Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 32

Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Sálfræðistöðin Námskeið BÖRN OG SJÁLFSTRAUST Læröu að þekkja persónuleg viðbrögð þín og kynntu þér árangursríkar aðferðir sem auka sjálfsöryggi þarna. ---------------- Efni námskeiðs:----------------------- • Samskipti fullorðinna — áhrif á börn • Hver eru æskiieg/óæskileg viðbrögð fullorðinna • Staða barns í fjölskyldu — samband systkina • Nýjar leiöir: — að minnka árekstra ' — að auka samvinnu — að styrkja sjálfstraust Leiðbeinendur sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfræðistöðvarinnar: 687075 milli kl. 10 og 12 fh. Kápan á myndinni er loðfóðruð með hettu, einnig til án hettu. Litir: grátt og brúnt. Stærðir: 36—48. lympíi Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300 Mezzoforte Mezzoforte á Broadway: Fyrstu tónleikarnir á Islandi í tvö ár „VIÐ erum óneitanlega mjög spenntir fyrir þessum tónleik- um og hvernig okkur verður tekið þvi þetta eru fyrstu tón- leikar okkar hér heima í næstum tvö ár“, sagði Friðrik Karlsson, gfitarleikari hljóm- sveitarinnar Mezzoforte, en hljómsveitin kemur fram á tón- leikum í veitingahúsinu Broad- way næstkomandi föstudags- kvöld. Hljómsveitin er nú á leið i tónleikaferð um Evrópu og er þegar uppselt á fyrstu tón- leikana í Zilrich í Sviss. Friðrik sagði að hljómleikaferð- in færi saman við útkomu nýrrar hljómplötu hljómsveitarinnar, sem er að koma út þessa dagana og hafa þegar selst yfír 15 þúsund eintök af plötunni fyrirfram í Þýskalandi. „Það er mjög gott að ná slíkri sölu strax í byrjun og þeir eru bjartsýnir hjá RCA í Þýskalandi sem annast útgáfuna þar“, sagði Friðrik. „Við verðum með efni af nýju plötunni og svo þekktustu lögin okkar af fyrri plötum á þessum tónleikum", sagði hann ennfrem- ur. „Við leggjum mikið í þetta og þess vegna mikilvægt fyrir okkur að vel takist til á þessum fyrstu tónleikum á Broadway og að við fáum móralskan stuðning frá löndum okkar, ekki síst þar sem við erum með tvo útlendinga í hljómsveitinni." Friðrik sagði að tónleikaferðin tæki um það bil einn mánuð og væri förinni fyrst heitið til Sviss, þá Þýskalands, Danmerkur og endað í Noregi. Hljómsveitina skipa auk Friðriks þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Gunnlaugur Briem trommuleik- ari, Jóhann Ásmundsson bassa- leikari og Bretamir Noel McCalla söngvari og saxafónleikarinn David O’Higgins. Dagblöð í Færeyjum: Segja Iceland Seafood borga 16% hærra verð en Coldwater Fréttin á misskilningi byggð, segja forstjóri Sjávarafurðardeildar Sam- bandsins og forsljóri Iceland Seafood FÆREYSKU blöðin „Sosialurin” og „14. september“ segja í for- síðufréttum síðastliðinn laugar- dag, að Iceland Seafood Corparation, dótturfyrirtæki Sambandsins i Bandarikjunum, segist geta keypt alla framleiðslu 5 punda þorskflakapakkninga i Færeyjum og greitt fyrir hana 16% hærra verð en Coldwater, sem kaupir og selur megnið af frystum fiski, sem framleiddur er í Færeyjum fyrir Bandaríkja- markað. Frétt þessa hafa blöðin eftir umboðsmanni fyrirtækisins Marr & Co. i Færeyjum. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambands- ins, og Eysteinn Helgason, forstjóri Iceland Seafood, segja þessa frétt á misskilningi byggða. Þarna sé verið að bera saman verð á mismunandi pakkningum, enda borgi Iceland Seafood það sama fyrir 5 punda Á STJÓRNARFUNDI Öryrkja- bandalags íslands hinn 13. þ.m. var samþykkt eftírfarandi ályktun: „Stjóm Öryrkjabandalags ís- lands skorar á byggingamefnd Hailgrímskirkju að sjá til þess að pakkningarnar, sem keyptar séu frá Færeyjum og Coldwater. Öll frystihús í Færeyjum utan tvö em meðlimir í Föroyja Fiskasölu, sem í um 15 ár hefur verið í sam- vinnu við Coldwater, sem séð hefur um sölu framleiðslu húsanna fyrir Bandaríkjamarkað. Hin tvö húsin hafa síðastliðin tvö ár selt fram- leiðslu sína fyrir Bandaríkin af og til í gegn um Marr & Co. og Ice- land Seafood. íslenzku fyrirtækin hafa jafnan greitt sama verð fyrir þessa framleiðslu og er það jafn- framt sama verð og íslenzkir framleiðendur fá. í fyrrgreindum færeyskum blöðum er það haft eft- ir umboðsmanni Marr & Co., að Iceland Seafood greiði framleiðend- um 1,90 dali fyrir hvert pund í 5 punda þorskflakapakkningum, en Coldwater 1,64 dali. Segir hann að framleiðendur vilji heldur hærra verð en viðurkenningar fyrir gæða framleiðslu. kór kirkjunnar verði aðgengilegur hreyfíhömluðum. Stjóm bandalags- ins bendir á tillögu, sem starfsmað- ur samráðsnefndar um ferlimál fatlaðra hefur lagt fram til lausnar þessu máli.“ „Hér er um að ræða viðskipti, sem fram fara á milli framleiðenda í Færeyjum og Iceland Seafood Corporation án milligöngu Sjávar- afurðadeildar," sagði Sigurður Markússon í samtali við Morgun- blaðið. „Eftir þeim upplýsingum, sem ég veit réttastar, er hér verið að bera sama verð á tvenns konar pakkningum þorskflaka, sem ekki geta talizt sambærilegar, hvorki að því ér varðar framleiðslukostnað né markaðsverð. Þessar verðmeiri pakkningar, sem fyrirtæki okkar vestra er orðað við, munu vera heil- flakapakkningar, sem jafnan seljast á mun hærrra verði en 5 pundin. Eftir því, sem ég veit bezt, hafa Coldwater og Iceland Seafood Corp- oration borgað færeyskum fram- leiðendum sama verð fyrir þorskflök í 5 punda pakkningum, sem er raun- ar sama verðið og íslenzkum framleiðendum er greitt fyrir þessa pakkningu á hveijum tíma,“ sagði Sigurður. „Við höfum verzlað við þessi frystihús 'af og til, þegar okkur vantar ákveðnar tegundir og pakkningar, en við höfum ekki haft neinn reglulegan samstarfssamning við þessa aðila og þeir hafa ekki verið þátttakendur í að uppfylla neinar af okkar stærri skuldbind- ingum,“ sagði Eysteinn Helgason. „Hér er um misskilning að ræða því við höfum samið við þennan aðila um kaup á öðrum pakkningum en 5 pundum. Þvi er ekki hægt að bera þetta saman. Því má bæta við að það verð, sem við borgum fyrir þennan umrædda samning er held- ur lægra heldur en við borgum framleiðendum okkar á íslandi fyrir sams konar pakkningu," sagði Ey- steinn. Hallgrímskirkja: Vilja að kór kirkjunnar verði aðgengilegur hreyfihömluðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.