Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR. 21. SEPTEMBER 1986
29
Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri:
„Ottast samninga um rekst-
urinn á kostnað neytenda“
— seg-ir Haukur Hjaltason, forstjóri Dreifingar sf.
„Ég óttast mest að gera eigi
samninga milli ríkisvaidsins,
kartöfluframleiðenda, KEA og
Agætis um áframhaldandi rekst-
ur kartöfluverksmiðjunnar á
Svalbarðseyri á kostnað neyt-
enda og bæta eigi enn frekari
tollaálögum á þá en orðið er,“
sagði Haukur Hjaltason, forstjóri
Dreifingar sf., í samtali við
Morgunblaðið.
„Neytendur eru blekktir til að
réttlæta 200% jöfnunargjaldsheimild
landbúnaðarráðherra frá því í vor.
Þeir eru látnir greiða niður, í inn-
flutningnum, innlenda framleiðslu,
sem menn telja misjafna að gæðum.
A innflutt grænmeti og frystivöru,
m.a. kartöflur, er lagt 114% jöfnun-
ar-, tolla- og vörugjald ofan á verð
komið til Reykjavíkur. Kartöflumar
kosta tilbúnar út úr verksmiðju er-
lendis um og innan við 30 krónur
kg og innlenda framleiðslan hér
heima um 100 krónur. Innlendir
framleiðendur verða hinsvegar að
aðlaga sína framleiðslu að kröfum
markaðarins, ellegar hætta fram-
leiðslu. Við erum með samninga við
EFTA og jafnframt erum við í tolla-
bandalagi, GATT, þar sem kveðið
er á um að lækka aðflutningsgjöld,
en í stað þess sökkvum við Islending-
ar sífellt dýpra niður í tollamúrana
þrátt fyrir loforð um tollalækkanir.
Það sem gerist er að tollum er breytt
yfir í vörugjöld og síðan í ákveðin
jöfnunargjöld.“
Staðfest var við forsætisráðherra
og landbúnaðarráðherra á ráðherra-
fundi hér í vor að erlenda varan
væri ekki niðurgreidd. „Því eru það
helber ósannindi að bera það á borð
fyrir íslenska neytendur að varan
sé niðurgreidd erlendis. Innfluttar
kartöflur eru markaðs- og samnings-
vara við framleiðendurna. Verð
hennar fer nákvæmlega eftir fram-
boði hveiju sinni. Við bændurna er
gerður ákveðinn langtímasamningur
um 60 til 70% magnsins, sem verk-
smiðjurnar kaupa og síðan kaupa
þær venjulega 30 til 40% á frjálsum
markaði. Þá vita bændur hvað þeir
eiga að setja mikið niður hverju
sinni. Síðan vilja þeir gjarnan sjálfir
selja nokkurt magn á frjálsum mark-
aði og taka þá áhættuna með hvort
varan lækkar eða hækkar í verði,“
sagði Haukur.
Nú þegar er búið að leggja 40%
jöfnunargjald á innflutninginn þrátt
fyrir loforð Steingríms Hermanns-
sonar og Jóns Helgasonar um að
jöfnunargjaldi yrði ekki beitt nema
sannað væri að varan væri niður-
greidd erlendis. „Mér fínnst nú nóg
komið og það nýjasta er sú stað-
hæfing Bjarna Hafþórs Helgasonar
hjá KEA í Morgunblaðinu um að
ríkisvaldið verði að koma til móts
við kartöfluverksmiðjuna á Sval-
barðseyri svo henni verði gert kleift
að starfa áfram. Það er búið að vera
að lappa upp á þetta í 6-7 ár og
mér er m.a.s. sagt að innlendir fram-
leiðendur greiði vörugjöld sín til
jafns við innflutninginn í formi
skuldaviðurkenningar og óvíst sé
hvort eða hvenær sú skuld sé greidd
og þetta láti tollayfirvöld viðgang-
ast. Innflytjendur þurfa hinsvegar
að greiða 24% vörugjald áður en
varan er leyst út úr tolli. Samkvæmt
lögum um vörugjald er vörugjald
ákveðið á tollflokka og leggst þá
vörugjaldið jafnt á innlenda fram-
leiðslu sem innflutning," sagði
Haukur að lokum.
Nú er að hefjast hjá okkur byrjendanámskeið í af-
gerandi sjálfsvörn jafnt fyrir dömur sem herra.
Nemendum gefst kostur á að sameina hug og
hönd i æfingum og einnig að auka styrk og þol.
Eldri, nemendur að sjálfsögðu velkomnir.
Ath. Takmarkaður fjöldi nemenda. Aldurstakmark
14 ár.
Upplýsingar í síma 15632 eftir kl. 12.00.
BAUKURINN,
KJÖRBÓKINOG
LANDSBANKINN
HJÁLPA ÞÉR
AÐNÁENDUM
SAMAN
Þegar lítið fólk ræðst í stórar
fjárfestingar er gott að minnast
þess að margt smátt gerir eitt
stórt. Smámynt sem safnað er
í sparibauk og síðan lögð á
Kjörbók stækkar og ávaxt-
ast hraðar en þig grunar.
Bangsa baukurinn fæst í öllum
sparisjóðsdeildum Lands-
bankans. Þegar spariféð úr
honum er lagt inn er Kjörbók-
tölurnar hækka og að lokum
ná endar saman.
Kennum börnunum okkar að
spara peninga og ávaxta þá,
það er gott veganesti og
gagnlegt.
in vísasta leiðin að settu _Apy LSIlClSbðnKÍ
marki. Barnið, baukurinn og Mk Islands
bankmn leggjast a eitt; . ÆmJk BankiallralandsmannaMOOár