Morgunblaðið - 23.10.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 23.10.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 33 Eitt af verkum Níelsar Hafstein. List og fagurfræði í Nýlistasafninu FIMMTUDAGINN 23. október kl. 20.00 verður opnuð í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3B, sýning á verkum eftir Níels Hafstein og ber hún yfirskriftinga List og fag- urfræði. Verkin á sýningunni eru byggð á dýptarskyni í tvívídd og þrívídd; nálægð og fjarlægð í tíma og hugsun. Sýningin á verkum Níelsar Hafstein í Nýlistasafninu er opin á virkum dögum frá kl. 16.00— 20.00 og um helgar frá kl. 14.00—20.00, — henni lýkur á sunnudaginn 2. nóvember. Að- gangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Haustátak leikmanna innan kirkjunnar Á TÍMABILINU 23. október tU 30. nóvember gangast nokkrar leikmannahreyfingar innan íslensku kirkjunnar fyrir Haustátak '86. Hreyfingamar sem að þessu standa em KFUM og KFUK, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag. Haustátak ’86 er samkomuröð með tólf samkomum og verður dagskrá fjölbreytt. Flutt verða ávörp og ræður, einsöngvarar, sönghópar og kórar syngja og almennur söngur verður mikill. Yfirskrift átaksins er „Jesús Kristur — eina leiðin". Tveir erlendir ræðumenn verða þátttakendur í samkomunum, báðir þekktir í sínum heimalönd- um fyrir ræðumennsku, ritstörf og fræðistörf. Per Ame Dahl kemur frá Noregi og Torsten Josephson frá Svíþjóð. Þá verður norski söngvarinn Svein Idsa einnig gestur á Haustátaki ’86. Aðrir ræðumenn, söngvarar og sönghópar verða íslenskir. Ifyrstu þijár samkomur Haust- átaks ’86 verða í Laugameskirkju dagana 23.-25. október, en síðan verða samkomur í húsi KFUM og KFUK að Amtmannsstíg 2b í Reykjavík dagana 26. október, 2., 9., 16., 23. og 27.-30 nóvem- ber. Allar samkomumar hefjast kl. 20.30 og em öllum opnar. (Fréttatilkynning) Framleiðnisj óður landbúnaðarins: Ky nningarfundir á Suðurlandi FRAMLEIÐNISJÓÐUR land- búnaðarins, landbúnaðar- og fjármálaráðuneytin og Stéttar- sambands bænda halda fundi á Suðurlandi á mánudag og þriðju- dag til að kynna búvörusamning ríkis og bænda og ráðstafanir Framleiðnisjóðs í tengslum við hann. Fundir þessir eru liðir í fundar- herferð þessara aðila, í samvinnu við heimamenn, sem nú stendur yfir. Egill Bjamason ráðunautur á Sauðárkróki, sem Framleiðnisjóður hefur ráðið til að kynna bændum Framboðslistar flokkanna taka á sig mynd: Prófkjör, forvöl og skoð- anakannanir framundan STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR eru nú einn af öðrum að setja sam- an framboðslista í hverju kjördæmi og verður svo fram til vors. Aðferðimar era misjafnar, innbyrðis milli flokka og milli kjör- dæma. Hér fer á eftir lauslegt yfirlit um það sem er framundan. Sjálfstæðismenn boða prófkjör í helming'i kjördæma Sjálfstæðismenn hafa nú haldið prófkjör í Reykjavík, Norður- landi-eystra og á VestQÓrðum. