Morgunblaðið - 23.10.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 23.10.1986, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Heimildarrit um Erró Myndlist Bragi Ásgeirsson Nýlega kom á markaðinn bókin „Erró“ 1974-1986, og eru í henni ljósmyndir af öllum þeim myndverk- um, sem listamaðurinn hefur gert síðustu tólf árin, en þau munu 1041 að tölu. Þetta er heimildarrit um þróun listar Errós og er beint fram- hald af öðru slíku er út kom 1976 á vegum forlagsins Pre-art í Mílanó. Sú bók var 230 síður að stærð og innihélt svo til allar myndir sem Erró hafði gert frá fyrstu tíð, sem ungur drengur á Kirkjubæjar- klaustri á Síðu. Enginn formáli er að þeirri bók né ritmál af neinu tagi nema upp- talning æviatriða, einkasýninga og þátttöku í sýningum víða um heim. Að sjálfsögðu er gríðarlegur JQöldi mynda í bókinni og yfirleitt margar myndir á hverri síðu eða allt upp í 30 er best lætur. Aftast í bókinni eru fimm síður með litmjmdum, sem eru samtals 48 talsins. Nýja bókin, sem gefin er út af Storðarútgáfunni (Iceland Review), í samvinnu við útgefandann Fem- and Hazan, París, er í mun stærra broti og veglegar að henni staðið að öllu leyti. Aðalsteinn Ingólfsson ritar stuttan formála upp á sex dálka á þrem síðum og fer hratt yfir sögu, svo sem gefur að skilja. Vafalítið má sitthvað finna að for- mála Iistsagnfræðingsins og hann skilur ekki mikið eftir í huga mér nema þá helst furðulega setningu í niðurlagi formálans, og er þá stílað á sýningu Errós í Norræna húsinu 1985: „Samt hefur Erró aldrei látið hið „maleríska" eða fagurfræðilega viðhorf afvegaleiða sig.“ Ekki veit ég hvemig Aðalsteinn skilgreinir þetta í sambandi við myndveröld Errós, en hér er komið fram slagorð, sem mestu fúskarar villta málverksins ættu að geta hagnýtt sér í framtíðinni. Fagur- fræðin og hið maleríska sneiðir að mínu mati ekk( með öllu hjá mynd- veröld Errós. Ég sé ekki betur en að hann hagnýti sér hana svo sem ótal margt annað, jafnvel þótt svo kunni að vera, að Erró taki hana iðulega í karphúsið líkt og önnur fyrirbæri í nútíð og fortíð. Ég kann hins vegar vel að meta upphaf formálans, þar sem Aðal- steinn vísar til söfnunaráráttu einstaklinga upp til sveita, í af- dölum og útkjálkum landsins, svo og tilvísunar hans til Heljarslóðar- omstu Gröndals. Þetta tel ég, að komi myndheimi Errós mikið við og má hér og vísa til æskumynda hans, þar sem hann safnar saman aragrúa af myndtáknum, hlutlæg- um sem skreytikenndum og hleður á myndflötinn. Erró hefur þannig frá fyrstu tíð haft í sér ríka þörf til að nýta mynd- flötinn út í ystu æsar og búa hér til ýmsar merkingar, sem einkenn- ast í senn af tvíræði sem ýkjum og hið fjarstæðukennda og ímyndaða var aldrei langt undan. Þessi mynd- tákn hefur hann svo þróað í margar áttir líkast krufningu alheimsins og notar hér föng úr listasögunni sem og teiknimyndasögum hvers konar. Hin fagurfræðilega kennd var vissulega til staðar á sýningu hans í Norræna húsinu árið 1985 svo og tveim árum áður, og þannig vilja sumir meina, að þar hafi hann ekki verið sjálfum sér samkvæmur og stílað allstíft á fagurfræðilegar kenndir skoðendanna, í þessu tilviki landa sinna. Vafalítið kunna þeir miklu síður að meta myndir Errós er hann gefur fagurfræðinni langt nef og gerir hana marklausa og innantóma með grófri ádeilu á tímana, sem við lifum á. Hér er um miklar þverstæður í myndsköpun að ræða og þótt sama einlægnin