Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 24
24______
Umferðin
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
Umferðarfræðsla í Hólminum
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Stykkishólmi.
Lögreglan í Stykkishólmi heimsótti yngstu börnin í Grunnskólanum á dögunum tii að kenna þeim umferðarreg’lurnar og afhenda
endurskinsmerki. Eftir að Eðvarð Árnason yfirlögregluþjónn hafi farið yfir umferðarreglumar í skólanum fór hann með börnunum
að aðalgötu bæjarins og æfði þar það sem hann hafði kennt þeim. Fréttaritari tók myndina þegar einn bekkurinn gekk yfir götuna
í lögreglufylgd og að sjálfsögðu litu allir vel til beggja hliða.
Slysum fækkar en
eignatjón eykst
SLYSUM með meiðslum fer
fækkandi, en umferðaróhöppum
með eignatjóni fjölgaði til muna
í september.
Þetta kemur fram í skýrslu
Umferðarráðs fyrir septembermán-
uð, en skýrsla þessi er unnin eftir
lögregluskýrslum. Þar kemur einn-
ig fram að 57 slys með meiðslum
urðu í síðasta mánuði, en á sama
tíma í fyrra voru þau 11 færri. Það
sem af er þessu ári hafa orðið 384
slys með meiðslum, en í fyrra var
sambærileg tala 465 og munar þar
81 slysi. Það er hins vegar athygli-
vert að umferðaróhöppum með
eignatjóni einungis fjölgaði til muna
í september. í 646 tilfellum varð
einungis eignatjón á ökutækjum,
en í sama mánuði í fyrra voru tilfell-
in 92 færri, eða 554. Samkvæmt
skýrslu Umferðarráðs munar hér
mest um þá slysaöldu sem gekk
yfir höfuðborgarsvæðið fyrri hluta
septembermánaðar. Vegfna þessa
hvetur Umferðarráð ökumenn til
að aka bflum sínum með ljósum og
gangandi vegfarendur til þess að
nota endurskinsmerki.
Morgunblaðið/Þorkell
Þau sem sýna „Leikslok í
Smyrnu“. Standandi frá vinstri:
Valgeir, Hjálmar, Hilmar Örn,
Gréta Ösp, Ingrid, Þórdís, Ólafía
Hrönn, Guðrún Sigríður, Ólafur
Örn, Haljdór, Þórarinn og Stefán
Sturla. í stólnum situr Kristín
Jóhannesdóttir.
hvað æðra en hversdagsleikinn. Og
við reynum að gera þetta að
skemmtilegum draumi.“
Léikarar Nemendaleikhússins
eru nemendur á fjórða og síðasta
ári LÍ, Halldór Bjömsson, Hjálmar
Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ól-
afía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla
Sigurjónsson, Valgeir Skagfjörð,
Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arn-
ljótsdóttir. I vetur munu þau setja
upp þijú leikrit. Þegar er ákveðið
að næsta verkefni verði „Þrettánda-
kvöld" eftir William Shakespeare,
en lokaverkefni vetrarins hefur ekki
verið valið.
Tveir gestaleikarar taka þátt í
„Leikslok í Smymu", Jón Gunnars-
son og Kristbjörg Kjeld. Leikmynd
gerir Guðrún Sigríður Haraldsdótt-
ir, lýsingu annast hún ásamt Ólafi
Emi Thoroddsen. Hilmar Öm Hilm-
arsson hljóðskreytir verkið.
Nemendur á 1. ári skólans sjá um
tæknivinnu og aðstoð á sýningum.
Sýnt er í Lindarbæ.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hópur fólks safnaðist saman við Landakotskirkju á laugardag þegar kveikt var fyrsta sinni á Ijós-
kösturum sem lýsa upp kirkjuna.
LANDAKOTSKIRKJA er nú
flóðlýst og var kveikt á ljós-
kösturum á lóð kirkjunnar
fyrsta sinni á laugardag.
Flóðlýsingin markar lok við-
gerða á kirkjunni sem staðið hafa
yfir að undanfömu. Gert var við
kirkjuna að utan vegna skemmda
Landakotskirkja flóðlýst
í steypunni og einnig var gert við
kirkjutum að innan og lagaðir
gluggar. Alls mun viðgerðin hafa
kostað 4-5 milljónir króna, en féð
fékkst með söfnun hjá ríki og bæ,
fyrirtækjum, bönkum og almenn-
ingi. Enn á eftir að mála tum og
glugga að innan þar sem bíða
verður þess að steypan þomi að
fullu. Kastarar þeir sem lýsa upp
kirkjuna eru keyptir fyrir hluta
af söfnunarfénu, en Reykjavíkur-
borg leggur til rafmagnið sem fer
til lýsingarinnar. Ljósin kvikna á
sama tíma og götuljós. Landa-
kotskirkja var vígð árið 1929 og
er því 57 ára.
