá Frelsara minum ég fann. Hann er læknirinn góði, sem græðir öll mein. Bezti vinur í heimi er Hann. (D. Welander.) Jesús segir: „Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ Jóh. 8,12. Þeir sem fylgja Jesú, fylgja hon- um á vegi sjálfsafneitunar, hlýðni og bænasamfélags. Fylgja honum í þjónustu fyrir líðandi heim. Þegar Jesús kallaði fyrstu læri- sveina sína var hann á gangi við Galileuvatn, og sá Símon og Andr- és bróður Símonar, vera að kasta netum í vatnið, en þeir voru fiski- menn. Jesús sagði við þá: „Komið og fýlgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.“ Jesús gerði Símon að Pétri, klettinum óbifan- lega, sem hann gat treyst fyrir söfnuði sínum. Hann gerði Leví, tollheimtumanninn, að Matteusi, Guðs gjöf. Hann gerði einnig Sál frá Tarsus að Páli postula. Við, sem kölluð erum til fylgdar við Jesúm Krist, eigum áfram- haldandi að boða fagnaðarerindið í mildi, krafti og kærleika, boða það hreint og ómengað, svo við getum unnið mannsálir fyrir Krist. Matteus skrifaði í guðspjallið allt það sem hann gat munað af því sem Jesús sagði og gerði þessi fáu ár sem þeir voru saman. Hann endar guðspjallið á trúboðsskip- uninni sem Jesús gaf þeim á fjallinu í Galileu, eftir upprisuna: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum ... Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda verald- ar.“ Matt. 28,19—20. Það er mikilvægt að geta sagt: Ég hef valið að fylgja Jesú. Það er þó meira að vita að hann hefur valið mig að fyrra bragði. Jesús segin „Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan.“ Jóh. 15,16. Ekki hlýðnuðust allir, sem Jes- ús kallaði til fylgdar við sig. Maður kom hlaupandi, féll á kné fyrir Jesú og spurði: „Góði meist- ari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Þeir áttu góð- ar samræður um boðorðin, sem maðurinn sagðist hafa haldið frá æskuárum sínum, síðan stendur: Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: „Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt. og gef fátækum, og munt þú fjár- sjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér.“ En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir. Pétur sagði við Jesúm: „Vér yfirgáfum allt og fylgdum þér.“ Jesús sagði: „Sannlega segi ég yður, að enginn hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, móður eða föður, börn eða akra vegna mín og fagnaðarerindisins, án þess að hann fái hundraðfalt aft- ur .. . og í hinum komandi heimi eilíft líf.“ Mark. 10,17-21. Vinur, á þig Kristur kallar. „Kom þú skjótt, og fylg þú mér, ennþá bíð ég, óðum líður ævin þin, kom, flyttu þér.“ S.GJ. Notaðir varahlutir í sendi- og flutningabíla fyrirliggjandi. K.N. Lastvognsgenbrug. Sími 45 3 78 00 15. XJöfóar til JQ fólks í öllum starfsgreinum! Lítið útgáfufyrirtæki leitar að hentugu 70—100 fm skrifstofuhúsnæði í Reykjavík undir starfsemi sína. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Faxprúður — 1625“ fyrir 30. september eða pósthólf 8133. FjARFESTINGARFElAGIÐ UERÐBREFAMARKAÐURINN 21. SEPTEMBER 1986 Veðskuldabréf - verðtryggð Lánst. 2 atb. áárl Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2 ár 4% 91 90 88 3 ár 5% 90 87 85 4ár 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 78 6ár 5% 83 79 76 7 ár 5% 81 77 73 8 ár 5% 79 75 71 9ár 5% 78 73 68 10 ár 5% 76 71 66 Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 1 afb. áári Sölugengi m/v. mism. nafnvextí 20% HLV 15% 1 ár 89 84 85 2ár 81 72 76 3ár 74 63 68 4 ár 67 56 61 5ár 62 50 56 KJARABRÉF Gengl pr. 19/9 1986 = 1,69e Nafnverð 5.000 50.000 Söluverð 8.490 84.900 I DAG BJÓÐUM VIÐ ÞÉR BETRI KOSTINIM, - SPARISKÍRTEINI MEÐ 7,5% ÁRSVÖXTUM. Við bjóðum þér Spariskírteini Ríkissjóðs með hærri vöxtum. fjármál þín - sárgrein okkar Fiárfestinnarfélan Íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Revkiavík ® (91) 98566. ® (91) 28506 sfmwari allan sólarhringirm 7,5% 6,5% vextir vextir hjá okkur hja Riklssjóði Sklptlbref R.klujóös Ekfrl flokkar Spartskirtrirtó RiklisJóðj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.