Morgunblaðið - 27.09.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
Mannræningjum mistekst í Líbanon:
Beindu alltaf
að mér byssu
— sagði breski blaðamaðurinn David Hirst
Franskur her
kominn til Tosro
Lome, Togo, AP.
Beirút, AP.
BRESKUM blaðamanni, David
Hirst að nafni, tókst í gær að
sleppa úr höndum þriggja
manna, sem reyndu að ræna hon-
um í Beirút í Líbanon. Náðu þeir
honum reyndar og fluttu á milli
hverfa í borginni áður en hann
gat flúið frá þeim á hlaupum.
Hirst, sem er blaðamaður við The
Guardian, sagði á fréttamannafundi
í gær, að hann hefði verið á ferð í
leigubfl á sjöunda tímanum þá um
morguninn þegar sprakk á einum
hjólbarðanum. Komu þá þrír menn
aðvífandi, drógu Hirst út úr
leigubflnum og tróðu honum inn í
aftursæti bifreiðar af gerðinni
BMW. Þar var bundið fyrir augu
hans og honum hótað slqótum
dauðdaga ef hann reyndi að streit-
ast á móti.
„Eg hrópaði og reyndi að hafa
eins hátt og ég gat, sérstaklega
þegar ræningjamir urðu að hægja
á bflnum eða stöðva hann vegna
umferðarinnar," sagði Hirst, en
honum var rænt við grænu línuna
svokölluðu, sem skiptir Beirút-borg
milli kristinna manna og múham-
eðstrúarmanna. Ræningjamir
stöðvuðu loksins bflinn alveg í einu
hverfi í suðurborginni og þá notaði
Hirst tækifærið.
„Þegar einn þeirra opnaði aftur-
dymar sparkaði ég frá mér og tókst
að komast út og forða mér á hlaup-
um. Þeir beindu alltaf að mér
skammbyssu en létu það þó ógert
að skjóta mig,“ sagði Hirst, sem
komst loks aftur í kristna borgar-
hlutann með leigubfl, sem hann
rakst á í einu öngstrætanna.
David Hirst, sem er fimmtugur
að aldri og hefur dvalist í Beirút í
25 ár, er einn fárra vestrænna
blaðamanna, sem ekki hafa forðað
sér burt úr borginni. Var hann
spurður að því, hvort honum fynd-
ist ekki, að nú væri mælirinn fullur.
„Ég held ég verði hér áfram,"
sagði hann, „og þó veit ég það ekki.
Þetta var heldur óskemmtileg
reynsla."
Fundurinn, sem stóð í 90 mínút-
ur, fór fram í húsakynnum sendi-
nefndar Bandaríkjanna hjá SÞ.
Hvorugur vildi gefa opinbera yfir-
lýsingu að fundi loknum.
Shultz sagði á blaðamannafundi,
skömmu fyrir hinn óvænta fund
ráðherranna, að báðir aðilar vildu
að málið yrði leyst á viðunandi
máta fyrir alla hlutaðeigandi. Hann
sagði að Shevardnadze vildi greini-
AP/Símamynd
David Hirst, breski blaðamaður-
inn, sem slapp á ævintýralegan
hátt úr höndum mannræningja í
Beirút.
lega leysa málið og að sannur
samningsvilji ríkti á báða bóga.
Hann varaði þó við því að það eitt
nægði ekki til samkomulags.
Shultz sagði að þeim Shev-
ardnadze hefði komið vel saman og
kallaði hann mann, „sem sannað
hefur hæfileika sína". Gert er ráð
fyrir að Shevardnadze haldi til
Kanada nk. þriðjudag og vinna því
embættismenn beggja að því að
koma málinu í höfn fyrir þann tíma.
Nicholas Daniloff, sem er blaða-
maður US News and World Report,
var handtekinn fyrir meintar njósn-
ir hinn 30. ágúst. Eftir þrettán
daga fangavist var honum sleppt
úr haldi og fékk að fara til banda-
FLOKKUR franskra fallhlífa-
hermanna kom í gær til Lome,
höfuðborgar Togo, og tók sér
stöðu við stjómarbyggingar og
aðrar mikilvægar byggingar í
borginni. Jafnframt sigldi
franskur tundurduflaslæðari inn
á höfnina í Lome og fjórar
franskar sprengjuþotur lentu á
flugvelli borgarinnar.
Við komu franska herliðsins til
borgarinnar hættu bardagar þar
strax. Þeir höfðu staðið síðan á
þriðjudag, er um 40 andstæðingar
Gnassingbe Eyadema forseta komu
til Togo frá nágrannaríkinu Ghana
í þeim tilgangi að gera uppreisn
gegn forsetanum og steypa honum
ríska sendiráðsins. Hann má ferðast
innan Moskvuborgar, en annað
ekki.
og stjóm hans af stóli.