kunni að liggja að baki, þá færu slíkar myndir naumast jafn vel yfir sólgulum, salúngrænum, vínrauð- um eða safírbláum plusssófum íslenzka velferðarríkisins. Alkunna er meðal íslenzkra myndlistarmanna og listkaup- manna, að myndir megi helst ekki rumska við skoðandanum ef þær eiga að vera söluhæfar. Hið blíða, fagra og þægilega situr hér í fyrir- rúmi og erum við hér í engu frábrugðnir öðrum þjóðum. Einungis fáir hafa áhuga á því, að myndir höfði stöðugt til þeirra sem eitthvað alveg sérstakt og óút- skýranlegt, sem viðkomandi hefur hvorki séð né upplifað áður, en hefur þó kenndir til. Flestir leita að staðfestingu sjónreynslu sinnar og þá helst í sem þokkafyllstum búningi. Menntakerfí okkar hefur ekki ennþá komist á það stig að kenna fólki að lesa með sjóninni, uppgötva og uplifa umhverfíð á nýjan hátt dag hvem — hið stórbrotna í hvers- dagsleikanum. Menn hafa ekki einungis náð á stig yfírþyrmandi tækni, heldur hafa þeir vélvætt hugsunina í stað þess að veita auknu blóði til heilans. Hér kemur einmitt listin til sögunnar og stór- aukin þörf mannsins fyrir lifandi andlega næringu, andlegt eldsneyti sem mótvægi stöðlunar og stöðnun- ar. Hér skiptir meginmáli að virkja heilabúið, en sú staðreynd að fólk fær í síauknum mæli hlutina fyrir- hafnarlaust upp í hendumar hlýtur að gera það að verkum, að stöðugt færri heilasellur vakni til lífsins og haldi svo fram hlýtur tæknin að taka völdin af hugsuninni og vél- mennið að verða æðra því af holdi og blóði — þar með líður hin upp- runalega náttúra og lífskeðja undir lok og hvað við tekur veit enginn með fullvissu — menn verða að nota hér getspekina. En eitt hefur tæknin sýnt okkur fram á og það er hve tíminn er afstætt hugtak, fjarlægðir í tíma og rúmi verða stöðugt minni og þannig verður eiginlega alltaf styttra frá því er hinir grísku spek- ingar lögðu grundvöllinn að menningu nútímans. Þannig er það freistandi fyrir listamann eins og Erró að stokka öllu tímaskeiðinu upp og gera það að leikhúsi fáránleikans og Qar- stæðnanna og gera hér áhorfand- ann að ábyrgum þátttakanda. — En hér erum við að tala um heimild- arritið um verk Errós, en ekki að kryfja list hans, en rétt er þó að þreifa hér aðeins á slagæð hennar. Myndir Errós eru samklippur í orðs- ins fyllstu merkingu — hann klippir niður myndir úr tímaritum, póst- kortum, listaverkabókum og hefur trúlega þegar sankað að sér nægi- legu myndefni til að vinna úr fram yfír aldamót — en vegna þess hve veröldin breytist hratt er ekki að búast við öðru, en að margt úreld- ist og nýtt komi í staðinn. Trúlega tekur hann svo myndir af samklipp- unum og yfírfærir þamæst á dúkinn með hjálp stækkara og getur þá fengið fram hvaða stærð sem hann óskar. Síðustu áratugi hefur hann einungis notað þessa aðferð frétta- ritarans en ekki málað eigin hugmyndir — er hann því mynd- skáld samsetninga listaverka annarra, en ekki upprunalegra hug- mynda. Hann markar sér ákveðin myndefni (þemu) og vinnur mynda- raðir úr þeim með aðstoð aðfeng- inna fanga úr listasögunni og myndveröld nútímans, — tækniald- ar. Erró virðist ekki sjást fyrir, en hann stormar frá einni mynd til annarrar — einum myndflokki til annars — og jafnvel löngu eftir að myndir hans eru gerðar geta þær orðið að fjarstæðu, líkt og er hann leiðir mannvininn og uppfræðarann Maó frá einu sviði til annars um heim allan. Mao, sem svo á jafnvel að hafa verið afkastamesti