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra flokksins, verður prófkjör í Austurlandskjör- dæmi helgina 31. október - 1. nóvember. í prófkjörum flokksins hafa þeir einir kosningarétt sem eru flokksbundnir, eða ganga í flokkinn á kjördag. Kjósendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri, en á kjördag geta aðeins 18 ára og eldri gengið í flokkinn. Á Vesturlandi og Suðurlandi verður uppstilling á valdi fundar kjördæmisráðs, sem aðal- og varafulltrúar sitja auk eins við- bótarfulltrúa hvers aðildarfélag- anna. í Reykjanesi verður viðhöfð skoðanakönnun, hugsanlega í tveimur umferðum, og á henni að vera lokið fyrir 1. nóvember. í könnuninni tekur þátt ákveðinn hópur trúnaðarmanna í kjördæm- inu. í Norðurlandi-vestra hefur ekki enn verið ákveðið hvemig valið verður á lista. Kjördæmisráð mun taka ákvörðun um það bráð- lega. Forval Alþýðubanda- lagfsins ákveðið í fjórum kjördæmum Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og Reykjanesi hafa ekki ákveðið hvaða aðferð verður notuð við val á framboðs- lista flokksins. Að sögn Óttars Proppé, framkvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins, er ákvörðunar í höfuðborginni að vænta í kvöld, og í Reykjanesi um næstu helgi. Á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi verður forvali í tveim- ur umferðum lokið fyrir mánaða- mót nóvember og desember. Á Norðurlandi-eystra er forvalið í einni umferð og stefnt að því verði lokið fyrir miðjan desembermán- uð. Að sögn Óttars fer forval í tveimur umferðum þannig fram að í fyrri umferð skila kjósendur inn ákveðnum fjölda nafna manna sem þeir vilja sjá á listanum. Kjör- nefnd athugar siðan hverjir þeirra sem tilnefningu hljóta gefa kost á sér, og í seinni umferð er kosið í sæti. I forvali í einni umferð merkja menn hinsvegar ákveðna sætistölu við fi-ambjóðendur. Þátttakendur f forvali Alþýðu- bandalagsins verða að vera flokksbundnir. Á Vesturlandi og Norðurlandi vestra hafa verið skipaðar kjör- nefndir sem eru nú að störfum. Prófkjör reykvískra Framsóknarmanna í lok nóvember Framsóknarmenn á Austfjörð- um hafa þegar skipað framboðs- lista sinn. Halldór Ásgrímsson verður í fyrsta sæti, en í næstu fjórum sætunum verða: Jon Kristjánsson, Jónas Hallgrímsson, Guðrún Tryggvadóttir, Þórhalla Snæþórsdóttir og Vigdís Finn- bjömsdóttir. Flokkurinn heldur prófkjör í Reykjavík helgina 29.-30. nóvember, framboðsfrest- ur rennur út 5. nóvember. Nýjar prófkjörsreglur hafa verið sam- þykktar í kjördæminu. Að sögn Sigurðar Geirdal, framkvæmda- stjóra flokksins, hafa aðeins flokksbundnir kosningarétt auk þeirra sem undirrita stuðnings- yfirlýsingu við flokkinn og eru ekki félagar í öðrum flokkum. í prófkjörinu ber fólki að setja núm- er við ákveðinn fjölda manna, mismunandi eftir kjördæmum. Hljóti frambjóðandi meira en 50% atkvæða er kosning hans bind- andi. Á Vesturlandi verður einnig prófkjör sömu helgi, en framboðs- frestur er til 24 október. Sunn- lendingar halda prófkjör 25. október um efstu sæti en kjör- dæmisþing sem haldið verður 22. nóvember ákveður endanlega röð- un á lista. Vestfirðingar halda prófkjör 6.-7. desember og rennur framboðsfrestur út 9. nóvember. Á Norðurlandi-eystra er lokið skoðanakönnun meðal félags- manna. 1.-2. nóvember verður haldið tvöfalt kjördæmisþing þar sem ákvörðun verður tekin um lista. Á Norðurlandi-vestra er einnig lokið skoðanakönnun, en ekki búið að dagsetja kjördæmis- þingið, það verður sennilega seinast í nóvember. Á Reykjanesi verður haldið tvöfalt kjördæmis- þing 22. nóvember, sem raðar frambjóðendum á lista. Próflgör Alþýðu- flokksins í fjórum kjördæmum í næsta mánuði Jón Baldur Lorange, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins, sagði að flokkurinn myndi halda prófkjör í þremur kjördæmum helgina 8,- 9. nóvember, þ.e. Reykjanesi, Suðurlandi og Norð- urlandi-vestra. Á Suðurlandi rennur framboðs- frestur