Morgunblaðið - 27.09.1986, Page 15

Morgunblaðið - 27.09.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 15 meðaleyðslan er og hve langt er hægt að komast á því bensíni sem er á tankinum. Klukkan getur verið skeiðklukka og á sama tíma er hægt að sjá hitastigið úti eða inni. Utvarp með sjálfvirkum stöðvaleit- ara og segulbandi sér fyrir tónlist eða töluðu máli og skilar um sex hátalara. Sérstök þokuljós eru und- ir stuðara að framan og á hurðar- jöðrum innanverðum eru ljós til aðvörunar þegar hurðir eru opnað- ar. A hliðum eru svo öflugir hlífðar- listar. En, þetta er aðeins það sem sést. Hitt er e.t.v. meira um vert sem hulið er auganu og vinnur sín verk án þess að vart verði að nokkuð sé að gerast. Þar kemur tölvutæknin mjög við sögu. Áður var minnst á ABS-hemlana. Þeim er stjómað af tölvu sem vinnur úr upplýsingum á millisekúndum og gerir það þannig að naumast er hægt að finna þegar hemlunarátakinu er jafnað á hjólin. Þá er vélin að verulegu leyti undir tölvustjóm og er það til þess gert að ná sem mestu afli út úr henni með lágmarks bensíneyðslu. (Tölv- an sýndi allt niður í 12 lítra á hundraði á 200 km hraða!). T.d. er lokað fyrir bensínstrejmii í vélina hvenær sem hemlað er eða inngjöf sleppt. Víðtækt viðvömnarkerfi gerir störf tölvunnar sýnileg þegar eitthvað fer úrskeiðis. Meðal þess sem aðvörunarkerfið nær til er ef hurð fellur ekki að stöfum, ef tank- lok er opið, ef hemlaklossar (diskar á öllum hjólum, hvað annað!) eru slitnir og birtast upplýsingar sem ljós í mælaborðinu. Mælaborðið er vel sýnilegt og gott að fylgjast með þeim upplýs- ingum sem þar birtast, þótt þurfi að kasta á það auga við hraðan akstur. 5 gerðir véla Scorpio er fáanlegur með fimm gerðum véla, 1.8 OHC í CL- og GL-gerðunum (90 hö.), einnig í sömu gerðum 2.0 OHC (105 hö.) sem valkostur eða 2.0 OHC EFI (rafstýrð innspýting, 115 hö.), sú vél er venjulega í Ghia-bílnum. 2.8 V6 EFI er síðan í 4x4-bflnum og um leið valkostur í Ghia og var í þeim sem ég prófaði. 2.8 vélin er 150 hö. Að auki er hægt að fá CL og GL með 69 hestafla dieselvél. Þannig er umhorfs innandyra í Scorpio Ghia. Vandaður frágangur og ríkuleg þægindi eru aðalsmerki þessa bOs ásamt tæknOegri fuHkomnun. Á þessum slóðum er eins og á íslandi, fagurt um að litast og gott að geta notið útsýnisins. Scorpio býður upp á það úr öllum sætum og þegar þægindin eru höfð í huga, þá er þessi bfll aldeilis kjörinn til þeirrar náttúruskoðunar sem svo oft fer fram í gegnum bflgluggana. Að lokum Hraðakstursbflar eru frábrugðnir þessum venjulegu vinnujálkum sem við í daglegu tali köllum góða bfla og eru það, þ.e. til síns brúks, sem er að flytja okkur á þokkalega þægilegan máta á milli staða. Mis- munurinn er meiri en sýnilegur er í fljótu bragði, þar er ekki einungis um að ræða dýrari efni í klæðningu eða stæl í útliti. Ford Scorpio Ghia er gott dæmi um bfl af því tagi sem uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi og þægindi í akstri og er að auki búinn ríkulega með munað. Tæknileg full- komnun og vandaður frágangur eru einkenni hans og skipa honum í flokk þeirra útvöldu bfla sem ráða við jafnt vinstri akrein þýskra hrað- brauta sem þrönga sveitavegi með hvað mestum sóma. Þrátt fyrir kostina er Scorpio þó tiltölulega „ódýr“ bfll, mundi líklega kosta á bilinu 1200—1500 þús. kr. hér á landi og þykir ekki mikið miðað við aðra sambærilega bfla. V6-vélin er afldijúg, aðeins 4000 snún. á mínútu skiluðu bflnum áfram á 200 km hraða í toppgír. Þar kom við sögu sjálfskipting með læstum toppgír. Hann er þó ekki fulllæstur, því að ef á þarf að halda skiptir hann niður og voru við- brögðin óaðfínnanleg þegar þess þurfti með. En þrátt fyrir heil 150 hestöfl er helsti veikleiki Scorpio samt fólginn í vélaraflinu, þ.e. þeg- ar snöggrar hröðunar er þörf. Þá var hann latur nokkuð eða eigum við að segja að viðbrögðin hafi ve- rið með hraða sem hæfir aðalborinni tign? í sveitinni í þýsku sveitinni, nánar tiltekið suður í Bæjaralandi, fóru vegið að mjókka og reyndi þá á fleira en hraðaksturshæfni bflsins. Ekið var í gegnum bæi og upp um hæðir og hóla þar sem sífellt þurfti að auka og minnka hraðann á víxl, hemlam- ir fengu að strita og fjaðrimar að sýna alla sína kosti. I bæjunum var einkar þægilegt að hafa sjálfskiptinguna, hún er ómissandi við slíkar aðstæður og þegar læstur toppgír er að auki, þá er jafnframt búið að yfirvinna þann ókost sem sjálfskiptingum fylgdi áður, að vera eyðsluaukandi á langkeyrslu. Scorpio nýtur sfn afbragðs vel á þröngum og krókóttum sveitaveg- um þar sem vel þarf að vera á verði og bestur var hann ef flýtir var í for. Þá fékk vélin notið sín í þrengsl- unum og fjöðrun og hemlar unnu óaðfinnanlega. Ford Scorpio Ghia Helstu tölur Slagrúmmál cm* Afl. hö/sn.mln. Togkraftur Nm/sn.mín. ViðbragfþO—100 km klst., sek. Hámarkshraði km/klst. Eyðsla (5 gíra beinsk.) Iítrar/100 km 90 km/klst. 120 km/klst. bæjarakstur Lengd mm Breidd mm Hæð mm Dekk 2.0 vél 2.8 vél 1993 2792 115/5500 150/5800 160/4000 219/3000 10,6 9,6 193 208 6,6 7,4 8,2 9,4 9,3 11,5 4669 1760 1392 185/70 VR14 Breiðholts verður til sýms sunnudaginn 28. sept. 1986 kl. 14—17 Kirkjusmiðurinn Örn Erlendsson skýrir út og kynnir bygg- ingaframkvæmdir. Kvenfélag Breiðhoits býður upp á kaffiveitingar. Styðjum kirkju- bygginguna Ábyrgð hf. • Búnaðarbankinn Mjóddinni ( holtsútibú # Verzlunarbankinn Breiðholti Allir velkomnir Iðnaðarbankinn # Landsbankinn Breið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.