morðingi sögunnar, ef trúa má síðustu heim- ildum. Þetta eru oft snjallar samsetn- ingar, þótt mér þyki minnst til þeirra koma, sem einna helst rata upp á íslenska veggi. Erró tekur pólitísk vandamál nútímans til meðferðar og hrærir upp í þeim og hann vísar á hömlu- laust ástalífíð með aldagömlum austurlenzkum kynlífsmyndum. Draumadísir og hórur útlendinga- herdeildarinnar frönsku verða að maddonnum í málverkum hans. Merkilegt að listamaðurinn skuli taka til meðferðar austurlenzkt kjmlíf, en miklu minna hið vestræna nema þá með þátttöku gljákvenna (pin-up girls) eða í skrípalegum leik annkannanleikans... Einhvetjir kunna að sakna út- skýringa í bókinni um Erró, en því er til að svara, að hér er um að ræða heimildarrit, en ekki lista- verkabók í venjulegum skilningi. Heimildarrit um allar myndir Errós 'sl. 12 ár og viðbót við fyrri bók með öllum myndum listamannsins fram að tímamörkum þessarar bók- ar. En svona vildi Erró vísast hafa það — hann tekur hér ómakið af listsagnfræðingum, sem í framtíð- inni þurfa ekki að velkjast í því, hvenær hver mynd hefur verið gerð — hér er allt hreint og klárt og fátt að spá í annað en margræða lífsheimspekina. Afköst Errós eru með ólíkindum, en hin sérstaka aðferð við gerð myndanna skýra þau að vissu marki og svo hefur hann vafalaust aðstoð- armenn við gerð þeirra sumra, sem ekki er tiltökumál, því að það hafa flestir þekktir málarar og þ. á m. nýbylgjumálaramir. Síðufjöldi bók- arinnar er svipaður og í hinni fyrri, en litmyndir fleiri og stærri. Bókin er betur hönnuð, vandaðri og mjmdafjöldinn ekki eins jrfír- þyrmandi, þótt mörgum muni þykja nóg um. Þess sem annaðist uppsetningu og hönnun er ekki getið, en eins og í fyrri bókinni er æviferill Errós tíundaður, sýningar, skrif um lista- manninn og vísað til bóka um hann. Hér tók ég eftir einni villu er grein eftir mig hér í blaðinu frá 1. muí 1982 er misrituð ;,Huri Madame de Stael" í stað „I húsi Madame de Stael" — vona ég að það sé eina ritvillan. Að sjálfsögðu er þessi bók hin eigulegasta fyrir alla þá, sem vilja kynnast og krýfja list Guðmundar Guðmundssonar — Errós. Formrænar æfingar Myndlist Bragi Ásgeirsson í vestri gangi Kjarvalsstaða sýn- ir um þessar mundir Guðrún Kristjánsdóttir 43 myndverk. Þetta er fyrsta einkasýning Guð- rúnar en áður hefur hún tekið þátt í samsýningu FÍM 1983, Kvenna- sýningunni „Hér og nú“ á síðasta ári og „Reykjavík í myndlist" fyrr á þessu ári. Guðrún stundaði nám í Mjmd- listaskóla Reykjavíkur og listaskóla f Aix-en-Provence í Suður-Frakk- landi um nokkurra ára skeið. Guðrún er ein þriggja dætra Krist- jáns Friðrikssonar, sem kenndur var við Últíma, og sem allar hafa lagt fyrir sig einhveija tegund myndlist- ar. Sjálfur var Kristján ekki einung- is afkastamikill framkvæmdamaður og áhrifamaður f fslensku þjóðlífi heldur varði hann flestum frístund- um sínum fyrir framan málaratrön- umar og hélt amk. eina sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins í nóv- ember árið 1967. Það er ákaflega þokkafullur blær jrfír sýningu Guðrúnar, en mjmdir hennar eru samklippur og samsetn- ingar í ýmissi mynd. Hún límir ýmiss konar efni á masonit-plötur og pappa, sem hún annaðhvort Ný lögmannsstofa Við höfum opnað lögmannsstofu í Skeifunni 11A, 108 Reykjavík, 3. h. t. v.f símar 688640 og 687488. Ásdís J. Rafnar, hdl., Ingibjörg Þ. Rafnar, hdl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.