Að minnsta kosti 14 manns hafa
fallið í þessum átökum, þeirra á
meðal 7 uppreisnarmenn.
Stjómin í Zaire tilkynnti í gær,
að hún myndi senda herlið til Togo
til stuðnings Eyadema forseta. Var
sagt, að 350 manna lið yrði sent
með flugvélum til Lome.
Gengi gjaldmiðla
London, AP.
BANDARÍKJADALUR lækkaði í
gær gagnvart öllum helstu gjald-
miðlum heims. Viðskipti voru
með rólegu móti á gjaldeyris-
mörkuðum og er nú beðið eftir
niðurstöðum viðræðna um pen-
ingamál í Washington um helg-
ina.
í Tókýó kostaði dalurinn 154,3
japönsk jen (154,55) þegar gjald-
eyrismarkaðir lokuðu.
í London kostaði breska sterl-
ingspundið 1,4355 dali (1,4385)
síðdegis í gær.
Gengi annarra helstu gjaldmiðla
var á þann veg að dalurinn kostaði:
2,0455 vestur-þýsk mörk (2,0500),
1,6585 svissneska franka (1,6605),
6,6975 franska franka (6,7100),
2,3155 hollensk gyllini (2,3150),
1.416,00 ítalskar límr (1.417,45)
og 1,39025 kanadíska dali (1,3888).
Atlantshafsbandalagið:
Tjón við æfingar
200 þúsund sýktir
af alnæmi í Evrópu
Kaupmannaliöfn, AP.
NÚ eru 200 þúsund manns sýktir af alnæmi í Evrópu, sam-
kvæmt tölum sem fram komu á ársþingi AJþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO), sem nú er haldið í Kaupmannahöfn.
Tala sýktra tvöfaldast á hveijum átta mánuðum eins og nú er
málum háttað og lyf gegn sjúkdómnum eru ekki í sjónmáli.
67% sjúkra eru hommar, sam- urlyfjaneytenda í Hollandi. Er
kvæmt tölum WHO, og eru þeir ástæðan talin sú að þar í landi
í stærsta áhættuhópnum. 10% eru láta yfirvöld eiturlyfjasjúklingum
eiturlyfj aneytendur og blóðþegar, í té sprautur þeim að kostnaðar-
sem gefið hefur verið sýkt blóð. lausu. Hingað til hafa 286
Samkvæmt tölum WHO eru mjög manneskjur látist úr alnæmi í
fáir alnæmissjúklingar meðal eit- Vestur-Þýskalandi.
Þríðji fundur Shultz og Shevardnadze:
Bjartsýni um lausn
Daniloff-málsins
Sameinuðu þjóðunum, AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR rísaveldanna, þeir Edvard Shevardnadze
og George Shultz, hittust óformlega hið þríðja sinni í Washington
í gær, til þess að ræða hugsanlega lausn á málum bandaríska blaða-
mannsins Nicholas Daniloff. Eftir fundinn staðfesti Shevardnadze
að erfitt værí að komast að samkomulagi, en gefið var í skyn að
viðræðumar væm á réttri braut.
Bretland:
25 ára fangelsi fyrir
að ráðgera hryðjuverk
London, AP.
Rendsburg, Vestur-Þýskalandi, AP.
Haustheræfingum Atlants-
hafsbandalagsins í Vestur-
Þýskalandi og Danmörku lauk í
gær. Töluvert tjón varð við æf-
Persaflóastríðið:
Iranir
boða árás
á Basra
Nikósíu, Kýpur, AP.
ÍRANIR lýstu því yfir í gær að
þeir hygðust hefja að nýju stór-
skotaliðsárásir á borgina Basra
í suðurhluta íraks. ŒNA, hin
opinbera fréttastofa írana, sagði
árásirnar ráðgerðar tíl að hefna
loftárása íraka og myndu þær
einkum beinast að hemaðarlega
mikilvægum skotmörkum.
í tilkynningu fréttastofunnar voru
íbúar Basra hvattir til að yfirgefa
borgina þar sem árásir stórskota-
liðsins myndu standa í tvo daga.
írakar sögðust í gær hafa gert
sprengjuárásir á Isfahan, næst
stærstu borg írans, tæpa 500 kíló-
metra austur af landamærum
ríkjanna. íranir staðfestu þetta og
sögðu 34 hafa særst í þeim árásum.
Þann 10. september skýrðu íran-
ir frá því að þeir hefðu látið af
árásum á verksmiðjur og olíu-
vinnslustöðvar íraka þar sem
óvinurinn hefði ekki gert árásir á
íranskar borgir í tvo daga. Síðustu
daga hafa írakar hert stórlega loft-
árásir í því skyni að lama sam-
göngukerfi og olíuvinnslu írana.
ingaraar og nam það um 5,5
milljónum dollara, (220 millj. ísl.
krónum).
