Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Mósambík: Mannleg mistök ástæða slyssins Samora Machel borinn til grafar á þriðjudag Maputo, Jóhannesarborg, AP. FLEST bendir til, að mistök flug- mannsins og slæmt veður hafi valdið slysinu, sem oili dauða Samora Machel, forseta Mósambík, og 33 annarra manna. Útför Machels fer fram nk. þriðjudag. Stjómvöld í Maputo, höfuðborg Mósambík, hafa skýrt frá því, að meðal þeirra 34 manna, sem fórust í flugslysinu, hafí verið fjórir sov- éskir flugliðar, tveir kúbanskir læknar, tveir erlendir sendiherrar og margir háttsettir embættismenn stjómarinnar. Ákveðið hefur verið, að útför Macheis fari fram nk. þriðjudag en þangað til mun lík hans liggja á viðhafnarbömm í ráð- húsi Maputoborgar. Flestir hinn x, sem létust í slysinu, verða bomir til grafar á miðvikudag. Dagblöð í Suður-Afríku sögðu í gær, að mannleg mistök og slæmt veður hefðu valdið flugslysinu. Hafa þau það eftir heimildum innan flugmálayfírvalda í Mósambík, að flugmaðurinn hafí tilkynnt flug- tuminum í Maputo, að hann hefði aðalflugbrautina í sjónmáli og ætl- aði að lenda. Sfðan tilkynnti hann, að hann hefði misst sjónar á henni og var þá sagt að lenda blindlend- ingu. Síðasta tilkynning hans var, að hann gæti ekki náð tvöföldum ratsjárgeislanum, sem notaður er til leiðbeiningar við blindlendingu. Er það haft eftir embættismönnum í Suður-Afríku, að flugvélin hafí sést í ratsjám fljúga inn yfír landa- mærin „í næstum engu skyggni". Er hallast að því, að flugmaðurinn hafí taiið ljósin í Komatipoort, smábæ í Suður-Afríku, vera ljósin í Maputo. Ræntí Beirút Mynd þessi er af bandariska rit- höfundinum Edward Austin Tracy, sem hvarf í Beirút í fyrra- dag Mynd af honum ásamt handskrifaðri yfirlýsingu svo- nefndrar Bylting- arsinnðrar réttlætishreyfing- ar barst til vest- rænnar frétta- stofu i Beirút. í þessu bréfi heldur þessi hreyfing, sem talin er hafa tengsl við íran, þvi fram, að Tracy sé njósnari fyrir CIA, leyni- þjónustu Banda- rikjanna og Mossad, leyni- þjónustu Israels. Uppreisnarmenn rifu niður risa- stóra styttu af Jósef Stalín í Búdapest. Þrjátíu ár liðin frá upp- reisninni í U ngveij alandi Búdapest, AP. SKOTGKÍT á veggjum bakhúsa og endurminningin í huga fólks- ins er það eina sem eftir lifir af uppreisninni í Ungveijaland. Unglingarnir virðast ósnortnir af blóði drifinni baráttu hinna eldri fyrir frelsi og mannréttind- um. í dag eru liðin 30 ár frá því Ungveijar kröfðust þess að stjórn Matyas Rakosis færi frá völdum og herlið Sovétamanna hyrfi úr landi. Þegar uppreisnin hafði verið brotin á bak aftur lágu um 30.000 manns í valnum og talið er að 200.000 Ungveijar hafi flúið heimalandið. Nú, 30 árum síðar, fordæma stjórnvöld enn uppreisnina og leggja kapp á að sýna tryggð við nágrannan volduga. Uppreisnin var ekki skipulögð tilraun til valdaráns heldur viðbrögð almennings við kúgun og ofríki kommúnistastjómar Rakosis. Mat- hys Rakosi fékk sitt pólitíska uppeldi í Sovétríkjunum og gortaði sig af því við skoðanabræður sína að hann væri „besti nemandi Stalíns." Stjómarhættir Rakosis bám þess merki að hann hafði tileinkað sér sitthvað af boðskap lærimeistarans. Árið 1945 sneri hann aftur til Ung- verjalands og komst til æðstu metorða í kommúnistaflokknum með því að myrða og fangelsa helstu andstæðinga sína. Hann varð aðalritari flokksins árið 1953 en þá þegar merkti nafn hans kúgun og áþján í huga Ungveija. Sama ár lést Jósef Stalín og tók þá að gæta vaxandi óánægju með stjóm hans bæði heima fyrir og í Sovétríkjun- um. Rakosi var sviptur embætti árið 1956 og stjómvöld lofuðu endurbót- Yestur Þýskaland: Aðf ör hægriaflanna að verkalýðshreyfingunni Neue Heimat setur svip á kosningabaráttuna ZUrich, frá önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunblaðsina. HANDTAKA Alfons Lappas, for- stjóra Hlutafélags um félags- búskap, BGAG, í Hamborg á sunnudag hefur valdið úlfaþyt í Vestur Þýskalandi. Hamborgar- Noregur: Borgaraflokkar ekki reiðubúnir í stjórn V antrauststillagan á Brundtland fékk litlar undirtektir Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. MINNIHLUTASTJÓRN Verka- mannaflokksins hefur staðið af sér fyrstu vantrauststillöguna. Við atkvæðagreiðslu um hana seint i fyrrakvöld urðu aðeins flutningsmennirnir sjálfir til að styðja hana, tveir fulltrúar Framfaraflokksins. Tillaga Framfaraflokksins var svolátandi: „Vegna þess, að borg- araflokkamir hafa meirihluta á Stórþinginu er það skoðun