Frumsýnir fyrsta
leikrit vetrarins
NEMENDALEIKHÚS Leiklistar-
skóla íslands frumsýnir fyrsta
verkefni sitt á þessum vetri í
kvöld, leikrit þýska höfundarins
Horst Laube, „Leikslok í
Smyrnu.“ Að sögn Kristínar Jo-
hannesdóttur, leikstjóra, byggir
leikritið á samnefndu verki
ítalska höfundarins Carlo Gol-
doni, sem uppi var á 18. öld.
Söguþráðurinn er þó mikið
breyttur, persónusköpun og
leikstíll færður til nútímalegs
horfs.
Sögusvið leikritsins er Feneyjar.
Aðalpersónan er Laska greifí, fag-
urkeri sem telur óperuna æðsta
form lista. Honum gremst hinsveg-
ar mjög hvemig verk tónskáldanna
afskræmast í meðförum söngvara,
og ákveður að hefna listagyðjunn-
ar. Fær Laska til liðs við sig Tyrkja,
dulbýr hann sem auðugan feneysk-
an kaupmanna, og með klækja-
brögðum sínum draga þeir
söngvara á tálar. Áður en yfir lýkur
snúast vopnin þó í höndum þeirra
félaga.
Kristín sagði að leikritið væri
harmleikur og gamanleikur í senn.
„Kjaminn í verkinu er umljöllun
um listina - hvemig tengsl eru milli
fólks og listarinnar. Það er dæmi-
saga um hvað gerist þegar
hugmyndafræði fer að ráða ferð-
inni, en ekki listin sem sköpunar-
máti. Öðmm þræði fjallar leikritið
um drauma okkar, drauma um eitt-
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
Fyrsta áfanga haust-
úthlutunar lokið
- Breytingar á opnunartíma afgreiðslu
BREYTINGAR hafa verið gerðar
á opnunartíma afgreiðslu Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna.
Afgreiðslan verður lokuð á
mánudögum og föstudögum en
opnunartiminn lengdur á
fimmtudögum og verður þá opið
til klukkan 18.00
Að sögn Hrafns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra sjóðsins, hefur
úthlutun gengið mjög vel i haust
og hefur um 85% lána verið úthlut-
að. Fyrsta áfanga haustúthlutunar
væri nú Iokið og vegna tölvuvæð-
ingar hefði afgreiðsla verið um
þremur vikum fyrr á ferðinni en
áður. Breytingarnar á opnunartíma
afgreiðslunnar væri því til hagræð-
ingar fyrir starfsmenn sjóðsins.
Námsmenn geta, jafnt þá daga
sem afgreiðslan er lokuð og aðra
daga, komið í afgreiðsluna og náð
í eyðublöð, skilað fylgiskjölum og
skuldabréfum og fengið almennar
upplýsingar á upplýsingatöflu
Lánasjóðsins. Ekki verða breyting-
ar á viðtalstímum og símaþjónustu.
45 milljónir í
Þj óðarbókhlöðu
í FRUMVARPI til fjárlaga er
gert ráð fyrir að 45 milljónir
króna renni til Þjóðarbókhlöð-
unnar a næsta ári. Eignar-
skattsauki sem lagður var á sl.
vor, og átti að renna til bygg-
ingarinnar, nemur hinsvegar
87 milljónum króna samkvæmt
frumvarpinu. Að sögn Geirs
H. Haarde, aðstoðarmanns fjár-
málaráðherra, mun allt þetta
fé renna til Þjóðarbókhlöðunn-
ar, þótt siðar verði.
„Sú áfangaskipting sem gert
er ráð fyrir í framkvæmdaáætlun
Þjóðarbókhlöðunnar olli því að
ekki þótti rétt að veija meiri pen-
ingum til byggingarinnar í ár“
sagði Geir. „Við ætlum ekki að
svíkja bókhlöðuna um þessa pen-
inga, þeir verða geymdir á sér-
stökum reikningi og munu renna
til byggingarinnar síðar.“