Morgunblaðið - 27.09.1986, Page 17

Morgunblaðið - 27.09.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 17 lögfræði, læknisfræði og guðfræði, að það séu aðeins kennslugreinar, en hin íslensku fræði aftur á móti vísindagrein við okkar háskóla. Það eru ekki gerðar þær kröfur til há- skólakennaranna í fyrmefndum greinum, að þeir séu sjálfstæðir vísindamenn, heldur aðeins, að þeir geti miðlað íslenskum embættis- mannaefnum þeim fróðleik og kunnáttu, sem þeim er nauðsynleg, hveijum í sínu starfí. En aftur á móti er sú krafa gerð til háskólakenn- arans í íslenskum fræðum, að hann standi í broddi fylkingar þeirra vísindamanna, sem íslensku og nor- ræn fræði stunda. Það á að vera okkur metnaðarsök, að Háskóli Is- lands leggi hið besta til vísindanna á þessu sviði. Við verðum að gera okkur ljósa grein fyrir því, í hvaða efni við getum staðið öðrum þjóðum á sporði, þrátt fyrir fátækt og fólks- fæð, og hvar okkur þýðir að keppa við stærri þjóðir og auðugri." Þau urðu afdrif frumvarps Jóns Þorlákssonar um spamað í embættis- mannahaldi Háskólans, að mennta- málanefnd neðri deildar gerði á því nokkrar breytingar, en síðan var það samþykkt með 18 atkvæðum gegn 4. Það komst hins vegar ekki til umræðu í efri deild fyrir þinglausnir og var ekki rætt á þinginu 1925 — og er þar með úr sögunni. Mér er ekki gáanlegt neitt í þessu frumvarpi, hvorki í upprunalegri gerð né endanlegri og ekki heldur í ræðurn flutningsmanns þess á Alþingi, sem getur gefið tileftii til að álykta, að Jón Þorláksson hafi viljað „skerða hag Háskólans svo ákaflega að jafna mátti við að skólinn væri lagður nið- ur.“ Þorsteini Gylfasyni verður tíðrætt um nauðsyn vísindalegrar hugsunar. Sú hugsun hefur ekki náð til skrifa hans um Jón Þorláksson. Höfundur er rithöfundur. Mynd/Kr. Guðstcinsson DVERGLILJUR Crocus Dvergliljur eða krókusar eins og þær eru oftast nefndar, eru lágvaxnar jurtir, sem blómstra snemma að vorinu og eru meðal fyrstu vorblóma í garðinum. Dvergliljur eru hnúðjurtir af Sverðliljuættinni og hafa margar þeirra reynst harðgerðar og langlífar. Algengust eru stór- blóma afbrigði af tegundinni Crocus vemus, sem vex villt um stóran hluta S- og Miðevrópu, oft hátt til fjalla. Vegna þess hve breytileg þessi tegund er hefur henni verið skipt í tvær undirteg- undir, önnur er með allstór oftast fjólublá eða röndótt blóm, en hin undirtegundin er smágerðari og oftast með hvít blóm. Þetta er dverglilja sú sem algengust er í Alpafjöllunum. Hún vex þar í 600—2500 m hæð og blómstrar um leið og snjóa leysir á vorin. Hún er sjaldan ræktuð í görðum og erlendis er hún talin erfið í ræktun. Hér á landi þrífst hún þó ágætlega þar sem loftslag hér er líkt því sem hún á að venjast í heimkynnum sínum. Eins og áður er sagt em blómstóm af- brigðin algengust og hafa þau verið ræktuð hér um langan ald- ur. Blómin em í ýmsum blæbrigð- um fjolublárra lita og stundum em þau alveg hvít. Nefna má af- brigðið „Remmenbrance", sem er með ljósfjólublá blóm, „Flower Record" með dökkfjólublá blóm, „Jeanne de Arc“ með hvít og „Striped Beauty" sem er hvítt með fjólubláum röndum. Nokkrar tegundir dverglilja em með gulum blómum. Algengust þeirra er Crocus flavus (C.aureus) sem vex villt í ýmsum löndum S-Austur-Evrópu og Litlu-Asíu. ■ Garðaafbrigði, sem heitir „Large Dutch Yellow" eða „Golden Yellow" er algengast allra gul- blóma dverglilja. Það er afar harðgert og fjölgar sér ört. Af smáblóma dvergliljum em algengust garðaafbrigði og blend- ingar af tegundinni Crocus chrysanthus, sem oftast em með gulum eða hvítum blómum, svo sem „E.P. Bowles" og „Cream Beauty". „Snow bunting", sem reynst hefur afar vel er með hvítum blómum. Við ræktun hefur þessi tegund blandast annarri, sem heitir C.bifloms. Þannig hafa orðið til mörg falleg afbrigði með bláum blómum, eins og „Princess Beatrix", „Blue Pearl“, „Blue Pet- er“ o.fl. Nýtt afbrigði með hvítum/bláum blómum er á lauka- lista GÍ nú í ár, það heitir „Prins Claus". Þó að dvergliljur séu harðgerð- ar, langlífar jurtir, er ýmislegt sem hafa þarf í huga við ræktun þeirra. Velja þarf hlýjan og sólrík- an vaxtarstað, vegna þess að blómin opnast ekki til fulls nema í sólskini eða hlýju veðri. Jarðveg- ur þarf að vera vel framræstur, helst sandblendinn. Smáblóma tegundir eins og C. Chrysanthus og fleiri er best að rækta í stein- hæðum eða upphækkuðum beðum, þar sem frárennsli er ör- Crocus Vemus (Subst. albíflorus) uggt. Hér á landi hefur reynst vel að setja hnúðana fremur gmnnt niður. Stórblóma afbrigðin, sem hafa nokkuð stóra hnúða (7—10 sm ummál) er nóg að hylja með 3—4 sm þykku moldarlagi. Smá- blóma tegundir og afbrigði hefur reynst best að setja ekki dýpra en svo, að aðeins 2—3 sm moldar- lag hylji þá. Gmnn niðursetning hefur örfandi áhrif á fjöigun hnúð- anna. Of djúp niðursetning getur tafið fyrir blómgun um langan tíma, jafnvel mörg ár og einnig valdið rotnun og dauða hnúðanna. Við niðursetningu er hæfilegt að bilið milli hnúðanna sé 5—10 sm. Á 3—4 ára fresti þarf að taka hnúðana upp, vegna fjölgunar þeirra, sem oft er mikil. Það er gert þegar blöð taka að gulna, en þó best áður en þau em alveg visnuð burtu. Að lokinni þurrkun og hreinsun em hnúðamir settir niður aftur, annaðhvort strax eða að haustinu þegar komið er fram í september. Kristinn Guðsteinsson. í dag kynnum við Íslands-flísarnar Villeroy og Boch Þar sem nýjungamar eru, þar erum við. AEQ Alveg einstök gæði. sem Rúna listakona hannaði. Rúna mun vera stödd hjá okkur milli kl. 18.00 og kynna verk sitt. í dag sýnum við nýju línuna frá AEG og ný|u línuna í bað- og eldhúsinnréttingum. S1911 Smiðjuvegi 10, Kóp., sími 79800. ' ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.