þess, að þeir komi sér tafarlaust saman um starfhæfa stjóm. Ríkisstjóm Verka- mannaflokksins hefur ekki traust Stórþingsins." Enginn þingmanna hinna börgaraflokkanna vildi greiða þessari tillögu atkvæði. Tillagan var lögð fram í fram- haldi af umræðum um hásætisræðu konungs þar sem hann gerði grein fyrir stefnu stjómarinnar en almenn umræða um fjárlögin verður ekki fyrr en í næsta mánuði. í umræðun- um hefur komið í ljós, að Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa ekki áhuga á stjómarmyndun að svo stöddu en það hefur hins vegar Hægriflokkurinn. Bíður hann þess eins, að hinir flokkamir taki sinnaskiptum. Það hefur komið fram í máli miðflokksmanna, að þeir vilja bíða úrslitanna í sveitarstjómarkosning- unum annað haust og finnst þeim maklegt, að þangað til fái Gro Harlem Brundtiand, forsætisráð- herra, og Verkamannaflokkurinn að glíma við þann mikla vanda, sem nú er I norskum efnahagsmálum. Kristilegi þjóðarflokkurinn er dálí- tið tvfstígandi því að hann getur vel hugsað sér samstarf við Verka- mannaflokkinn í sumum málum. Flokkamir eru nú famir að búa sig undir fjárlagaumræðuna. Borg- araflokkamir þrír, sem áður vom í stjóm, hafa komið sér saman um sín eigin fjárlög þar sem hafnað er tillögum Verkamannaflokksins um aukna skatta. Þvert á móti er lagt til, að skattamir verði lækkaðir um einn milljarð nkr. í þessum umræð- um mun reyna á samstöðu borgara- flokkanna og hvort Verkamanna- flokkurinn er tilbúinn til að semja við einn eða fleiri borgaraflokkanna án þess að gjalda fyrir það með ráðherrastól. lögreglan handtók Lappas skömmu eftir að aðalfundur Verkalýðsfélags málmiðnaðar- manna var settur, en hann var einn af heiðursgestum fundarins. Hann var sendur tíl Bonn og sett- ur í varðhald fyrir að neita að svara spurningum sérstakrar þingnefndar um hagi og sölu verkamannabústaðanna Neue Heimat. Hann var látinn laus á þriðjudag en má ekki fara úr landi. Stjórnarandstæðingar og forystumenn verkalýðshreyf- inga í Vestur Þýskalandi segja að handtakan sé aðför að verka- lýðshreyfingunni og hafa líkt henni við aðgerðir nasista á vald- atíma þeirra. Willy Brandt, formaður Jafnað- armannaflokksins, sagði að stjóm- völd hefðu viljað auðmýkja verkalýðshrejrfínguna með hand- töku Lappas. Ahyggjur af hag leigjenda Neue Heimat eða hvemig staðið var að sölu verkamannabú- staðanna hefði engu ráðið þar um. Brandt sagði að handtakan væri dæmi um þann “illa ásetning hægr- iafíanna í landinu að notfæra sér Neue Heimat til að sýna verkalýðn- um hveijir ráða rflq'um." Eftir að Lappas var handtekinn varaði Jo- hannes Rau, kanslaraefni jafnaðar- manna, ríkisstjómina og hægri- sinna við að halda áfram baráttu sinni gegn verkalýðshreyfíngunni. Alfons Lappas, sem er 57 ára, reyndur stjómandi og mikilsmetinn verkalýðsleiðtogi, tók við stjóm BGAG árið 1985. Hann var í hópi þeirra sem ákváðu að selja Neue Heimat. í byijun þessa mánaðar ---------------------------------i var hann boðaður í yfírheyrslur hjá þingnefnd, sem hefur Neue Heimat söluna til rannsóknar, en lét ekki sjá sig fyrr en 16. október. Hann neitaði þá að svara spumingum nefndarinnar og bar fyrir sig að vera vitni í málinu. Nefndin féllst ekki á þessa röksemd og dómari í Bonn dæmdi hann í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Hann var látinn laus eftir tvo daga gegn þvf að hann færi ekki úr landi og léti lög- regluna vita um ferðir sínar. Meirihluti nefndarinnar sam- þykkti að Lappas skyldi handtekinn þegar fréttist að hann hygðist halda til Bandaríkjanna 4. nóvember og óvíst væri hvenær hann kæmi til baka. Tveir fulltrúar jafnaðar- manna greiddu atkvæði á móti handtökunni en tveir sátu hjá. Nefndin vill koma í veg fyrir töf á störfum sfnum með því að knýja Lappas til svara um Neue Heimat. Neiti hann vofír yfír honum fangels- isvist. Fyrir einum mánuði seldi BGAG óþekktum brauðgerðarmanni f Vestur Berlín verkamannabústaði Alþýðusambandsins, Neue Heimat. Rekstur fyrirtækisins gekk mjög illa og unnið var að því að bjarga því frá gjaldþroti þegar greint var frá sölu þess. Berlínarbúinn Horst Schiesser keypti rúmlega 200.000 íbúðir, sem 17 milljarða marka skuld (345,1 milljarður ísl. kr.) hvílir á. Kaupverðið var 50 milljón- ir marka (einn milljarður ísl. kr.). Salan kom mjög á óvart. Leiðtogar Alþýðusambandsins voru ekki hafð- ir með í ráðum og leigjendur fbúðanna lásu um söluna f bíöðum. .munla mu^niðselabna h

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.