Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 23 Tommy Lee Jones á bláþræði Kvikmyndir Amaldur Indriðason Á BLÁÞRÆÐI (The Park is Mine). Sýnd í Stjömubíói. Stjörnugjöf: ★ Bandarísk. Leikstjóri Steven Hilliard Stera. Handrit Lyle Gorch. Kvikmyndataka Laszlo George. Tónlist Tangerine Dream. Helstu hlutverk Tommy Lee Jones, Helen Sha- ver, Yaphet Kotto og Lawrence Dane. York, sem vinur hans úr Víetnam hafði lengi haft á prjónunum en gat aldrei framkvæmt. Og þar með erum við komin inn í enn eina formúlumjmdina um ofurmennið ósigrandi, stríðshetj- una ljúfu sem engum vill neitt gera en hann á bara engin önnur úrræði til að vekja athygli á mál- stað sínum. Óvinurinn eru spilltir borgarstarfsmenn sem vilja hann feigan en vinir hans er fólkið á götunum enda talar hann máli þess um fátækt og umkomuleysi þeirra sem minna mega sín. Tommy Lee Jones i myndinni Á bláþræði. Vandamál bandarískra her- manna sem þátt tóku í Víetnam- stríðinu og hafa átt í erfiðleikum með að laga sig að borgaralegu lífi í Bandaríkjunum eftir stríðíð er forvitnilegt og verðugt efni í kvikmyndir. Ófáar myndir hafa tekið á þessu máli en engin er eins innantóm og metnaðarlaus og myndin Á bláþræði (The Park is Mine), sem sýnd er í Bíóhöllinni með Tommy Lee Jones í aðal- hlutverki. Hermennimir frá Víetnam urðu aldrei neinar hetjur. Bandaríkja- menn vildu gleyma þeim sem fyrst eins og stríðinu sjálfu og Mitch (Tommy Lee Jones) er einn af þessum gleymdu og forsmáðu. Hann tollir hvergi í vinnu og er eins og konan hans fyrrverandi bendir honum réttilega á, alger ónytjungur. Þá er best að gera eitthvað í því hugsar Mitch og leggur undir sig Miðgarð í New Tommy Lee Jones er utangátta og vandræðalegur eins og hann kunni hálfpartinn ekki við að leika þessa Rambógerð. Hann er svo sannarlega betri leikari en þetta auma hlutverk segir til um. Yap- het Kotto leikur lögregluforingja sem hefur samúð með Mitch, og hann er eins og hann hafi aldrei verið öðruvísi en í fýlu. Helen Shaver leikur fréttamann sem vingast við Mitch, og er kannski sú eina sem finnur sig virkilega í rullunni. Þessi mynd er alls ekki gerð til að vekja athygli á vandamálum þeirra hermanna sem átt hafa í erfíðleikum með að fínna sig aftur í lífínu eftir Víetnam-stríðið, eða ef svo er mistekst henni það herfí- lega. Eina samúðin sem maður hefur er með Tommy Lee Jones. Getur hann virkilega ekki fundið betri hlutverk en þetta? VERTU MNN EIGINN HERRA Heimilistæki hf SÆTÚNI 8. SÍMI 27500 — HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455 Ef þú kaupir myndlykil að Stöð 2 Þá færðu 5% AUKAAFSLÁTT af öllum myndbandstækjum hjá okkur. Tvær stöðvar verða ekkert vandamál á þínu heimili með PHILIPS myndbandstæki. Þú horfir á eina stöð en tekur upp af hinni. Við erum mjög sveigjanlegir í samningum. Athugaðu það. Gæóakaffi sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.