Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 27
Þing Rauða krossins í Genf:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
27
Nýjar reglur um
margslungin átök
AP/Símamynd
Gengi
gjaldmiðla
síðan. Fyrri viðaukinn nær til
„vopnaðrar baráttu fyrir sjálfstæði,
sem beinist gegn nýlenduveldum,
hersetu og ríkisstjómum, sem skilja
kynþætti að. Hitt ákvæðið á við um
innanlandsátök. Þau em vandlega
skilgreind til aðgreiningar frá óeirð-
um og einstökum tilvikum vald-
beitingar.
Til þessa hafa sextíu ríki undirrit-
að viðbótarákvæðin. Kína er eina
stórveldið í þeim hópi. Frakkar, sem
enn ráða yfír nýlendum, kveðast
ekki ætla að undirrita fyrra ákvæð-
ið, hvað sem á gengur. En þeir
hafa viðurkennt seinna ákvæðið.
Bandaríkjamenn segja að ekki megi
veita byltingarsveitum of mikið
skálkaskjól.
Hvort sem Rauða krossinum
verður mikið ágengt með þessi tvö
ákvæði eða ekki þá er víst að árang-
ur hefur náðst á tveimur sviðum.
íranar ætla að leyfa starfmönnum
að vitja íraskra stríðsfanga á nýjan
leik og fyrsta sinni frá því að Sovét-
menn gerðu innrásina f Afganistan
er nefnd frá Rauða krossinum stödd
í Kabúl til að semja um leyfí til að
vitja fanga.
Þakka skyldi Henri Dunant fyrir
snaran þátt sinn í því að settar
skyldu reglur, sem virða skal í stríði.
Hann var Svisslendingur, sem fyrir
tilviljun var staddur nærri vígvellin-
um í Solferino á Norður-Ítalíu 24.
júm' 1859. Hann ætlaði að gera við-
skipti við Napóleon III. Blóðsúthell-
ingamar í átökunum fengu svo á
Dunant að hann gleymdi viðskipt-
unum og sneri sér óskiptur að því
að hlúa að særðum. Það sem eftir
lifði ævi sinnar notaði Dunant til
að reyna að sannfæra ríkisstjómir
um að fráleitasta leið til að gera
út um hlutina væri að heyja stríð.
Dunant varð gjaldþrota fyrir vikið
og styijöldum linnti ekki, en starf
hans leiddi til þess að Rauði kross-
inn var stofnaður.
Heimild: The Economist
Aðloknum óeirðum
Miklar óeirðir urðu í fyrradag i Harare, höfuðborg Zimba-
bwe, þegar hópar ungs fólks fóru um borgina, veltu bílum og
brutu gluggarúður. Vildi fólkið meina, að Suður-Afríkustjóm
hefði átt þátt f dauða Samora Machel, forseta Mósambfk, og
skeyttí helst skapi sínu á sendiráði Malawi, sem múgurinn sak-
aði um að styðja Suður-Afrfkumenn.
Sovétríkin:
Skýrt frá líf-
láti njósnara
Talið að fyrrum CIA-maður hafi komið upp um hann
Moskvu, AP.
TASS-fréttastofan sovéska
skýrði frá þvf i gær, að tekinn
hefði verið af lífi sovéskur borg-
ari, sem pjósnað hefði fyrir CIA,
bandarísku leyniþjónustuna.
Fréttír eru um, að Bandaríkja-
maðurinn Edward Lee Howard,
fyrrum CIA-maður, sem flýði til
Sovétríkjanna, hafi komið upp
nm hann.
Ekki var sagt hvenær maðurinn,
Adolf Tolkachev að nafni, hefði
verið líflátinn en bandarískt dagblað
greindi frá því fyrr á árinu, að af-
taka hans hefði þá þegar farið fram.
í Sovétríkjunum er sjaldan skýrt frá
réttárhöldum yfír njósnurum eða
aftökum þeirra en tilkynningin nú
kemur á tíma þegar aukin spenna
hefur færst í samskipti stórveld-
anna. Bandaríkjamenn vlsuðu fyrir
skömmu brott 25 Sovétmönnum hjá
Sameinuðu þjóðunum og sl. sunnu-
dag svöruðu Sovétmenn með því
að reka burt fímm bandaríska
sendíráðsmenn. Á þriðjudag var 55
Sovetmönnum að auki vísað frá
Bandaríkjunum og í gær var öðrum
fimm Bandaríkjamönnum visað frá
Moskvu.
í frétt Tass sagði, að Tolkachev
hefði unnið á rannsóknastofnun í
Moskvu og gerst njósnari „í gróða-
skyni og til að fá útrás fyrir hatur
sitt á sovéska ríkinu“. Fyrmefndur
Howard var rekinn úr bandarísku
leyniþjónustunni þegar upp komst,
að hann hafði neytt eiturlyfja, og
nokkru síðar gekk hann KGB, sov-
ésku leynilögreglunni, á hönd.
Beindist fljótlega grunur að honum
en honum tókst að flýja land og
skaut næst upp kollinum í Moskvu.
Er hann eini CLA-maðurinn fyrr og
síðar, sem flúið hefur á náðir Sovét-
manna.
London, AP.
BANDARÍKJADOLLAR lækkaði
í gær, en hækkaði þó aðeins
gagnvart sterlingspundinu.
Þannig kostaði pundið í London
síðdegis í gær 1,4328 dollara
(1,4350), en annars var gengi
dollarans þannig, að fyrir hann
fengust 1,9750 vestur-þýzk mörk
(1,9905), 1,6298 svissneskir
frankar (1,6310), 6,4975 franskir
frankar (6,5200), 2,2445 hoUenzk
gyllini (2,2500), 1.373,25 ítalskar
lirur (1.376,75), 1,39115 kandaí-
skir doUarar (1,39125) og 155,55
jen (154,71).
