Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 41 Stjörcm- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Mig langar til að biðja þig um stjömukort fyrir mig. Ég erfædd 16.02.1964 kl. 18.55 að kvöldi á Akureyri. Hvemig er tilfinningalíf mitt og hvaða merki á best við mig?“ Svar: Þú hefur Sól, Mars, Satúmus og Merkúr í Vatnsbera, Tungl og Venus í' Hrút, Meyju Rísandi og Tvíbura á Miðhimni. Yfirveguð Mars, Sól, Satúmus í sam- stöðu í Vatnsbera táknar að þú ert í grunneðli þínu yfir- veguð og kraftmikil. Þú leggur áherslu á að vera skynsöm og öguð. Þó þú sért félagslynd og viljir hafa tölu- vert af fólki í kringum þig vilt þú eigi að síður fara eig- in leiðir. Þú heldur þig því í vissri fjarlægð frá öðmm. Kröfuhörð Satúmus á Sól dempar sjálfs- tjáningu þína, táknar að þú ert kröfuhörð við sjálfa þig og vilt setja lífsorku þína í ákveðinn farveg. Það gefur þér sterka ábyrgðarkennd og skipulagshæfíleika en getur jafnframt fylgt ákveðin hætta á bælingu og minni- máttarkennd, því að þú gerir of lítið úr sjálfri þér. Þú þarft því að varast að vera of kröfuhörð við sjálfa þig, eða að láta fullkomnunarþörf leiða til þess að þú þorir ekki að gera það sem þig langar til. Þú ættir að læra að taka áhættu og treysta á sjálfa þig í ríkari mæli en áður. Gott minni Merkúr í Vatnsbera táknar að hugsun þín er yfirveguð og hlutlaus. Góð tengsl eru milli hugsunar, tilfínninga og undirmeðvitundar. Þú ættir því að hafa gott minni. Lifandi tilfinningar Tungl og Venus saman í Hrút táknar að tilfinningalíf þitt ber einkenni frá Hrúts- merkinu. Þú ert í góðu til- finningalegu jafnvægi og ættir að geta orðið hamingju- söm í ást. Tilfinningar þínar eru lifandi, hressar og ein- lægar. Þú ert hrein og bein, vilt vera hreinskilin og er illa við fals og undirferli. Sam- bönd þín verða að vera lifandi og spennandi. Hógvcer Rísandi Meyja táknar að þú hefur nákvæma, smámuna- sama og samviskusama hlið. Framkoma þín er að öllu jöfnu frekar hógvær en þú getur einnig átt til að vera hvöss og gagmýnin. Meyjan táknar að þú vilt hafa röð og reglu á málum þínum og umhverfí. Hugarstörf Tvíburi á Miðhimni táknar að þú berð virðingu fyrir Tvíburaeiginleikum og stefnir að því að þroska líka þætti í eigin fari. Það þýðir að þú leggur áherslu á skyn- semi, það að vinna störf sem krefjast hugarbeitingar og hafa með tjáskipti og félags- legt samstarf að gera. Hrútsmerkið Vatnsberi og Meyja saman er það sem ég hef stundum kallað nákvæmur vísinda- maður. Það táknar að þú ert öguð og yfirveguð persóna sem fellur vel að vinna störf sem krefjast hugsunar, t.d. skrifstofustörf. Hrúturinn táknar hins vegar að þú ert lifandi, kraftmikil og frjáls- lynd á tilfínningasviðinu, vilt spennu, hreyfingu og líf. Hrútsmerkið ætti að eiga ágætlega við þig, en samt sem áður frekar öguð útgáfa af merkinu. X-9 GRETTIR !!!!!!!!!!l!!!l!!!!!!!!i!!!!U!!!!!!!?IR!!!!!!!!!!!!!!!! TOMMI OG JENNI UÓSKA BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Þórarins Sigþórssonar vann pólsku ólympíumeistarana frá því 1982 hreint í 7 spila leik í keppninni um Rosenblhum- bikarínn í síðasta mánuði. Eftirfarandi spil átti dijúgan þátt í þeim sigri: Suður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ KG103 f K876 ♦ D1096 ♦ D Norður ♦ Á VÁDG54 ♦ G854 ♦ 8543 Austur ♦ 762 ¥1092 ♦ ÁK32 ♦ 976 Suður ♦ D9854 ¥3 ♦ 7 ♦ ÁKG1042 í opna salnum sátu Björn Eysteinsson og Guðmundur Her- mannsson í AV á móti Martens og Pzrybora, gestum Bridshátið- ar á íslandi fyrir tveimur árum. Sagnir gengu: Vestair Norður Auatair Suður — — — 21auf Pass 2 tíglar Pasa 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Dobl 6 lauf Pass Pass Pass Sagnir suðurs eru allar eðli- legar, sýna 6-5 i laufí og spaða. Fyrstu tvær sagnir norðurs eru biðsagnir. Kannski hefði Guðmundur átt að dobla slemmuna til að biðja um tígul út. En hann gerði það ekki, en Björn spilaði út hjarta. Pzrybora gat nú unnið spilið með því að svína drottningunni og henda tigli niður i hjartaát og trompsvfna fyrir hjartakóng- inn I austur. Spilaði sem sagt hjartadrottningunni og henti tigli heima. Bjöm fékk á hjarta- kónginn og spilaði laufi. Pzry- bora gaf svo seint og síðar meir slag á spaða. Á hinu borðinu létu Þoriákur og Þórarinn sér nægja að spila og vinna fimm lauf. Umsjón Margeir Pétursson FERDINAND SMÁFÓLK PO YOUTUINK IM CRAZY? I'P NEVER vSIGNTHAT! y U)HY N0T7ALL l'M A5KING FOR 15 a CREATIVE CONTROL.1 Hérna, skrifaðu undir þetta! Hvað er þetta? Fjölskyldan okkar hefði átt að gera svona samning fyrir löngu. Heldurðu að ég sé geggj- aður? Þetta myndi ég aldrei skrifa undir! Af hveiju ekki? Ég er ekki að biðja um annað en skap- andi stjórn á ykkur! Nýjasti stórmeistari V-Þjóð- veija er hinn 27 ára gamli Ralf Lau. í þessari stöðu hafði hann svart og átti leik gegn landa sínum dr. Ostermeyer í síðustu umferð alþjóðlega skákmótsins í Solingen þar sem hann tryggði sér titilinn. Hvítur lék síðast 29. Bf3 - h5?, honum hafði greinilega yfir- sést öflugt svar svarts: 29. — Hh8! 30. Bf3 (Viðurkennir mis- tökin, því 30. Bxf7? — Hxhl+, 31. Kxhl - Rf4+, 32. Kh2 - Hh8+ tapar strax) 30. — g4, 31. Bg2 - Hxhl+, 32. Bxhl - Hh8, 33, Bg2 - Dh5, 34. Rd2 - Dh2+, 35. Kfl - Dhl+! og hvítur gafst upp, því nú getur hann ekki komist hjá því að þiggja drottningarfómina og þá blasir mátið við. Það munu vera ein fjögur ár síðan V-Þjóðveijar eignuðust síðast stórmeistara. Það var Erie Lobron.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.