Æfingamar stóðu í fimm daga
og tóku um 65.000 hermenn frá
Bandaríkjunum, Vestur-Þýska-
landi, Danmörku, Bretlandi og
Hollandi þátt í þeim. Um 100 sfys
urðu, aðallega umferðarslys og slös-
uðust 35 manns, þar af 13 alvar-
lega. Pulltrúar frá 30 ríkjum
fylgdust með æfingunum og voru
þeirra á meðal liðsforingjar frá
Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu.
Ráðherrann, Tom Rideout að
nafni, sagði i gær að hann væri
undrandi á þeim sem reyndu að
spila á tilfínningar bama með rang-
færslum. Hann hefði sent framleið-
endum dúkkunnar bréf, þar sem
hann mótmælti útgáfunni og færi
fram á að hún yrði tekin af mark-
aði. Hann sagði að það sem þama
kæmi fram stæðist ekki, engir hvítir
kópar hefðu verið drepnir við Ný-
fundnaland undanfarin fjögur ár.
Talsmaður framleiðenda dúkkunn-
ar, Spencer Boise, sagði að límmiða-
mappan hefði verið gefin út á Ítalíu
árið 1983 með samþykki framleið-
BRESKUR kviðdómur dæmdi í
gær palestínskan lækni til 25 ára
fangelsisvistar fyrir að leggja á
enda Barbie.
Ýmis umhverfisvemdarsamtök
hafa barist hart gegn seladrápi og
fengið því framgengt, að Banda-
ríkin og Evrópubandalagsríkin 12,
hafa sett innflutningsbann á selaaf-
urðir. Við það hefur verð á þessum
afurðum lækkað mjög og segja
kanadísk yfirvöld að afkoma fjölda
manns, sérstaklega Eskimóa, sé í
hættu. Einnig er því haldið fram,
að hringormur í físki muni aukast
er selum Qölgar og að veiðar muni
dragast saman þar sem selir éti
geysimikið magn af fiski.
ráðin um sprengjutilræði, sem
Libýumenn studdu.
Rasmi Awad, sem hefur bæði
jórdanskan og spánskan ríkisborg-
ararétt, var sekur fundinn í refsi-
réttinum í Old Bailey. Hann fékk
sendar flórar handsprengjur í pósti.
Ekki var tekið fram fyrir réttin-
um til hvers konar hermdarverka
átti að nota sprengjumar, en Simon
Brown dómari sagði þegar hann las
dóminn: „Ég efast ekki um að þú
sért miskunnarlaus og hættulegur
maður."
Hann sagði að hryðjuverk væm
einhver mesta bölvun vorra tíma
og bætti við: „Hugurinn skelfur af
tilhugsuninni um eyðilegginguna
hafa beitt bæði fallbyssum og þyrl-
um gegn skæruliðum, sem hert
hafa aðgerðir sínar mjög gegn höf-
uðborginni yfir sumarmánuðina.
Átökin hafa verið mest i svonefnd-
um Paghman-dal fyrir utan Kabúl,
en skæruliðar hafa nú að mestu
og blóðsúthellingamar, sem þú ætl-
aðir að verða valdur að.
Saksóknari byggði málsókn sína
á framburði líbýsks vitnis, sem tók
við sprengjupakkanum af manni í
einkennisbúningi líbýsk/arabíska
flugfélagsins á Heathrow-flugvelli
og afhenti sakborningnum á neðan-
jarðarlestarstöð í London.
Vitnið naut nafnlejmdar meðan
á réttarhöldunum stóð og flutti vitn-
isburð sinn með gleraugu og
gerviskegg.
Vitnið lét bresku rannsóknarlög-
regluna Scotland Yard vita að hann
átti að taka á móti bögglinum fyrir
afhendinguna og hlaut ekki dóm
fyrir.
flutt sig þaðan og komið sér fyrir
í hæðunum umhverfis.
Til harðra bardaga kom einnig á
mánudaginn var við Sarobi fyrir
austan Kabúl og voru 7 afganskir
stjómarhermenn og 2 Sovétmenn
felldir þar.
Dúkka í vígahug:
Barbie berst
gegn seladrápi
Toronto, Kanada, AP.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Nýfundnalands hefur bragðist
ókvæða við útgáfu linuniðamöppu, þar sem dúkkan Barbie er sögu-
hetjan og ferðast til Kanada til þess að bjarga selakópum, sem
vondir veiðimenn eru að murka lífið úr.
Hörð átök í Afganistan
Isiamabad, AP.
AÐ minnsta kosti 22 islamskir skæruliðar hafa fallið i grennd við
Kabúl, höfuðborg Afganistans, í þessarí viku, en þar hafa staðið
yfir harðir bardagar milli afgansks og sovézks herliðs annars vegar
og skæruliða hins vegar.
Sovétmenn og stjómarherinn