Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 7

Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 7 Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins: I fyrsta skipti hægft að greiða með greiðslukortum í BYRJUN október var að vanda hleypt af stokkunum hausthapp- drætti Sjálfstæðisflokksins. t samtali blaðsins við Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra kom fram að miðar hefðu verið sendir út í byrjun október til flokksbundinna sjálfstæðismanna um land allt og fjölmargra annarra stuðningsmanna flokksins. I bréfí frá formanni, varafor- manni og framkvæmdastjóra flokksins, sem fylgir með happ- drættismiðunum segir m.a.: „Við sjálfstæðismenn háðum í vor kosningabaráttu vegna sveit- arstjómarkosninga. Niðurstaða kosninganna var í flestum tilvik- um vel viðunandi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og víða afar góð. Glæsilegan árangur flokksins í Reykjavík ber auðvitað hæst. A næstu mánuðum munum við undirbúa alþingiskosningar. í þeim kosningum mun flokkurinn leggja verk sín í ríkisstjóminni undir dóm kjósenda. Við teljum að sjálfstæðismenn eigi að geta litið með nokkurri bjartsýni til þeirra kosninga. Ár- angur af stefnu okkar í kjara- og efnahagsmálum er nú að koma í ljós. Stöðugleiki er í efnahagslíf- inu, atvinna er nóg og kaupmáttur er vaxandi. Til þess að tryggja að þessi árangur glatist ekki er nauðsynlegt að vegur Sjálfstæðis- flokksins í komandi alþingiskosn- ingum verði sem allra bestur. I flokksstarfínu þurfum við því á næstu vikum og mánuðum að fylkja liði okkar og undirbúa með sóknarhug starfíð næstu mánuði. Að kosningum nýloknum og í aðdraganda annarra kosninga er ijárhagur Sjálfstæðisflokksins erfíður. Aðeins sameinað átak flokksmanna og stuðningsmanna getur treyst Qárhag flokksins og þar með átakamátt hans. Við skomm á þig að leggja okkur lið í því efni, nú eins og svo oft áður.“ Að sögn Kjartans Gunnarsson- ar framkvæmdastjóra eru vinn- ingar í happdrættinu að þessu sinni 17, samtals að verðmæti kr. 1.575. 000,00, allt húsbúnaðarvinningar. Kjartan sagðist vilja hvetja þá sem fengið hefðu senda miða til að gera skil sem allra fyrst. Mjög margir hafa fengið senda gírós- eðla, þannig að auðvelt er að gera upp miðana. í Reylq'avík er skrif- stofu happdrættisins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þá sagðist Kjartan vilja vekja sérstaka athygli kaupenda happ- drættismiða á því að hjá aðalskrif- stofu happdrættisins í Reykjavík er nú hægt að greiða miðana með greiðslukortum bæði Visa og Eurocard. Bæði er hægt að greiða með greiðslukorti í gegnum síma og með þvi að koma á skrifstof- una. Námskeiðaáætlun Grunnnámskeið 27. okt. PC stýrikerfi 1 (DOS) 13. nóv. PC stýrikerfi 1 (DOS) 28. okt. Lotus123 17.-19. nóv. Word ritvinnslukerfi 29.- -31.okt. NÝTT!!! Ópusfjárhagsbókhald 3. nóv. S/36IBM fjárhagsbókhald 21. nóv. Ópus viðskiptamannabókhald 4. nóv. NÝTT!!! Ópus birgðir+nótuútskrift 5. nóv. S/36 Frum vskm./afgr.kerfi 25.-26. nóv. Ópus innflutningskerfi 6. nóv. Grunnnámskeið 27. nóv. Word Perfect ritv.kerfi 10.- -11. nóv. PC stýrikerfi 1 (DOS) 28. nóv. S/36 stýrikerfi 12. nóv. Námskeiðin eru haldin í húsnæði okkar á Nýbýlavegi 16, Kópavogi. Kennt er 6 klst. á dag, frá 9 til 12 og 13 til 16. Þátttakendum er boðinn hádegisverður í mötuneyti okkar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 641222 i jl l igísli j. johnsen HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Aöeins dregiö ur seldum miðum! ij n \ \ \ VERÖMÆTI VINNINGA ALLSKR. 1.575.(XX) DREGIÐ 10. NÓVEMBER 1986 „Og svo kom sólin upp“ Forlagið gefur út viðtalsbók við íslenska alkóhólista BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur gefið út bókina „Og svo kom sólin upp“ eftir Jónas Jónasson, rithöfund og sjónvarpsmann. Hún hefur að geyma frásagnir íslenskra alkóhólista og aðstand- enda þeirra. Þau sem segja sögur úr lífí sínu eru Anna Þorgrímsdóttir og Ragn- heiður Guðnadóttir, sem báðar gegna ábyrgðarstöðum á vettvangi SAÁ, læknamir Þórarinn Tyrfíngs- son og Guðbrandur Kjartansson, íþróttakappinn Gunnar Huseby, Þórunn H. Felixdóttir kennari, Þrá- inn Bertelsson ritstjóri, séra Halldór Gröndal, Jóhanna Birgisdóttir blaðamaður, Tómas Agnar Tómas- son iðnrekandi, Tómas Andrés Tómasson veitingamaður, Helga Bjömsdóttir kennari og tónlistar- mennimir Ólafur Gaukur, Pálmi Gunnarsson og Sigfús Halldórsson. Loks segir Jóhannes Bergsveinsson læknir frá starfí sínu í þágu íslenskra alkóhólista. í upphafí bókarinar segir Jónas Jónasson m.a.: „Hér getur að lesa af fólki sem Barðist og sigraði. Það lifði í myrkri, vonleysi veikinda og einsemdar, það lifði í 6tta...Og svo kom sólin uþp. Þar sem er vilji, þar er von. Leitaðu ekki langt yfír skammt að friði. Það em til þekkt- Jónas Jónasson rithöfundur og útvarpsmaður hefur tekið viðtöl við íslenska alkóhólista og að- standendur þeírra. Viðtölin er að finna í bókinni „Og svo kom sólin upp.“ ar leiðir. Það góða fólk sem kom til að segja frá í þessap bók sannar það. Ég virði hugrekki þess og drengskap." Bókin er 202 blaðsíður og er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Margrét Helgadóttir hannaði kápu bókarinnar. Grínmyndin semhvar- vetna hefur slegid í gegn. Kemurá myndbandaleigur 27. október. 3SLENSXUR TEXTI Heildsöludreifing Síöumúla 23. S: 686250/ÖS80S0. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.