Morgunblaðið - 27.09.1986, Side 21

Morgunblaðið - 27.09.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986 21 Faugelsisflótti í heimalandi svartra Jóhannesarborg, AP. HVÍTIR menn klifruðu yfir fang- elsisveggi í Ciskei á föstudags- morgun og beittu vélbyssum til þess að frelsa Charles Sebe, hinn íburðarmikla, en uppgjafa skœruliðaleiðtoga í þessu heima- landi svertingja. Sebe var fangelsaður af bróður sínum Lennox Sebe, en hann er forseti Ciskei. Mennimir, sem notuðu reipstiga til þess að komast yfír fangelsis- múrana, skutu einn svartan fanga- vörð til bana og skutu síðan upp læsinguna á fangaklefa Sebe. Talið er að þeir hafí verið §órir eða fímm. Hálftíma eftir flóttann var Kwane Sebe, hershöfðingja og for- setasyni, rænt af hópi hvítra manna. Öðmm háttsettum yfír- manni þjóðvamarliðs Ciskei var rænt um leið. Ciskei, sem er heimaland svartra á suðausturströnd Suður-Afríku, var lýst sjálfstætt ríki árið 1981, en Suður-Afríka er eina ríkið, sem viðurkennir fullveldi Ciskei. Charles Sebe, sem er ákafur stuðningsmaður stjómarinnar í Pretoríu, var settur inn af bróður sínum árið 1983, eftir valda- og flölskyldudeilu. Veiðar bannaðar vegna geislunar Stokkhólmi, AP. VEIÐAR hafa verið bannaðar í litlu vatni i Sviþjóð og innan skamms verður öllum fiskinum í þvi eytt með sérstöku efni. Er ástæðan sú, að í fiskinum hefir mælst gifurlega mikið af geislavirkum efnum frá Chemobyl í Sovétríkjunum. Opptjam er lítið vatn, um 300 er meiri en 300 bq í kílói. km fyrir norðan Stokkhólm, ekki „Það verður ekki undan því langt frá sjó, og er það fyrsta vikist að banna veiðar í vatninu vatnið sem „lokað“ er vegna geisl- og við ætlum að drepa allan físk amengunar. í einum regnbogasil- í því með efninu rotenone," sagði ungi úr vatninu mældist geislunin Bengt Andresson, starfsmaður 18.000 bq, sem er mælieining sænsku veiðimálastofnunarinnar. notuð í þessu skyni, og í þremur „Á vori komanda munum við svo öðmm um 5.000. í Svíþjóð er aftur sleppa físki í það.“ hætta talin á ferðum ef geislunin 225milljón ára stein- gervingur Steingervingar, sem fundizt hafa f vesturhluta Texas, eru taldir vera af elztu fuglum heims, sem vitað er um, og 75 millj. árum eldri en elztu steingerving- ar af fuglum, sem áður höfðu fundizt. Beinin hér, sem sýnd eru með smámynt við hliðina til samanburð- ar, eru af um það bil 225 millj. ára gömlum fugli, sem var á stærð við kráku og hafði bæði tennur og hala. Til hægri sjást beinin (svört) skeytt við beinagrind, 'sem búin hefur verið til af fugl- inum, eins og talið er, að hann hafi verið. Líklegt þykir, að þessi fundur eigi eftir að varpa Ijósi á þróunina frá forneðlum til fugla. Nashyrningar: Koma þarf í veg fyrir útrýmingu Washíngton, AP. EIN AF þingnefndum Banda- ríkjaþings hefur hvatt til þess, að utanríkisráðuneyti Banda- rikjanna beiti sér fyrir hertum aðgerðum ti) að koma í veg fyrir ólöglega sölu á nashyrninga- hornum, en mjög hefur gengið á nashyrningastofninn á undan- förnum árum. Bandarísk stjómvöld hafa reynt að fá Singapore og Norður-Yemen, sem eru helstu markaðir fyrir hom- in til að stöðva verslun með þau, en án árangurs. Gerður hefur verið alþjóðlegur samningur um vemdun nashjrminga, er ríkisstjómir 90 ríkja hafa undirritað. Þrátt fyrir það hefur nashymingum fækkað um 85% frá árinu 1970 og er óttast að þeim verði útiýmt alveg, ef ekki verður gripið til sérstakra ráðstaf- ana. Margir Asíubúar álíta að homin hafí lækningarmátt og í Norður- Yemen era þau notuð í sköft hnífa, sem era verðmætir og eftirsóttir. Kína: Eitraðir Peking, AP. