Morgunblaðið - 27.09.1986, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
,, Er þG& i lagi db hann fari i brjó$t -
myndatökjj ? "
... að læra að þeklga
hvort annað.
Með
morgnnkaffinu
TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rlghts reserved I
© 1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate
finna þvottinn, ef allt væri
ekki orðið fullt af óhreinu Ættum við að reyna að biðja
taui heima hjá mér? unl staðdejrfingu?
HÖGNI HREKKVlSI
»GÁTU þElR EK.K1 FUNPIp NÝLEGRI AIYNP?"
Þessir hringdu . . .
Kvenreiðhjól
tapaðist
Margrét hringdi:
Rauðbrúnt Kalkhoff-kvengíra-
reiðhjól var tekið við gulan
götubrunn, sem er neðarlega við
Blesugróf, þriðjudaginn 23. sept-
ember. Hjólið var skilið eftir
vegna þess að sprungið var á aft-
urdekkinu. Það var læst. Eigandin
vinnur í versluninni Víði í Mjódd-
inni, en þegar hún ætlaði með
hjólið heim eftir vinnu var það
horfíð. Þeir sem geta gefið upplýs-
ingar um hjólið vinsamlegast
hringið í síma 686797.
Gleraugn fundust
Kona hringdi:
Gleraugu fundust við Norður-
hóla á sunnudag. Umgjörðin er
brún, af gerðinni Safilo. Síminn
er 77893.
Bindindismenn
borgi ekki skatta
Þ. hringdi:
Eg vil gera það að tillögu
minni, að bindindisfólk sé skatt-
ftjálst. Mér skilst nefnilega að
mest af sköttunum okkar fari í
að borga afleiðingar brennivíns-
drykkju. Flestir glæpir og margir
sjúkdómar tengjast henni og þar
með kostnaður sem af því leiðir.
Er þá ekki sanngjamt að þeir sem
vilja hafa brennivínssölu borgi
brúsann?
Gleraugu fundust
í Þjórsárdal
Hrefna hringdi:
Ég fann gleraugu í Þjórsárdal
í sumar og var að frétta að ný-
lega hefði verið auglýst eftir þeim.
Þettar eru unglingagleraugu með
lituðu gleri. Upplýsingar í síma
76790.
Hefur rauðáta
lækningarmátt?
G. K., Njarðvikum hringdi:
Þótt rauðaáta sé óskafæða
síldarinnar er það þannig, að á
skömmum tíma eftir að sfldin er
veidd og breytingar verða á frum-
um eyðileggur átan fiski. En getur
rauðáta úr sfldarmaga nýveiddrar
sfldar haft svipuð áhrif á óæski-
legar frumur mannslíkamans?
Fyrir §órum áratugum hafði
systir mín mikil útbrot á annari
hendi. Þetta var í sfldarbæ þar
sem alit snérist um sfld. Henni
var banað að bleyta hendina samt
fór hún síld eins og aðrir. Þama
var mikil rauðáta í sfldinni sem
auðveldlega komst í sárin. í fyrstu
stækkuðu sárin svo víða sá í bein
sérstaklega á þumalfingri. Svo
fóru sárin að gróa og holdfyllast
og varð hún alheil, engin ör sjáan-'
leg, og hefur hana aldrei kennt
þessa meins síðan. Virðist sem
átan hafi étið upp útbrotin með
öllu.
Því er freistandi að velta því
fyrir sér hvort rauðáta geti hugs-
anlega haft lækningarmátt gegn
fleiri erfiðum sjúkdómum, sem
verða þegar frumustarfsemi verð-
ur önnur en hún ætti að vera, svo
sem gegn einhvetjum tegundum
krabbameins. Væri fróðlegt að
heyra álit sérfróðra manna á
lækningarmætti rauðátu úr maga
nýveiddrar sfldar og hvort þeim
finnist þetta ekki rannsóknarvert
verkefni.
Úr tapaðist
Hjördís hringdi:
Ég tapaði gylltu kvenúri, af
tegundinni Rotary, 2. september
s.l. líklegast í Breiðholtinu. Ef
einhver hefur rekist á það vinsam-
legast hafíð samband í síma
76462.
Gleraugu týnd
Lóa Eyþórsdóttir hringdi:
Ég týndi gleraugunum mfnum
um daginn, á leiðinni frá Laufás-
vegi 2 að Templarahöllinni.
Finnandi vinsamlegast hafi sam-
band í síma 611698.
Lyklar töpuðust
María hringdi:
Gömul kona, sem var gestkom-
andi í Klaustrinu í Hafnarfirði 26.
ágúst s.l. týndi lyklakippunni
sinni. Við vitum að einhver hefur
fundið hana. því að hluti af írska
lyklahaldinu fannst næsta morg-
un fyrir utan Ölduslóð 40.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
um að skila lyklunum á lögreglu-
stöðina í Hafnarfírði, en það
mundi gera gömlu konuna mjög
hamingjusama.
Olíulampar og
annað smádót
Hákon Bjarnason hafði sam-
band:
Það era vinsamleg tilmæli mín
til drengjanna, sem fóru inn í
bústað minn við Hvaleyrárvatn
um miðjan þennan mánuð, að
þeir skili aftur olíulömpum og
fleira smádóti, sem þeir höfðu á
brott með sér að máltíð lokinni.
