Morgunblaðið - 23.10.1986, Side 36

Morgunblaðið - 23.10.1986, Side 36
(\ \ n 36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Matseld Matreiðslumaður og aðstoðarmaður við matseld óskast til starfa hjá fyrirtæki í Rvk. Um daginn eða að kvöldi. Nafn ásamt upplýsingum um fyrri störf ósk- ast lagt inn á auglýsingadeild Morgunblaðs- ins merkt: „M — 1655“ fyrir 30. október. Starfsfólk óskast strax ekki yngra en 18 ára. Upplýsingar í versluninni frá kl. 17.00-18.00 fimmtudaginn 23. okt. GVÖ aaHen^t Sendill Óskum eftir að ráða sendil strax til starfa allan daginn. Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu. Brauðgerð Starfsfólk óskast til starfa í Brauðgerð Mjólk- ursamsölunnar. Upplýsingar veittar hjá verkstjórum á staðn- um fimmtudag og föstudag. Brauðgerð Mjólkursamsölunnar. Brautarholti 10. Tölvuskráning Óskum að-.ráða áreiðanlegt og samviskusamt fólk í eftirtalin störf: 1. Tölvuskráning pantana, vélritun, $íma- varslal Vinnutími frá kl. 13.00-17.00. 2_ Tölvuskráning afgreiðsluseðla, útskrift reikninga ö.fl. Vinnutími frá kl. 5.00-12.00 (á morgnana). Reynsla af tölvum ekki nauðsynleg ef áhugi og geta er fyrir hendi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Brauðhf. Skeifunni 11. Verkafólk • Ertu ánægð/ur þar sem þú vinnur? Er starfið nógu krefjandi? Er félagslífið gott? • Okkur á Álafossi vantar duglegt fólk í vaktavinnu — bónuskerfi — gott kaup. • Ferðir eru úr Reykjavík og Kópavogi eftir ákveðnu leiðakerfi og kosta ekkert. • Hjá okkur er öflugt félagslíf, 120 manna félagsheimili, Ijós og sauna svo og þrjú or- lofshús fyrir starfsfólk. Kannski kemstu líka í Álafosskórinn, hver veit? • Athugaðu málið, hafðu samband. Starfsmannahald, sími 666300. ^ á/llafosshf. Atvinna íboði Vantar starfskraft í smíðadeild. Hálfsdags starf kemur til greina. Góð og björt vinnuað- staða. Vinnutími 8.00-16.00. Hlínhf., Ármúla 5, sími 686999. Útkeyrsla — sala Okkur vantar starfsmann til útkeyrslu og sölustarfa. Áreiðanleiki og snyrtimennska áskilin. Þarf að geta byrjað mánudaginn 3. nóv. Áhugasamir leggi inn á auglýsingad. Mbl. nafn, síma og fyrri starf, fyrir lokun 24/10 merkt: „Útkeyrsla/sala — 184“. Rafvirkjar Óskum að ráða nú þegar rafvirkja til starfa á viðgerðaverkstæði okkar. Umsóknareyðublöð og upplýsingar veittar á skrifstofunni í dag kl. 14.00-16.00. i Eiðistorgi 11 - simi 622200 EIMSKIP m Utboð Hf. Eimskipafélag Islands óskar eftir til- boðum í fæði fyrir starfsmenn félagsins í Sundahöfn. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, og þar verða tilboð opnuð þriðju- daginn 11. nóvember 1986 kl. 11.00 f.h. VERKfVUCÐISTOrA STEFANS ÓUkfSSONAR HF. FAV. CONSULTMQ ENCUKEJEAS •ONQAirrÚNI 20 103 RTVKJAVK lll ItMOt ItMf Norræni blaðamannaskólinn í Árós- um óskar eftir að ráða rektor Þar sem afráðið hefur verið að hefja heils árs kennslu við Blaðamannaskólann í Árós- um er staða rektors hér með auglýst laus til umsóknar. Viðkomandi mun hefja störf 1. janúar 1987. Staðan heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og er veitt til fjögurra ára. Umsækjendur verða að hafa starfað við blaðamennsku og/eða hafa lokið háskóla- prófi. Ennfremur er krafist reynslu af kennslu og stjórnunarstörfum. Þekking á norrænum fjölmiðlum og samfélagsgerð þjóða Norður- landa er einnig nauðsynleg. Rektor mun annast stjórnun Norræna blaða- mannaskóians sem er í Árósum. Tilgangurinn með rekstri skólans er sá að bjóða blaðamönnum á Norðurlöndum upp á framhaldsmenntun þar sem sérstök áhersla er lögð á norræn málefni. Laun samkvæmt 35. launataxta danskra ríkisstarfsmanna og eru þau nú 260.000 d.kr. á ári, auk þess verður greiddur ferðastyrkur. Umsóknir skal senda: Bestyrelsen for NordiskJournalistkursus c/o Pressens Uddannelses Center/Journa- listkollegiet, Vennlystparken, DK-80000 Árhus C. Umsóknirverða.að hafa borist þann 3:11 .’86. Álfheimabakaríið Okkur vantar starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Afgreiðslustarf. Vinnutími frá 9.00.-16.00. 2. Aðstoðarmann í bakarí. Vinnutími frá 7.00-15.00. Upplýsingar á staðnum frá kl. 17.00-18.00. Álfheimabakarí, Álfheimum 6. Leikmyndateiknarar Á málarasal Þjóðleikhússins er laust starf leikmyndateiknara. Nauðsynlegt er að um- sækjandi hafi haldgóða myndlistarmenntun og reynslu af leikmyndagerð. Ráðningarkjör eru samkvæmt samningum BSRB og fjár- málaráðherra. Umsóknum sé skilað til Þjóðleikhússins fyrir 1. nóvember nk. á sérstökum eyðublöðum, sem þarfást. Nánari upplýsingar veitir Sigur- jón Jóhannsson, yfirleikmyndateiknari. Þjóðleikhússtjóri. ST. JOSEFSSPITALI LANDAKOTI Sjúkraliðar Við höfum 2 lausar stöður sjúkraliða á lyf- lækningadeild 1A. Þetta er fjölþætt deild innan lyflækninga. Tilvalið fyrir þær sem vilja halda við og bæta faglega þekkingu sína. Nánari uppl. gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri lyflækningadeildar í síma: 19600/200 milli kl. 13.00 og 15.00. Reykjavík23.10.1986. 1 2. Vegna mikilla anna óskum vid eftir morgun- hressu starfsfólki í eftirtalin störf: Aðstoðarfólk í bakarí. Vinnutími frá kl. 5.00-14.00. Starfsfólk í pökkun og dreifingu. Vinnutími frá 5.00-13.00, styttri vinnutími kemur til greina. Nánari upplýsingar hjá verkstjórum á staðn- um á milli kl. 9.00 og 12.00. Brauð hf. Skeifunni 11. Bakaranemar Óskum eftir að taka á samning nema í bak- araiðn. Reglusemi og stundvísi áskilin. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Brauð hf., Skeifunni 11. mmtmmmamammmmmm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.