út um 25. október. Á lista frambjóðenda í Reykjanesi eru átta menn: Ámi Hjörleifsson, Hafnarfirði, Elín Harðardóttir, Hafnarfírði, Grétar Mar Jónsson, Sandgerði, Guðmundur Oddson, Kópavogi, Karl Steinar Guðnason, Keflavík, Kjartan Johannson, Hafnarfírði, Kjartan Sigtryggson, Hafnarfirði og Rannveig Guð- mundsdóttir, Kópavogi. Tveir bjóða sig fram á Norðurlandi vestra, Jón Sæmundur Siguijóns- son og Birgir Dýrfjörð. Á Vesturlandi verður prófkjör 23. nóvember, og rennur fram- boðsfrestur út 8. nóvember. Á Austurlandi mun kjördæmisráð stilla upp framboðslistanum, og hefur þegar verið ákveðið að Guð- mundur Einarsson skipi fyrsta sætið. í öðrum kjördæmum verður prófkjör, en tímasetningar hafa að sögn Jóns ekki verið ákveðnar. Á Vestfjörðum verður prófkjörið væntanlega í lok næsta mánaðar en í Norðurlandi eystra í síðasta lagi í janúar. Reykvíkingar hafa ekki ákveðið hvenær prófkjörið verður. Prófkjörsreglur flokksins kveða á um að aðeins flokks- bundnir Alþýðuflokksmenn hafi kjörgengi. Kosningarétt hafa stuðningsmenn í viðkomandi kjör- dæmi, 18 ára og eldri. Óljóst hjá kvenna- listakonum Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, starfsmanns Samtaka um kvennalista, hefur ekki verið ákveðið hvenær val á frambjóð- endum flokksins fer fram. Flokk- urinn viðhafði fyrir síðustu Alþingis- og sveitastjómakosn- ingar skoðanakannanir í tveimur hlutum, til að velja framboðslista. Guðrún sagði að þetta atriði skipti Kvennalistakonur minna máli en fólk í öðram stjórmálaflokkum; flokkurinn væri myndaður um málefni, ekki menn. Nú væri því unnið að því að setja saman stefnuskrá flokksins, en skipun framboðslistanna látin bíða. tilboð Framleiðnisjóðs til búhátta- breytinga, flytur framsöguræðu ásamt fulltrúum ráðuneytanna og bænda, sem á fyrstu fundunum vora: Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri landbúnaðarráðuneytis- ins, Sigurður Þórðarson skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins og Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Framsögumenn svara síðan fyrirspumum fundarmanna. y Fundimir á Suðurlandi verða sem hér segin Á Flúðum í Hranamanna- hreppi á mánudag klukkan 14, á Hvolsvelli sama dag klukkan 21 og á Kirkjubæjarklaustri á þriðjudag- inn klukkan 13.30. 63krónur 1 fyrir þorsk EITT íslenzkt fiskiskip seldi afla sinn erlendis á miðvikudag og fékk að meðaltali rúmar 63 krón- ur á kíló. Á þriðjudag var meðalverð fyrir gámafisk í Bret- landi 60,67 krónur. Hafnarey SU seldi 83 lestir í Hull. Heildarverð var 5.270.100 krónur, meðalverð 63,48. Aflinn var að mestu þorskur. Á þriðjudag vora seldar 308,3 lestir úr gámum í Hull og Grimsby. Heildarverð var 18.706.800 krónur, meðalverð 60,67. Þar af vora 184 íestir af þorski, meðalverð 63,24, 70,4 lestir af kola á 55,25 og 24,7 íestir af ýsu á 59,71 krónu að meðaltali. Afmæli Geðhjálpar HALDIÐ verður upp á afmæli Geðhjálpar í fé- lagsmiðstöðinni Veltu- sundi 3B laugardaginn 25. október kl. 14—18. Opið hús hjá Geðhjálp er sem hér segin á fímmtudög- um kl. 20.00—22.30, á fostudögum kl. 15—18 og á laugardögum kl. 14—17. (Fréttatilkynning) Leiðrétting NAFNIÐ á Hófsá I Auðkúlu- hreppi í Vestur-ísafjarðarsýslu misritaðist í grein Matthíasar Bjaraasonar í blaðinu í gær. Stóð þar Hofsá. — Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. .nnrojg ‘.ilsni ismngiuin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.