Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 33
aser JiaðMaT'wg rs: suJOAauwvu?. .aia/uayjJOUOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 Meðlimir Septem-hópsins. að því, að ekki skuli vera meira um umbrot, hræringar og stökkbreyt- ingar í list þessara manna. En því er til að svara, að öllu meiri breyt- ingar má merkja í verkum flestra þeirra en t.d. norrænna starfs- bræðra er fetað hafa svipaða braut, og sem eru þó með best metnu myndlistarmönnum þjóða sinna. Hér hefur orðið einhver öfug- þróun á listmati, sem skrifa má að nokkru á óhóflega nýjungagimi landans, sem á fátt skylt með eðli- legri framrás og þroska, enda er þessum nýjungum fljótlega varpað fyrir róða, líkast sem þær hafi aldr- ei verið til. Slíkt er meira í ætt við hráa eft- iröpun en eðlilega þróun, enda komast viðkomandi sjaldnast í sam- band við hinar dýpri og uppruna- legu lífæðar myndlistarinnar. Það er mikilsvert að kunna að rækta sinn garð vel og hafa hug- rekki til þess hvað sem hver segir og þrátt fyrir að það kosti tíma- bundinn andróður. Ekki ætla ég að tíunda framlag einstakra í þessu skrifi mínu og bíð hér frekar næstu sýningar. Og varðandi fimmtándu sýningu listahópsins, sem markar nokkur tímamót, og sem væntanlega verður á Kjarvalsstöðum að ári, teldi ég tilvalið að útbúa sérstök kennslu- gögn til útgáfu fyrir skólana. Þetta atriði, sem tíðkast varðandi allar meiriháttar sýningar víða á meginlandinu, er trúlega óþekkt fyrirbæri hér, en myndi stuðla að meiri áhuga æskufólks á íslenzkri myndlist og jafnframt að því, að hreinar og ómengaðar upplýsingar um það, sem er að gerast á íslenzk- um myndlistarvettvangi, berist í hendur barna og unglinga. Yrði til umhugsunar og rökræðu innan skólaveggja, en myndlistarfræðsla stendur þar mjög höllum fæti. Sýning Septem-hópsins er ágætt tillag til listflóru haustsins og er sjálfsagt að mæla með innliti í Gall- erí Islenzk list næstu vikurnar, en sýningin stendur út mánuðinn. Sunnutindur seldi vel: Þriðja hæsta meðalverð á árinu SUNNUTINDUR SU seldi 95,5 tonn í Grimsby á fimmtudag fyr- ir rúmar 6,8 milljónir króna. Aflinn, sem var að mestu þorsk- ur, fór á 71,33 krónur að meðalverði, sem er þriðja hæsta meðalverð það sem af er þessu ári. Náttfari RE seldi 77 tonn í Hull á fímmtudag fyrir rúmar 5 milljón- ir króna að meðalverði 65,33 krónur. Þá seldi Snorri Sturluson RE 213 tonn í Bremerhaven á mið- vikudag og fimmtudag fyrir tæpar 9.4 milljónir króna að meðalverði 44,12 krónur. Tvö skip seldu erlendis á föstu- dag, Ýmir HF í Hull, 107 tonn fyrir rúmar 6,2 milljónir að meðalverði 58,26 krónur. Þá seldi Már SH 130 tonn í Bremenhaven fyrir rúmar 4.5 milljónir eða 34,90 að meðal- verði. Góð loðnuveiði: Níu þúsund tonn á hálf- um sólarhring GÓÐ veiði var á loðnumiðunum frá miðnætti aðfaranótt föstu- dags og fram á miðjan föstudag. Þrettán skip tilkynntu um afla, samtals 8.910 tonn. Mestan afla hafði Sigurður RE, 1.380 tonn. Svanur RE var með 740 tonn, Ljósfari RE 540 tonn, Harpa RE 560 tonn, Magnús NK 540 tonn, Skarðsvík SH 610 tonn, Þórshamar GK 530 tonn, Albert GK 600 tonn, Hákon ÞH 770 tonn, Guðrún Þorkelsdóttir SU 680 tonn, Súlan EA 770 tonn, Guðmundur Ólafur ÓF 610 tonn og Örn KE 580 tonn. Sólarhringinn þar á undan til- kynntu fimm loðnuskip um afla, samtals 3.480 tonn. Þau voru: Bergur VE 530 tonn, Pétur Jónas- son RE 850 tonn, Jón Kjartansson SU 1.100 tonn, Þórður Jónasson EA 400 tonn og Huginn VE 600 tonn. Þegar valin er PC tölva jDarf að mörgu að gæta. Þeir sem kynna sér kosti ISLAND PC þurfa ekki að leita lengur. Þeir hafa cinfaldlega fundið svarið við óskum smum. ISLAND PC og AT eru einstaklega ódýrar og fjölhæf- ar. Og ekki spillir þjónustan! Allar nánari upplýsingar í síma 27333.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.