Morgunblaðið - 27.09.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
29
AKUREYRI
Dalvík:
Undir blóðrauðu
Böggvisstaðafj alli
Dalvík.
BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins heimsótti Dalvík i vikunni. Þar
bjuggu 1. desember 1340 manns að sögn nýráðins bæjarritara.
Haustlitir skörtuðu sínu fegursta, Böggvisstaðafjall var þakið eldrauðu
lyngi, húsmæður voru önnum kafnar í sláturgerð, og hið sama mátti segja
um ráðskonur og húsvörð heimavistarinnar, en þar höfðu verið tekin 45
slátur. Gunnar Jónsson húsvörður var að byija að brytja niður 50 kíló
af mör og ráðskonan Emma Stefánsdóttir hreinsaði vambir ásamt aðstoð-
arkonum.
Svo virðist þó sem uppgangur sé í plássinu, því framtakssamir menn
og konur hafa að undanfömu stofnað ný fyrirtæki með stórum hug. Pól-
stjaman, Sæplast og Gerpla em dæmi um þetta framtak.
Þessir pollar voru á krabbaveiðum á bryggjunni og sögðu að það
væri miklu betra að búa á Dalvík en f Reykjavík.
Veiðibjalla hafði verið hengd
upp á þennan hátt af nokkrum
sjómönnum.
„Fullt hús af ungu fólki“
Dalvík.
Dalvík.
HJÁLMAR Kjartansson er ný-
ráðinn bæjarritari á Dalvfk.
Hann tók til starfa þann 15.
september.
Hjálmar er fæddur ’58 og hefur
iokið fyrri hluta í viðskiptafræði.
Hann hefur kennt tvo vetur, annan
í Reykjavík en hinn á Selfossi. Auk
þess hefur hann unnið á innan-
landsdeild Samvinnuferða og verið
leiðsögumaður á sumrin.
Hann segist vera Vestfírðingur
í allar ættir, fæddur í Reykjavík,
en alinn upp í Ámessýslu til 15
ára aldurs, er hann flutti til
Reykjavíkur og hefur átt þar heima
síðan.
„Mér fannst það fyrst alveg
skelfíleg tilhugsun að yfírgefa
Reylqavík, ég hafði aldrei komið
til Dalvíkur en er ég kom til að
líta á aðstæður þann 10. septem-
ber leist mér svo vel á staðinn að
ég ákvað að flytja hingað, hér er
gott fólk, ég hlakka til að takast
á við þetta nýja starf."
Hjálmar sagði að ungt fólk
„Er ny'ög spenntur að takast á við þetta.“ Hjálmar Kjartansson, hinn
nýráðni bæjarritari Dalvfkur.
gæti fengið stöður úti á lands-
byggðinni sem gæfu meiri reynslu
en það sem í boði væri í Reykjavík.
„Hér er fullt hús af ungu fólki í
embættum, bæjarstjórinn, skóla-
stjórinn og fleiri eru á líku reki
og ég. Starfsvið mitt er umfangs-
mikið, það felst í því að vera
íjármálastjóri, og skrifstofustjóri
bæjarins, staðgengill bæjarstjóra
auk annarra verkefna sem bæjar-
sljóm ákveður hveiju sinni. Ég er
mjög spenntur að takst á við
þetta."
fes,
t vt
H
'fet
t*#i|
HStt
IIH!
Itflt
IIUI
líllt
Hllt
llflt
Míll
lllli
Htll
B|S»
iíi!
:;:i!
I
! t í
! **
! II > x
I **i -S
| H St
• • 8U
!*
tfe- 1
ii»* f.ur
1111 ■ tt*. •
iliítut-f
Ofninn, sem kerín eru mótuð í, er f notkun allan sólarhrínginn. Hér
ér eitt keranna á leið úr ofninum f kælingu.
Sæplast:
Líkur áað salan
tvöfaldist á árinu
Dalvík.
FYRIRTÆKIÐ Sæplast hefur
starfað á Dalvík í rúm tvö ár.
Það framleiðir plastker og bretti
til notkunar í fiskiðnaði. Fram-
leiðslan og salan hefur gengið
mjög vel, fyrírtækið er nú að
koma sér upp eigin húsnæði og
stækkar við það um helming.
Pétur Reimarsson er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrir-
tækið Sæplast var fyrst í Garðabæ,
en flutti norður á Dalvík er það var
selt fyrir rúmum tveimur ánim.
„Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
kom til skjalanna, er fyrirtækið var
til sölu. Það kom upp áhugi á að
setja þetta upp hér á Dalvík til að
renna styrkari stoðum undir atvinn-
ulífíð. Hlutafélag var stofnað,
hluthafar eru um 30, mest einstakl-
ingar og smáfyrirtæki, nokkrir
starfsmanna eiga einnig hlut í fyrir-
tækinu.“
Sæplast er nú í leiguhúsnæði og
14 starfsmenn vinna við það; unnið
er á vöktum allan sólarhringinn.
„Við sjáum ekki fyrir endann á
þessari söluaukningu" segir Pétur,
en framleiðslan tvöfaldaðist ’84-’85
og allar líkur eru á tvöföldun verði
einnig ’85-’86. “Við höfum selt
mest á innanlandsmarkað, en um
þriðjungur hefur verið seldur út.
Við höfum selt til Færeyja, Hjalt-
lands, írlands, Bandaríkjanna og
Kanada. Fyrirtækið hefur gengið
vel, smæðin hefur hjálpað okkur,
við höfum verið með litla yfírbygg-
ingu og höfum ekki þurft að sitja
uppi með neinn lager. Við höfum
þetta húsnæði fram á næsta sum-
ar, en nýja húsnæðið verður
helmingi stærra og með aukinni
hagræðingu ættum við að geta náð
enn betri afköstum."
