Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.09.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1986 59 radauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar w söiu Til sölu Til sölu er úr þb. Reykhólaskips hf. flutninga- skipið ms. Helgey. Skip þetta er smíðað 1973 í Austur-Þýskalandi. Samkv. núgildandi mælingu telst það 200,55 tn. en samkv. eldri 651 tn. Skip þetta liggur í suðurhöfn Hafnar- fjarðar og selst í því ástandi sem það er í í dag. Tilboð óskast send til undirritaðs fyrir kl. 17.00, 7. október. Fh. þrotabús Reykhólaskips hf., Skarphéðinn Þórisson hrl., bústjóri, Pósthússtræti 13, Reykjavík. sími 28188. Kaffibrennsla + bíll Til sölu vélar í kaffibrennslu. Framleiðslu- magn 50 kg. á klst. Lada Sport árg. 1979, ekinn 83 þús. km. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Mílos hf. Grensásvegi 46. Sími 33410 og 641692. Söluturn í Breiðholti Til sölu söluturn í Breiðholti, húsnæðið fylgir í sölu. Upplagt fyrir fjölskyldu. Góð álagning. Gott verð. Upplýsingar veitir Lögtak hf. innheimtuþjónusta, Laugavegi 63, sími 621697. Verslun Öll tæki, innréttingar og vélar til sölu úr matvöruverslun í Reykjavík. Seljist helst í einu lagi. Upplýsingar í síma 92-6677. Fyrirtæki ífullum rekstri Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar ef viðunandi tilboð fæst, ein glæsilegasta heilsuræktarstöð landsins „Heilsusport" á Selfossi. Upplýsingar í síma 99-1545 eftir kl. 17.00 næstu daga. Bílasala Til leigu á besta stað í Skeifunni 500 fm húsnæði fyrir bílasölu. Tilboð sendist augldeild Mbl. fyrir 25. sept. 1986 merkt: „Bílasala — 5998“. Tilkynning til atvinnurek- enda og launþega á félagssvæði Dagsbrúnar Á síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt að hækka félagsgjaldið úr 0,9% í 1 % af sama kaupstofni og greitt er af til sjúkra- og orlofs- sjóðs þ.e. af öllum greiddum launum. Frá og með 1. október nk. breytist því félags- gjaldainnheimtan þannig að draga skal 1% frá öllum launum verkamanna sem vinna hjá viðkomandi atvinnurekanda. Skil til félagsins skulu eiga sér stað mánaðarlega. Verkamannafélagið Dagsbrún. Styrkirtil náms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og rannsóknastarfa í Sambandslýðveldinu Þýskalandi á námsárinu 1987-88: 1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækj- endur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. 2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunám- skeið sumarið 1987. Umsækjendur skulu hafa lokið eins árs háskólanámi og hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. 3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til náms- dvalar og rannsóknastarfa um allt að fjögurra mánaða skeið. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. Menn tamálaráðuneytið, 17. september 1986. Styrkir til náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1987-88. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem ein- göngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Styrkfjárhæðin er 3.755 sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík, en umsóknir skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðublöð fram til 1. desember nk., en frestur til að skila umsóknum er til 15. janúar 1987. Menntamálaráðuneytið, 17. september 1986. Hafnarfjörður — atvinnulóðir Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir fyrir iðnað og annan atvinnurekstur. Nokkrar lóðir (á Hvaleyrarholti og við Kaplakrika) eru þegar byggingahæfar, aðrar verða bygginga- hæfar á næstunni. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld og skilmála. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en 3. okt. nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur. Auglýsing frá skilanefnd Söfnunarsjóðs íslands Með vísan til laga nr. 31 frá 2. maí 1986 til- kynnist hér með, að Söfnunarsjóði íslands hefur verið slitið og starfsemi hans hætt. Eignir, skuldir og eigið fé sjóðsins hefur ver- ið afhent Landsbanka íslands í samræmi við ákvæði ofangreindra laga. Eigendum inni- stæðufjár í Söfnunarsjóðnum er bent á að snúa sér til sparisjóðsdeildar Landsbanka íslands, Austurstræti 11, Reykjavík, og fá þar afhentar nýjar sparisjóðsbækur gegn framvísun eldri bóka. í sparisjóðsdeild Landsbankans verða ennfremur veittar upp- lýsingar um málefni Söfnunarsjóðsins. Reykjavík, 20. september 1986, I skilanefnd Söfnunarsjóðs íslands, Þorgeir Örlygsson, Sigurbjörn Sigtryggsson. Tilkynning til eigenda fasteigna í Ölfushreppi Hér með er skorað á þá greiðendur fast- eignagjalda í Ölfushreppi, álögðum 1986, sem enn skulda gjöldin að greiða þau nú þegar á skrifstofu Olfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn. Að liðnum 30 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar verður krafist nauðungaruppboðs á þeim eignum sem þá verða í vanskilum, skv. heimild í lögum um tekjustofna sveitarfé- laga og 1. gr. laga nr. 49/1951 um sölu lögveðs án undangengins lögtaks. Sveitarstjóri Ölfushrepps Tilkynning frá félags- málaráðuneytinu Skrifstofur félagsmálaráðuneytisins verða lokaðar mánudaginn 22. september nk. vegna flutnings úr Arnarhvoli í Hafnarhúsið í Reykjavík. Skrifstofur ráðuneytisins eru frá og með 23. september á 4. hæð í Hafnarhúsinu. Síma- númer ráðuneytisins 25000 er óbreytt. Félagsmálaráðuneytið 19. sept. 1986. Styrkir til sérfræði- þjálfunar í Bretlandi Samtök breskra iðnrekenda, Confederation of British Industry, veita árlega nokkra styrki til þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja í Bret- landi. íslendingum gefst kostur á að sækja I um slíka styrki fyrir tímabilið 1987-88, en | ekki er vitað fyrirfram hvort styrkur kemur í hlut íslands að þessu sinni. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi í verkfræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu í enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn sem hafa starfað 1-4 ár að loknu prófi en hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu í Bret landi. Eru þeir styrkir veittir til 1-11 árs og eiga að nægja fyrir eðlilegum dvalarkostnaði einstaklings, auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferðakostnaður til og frá Bret- landi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum, sem ekki hafa minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi og hafa hug á að afla sér þjálf- unar á sérgreindu tæknisviði. Þeir styrkir eru veittir til 4-12 mánaða og er ætlað að nægja fyrir dvalarkostnaði einstaklings en ferða- kostnaður er ekki greiddur. Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember nk. Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsing- um fást í ráðuneytinu. Menn tamálaráðuneytið, 17. september 1986. ýmislegt Söngfólk Kirkjukór Laugarneskirkju getur bætt við söngfólki í allar raddir. Meðal verkefna vetrarins eru: Allraheilagra- messa e. Egil Hovland, Gaudete e. Anders Öhrwall og Gloria eftir Vivaldi. Nánari uppl. hjá Þresti Eiríkssyni organista, s. 34516 (Laugarneskirkja) og 30747 (heima). íþróttasalur Höfum nokkra lausa tíma á milli kl. 8.00 og 15.00 fyrir alhliða íþróttastarfsemi svo sem badminton, boltaíþróttir o.fl. í einum full- komnasta íþróttasal landsins miðsvæðis í Reykjavík. Upplýsingar í síma 28551.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.