Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.09.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR. 21. SEPTEMBER 1986 29 Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: „Ottast samninga um rekst- urinn á kostnað neytenda“ — seg-ir Haukur Hjaltason, forstjóri Dreifingar sf. „Ég óttast mest að gera eigi samninga milli ríkisvaidsins, kartöfluframleiðenda, KEA og Agætis um áframhaldandi rekst- ur kartöfluverksmiðjunnar á Svalbarðseyri á kostnað neyt- enda og bæta eigi enn frekari tollaálögum á þá en orðið er,“ sagði Haukur Hjaltason, forstjóri Dreifingar sf., í samtali við Morgunblaðið. „Neytendur eru blekktir til að réttlæta 200% jöfnunargjaldsheimild landbúnaðarráðherra frá því í vor. Þeir eru látnir greiða niður, í inn- flutningnum, innlenda framleiðslu, sem menn telja misjafna að gæðum. A innflutt grænmeti og frystivöru, m.a. kartöflur, er lagt 114% jöfnun- ar-, tolla- og vörugjald ofan á verð komið til Reykjavíkur. Kartöflumar kosta tilbúnar út úr verksmiðju er- lendis um og innan við 30 krónur kg og innlenda framleiðslan hér heima um 100 krónur. Innlendir framleiðendur verða hinsvegar að aðlaga sína framleiðslu að kröfum markaðarins, ellegar hætta fram- leiðslu. Við erum með samninga við EFTA og jafnframt erum við í tolla- bandalagi, GATT, þar sem kveðið er á um að lækka aðflutningsgjöld, en í stað þess sökkvum við Islending- ar sífellt dýpra niður í tollamúrana þrátt fyrir loforð um tollalækkanir. Það sem gerist er að tollum er breytt yfir í vörugjöld og síðan í ákveðin jöfnunargjöld.“ Staðfest var við forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra á ráðherra- fundi hér í vor að erlenda varan væri ekki niðurgreidd. „Því eru það helber ósannindi að bera það á borð fyrir íslenska neytendur að varan sé niðurgreidd erlendis. Innfluttar kartöflur eru markaðs- og samnings- vara við framleiðendurna. Verð hennar fer nákvæmlega eftir fram- boði hveiju sinni. Við bændurna er gerður ákveðinn langtímasamningur um 60 til 70% magnsins, sem verk- smiðjurnar kaupa og síðan kaupa þær venjulega 30 til 40% á frjálsum markaði. Þá vita bændur hvað þeir eiga að setja mikið niður hverju sinni. Síðan vilja þeir gjarnan sjálfir selja nokkurt magn á frjálsum mark- aði og taka þá áhættuna með hvort varan lækkar eða hækkar í verði,“ sagði Haukur. Nú þegar er búið að leggja 40% jöfnunargjald á innflutninginn þrátt fyrir loforð Steingríms Hermanns- sonar og Jóns Helgasonar um að jöfnunargjaldi yrði ekki beitt nema sannað væri að varan væri niður- greidd erlendis. „Mér fínnst nú nóg komið og það nýjasta er sú stað- hæfing Bjarna Hafþórs Helgasonar hjá KEA í Morgunblaðinu um að ríkisvaldið verði að koma til móts við kartöfluverksmiðjuna á Sval- barðseyri svo henni verði gert kleift að starfa áfram. Það er búið að vera að lappa upp á þetta í 6-7 ár og mér er m.a.s. sagt að innlendir fram- leiðendur greiði vörugjöld sín til jafns við innflutninginn í formi skuldaviðurkenningar og óvíst sé hvort eða hvenær sú skuld sé greidd og þetta láti tollayfirvöld viðgang- ast. Innflytjendur þurfa hinsvegar að greiða 24% vörugjald áður en varan er leyst út úr tolli. Samkvæmt lögum um vörugjald er vörugjald ákveðið á tollflokka og leggst þá vörugjaldið jafnt á innlenda fram- leiðslu sem innflutning," sagði Haukur að lokum. Nú er að hefjast hjá okkur byrjendanámskeið í af- gerandi sjálfsvörn jafnt fyrir dömur sem herra. Nemendum gefst kostur á að sameina hug og hönd i æfingum og einnig að auka styrk og þol. Eldri, nemendur að sjálfsögðu velkomnir. Ath. Takmarkaður fjöldi nemenda. Aldurstakmark 14 ár. Upplýsingar í síma 15632 eftir kl. 12.00. BAUKURINN, KJÖRBÓKINOG LANDSBANKINN HJÁLPA ÞÉR AÐNÁENDUM SAMAN Þegar lítið fólk ræðst í stórar fjárfestingar er gott að minnast þess að margt smátt gerir eitt stórt. Smámynt sem safnað er í sparibauk og síðan lögð á Kjörbók stækkar og ávaxt- ast hraðar en þig grunar. Bangsa baukurinn fæst í öllum sparisjóðsdeildum Lands- bankans. Þegar spariféð úr honum er lagt inn er Kjörbók- tölurnar hækka og að lokum ná endar saman. Kennum börnunum okkar að spara peninga og ávaxta þá, það er gott veganesti og gagnlegt. in vísasta leiðin að settu _Apy LSIlClSbðnKÍ marki. Barnið, baukurinn og Mk Islands bankmn leggjast a eitt; . ÆmJk BankiallralandsmannaMOOár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.