Gerpla: ^
„Mest að
gera fram
aðjólum“
Dalvík V
ÞÓRUNN Þórðardóttir og
Svanfríður Jónasdóttir hafa sett
á laggirnar fyrírtækið Gerplu,
en það framleiðir barna-og kven- ’
fatnað.
„Það er tæpt ár síðan við keyptum
þetta húsnæði héma og vélamar.
Við höfum báðar haft mjög mikinn
áhuga á saumaskap, erum sjálf-
menntaðar og höfum þá trú að
svona fyrirtæki geti gengið .“
Þær Þórunn og Svanfríður hanna
allan fatnaðinn sjálfar og lita stóran
hluta þess efíiis sem þær nota. Þær
hafa selt fatnaðinn á Akureyri, Ól-
afsfírði, Husavík, Siglufirði,
Blönduósi og Reykjavík. Þá hafa
þær sent föt á tvær sýningar í
Noregi, en enn er ekki vitað hvort
þeir hafí hug á að versla við þær.
í vetur verða sex konur starfandi
hjá Gerplu að eigendunum með- *
töldum. „Það er mest að gera hjá
okkur fyrir jólin. Auk þess sem við
verðum með þessi sérhönnuðu föt
úr litðu efni, ætlum við að sauma
jólakjóla úr innfluttum efnum,
tískufatnað og við tökum líka að
okkur að sauma fyrir verslanir."
Pólstjarnan:
Sléttbak EA verður
breytt í frystitogara
SLÉTTBAK EA, einum togara Útgerðarfélags Akureyrínga, verður
breytt í frystitogara í Slippstöðinni hf. á Akureyrí í vetur. Forráða-
menn fyrirtækjanna undirrítuðu samning þar að lútandi I gær.
Verkefninu á að vera lokið i lok mai á næsta árí.
Það má rekja upphaf málsins til Þá verður hafíst handa við sjálfa
Tíu þúsund dósir á das:
Dalvflt.
síðastliðins vors - þá byijuðu viðræð-
ur okkar um hugsanlega endurbygg-
ingu Sléttbaks,“ sagði Gunnar
Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar
hf, í samtali við Morgunblaðið. Slipp-
stöðin hannaði tillögur að breyting-
unni og lauk því verki seint í ágúst.
Það eru nærri 18 ár síðan Slétt-
bakur var smíðaður og verða gerðar
á honum gagngerar breytingar auk
þeirra sem fyrst voru nefndar. Skip-
ið verður tekið í slipp um miðjan
nóvember og verður byijað á að
sandblása það. Því verki, ásamt fleiri
tilheyrandi, verður lokið um áramót.
breytinguna - skipt verður um aðal-
vél og skrúfubúnað, „segja má að
allt vélarrúmið verði endumýjað,"
sagði Gunnar Ragnars. Síðan verður
settur frystibúnaður í skipið þannig
að hægt verði að vinna allan afla
um borð.
Gunnar sagði þetta verkefni gífur-
lega mikilvægt fyrir Slippstöðina -
„þetta er kjölfesta f verkeftium okkar
á næsta ári.“ Verkþáttur Slippstöðv-
arinnar kostar um 130 milljónir
króna en í heild er áætlaður kostnað-
ur við breytingamar á skipinu um
200 milljónir króna.
PÓLSTJARNAN heitir hlutafé-
lag sem stofnað var 15. janúar
s.l. Fyrirtækið hefur soðið niður
lifur, sjólax og rækju.
“Hlutafélagið yfirtók fyrirtæki,
sem ég var með áður“ segir Jón
Tryggvason, en hann og kona hans
eiga hlut í Pólstjömunni. Auk þeirra
eiga flest útgerðarfyrirtæki staðar-
ins hlut í þessu, svo sem Bliki h.f.,
Haraldur h.f., Rán h.f., Stefán
Rögnvaldsson h.f., Jóhannes og
Helgi, G.Ben á Arskógsströnd, auk
tveggja einstaklinga í bænum.
Það sem af er árinu hafa verið
framleiddar 210 þúsund dósir af
þorskalifur, 50 þúsund dósir af
rækju og 20 þúsund dósir af sjólaxi.
„Við höfum verið að þreifa okkur
áfram með þetta, höftim skrölt í
gegnum ýmsa byijunarerfiðleika,
en mér líst ágætlega á framhaldið,"
segir Jón. Helst glími þeir við skort
á hráefni, en afkastageta fyrirtæk-
isins er um 10 þúsund dósir á dag.
Yfir vertíðina vom um 20 manns
starfandi hjá Pólstjömunni, en Jón
segir að framtíð verksmiðjunnar
ráðist að mörgu leyti af þvi hvemig
þeim takist að brúa bil milli vertfða.
„Okkur vantar meiri rækju, sérs-
taklega pillaða rækju, því það er
töluverður markaður fyrir hana.
Við emm eina fyrirtækið á Norður-
landi, sem leggur niður þorskalifur,
og eina fyrirtækið á landinu sem
leggur niður sjólax. Við höfum ver-
ið að fikta við að sjóða niður silung
og ég hef trú á að það ætti að
geta gengið. Það hefur verið tölu-
vert framboð af silungi héma,
bændumir hafa verið í vandræðum
með að losna við hann.
Við höfum selt f gegnum Sölu-
stofnun Lagmetisins og það kann
að vera að það opnist nýir sölu-
möguleikar er þeir kynna vömr
okkar erlendis."
Starfsfólk
störfum.
Pólsljöraunnar