Það er ansi bagalegt að hafa ekki
Ijós i húsi þegar haustar að. Litla
ryksugan er ykkur ónýt þar sem
hleðslutækið fylgdi ekki með, en
ég skal gefa ykkur það þegar
lampamir era komnir til skila. Þið
getið látið dótið að húsabaki hve-
nær sem er.
Víkveiji skrifar
Umferðin í höfuðborginni og
erfiðleikar við að komast úr
einum stað í annan eða leggja bflum
á fjölfömum stöðum er að verða
eins vinsælt umræðuefni manna á
meðal og blessað veðrið. í frétt
Morgunblaðsins um gífurlega fjölg-
un bifreiða síðastliðinn sunnudag
kom fram hluti skýringarinnar. Þá
hefur einnig verið bent á þá stað-
reynd, að víða era mikilvægar
umferðaræðar lokaðar eða þrengd-
ar vegna framkvæmda. Þetta á til
að mynda við um Sætúnið, þar sem
unnið er að hinni stórvirku hol-
ræsaáætlun, sem á að tryggja
hreinar strendur, þegar fram líða
stundir.
Víkveija virðist sem ferðir drátt-
arvéla hafi aukist um götur höfuð-
borgarinnar, en þessar vélar, hvort
heldur þær eru með vagna í eftir-
dragi, era notaðar undir loftpressur
eða gröfur og ámoksturstæki, tefja
oft verulega fyrir almennri umferð.
Sú spuming vaknar, hvort ekki séu
í umferðarlögum sérstök ákvæði,
sem setji þeim, er þessum tækjum
aka, ákveðnar skorður eða mæli
fyrir um það, að þeir víki, þegar
þeir hafa safnað langri lest á eftir
sér. Til dæmis mætti hugsa sér, að
ferðir þeirra væra takmarkaðar við
ákveðinn tíma sólarhringsins eða
mælt væri fyrir um, að tækjunum
skuli ekki ekið á fjölfomum safnæð-
um.
Með því að sníða af ýmsa agnúa
hér og þar mætti áreiðanlega greiða
fyrir umferðinni í höfuðborginni og
næsta nágrenni hennar. Staðreynd-
in er sú, að það er ekki alltaf besti
kosturinn að hægja um of á um-
ferðinni. Við það skapast oft óeðli-
leg spenna, sem getur leitt til
árekstra og slysa eins og of mikill
hraði.
XXX
A
Adögunum sagði Víkveiji frá
kunningja sínum, sem lenti í
vandræðum vegna þess, að lokað
var símanum hjá honum. Var í frá-
sögninni gefið til kynna, að þessi
viðskiptavinur Pósts og síma hefði
ekki staðið í skilum fyrir veitta þjón-
ustu og gleymt innheimtuseðlinum.
Þar sem hafa ber það, er sannara
reynist í þessu efni eins og öðram,
er nauðsynlegt að árétta það, að
kunningi Vfkveija var alveg
grandalaus. Hann fékk aldrei neinn
innheimtuseðil.
Við nánari eftirgreniislan kom í
Ijós, að kassi með gíróseðlum hafði
lagst til hliðar hjá Pósti og síma
og vora seðlamir aldrei sendir út
til símnotenda. Ekki bætir þetta
hlut hinnar opinbera stofnunar, en
eins og einhveijir muna kannski,
fann Víkveiji að því, að hún minnti
viðskiptavini sína ekki á, að þeir
ættu yfír höfði sér lokun símans,
ef þeir greiddu ekki gjaldfallinn
reikning innan ákveðins frests.
Kunningi Víkveija sagði, að fyrir
utan ónæðið, sem það olli sér, að
sfmanum skyldi lokað fyrirvara-
laust, hefði sér sámað, að starfs-
menn Pósts og sfma hefðu aldrei
beðið sig afsökunar vegna þessa
amsturs alls, sem einungis mátti
rekja til mistaka hjá stofnuninni.
XXX
Viðbrögð Ríkisútvarpsins við
samkeppninni í loftinu sýna,
að opinberar stofnanir og fyrirtæki
geta tekið rösklega við sér, ef þau
fá keppinauta. Afstöðu þeirra, sem
enn hafa einokun, mátti kynnast
hér í blaðinu á miðvikudag, þegar
sagt var frá því, að fjármálaráðu-
neytið hefði svarað tilboði frá Áma
Sv. Mathiesen í Hafnarfirði um að
hann tæki að sér að opna og reka
áfengisútsölu í bænum á þann veg,
að Afengis- og tóbaksverslun ríkis-
ins (ÁTVR) hefði einkarétt á að
selja áfengi og ekkert gæti af þessu
orðið.
Ámi segir, að hann hafi ritað
ráðuneytinu í aðra röndina til gam-
ans. Að sjálfsögðu er ráðuneytinu
full alvara með svari sínu, sem varð
líklega að vera á þennan veg með
hliðsjón af gildandi lögum. En er
það í samræmi við anda þeirra laga,
sem vega þyngra en vínandalögin
í réttarvitund fólks, að hafa sam-
þykktir meirihluta þess um vínbúðir
að engu með því að segja, að engir
peningar séu til hjá því fyrirtæki
landsins, sem hefur hvað mest fé
handa milli, til að opna búðimar?