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa gefið út viðvörun þar sem fólk er hvatt til að borða ekki sveppi er gætu verið eitraðir. A undanfömum vikum hafa 33 látið lífíð í Mið-Kína þar sem þeir lögðu sér til munns sveppi er hafa áttu lækningarmátt, en vora eitrað- ir. Slíkt mun reyndar ekki vera einsdæmi og sagði Dagblað al- Austur-Þýskaland: Neitað um ferðaleyfi Berlfn.AP. ** YFIRVÖLD í Austur-Þýskalandi hafa bannað þremur rithöfund- um og ljósmyndara að þiggja boð um að taka þátt í menningarvið- burðum í Vestur-Þýskalandi á næstunni, að þvi er sagt var í Berlín í gær. Ríkisstjómir Austur- og Vestur- Þýskalands undirrituðu fyrir skömmu samkomulag um samskipti á sviði menningarmála. Heimildir herma þó að þeir sem ekki séu stjómvöldum í Austur-Þýskalandi þóknanlegir, fái ekki að taka þátt f slfkum samskiptum. Menningar- málaráðuneytið í A-Þýskalandi neitaði einnig átta ungum rithöf- undum um leyfí til að taka þátt í Ijóðahátíð í Belgíu í byijun septemb- er. Hætta af röntg- engeislum Boston, AP. VENJULEGIR röntgengeislar getá aukið nokkuð hættuna á hvítblæði og bijóstkrabbameini og er ekki ólíklegt, að þeir valdi um 600 dauðsföllum á ári hveiju í Bandaríkjunum. Kemur þetta fram í rannsóknar- skýrslu, sem birt var í gær. Höfundur skýrslunnar, dr. John S. Evans við Harvard-háskólann telur, að röntgengeislar valdi einum hundraðshluta allra hvítblæðitilfella í Bandaríkjunum og 0,70% bijóst- krabbameina. Þessar niðurstöður era fengnar með því að meta hugs- anleg áhrif lítillar geislunar en um það efni greinir menn mjög á. Það er ekki vitað fyrir víst, að lítil geisl- un hafí skaðleg áhrif á menn og því taka vísindamennimir skýrt fram, að taka beri niðurstöðunum með fyrirvara. sveppir þýðunnar í Peking, nýlega frá ýmsum dæmum þar um. Blaðið sagði einnig frá dauðsföllum og veikindum af völdum mengaðs vatns, m.a. er tæplega 600 manns veiktust er skolp frá iðnaðarsvæði Harbin borgar í norð-austur Kína komst í drykkjarvatnsleiðslur hótels nokkurs. Ekki var sagt hvenær sá atburður átti sér stað. KJÖTMIOSTÖÐIN Sfmi 686511 Háskólabíó kynnir ný mynd bönd með íslenskum texta. King David Stórbrotin og spennandi mynd um Davíð konung og hinn viðburð- aríka feril hans. Richard Gere í hlutverki Davíðs konungs. Sigrar Herkúlesar Upprunalega Herkúles- mynd- in, sú sem gerði goðsögnina fræga. Spenn- andi ævintýra- mynd. Teflt í tvísýnu Tannlæknirinn sem þær elskuðu allar og hann þær, finnst myrt- ur. Spennandi sakamálamynd með léttu ívafi. Veiðihárog baunir Meinfyndin grínmynd með vinsælasta spé- fugli Svía, Gösta Ekman. Fást á öllum betri myndbanda- leigum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.