FUNDUR Alþjóða-Rauða krossins hefst í dag í Genf og verður
fyrsta mál á dagskrá hans að gefa samtökunum nýtt nafn. Eftír
fundinn munu samtökin nefnast „Alþjóða- Rauði krossinn og Rauði
hálfmáninn" til þess að þóknast kröfum þeirra 22 múhameðstrú-
arríkja, sem aðild eiga að þeim. Krossinn i fána samtakanna hefur
löngum verið múhameðstrúarmönnum þyrnir í augum, þótt hann sé
í raun vísun í þjóðfána Svisslendinga.
VESTUR-
ÞÝSKU
HEl
VINSÆLU
Rúmgóður úr vönduðu skinni og ekta ullarfóðri.
Litir: brúnir, svartir, gráir og fl.
Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519.
fremur fómarlömbum náttúruham-
fara.
Rauði krossinn þarf samþykki til
þess að mega aðstoða þegar til inn-
anlandsátaka kemur. Starfsmenn
hans hafa oft og tíðum fengið leyfí
til að heimsækja pólitíska fanga.
Átta þúsund fangar í El Salvador
hafa fengið aðhlynningu Rauða
krossins síðan 1981. En samtökin
hafa hvorki fengið að vitja fanga í
Ghana né Túnis.
Alþjóðanefndin gerir ekki upp á
milli fanga eins og mannréttinda-
samtökin „Amnesty Intemational".
Gildir einu hvort fangar hafi hreina
samvisku eður ei, nefndin lítur á
það sem hlutverk sitt að tryggja
að fangar hljóti mannlega reisn.
ICRC fær stórt pólitískt hlutverk
á þinginu, sem hefst í dag. Ákveða
þarf þær reglur, sem gilda í stríði.
Á fundinum þarf að skilgreina hvað
telja skuli átök þegar beita þarf
ákvæðum Genfar-sáttmálans. Slíkt
var sýnu auðveldara þegar
stríðsyfírlýsing var gefin út áður
en fyrsta skotinu var hleypt af.
Genfarsáttmálinn, sem gerður
var 1949, fjallar aðeins um
milliríkjaátök. Fyrsta ákvæði hans
nær til þess hvemig hjálpa skuli
veikum og særðum hermönnum.
Annað ákvæðið er um fómarlömb
sjóhemaðar. Það þriðja fjallar um
hvemig farið skuli með stríðsfanga
og fjórða ákvæðið tekur til vemdar
almennra borgara. Flestar ríkis-
stjómir heims hafa skrifað undir
öll fjögur ákvæði sáttmálans.
Eðli stríðs hefur aftur á móti
breyst síðan 1970 og hefur tveimur
viðaukum verið bætt við sáttmálann
Veigameiri mál taka við þegar
þessi breyting hefur verið gerð.
Rauði krossinn er vemdari Genfar-
sáttmálans frá 1949, sem er í
fjórum ákvæðum. í sáttmálanum
em reglur um framferði f stríði.
Þessi fundur er sá fyrsti, sem sam-
tökin halda í heild sinni með þáttöku
fulltrúa ríkisstjóma síðan 1981. Á
fundinum verður reynt að laga regl-
umar að vomm dögum og það
verður ekki auðvelt á öld hryðju-
verka, styrjalda, sem aldrei var lýst
yfír, og fólks, sem „hverfur".
Rauði krossinn samanstendur af
þremur meginþáttum. í fyrsta lagi
ber að nefna Alþjóðanefhd Rauða
krossins (ICRC), sem í sitja 20
Svisslendingar. Þeir hafa 3.000
manna skrifstofubákn að baki sér,
þ. á m. 500 svissneska fulltrúa viða
um heim og 2.000 starfsmenn í
Sviss. f öðm lagi em 143 deildir
Rauða krossins í ýmsum löndum. í
þriðja lagi hefur Bandalag Rauða
krossins og Rauða hálfmánans það
verkefni að skipuleggja starfsemi
einstakra samtaka Rauða krossins
og Rauða hálfmánans í ríkjum víða
um heim.
Yfirlýsingar Rauða krossins em
ekki alltaf að skapi ríkisstjóma og
á það einkum við þegar stjómimar
em fordæmdar. Áftur á móti hafa
ríkisstjómir hingað til ekki Iátið af
stuðningi við Rauða krossinn. Þrír
§órðu af fé samtakana, sem notuðu
226 milljónir bandarískra dollara á
síðasta ári, kemur úr vasa ríkis-
stjóma.
Rauði krossinn í hinum ýmsu
ríkjum er eflaust betur kynntur en
ICRC. Aftur á móti er Alþjóða-
nefndin hæfari til að standa af sér
pólitískan þiýsting. Alþjóðnefndin
gerir allt, sem í hennar valdi stend-
ur, til að íina þjáningar fómarlamba
vopnaðra átaka. Á það bæði við um
fanga úr röðum hermanna og al-
mennra borgara og þá, sem særst
hafa á vígvellinum. Neftidin lætur
til sín taka þar sem bágstaddir eiga
líf sitt undir náð og miskun óvina
sinna. Hún aðstoðar stríðsfanga og
fómarlömb þurrka á stríðshijáðum
svæðum Eþíópíu. Bandalag sam-
taka Rauða krossins og Rauða
hálfmánans víða um heim sinnir
ERLENT